Bændablaðið - 17.11.2016, Side 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016
Ræktunarbúið Hofi
− leiðrétting á töflu
HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir
gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com
Nafn Fæðingarár Sköpulag Kostir Aðaleinkunn
Grámann
Náttúra
Hagur
Gæfa
Hof
Mistök urðu við birtingu töflu
um árangur kynbótahrossa
frá ræktunarbúinu Hofi á
Höfðaströnd í síðasta tölublaði
Bændablaðs.
Hof frá Höfðaströnd var eitt
sextán búa sem hlaut tilnefningu
Bændasamtaka Íslands til titilsins
ræktunarbús ársins. Fjögur hross
frá búinu voru sýnd í ár en vegna
mistaka var röng tafla birt með
umfjöllun um búið, en hún birtist
hér. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Ráðstefna haldin laugardaginn 3. desember:
Íslensk hrossarækt í 100 ár
− Stefnumótun hrossaræktarinnar
Í ár eru tímamót í íslenskri
hrossarækt í ýmsum skilningi.
Það eru 110 ár frá því að fyrsta
kynbótasýningin var haldin,
100 ár frá fæðingu Sörla 71
frá Svaðastöðum, sem er einn
helsti ættfaðir íslenska hestsins
í dag, 30 ár frá upptöku BLUP-
kerfisins, 25 ára afmæli nútíma
skýrsluhalds og í ár er 100 ára
afmælisár Gunnars Bjarnasonar,
fyrrv. hrossaræktarráðunautar,
brautryðjanda sýningarhalds
og markaðssetningar á íslenska
hestinum.
Því er vel við hæfi að líta
yfir farinn veg og skoða hvernig
til hefur tekist; fara yfir sögu
og þróun hrossaræktarinnar,
rannsóknir á íslenska hestinum
og stöðu þekkingar. Ekki er síður
mikilvægt að marka stefnu til næstu
ára; móta ræktunarmarkmiðin og
matið á hestinum í kynbótadómum;
sjá fyrir sér hlutverk hestsins og
notendur hans í framtíðinni og
hvernig hestahaldið kemur til með
að þróast.
Af þessu tilefni er efnt til
vinnufundar hrossaræktarinnar þar
sem við fræðumst og förum yfir
stöðuna í áhugaverðum fyrirlestrum.
Einnig er hugmyndin að virkja
fundarfólk til þátttöku í stefnumótun
fyrir íslenska hestinn og hafa áhrif
á mótun ræktunarmarkmiðsins
og matsaðferða á hrossum í
kynbótadómi.
Aðgangur að ráðstefnunni er
ókeypis og allt áhugafólk um
hrossarækt er hvatt til að mæta.
Þátttakendur eru beðnir um að skrá
sig á ráðstefnuna og er skráningin
inni á heimasíðunni. www.rml.is
(sjá. Á döfinni).
Staðsetning:
Samskipahöllin í Spretti
Tímasetning:
3. desember, 10.00 – 17.00
Dagskrá:
Ráðstefnustjóri:
Ágúst Sigurðsson
10.00–10.20 Saga íslenskrar
hrossaræktar og notkunar
hestsins í 100 ár – Kristinn
Hugason.
10.30–10.50 Rannsóknir í þágu
hestsins – Sveinn Ragnarsson.
11.00 – 11.20 Þróun kynbóta
og næstu skref í þekkingaröflun
– Þorvaldur Árnason.
11.30–11.50 Þróun notkunar
hestsins og keppnisgreina –
Anton Páll Níelsson.
12.00 Matarhlé
13.00–13.20 Velferð, ending
og frjósemi hestsins – Sigríður
Björnsdóttir.
13.30–13.50 Hrossaræktin og
markaðurinn – Olil Amble.
14.00–14.20 Þróun
ræktunarmarkmiðsins –
Þorvaldur Kristjánsson.
14.20–16.00 Stefnumótun –
Hópavinna.
Kaffihlé – 20 mínútur.
16.20–16.50 Samantekt –
Hópstjórar kynna afrakstur
hópavinnunnar.
16.50–17.00 Lokasamantekt og
ráðstefnuslit.
Félag hrossabænda,
Háskólinn á Hólum,
Matvælastofnun,
Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins og Sögusetur
íslenska hestsins.
Minningarsjóður Hjálmars R.
Bárðarsonar og Else S. Bárðarson
Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðar-
son auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með
sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með
lúpínu. Til úthlutunar verða 4,2 milljónir króna.
Umsóknum skal skilað eigi síðar en 10. janúar 2017.
ríkisins (land.is), Skógræktar ríkisins (skogur.is) og Skógræktar-
félags Íslands (skog.is). Umsókn ásamt fylgigögnum skal
skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi. Ófullgerðum
umsóknum verður vísað frá.
Nánari upplýsingar gefur formaður sjóðsins, Guðbrandur
Bynjúlfsson í síma 844 0429. Netfang: buvangur@emax.is
Umsóknum skal skila til: Landgræðslusjóðs, Þórunnartúni 6,
105 Reykjavík. Skrifa skal skýrt á umslag: „Minningarsjóður
Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson“.
Smiðjuvegi 40 gul gata. Kópavogi.
Veitum upplýsingar í síma: 517 7718.
Heimasíða: www.topplausnir.is
Bjóðum hesta- og húsdýrakerrur
eins og tveggja hæða frá
Graham Edwards Trailers,
ýmsar gerðir og verð.
Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Sæti og varahlutir í
- Lyftara
- Vinnuvélar
- Vörubíla
- Báta
Refapeysan góða á 3-4 ára
Í innblaði síðasta Bændablaðs,
„Prjónauppskriftir Bænda-
blaðsins“, var uppskrift að þessari
fallegu peysu með 12 refum. Þar
láðist að setja með mynstrið.
Með peysunni er uppskriftin því
endurbirt hér með öllu saman.
Fjölmargar áhugasamar
prjónakonur höfðu samband eftir
síðasta blað, enda erfitt að leggja í
slíka peysu ef ekkert mynstur er til
að styðjast við. Eru lesendur blaðsins
beðnir velvirðingar á þessu með von
um að margir krakkar eigi eftir njóta
þess að fá að spóka sig í svona peysu
á næstunni.
Peysa á 3-4 ára
Létt-lopi.
Hringprjónar nr.3 1/2 og 4 ½ 40
cm.
A-0054 ljós grár1
Sokkaprjónar nr. 4 ½
B- 0059- svart 1
Prjónafesta 10x10 cm = 18 l og
24 umf. sl.
C- 1406 vorgrænn 1 á prjóna nr.
4 1/2
D- 1410 appelsínugulur.1
AA- 9427 ryðbrúnn
3
Bolur.
Fitja upp 121 l. með
svörtu . Bæta við 3
l. sem eru prjónaðar
brugðnar ef peysan er
höfð opin.
Prjóna sl og br 2 umf.
Með ryðbrúnu svo 2
umf með vorgrænum.
4 umf með ryðbrúnum.
Skipta yfir á pr. no. 4
½ og prjóna slétt prjón
þar til bolur mælist 24
cm. − Geyma bol.
Ermar.
Fitja upp 32 l . prjóna
sl og br. eins og stroff á
bol. Auka út um 4 l í fyrstu sl. umf.
Aukið út á miðri undirermi 2 l. Í
sjöundu hv. Umf. 6 sinnum þar til
48 l eru á prjóninum prjónið þar
til ermi mælist 27 cm.
Setjið 9 miðlykkjurnar á nælu og
prjónið hina ermina eins.
Axlastykki.
Sameinið bol og ermar á einn
hringprjón. Brugðnu lykkjurnar
eru ekki taldar með.
Prjónið 25 l. Setjið 9 l á nælu
og prjónið ermina í 39 l. Bak
53 l. 9 l á nælu . Seinni ermin
prjónuð í og síðustu 26 l. Einnig
3 br. Áfram. Byrjið á mynstri og
sannreinið lykkjufjöldann svo
mynstrið passi . Auka út um eina
l. Við handveg svo mynstrið passi.
Prjónið mynstur eftir teikningu.
Kragi.
Prjónið síðustu umf. slétt með prj.
3 ½ . Takið úr ef þarf þar til 59 l
eru eftir. Prjónið sl og br.
5 umf með grunnlit, 2 umf grænt,
2 umf grunnlit. 4 umf svart,
siðustu 5 umf. með grunnlit.
Fellið af.
Gangið frá endum. Sauma
aftursting með appelsínugulu
meðfram andlitinu á rebba.
Kljúfið lopann til að fá fínni þráð.
Guðrún Jónsdóttir
Kragi 59 l.
32
2 o g 3 l saman 31
30
3 og 4 l saman 29
28
4 og 5 l saman 27
26
25
145 l 24
5 og 6 l saman 23
22
21
20
19
18
17
16
15
14
13
12
11
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
o
181 lykkja