Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016
Súðavíkurhreppur mun á nýju
ári ýta úr vör nýju verkefni í
samvinnu vð embætti landlæknis,
en yfirskrift þess er „Heilsueflandi
samfélag í Súðavík“. Verkefnið
hefur verið í gangi hér á landi
frá árinu 2013 og verður
Súðavíkurhreppur áttunda
sveitarfélagið sem tekur þátt í því,
hið fyrsta á Vestfjörðum.
Heilsueflandi samfélag miðar að
því að þróa samfélagslegan ramma
utan um markvissa og heildræna
heilsueflingu, en verkefninu er
ætlað að ná til allra aldurshópa í
samfélaginu.
Þrjár meginstoðir verkefnisins
í Súðavíkurhreppi verða: efling
líkamlegs atgervis, andlegs atgervis
og síðan efling mataræðis. Undir
formerkjum líkamlegs heilbrigðis
ætlar sveitarfélagið að bjóða frítt
í líkamsræktina í Súðavík fyrir
íbúa hreppsins. Þá verður farið af
stað með frístundakort fyrir börn
og unglinga þar sem greitt verður
20 þúsund króna styrkur með
tómstundum barna. Hvert skráð
barn í Súðavíkurhreppi hefur rétt
á styrknum. Einnig verður athugað
með að efla skipulagða hreyfingu í
starfi eldri borgara þrisvar í viku.
Til að efla andlegt heilbrigði
verður boðið upp á HAM námskeið
fyrir íbúa Súðavíkurhrepps á nýju
ári og til að bæta mataræði mun
matseðill Jóns Indíafara taka mið
af heilsueflandi átaki samfélagsins.
Sveitarfélagið styrkir Geisla,
ungmennafélagið á staðnum, til
framkvæmda á nýju ári, en félagið
mun búa til nýja aðstöðu fyrir börn
og unglinga. /MÞÞ
Smári Stefánsson, f.h. fyrir-
tækisins Sólstaða ehf., hefur
óskað eftir því við sveitarstjórn
Bláskógabyggðar að fá að
endurgera Laugarvatnshella
skammt frá Laugarvatni í þeirri
mynd sem hellarnir voru þegar
búið var í þeim fyrir um einni öld.
Ætlunin er að endurbyggja
hellana og gera þá aðgengilega
gestum í eins upprunalegri mynd
og mögulegt er. Glæða hann
lífi á ný og koma þar með sögu
og menningararfleifð til bæði
heimamanna og gesta. Í erindi Smára
kemur fram að árið 1910 fluttu
Indriði Guðmundsson og Guðrún
Kolbeinsdóttir, þá nýgift, í hellana
þar sem engin jörð var á lausu í
Laugardal. Þessir fyrstu ábúendur
bjuggu í hellunum í eitt ár, það leið
þó ekki á löngu áður en önnur hjón
fluttu inn. Jón Þorvarðarson og
Vigdís Helgadóttir fluttu inn 1918
og bjuggu í hellunum til 1921 og
eignuðust þau þrjú börn á þessu
tímabili. Bæði hjónin sem bjuggu
í hellinum voru með búskap en
drýgðu tekjurnar með veitingasölu
enda hellarnir í alfaraleið þeirra
sem ferðuðust milli Laugardals og
Reykjavíkur.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
hefur tekið jákvætt í erindið en
bendir á að nauðsynlegt er að hafa
góð samskipti við landeiganda,
minjavörð Suðurlands og
skipulagsfulltrúa á öllum stigum
verkefnisins. Hugmynd Sólstaða
er að koma hellunum í það horf
sem þeir voru þegar búið var í
þeim, það er að moka út úr þeim,
byggja útvegg og innrétta hellana
eins og þeir voru. Einnig verður
sett upp tjald fyrir utan hellana þar
sem seldar verða léttar veitingar
eins og ábúendurnir gerðu forðum
daga, eins að bjóða upp á hellaferðir
í hraunhella í nágrenninu, einnig
leiðsögn um Laugarvatnshella þar
sem venjulegar íslenskar fjölskyldur
bjuggu allt til ársins 1921. /MHH
Hjólabúnaður Þrýstibremsur Nefhjól
Læsanlegir og einfaldir
beislisendar
Ljós og ljósabúnaður
Bremsuborðar Hjólalegur
Hjólnöf
Bremsubarkar
Samhliða innflutningi okkar á Indespension kerrum
erum við með varahluti og hluti til kerrusmíða fyrir
flestar kerrugerðir, t.d. Indespension, Ifor Williams o.fl.
Eigum á lager mikið úrval varahluta í helstu gerðir
bremsu og hjólabúnaðar fyrir Alko og Knott. Bjóðum
einnig sérpantanir.
Nálægð við birgja okkar í Bretlandi tryggir skamman
afgreiðslufrest á sérpöntunum.
Kerruvarahlutir á góðu verði
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
Um er að ræða stöðu millistjórnanda sem starfar í umboði stjórnar Ferðaþjónustunnar á Hólum. Viðkomandi
mun starfa í nánu samstarfi við formann stjórnar Ferðaþjónustunnar, sem hefur yfirumsjón með stefnu hennar
og starfsemi.
Ferðaþjónustan rekur veitinga og gistiaðstöðu, sem og þjónustu við Háskólann á Hólum, starfsfólk hans og
nemendur, auk móttöku gesta sem sækja Hólastað heim. Stefna Ferðaþjónustunnar er að sækja fram á sviði
funda- og ráðstefnuhalds, sem og sértækrar mennta- og menningartengdrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan
á Hólum hefur aðgengi að húsnæði sem hentar vel til ráðstefnuhalds.
Á Hólum er fjölskylduvænt umhverfi og samfélag og á staðnum er leik- og grunnskóli. Starfið gefur einstakt
tækifæri til þátttöku í uppbyggingu og eflingu ferðaþjónustu í dreifbýli, í nánu samstarfi við fagfólk
Ferðamáladeildar og háskólasamfélagið.
Starfs og ábyrgðarsvið:
• Ábyrgð á daglegum rekstri veitingasölu, móttöku og þjónustu við nemendur skólans, og daglegum störfum
ferðaþjónustunnar.
• Þátttaka í daglegri umsjón ferðaþjónustu á staðnum, í samráði við stjórn Ferðaþjónustunnar á Hólum
• Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri í samráði við stjórn Ferðaþjónustunnar á Hólum.
• Uppbygging ferðaþjónustu á Hólum samkvæmt stefnu stjórnarinnar og í nánu samráði við hana.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Menntun, reynsla og færni í matreiðslu og móttöku gesta.
• Háskólamenntun á sviði ferðamála æskileg.
• Reynsla á sviði ferðamála, stjórnunar og rekstrar æskileg.
• Góð tungumála- og tölvukunnátta.
• Frumkvæði, skipulagshæfni og metnaður til að ná árangri í starfi.
• Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.
Um er að ræða 100% stöðu til framtíðar. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2016. Viðkomandi þarf
að geta hafið störf 2. janúar 2017.
Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar Ferðaþjónustunnar á Hólum, Laufey Haraldsdóttir, í síma 455-6300.
Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá og staðfestingu á menntun á netfangið umsoknir@holar.is,
merkt ferðaþjónusta.
Ferðaþjónustan á Hólum í Hjaltadal auglýsir
lausa stöðu matreiðslumanns og móttökustjóra
Vilja endurbyggja Laugarvatnshella fyrir ferðamenn
Laugarvatnshellar milli Þingvalla og Laugarvatns. Mynd / HKr.
Málverk af Laugarvatnshellum sem málað var af Erlu Sigurðardóttur eftir
ljósmynd frá 1921.
Súðavíkurhreppur verður
„heilsueflandi samfélag“
Súðavík við Álftafjörð. Mynd / HKr.