Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016 óhreinindi og sýkingar haldast verulega mikið í hendur og þar sem líklega rúmlega 99% júgurbólgusýkinga eiga sér stað í gegnum spenaendann, er afar mikilvægt að hugsa um smitvarnir við hann. Af þessum sökum á og þarf að halda mjólkurkúm eins hreinum og mögulegt er og ætti hlutfall af skítugum spenum fyrir mjaltir að vera í lágmarki á hverjum tíma. Í Danmörku ráðleggjum við í dag að nota þar til gerð spenaþvottaefni, oft borið á spena með froðu- hylkjum, fyrir mjaltir en þessi efni bæði gera það að verkum að auðveldara er að þrífa spenana en einnig draga þau verulega úr fjölda sýkla í nánd við spenaendann. Eftir mjaltir mælum við alltaf með notkun á spenadýfu en ekki spenaspreyi. Spenadýfan er oftast þykkari, loðir betur við spenann og ver betur hinn viðkvæma spenaenda fyrir innrás sýkla. Varðandi val á spenadýfu er ágætis þumalfingursregla að nota spenadýfu sem inniheldur gott virkt joð sé tankfrumutalan hærri en 150 þúsund/ml en sé hún lægri má skoða aðrar gerðir s.s. þær sem byggja á mjólkursýrugerlum eða tveggja þátta dýfur. Þetta þarf þó alltaf að skoða og meta miðað við þá sýkla sem verið er að slást við hverju sinni. Þetta ætti dýralæknir búsins að geta aðstoðað við að velja. Áhugasömum um þetta efni má benda á grein í 20. tbl. Bændablaðsins árið 2012 sem fjallar nánar um þetta. 3. Bregðast hratt við sýnilegum sýkingum Ef upp kemur sýking þarf að bregðast hratt við og meðhöndla kúna. Allt of margir láta hjá líða að setja kýr sem eru með sýnilega júgurbólgu í einangrun en þessar kýr geta hæglega smitað aðrar kýr. Takið því alltaf frá kú sem er með sýkingu og hafið í sér aðstöðu þar til meðhöndlun er hafin og hefur náð árangri. Eftir það ætti að vera óhætt að setja hana samanvið á ný. Á stærri kúabúum hafa margir það viðmið að flokka kýrnar í frumutöluhópa og þær sem eru mjög háar eru allar hafðar saman og geta þá ekki valdið skaða utan hópsins. 4. Meðhöndla kýr í geldstöðunni Að hlúa vel að geldkúnum er eitt brýnasta starf kúabænda nú til dags en tilgangur geldstöðunnar er að gefa kúnum frí svo líkaminn geti aðlagað framleiðsluaðstæðurnar að komandi mjaltaskeiði. Þegar þetta tímabil í lífi kýrinnar gengur í garð er hún hins vegar viðkvæm fyrir árásum baktería sem þó valda sjaldan klínískum einkennum júgurbólgu á geldstöðunni heldur duldum einkennum. Því bera kýr of oft með háa frumutölu og geta fengið klínísk einkenni í kjölfarið. Þá hefur það sýnt sig að meðhöndlun krónískra tilfella dulinnar júgurbólgu hefur best áhrif fari hún fram í geldstöðunni. Reynslan sýnir að sé júgurbólgutilfelli meðhöndlað í geldstöðu og einnig notað spenakítti þá eru líkurnar á því að kýrin nái fullri heilsu >85%. Skýringin felst í fjórum þáttum: 1) notuð eru langvirk-andi lyf sem hafa >30 daga útskolunartíma, 2) vegna þess að kýrin er ekki mjólkuð eru lyfin ekki „fjarlægð“, 3) lyfin eru hönnuð til þess að leysast hægt upp en að vinna á bakteríum af öryggi og 4) þar sem mjólk er ekki til staðar er næring bakteríanna í lágmarki. 5. Taka út krónískar kýr Síðasta almenna ráðið er að senda þær kýr í sláturhús sem hafa fengið sýkingar oft. Þetta eru og verða allt of dýrar kýr í rekstri. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Sviðsstjóri hjá SEGES P/S Danmörku Sameinuðu þjóðirnar vilja styrka fæðuöryggi þjóða: Fjárfesta þarf meira í þróun í dreifbýlinu Í umfjöllun Fréttamiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna (UN News Center) segir að landbúnaðurinn verði að laga sig að breyttum aðstæðum til að tryggja fæðuframboð í hlýnandi heimi. Þar segir að náin tengsl séu á milli landbúnaðar, hlýnandi loftslags, sjálfbærni, fæðu- og næringaröryggis. Loftslagið sé að breytast og landbúnaðurinn verði að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, sagði í yfirlýsingu í tilefni Fæðudags heimsins 2016 þann 16. október sl., að samhliða fjölgun jarðarbúa yrðu þjóðir heims að fullnægja aukinni eftirspurn eftir matvælum. Hækkun hitastigs á jörðinni sé þegar farið að hafa mikil áhrif á lífríkið, landbúnað og möguleika fólks til að framleiða mat. Benti Ban Ki-moon á að 70% af fátækustu íbúum jarðar reiddu sig á landbúnað, fiskveiðar og hjarðmennsku til að afla sér lífsviðurværis. Ef ekkert verði gert sé hætta á að milljónir manna muni bætast í þann hóp sem lifir undir fátæktarmörkum og hefur ekki möguleika á að afla sér nægrar fæðu. – „Til að styrkja fæðuöryggið í heimi hlýnandi loftslags, verða þjóðir heims að taka fæðuöflun og landbúnað inn í áætlanir sínar og fjárfesta meira í þróun í dreifbýlinu.“ /HKr. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Arctic Circle, á ráðstefnu í Hörpu fyrir skömmu. Notað kælikerfi til sölu Dorin H200 CS kælipressa (10m3/klst) með LP/HP pressóstati síðan 2015. Gamall vatns eimsvali ásamt öryggisloka. Eimarabúntfrá Ciarco með þremur einfasa viftu og R134a þennsluloka frá Danfoss. Upplýsingar í síma 897-6744, netfang; hafsteinn@hafsteinn.is A980 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Kíktu á heimasíðuna www.saltkaup.is Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 1. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.