Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016 salmonellu, camphylobakter og fleirum. Þessi þjónusta nýtist til dæmis opinberum aðilum eins og MAST og heilbrigðiseftirlitunum við opinbert matvælaeftirlit, en einnig einkaaðilum við innra eftirlit, rannsóknarverkefni og svo framvegis. Matís getur mælt mismunandi efnategundir og örverur, svo sem histamín, þungmálma, næringarefni og fleira. Þessar mælingar má gera á matvælum og á ýmiss konar umhverfissýnum,“ segir Sveinn. Ekki er hægt að mæla sýklalyf í matvælum á rannsóknarstofu á Íslandi, að sögn Sveins, en á rannsóknarstöðinni á Keldum er þó hægt að greina næmi örvera fyrir sýklalyfjum. Allar mælingar sem Matís gerir eru eign verkkaupa; ýmist vegna opinbers eftirlits – fyrir tilstuðlan MAST eða heilbrigðiseftirlita og eigendur ákveða hvort niðurstöðurnar eru birtar eða ekki. „Niðurstöður mælinga fyrir einkaaðila eru líka eign verkkaupans og hefur Matís enga heimild að opinbera þær niðurstöður. Það er mikilvægt að heilindi Matís séu ótvíræð í því samhengi og reglurnar skýrar,“ segir Sveinn. Betri árangur í mælingum á varnarefnum Örugg matvæli var samstarfverkefni Matís og MAST, en að auki tóku íslensk og þýsk stjórnvöld þátt í því og tvær þýskar rannsóknarstofnanir. Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðs- stjóri hjá MAST, segir að mikill árangur hafi náðst með nýjum mælitækjum. „Fjöldi varnarefna sem hægt er að greina hefur aukist úr 61 upp í 185 núna á þessu ári – og enn er verið að bæta við efnum. Árangurinn kemur einnig fram í því að nú finnast oftar efni, gjarnan efni sem ekki var hægt að greina áður. Langoftast er það þó í magni innan við hámarksgildi og stafar ekki hætta af, en við vitum betur hvernig staðan er í raun hérlendis og getum brugðist við þegar efni reynast vera yfir hámarksgildum.“ Örveruástand innflutts kjöts kannað en ekki lyfjaleifar Að sögn Ingibjargar hefur ekki verið hægt að sinna mælingum á sýklalyfjaleifum í íslensku kjöti hér á Íslandi. „Vegna þess hve verkefnið Örugg matvæli var mikið skorið niður, miðað við fyrstu áætlanir, er ekki hægt að sinna þeim mælingum hér. Í stað þess var ákveðið að fræða starfsmenn Matvælastofnunar með það í huga að tryggja að rétt sýni séu tekin miðað við áhættumat. Þessar sýnatökur og eftirlit er í fullum gangi, eins og undanfarin ár, en rúmlega 1.000 sýni eru tekin árlega í sláturhúsum og á bæjum til greininga á lyfjaleifum og aðskotaefnum. Þessi sýni eru enn þá nær öll send utan til greiningar og það breytist því miður ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Sýnin eru send á þrjár rannsóknastofur, tvær í Svíþjóð og eina í Danmörku. Varðandi innfluttar kjötvörur þá var sett af stað rannsóknaverkefni árið 2015, í samvinnu MAST og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna, til að kanna örveruástand á innfluttu alifuglakjöti. Niðurstöður er hægt að nálgast á vef MAST (mast.is). Innflutt kjöt hefur ekki verið tekið með í eftirliti með lyfjaleifum, þar sem það eftirlit er samkvæmt löggjöfinni framkvæmt á býlum og í sláturhúsum í upprunalandinu. Það hefur reglulega komið til umræðu að taka stikkprufur af innflutningi, þó það hafi ekki verið gert enn,“ segir Ingibjörg. /smh Aukabúnaður: Gengi EUR 125- Framlyfta, aflúttak og 2 vökvalagnir fram á kr. 760,000- án vsk New Holland T7 dráttarvélar Desember tilboð Verð frá 11.420.000 + vsk New Holland T7 eru 6 strokka frá 175 – 270 hestafla New Holland T7 er með „AutoCommand“ stiglausri skiptingu New Holland T7 er með 50km ökuhraða og fjaðrandi framhásingu New Holland T7 er með frábæran aðbúnað ökumanns, stórum snertiskjá og LED vinnulýsingu New Holland T7 er með 4-5 rafstýrða vökvaventla og miðjuventil New Holland T7 er með 160-210 ltr vökvadælu, „load sensing“ New Holland T7 er á flotmiklum hjólbörðum HUGSAR ÞÚ STÓRT ? Vélbúnaður til sölu Við hjá Esju Gæðafæði erum með til sölu notaðan vélbúnað fyrir matvælavinnslu t.d. kjötsagir, ofnar og Altoshaam ofna, vacum vél, kæli búnt, vegg kælar, kæliturnar, áleggshnífar, fars hrærivélar, fjölsprautur, bakkaþvottavélar, fataskápar, loftpressur. Ásamt mörgu öðru í vélbúnaði og tækjum. Opið hús verður laugardaginn 19. nóv. kl. 10–15 að Tunguhálsi 15, keyrt inn port fyrir neðan slökkvistöðina Tunguhálsi. Upplýsingar í síma Leifur s: 8243666 eða leifur@esja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.