Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016 Út er komin bókin „ Þar sem Björkin dafnar“, saga kvenfélagsins Bjarkar í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði í 85 ár. Kvenfélagið Björk var stofnað árið 1930 og voru stofnfélagar 14. Hjaltastaðaþinghá var á þessum tíma vegalaus og ár enn óbrúaðar. Þegar í upphafi höfðu félagskonur háleit markmið um tilgang félagsins sem var einkum að efla samhug og samvinnu kvenna í sveitinni og stuðla að framförum í garðrækt og heimilisiðnaði. Má segja að vel hafi til tekist, þegar á fyrstu árum félagsins keypti það spunavél sem mikið var notuð og stóð fyrir fræðslu um matjurtarækt og nýtingu grænmetis. Fljótlega hófu konurnar að safna fé til byggingar félagsheimilis í sveitinni. Árið 1934 stofnuðu þær fjárbú sem sennileg á fáa sína líka. Hver félagskona fóðraði eina á og gaf allar afurðir hennar til félagsins, hver ær um sig var formlega eign kvenfélagsins og átti félagið sitt eigið fjármark. Þetta var um árabil helsta tekjulind félagsins. Auk þessa söfnuðu konurnar fé með öðrum hætti, s.s. kaffisölu og skemmtanahaldi. Bygging félagsheimilisins Hjaltalundar hófst árið 1944 og lagði kvenfélagið til fjórðung þess fjár sem húsið kostaði. Félagið hefur stutt Hjaltalund æ síðan og gefið þangað ýmsan búnað. Gaman er að segja frá því að þegar kom að því að setja upp gluggatjöld og sviðstjöld í Hjaltalundi safnaði kvenfélagið ull af fjárstofni sínum, sendi til ullarverksmiðjunnar Gefjunar og fékk til baka ullarvoð sem félagskonur saumuðu tjöldin úr. Kvenfélagið rak fjárbú sitt allt til ársins 1988 þegar sauðfé í hreppnum var skorið niður vegna riðuveiki. Kvenfélagið Björk hefur einnig stutt Hjaltastaðarkirkju með góðum gjöfum og gefið fé til líknar- og menningarmála bæði innan sveitar og utan. Það hefur alla tíð haft í heiðri hugsjónir kvenfélaganna að stuðla að bættu mannlífi og láta gott af sér leiða hvar sem þörf hefur verið. Árið 1930 voru 207 íbúar í Hjaltastaðaþinghá en þeir eru nú einungis 57. Tíu konur eru nú í kvenfélaginu Björk en formaður þess er Sólveig Björnsdóttir í Laufási. Það má kalla talsvert þrekvirki fyrir lítið kvenfélag að ráðast í bókaútgáfu en með því viljum við félagskonur leggja okkar af mörkum til að varðveita sögu forvera okkar. Í bókinni eru myndir og æviágrip allra kvenna sem verið hafa í félaginu frá upphafi, auk margvíslegs annars efnis, ljóða og frásagna eftir félagskonur, ágrip af sögu félagsins, gamanmál og fleira. Margar ljósmyndir prýða bókina. Félagskonur söfnuðu sjálfar öllu efni í bókina og bjuggu hana til prentunar, við það nutu þær ómetanlegrar aðstoðar Arndísar Þorvaldsdóttur fyrrverandi starfsmanns hjá Héraðsskjalasafninu á Egilsstöðum. Bókin, sem er 144 blaðsíður, var prentuð hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. Þeir sem vilja eignast bókina geta sent póst á netfangið siggalaufey@ simnet.is eða haft samband við Sigríði í síma 892-9434. Vorið 1991 snýr Ágúst Bergsson heim á Skagann eftir misheppnaða dvöl í New York. Hann flosnaði upp úr kvikmyndanámi og stóð í erfiðum sambúðarslitum við sænska kærustu sem reyndist ekki öll þar sem hún var séð. Í gamla heimabænum virðist fátt annað bíða en foreldrahús, fiskvinnsla og alltumlykjandi grámi. Ástin er þó aldrei langt undan. En á hún aðeins erindi við aðra? Í þessari leiftrandi skemmtilegu skáldsögu Orra Harðarsonar er brugðið húmorísku ljósi á líf ungs manns sem þarf að læra að fóta sig upp á nýtt og finnur þá gamlar tilfinningar vakna í b r j ó s t i . Um leið einkennist sagan af djúpri hlýju og hispur- s leysi, þar sem lipur- legur stíll og ósvikin frásagnargleði skila persónum og sögusviði ljóslifandi til lesenda. Fyrsta skáldsaga Orra, Stundarfró, kom út 2014 og hlaut verðskuldað lof gagnrýnenda og lesenda. Hún var meðal annars tilnefnd til Menningarverðlauna DV sem skáldverk ársins. Sögur útgáfa gefur bókina út. Endurfundir – önnur skáldsaga Orra Harðarsonar Þar sem Björkin dafnar Ævintýraóperan Baldursbrá Út er komin hjá Veröld bókin Baldursbrá, saga byggð á ævintýraóperunni eftir Gunnstein Ólafsson. Mynddiskur með óperunni fylgir. Baldursbrá vex og dafnar í gróinni lautu en fyllist mikilli löngun til að sjá sólarlagið sem blasir við ofan af ásnum. Með hjálp Spóa og Rebba kemst hún þangað – en lendir í miklum háska á þessum nýju slóðum. Fjörugir yrðlingar koma við sögu og H r ú t u r i n n hræðilegi sem má ekkert aumt sjá án þess að vilja éta það. Sagan byggist á ævintýraóperunni vinsælu Baldursbrá og er skreytt myndum eftir Freydísi Kristjánsdóttur. Bókinni fylgir mynddiskur með upptöku frá sýningunni í Hörpu með texta á íslensku, ensku, þýsku, dönsku, frönsku og ungversku. Baldursbrá er 31 blaðsíða að lengd. Anna Cynthia Leplar sá um kápuhönnun og hönnun innsíðna. Bókin er prentuð í Slóveníu. ISBN 978-9935-475- 28-2. Út er komin hjá Veröld bókin H r a k n i n g a r á heiðavegum eftir þá Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson. Hið rómaða stórvirki Hrakn- ingar og heiðavegir eftir þá Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson er fyrir löngu orðið sígilt verk um öræfi Íslands og ótrúlega baráttu landsmanna við óblíða náttúru. Bækurnar hafa verið ófáanlegar um langt árabil en nú hefur verið safnað saman úrvali af hrakningasögum úr verkinu. Hér er að finna magnaðar frásagnir af h r a k n i n g u m manna víðs vegar á landinu og frá ýmsum t ímum. Í sumum tilfellum eru þetta sögur af hreystimennum, oftar þó af venjulegu fólki – körlum og konum – sem þurfti að takast á við vægðarlaus náttúruöflin fjarri mannabyggð. Grípandi og átakanlegar frásagnir sem kalla fram ískaldan spennuhroll, undrun og aðdáun. Hrakningar á heiðavegum er 282 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og hönnun innsíðna, Jón Ásgeir hannaði kápuna. Bókin er prentuð hjá ScandBook, Svíþjóð. ISBN 978- 9935-475-33-6. Barátta við óblíða náttúru Það er að koma út ný bók frá Vasaútgáfu Flóka forlags. flokiforlag@ i nt erne t . i s . Hún ber nafnið Vasagrín fyrir golfara og guðhrætt fólk. Til að létta ú g á f u n n i róðurinn fyrstu mánuðina hefur verið efnt til söfnunar, sem er í raun bókaútsala á vefnum: www. karo l ina fund . com. Þar má kaupa Vasagrínið og Vasapésa partýljónsins sem kom út í fyrra. Bækurnar eru þarna á góðu verði, um 60–70% af útsöluverði eftir magni. Nú bið ég um stuðning við þetta verkefni, sem undirritaður ber alla ábyrgð á. Í fyrsta lagi fara inn á: https://www.karolinafund.com/ project/view/1566 og athuga hvort einhver af kostunar leiðunum þar hentar þér og styrkja þannig. Í þriðja lagi með því að liggja ekki á þessum fréttum hvar sem þið komið. Söfnun af þessu tagi er undir for merkjunum: Allt eða ekkert. Því skiptir miklu að fá góðar undirtektir svo tilskilin upphæð náist, því annars fellur söfnunin niður. Hér er komin kær- komin viðbót í jólapakka golfarans. Með bestu kveðjum, Pétur Bjarnason Vasagrín fyrir golfara og guðhrætt fólk − Óskað eftir stuðningi við verkefnið í gegnum Karolina fund MENNING&LISTIR Almanak Háskóla Íslands 2017 H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003 Almanak Þjóðvinafélagsins 2017 ALMANAKHins íslenskaþjóðvinafélags 2017 Árbók Íslands 2015 143. árgangur ALMANAK ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS 2017 - ÁRBÓK 2015 Fást í helstu bókaverslunum um land allt Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.