Bændablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 28

Bændablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Hrísgrjónaframleiðsla er mikilvæg landbúnaðargrein í Piemonte á Ítalíu: Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello – Smáframleiðsla í anda Slow Food-hugsjónarinnar Hjarta Slow Food-hreyfingarinnar slær í Piemonte á Ítalíu. Hugsjónafólki frá Bra, sem er rétt suðaustur af Tórínó, hraus hugur við skyndibitavæðingunni sem breiddist ört út um hinn vestræna heim um miðjan níunda áratug síð- ustu aldar – og þótti steininn taka úr þegar heimila átti MacDonald´s að hefja veitingarekstur við Spænsku tröppurnar í Róm árið 1986. Það ár er hreyfingin stofnuð á Ítalíu og þremur árum síðar var alþjóðlega Slow Food-hreyfingin stofnuð í París. Tórínó er stærsti þéttbýlisstaður Piemonte og höfuðborg, með tæp- lega milljón íbúa. Þar er aðalhátíð hreyfingarinnar haldin annað hvert ár og var einmitt haldin þar dagana 22. til 26. september síðastliðinn. Í Bra eru höfuðstöðvar alþjóðlegu Slow Food-hreyfingarinnar. Mesta samfellda undirlendi Ítalíu Piemonte er í túnfæti Alpanna, ef svo má segja, enda þýðir pie fótur og monte fjall. Undirlendi Pódalsins, þar sem áin Pó rennur þvert í gegnum Norður-Ítalíu frá Ölpum til Adríahafs, er mesta samfellda undirlendi Ítalíu. Piemonte er afar gjöfult landbúnaðarhérað. Kornrækt er þar mjög fyrirferðarmikil, vín- framleiðsla er talsverð í héraðinu og það státar af nokkrum af bestu víntegundum Ítalíu. Ávaxtarækt er blómleg og svo er þar mikil mjólkur- framleiðsluhefð. Þetta sést ágætlega þegar matarmenning Norður-Ítala er borin saman við þá sem sunnar er á skaganum. Smjör og hrísgrjón eru meira áberandi í norðrinu en ólífuolían og pastað fyrir sunnan. Margir þekkja risotto, þekktasta hrís- grjónarétt Ítala, sem til er í mörgum útfærslum. Helsta hrísgrjónaland Evrópu Ítalía er helsta hrísgrjónaland Evrópu og Piemonte-hérað það mikilvægasta á Ítalíu. Undirritaður átti þess kost að heimsækja hrísgrjónasetrið Tenuta Torrone della Colombara, sem er 60 kílómetra norðaustur af Tórínó, helgina þegar Slow Food-hátíðin Salone del Gusto Terra Madre var haldin á dögunum. Hrísgrjónaframleiðandinn er gott dæmi um hvað hugsjónir Slow Food- hreyfingarinnar standa fyrir. Setrið er vel í sveit sett, utan í svoköll- uðum hrísgrjónaþríhyrningi rétt hjá Vercelli, höfuðstað hrísgrjóna- ræktar í héraðinu. Það er ekki að ósekju sem hrísgrjónabýlið er hér kallað setur því þarna eru virðulegar safnbyggingar sem gefa glögga mynd af búsetu- og lifn- aðarháttum bænda snemma á síðustu öld. Á setrinu fá gestir innsýn inn í tíma þegar þarna var svo stór- og fjölbýlt að nánast jaðraði við að geta talist þorp í fólksfjölda. Þar var enda umfangsmikill blandaður búskapur. Vatnslitamyndir á hrísgrjónaakri Nafn hrísgrjónafram- leiðandans Acquerello þýðir vatn- litamynd og skýrist af ásýnd býlisins á vorin þegar flæðir yfir hrísgrjóna- akrana þannig að húsbyggingar og landslag taka á sig mjúka vatnslita- áferð á spegilfletinum. Þarna hefur Rondolino-fjölskyldan ræktað hrís- grjón frá 1935, en þá keypti Cesare Rondolino jarðareignina Colombara. Sonur hans, Piero Rondolino, lauk námi í arkitektúr árið 1971, en fann þá að hann vildi setja starfsorku sína í að halda áfram því starfi að byggja upp og þróa hrísgrjónaframleiðsl- una. Næstu tuttugu ár fóru í þróun, vinnu og rannsóknir í þeim tilgangi að geta framleitt afburða hrísgrjón. Svo var vörumerkið Acquerello stofnað. Í dag er þar rekið sannkallað fjölskyldubú, því umsjón allra fram- leiðsluþátta er í höndum fjölskyldu Piero; konu hans, Maria Nava, dóttur, Önnu, og sona, Rinaldo og Umberto. Þar er metnaðarfull- ur búrekstur rekinn þar sem sífellt er leitast við að bæta framleiðsl- una; bæði með tækninýjungum og gæðastýringu. Til að ná fram þeim gæðum sem Rondolino-fjölskyldan sóttist eftir – og til að hún væri jöfn og stöðug – var til að mynda tals- vert dregið úr framleiðslunni fyrir nokkrum árum. Hið eðla grjón Acquerello sérhæfir sig í ræktun á hrís- gr jónaafbr igð inu carnaroli, sem er eitt úrvals afbrigða til risotto-matargerðar. Grjónin eru stór og löng og gæðalega með þeim allra bestu. Uppskera er minni af þessu yrki en flest- um öðrum og eins er plantan viðkvæmari. Þess vegna eru þau aðeins dýrari en flest önnur risotto-grjón. Það sem gerir Acqerello Carnaroli- grjónin enn sérstakari eru vinnsluaðferðir Á sölubásnum á Salone del Gusto Terra Madre stóðu þær vaktina, Chiara Cafuri og Manuela Bossola. Myndir / smh Mynd / Acquerello Viðhafnarútgáfa og viður- kenning Slow Fodd á fram- leiðsluaðferðum Acquerello.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.