Bændablaðið - 23.02.2017, Page 6

Bændablaðið - 23.02.2017, Page 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 5.100 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Samkvæmt lesendakönnun Gallup var Bændablaðið með 43,8% lestur utan höfuðborgarsvæðisins. Ber blaðið þar höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla landsins. Þannig hefur Bændablaðið haldið sterkri stöðu sinni undanfarin ár. Þá heldur blaðið sjó í lestri á landinu í heild á meðan þróunin hefur verið nei- kvæð fyrir flesta aðra prentmiðla. Vegna hnignandi þróunar í lestri flestra prentmiðla landsins hafa sumir forsvars- menn þeirra viðrað hugmyndir um að íslenska ríkið komi með einhverjum hætti að borðinu til að styrkja þeirra stöðu. Bent hefur verið á þróunina í öðrum löndum, eins og Noregi. Víst er að miðað við dvín- andi lestrarkunnáttu ungmenna á Íslandi, þá virðist ekki vanþörf á að prentuðu efni sé haldið að fólki eins og kostur er. Ef horft er yfir fjölmiðlaflóruna og þá prentmiðla sem starfræktir eru á landinu, þá líta auglýsendur gjarnan til þess hvernig raunverulegum lestri miðlanna er háttað. Auglýsingafyrirtæki og birtingahús beita könnunum eins og að framan greinir gjarn- an fyrir sig í röksemdafærslum fyrir birtingu auglýsinga. Opinberar stofnanir og fyrirtæki hafa leiðst inn á sömu braut að einhverju leyti, en samt ekki alltaf. Í birtingu opinberra fyrirtækja og stofn- ana á auglýsingum má segja að liggi beinn styrkur við þann fjölmiðil sem þess nýtur. Á meðan útgáfa hreinna flokksblaða á landsbyggðinni var sem öflugust, þótti það sjálfsagt mál að allir pólitísku flokkarnir sætu við sama borð í birtingu auglýsinga hins opinbera. Í sumum tilfellum byggðist útgáfan jafnvel að verulegu leyti á þessum opinberu auglýsingum. Það hefur því óneitanlega vakið athygli okkar á Bændablaðinu að ríkisstofnanir, sem hafa þær siðferðilegu skyldur umfram önnur fyrirtæki að ná athygli allra lands- manna, skuli ekki nýta sér meira en gert er styrk Bændablaðsins á landsbyggðinni. Sannarlega fer enginn prentmiðill á Íslandi víðar um landið en Bændablaðið og ítrek- aðar kannanir sýna að enginn prentmið- ill er eins mikið lesinn á landsbyggðinni. Forsvarsmenn þessara opinberu fyrirtækja og stofnana mættu alveg hafa í huga að byggð á Íslandi nær enn sem betur fer tölu- vert út fyrir borgarmörk Reykjavíkur. Þar býr meira að segja fjöldi fólks, yfirleitt með þokkalega sjón og kann bæði að lesa og skrifa. Það borgar líka sína skatta, en það er meira en hægt er að segja um marga aðra. Þetta fólk á jafn mikið og aðrir í þessum stofnunum þótt stundum mætti ætla að fólk á landsbyggðinni sé þriðja flokks borgarar. Nægir þar að nefna viðhald og uppbyggingu vegakerfisins sem er beinlínis orðið lífs- hættulegt á köflum. Vissulega hefur ýmislegt verið gert í innviðauppbyggingu og án efa er mesta byltingin í þeim efnum lagning ljósleiðara- kerfis um landið og sums staðar samhliða lagningu rafstrengja. Þar hefur alþingis- maðurinn, bóndinn og fyrrverandi for- maður Bændasamtaka Íslands, Haraldur Benediktsson, sannarlega verið að gera góða hluti. Færi betur ef sama drift yrði tekin upp í mjög svo aðkallandi endurnýjun og uppbyggingu samgöngumannvirkja. Í ört vaxandi ferðaþjónustu skipta samgöngur öllu máli. Án góðra vega, flugvalla og hafna er tómt mál að tala um uppbyggingu í ferðaþjónustu á Íslandi. Það er líka tómt mál að tala um uppbyggingu á landsbyggðinni af nokkru tagi ef þessir þættir eru ekki í lagi. Þótt ljósleiðarinn sé góður og bráðnauðsynlegur, þá dugar hann skammt einn og sér. Ef menn ætla ekki að fara að taka til hendi af röggsemi nú þegar í uppbyggingu vegakerfisins, þá geta menn allt eins skellt í lás á Keflavíkurflugvelli. Við megum ekki og höfum alls ekki efni á að draga lappirnar lengur í þessu efni. /HKr. Til umhugsunar Ísland er land þitt Hafragilsfoss í Jökulsá á Fjöllum. Mynd / HKr. Landbúnaðarráðherra hefur skipað breytt- an samráðshóp til að undirbúa endurskoðun búvörusamninga árið 2019. Bændur gagn- rýndu að taka ætti upp skipan hópsins og fóru fram á rökstuðning fyrir því með ítar- legu bréfi strax daginn eftir að tilkynnt var um hina breyttu skipan. Því var svarað sama dag og fyrsti fundur hópsins var haldinn þ.e. þann 16. febrúar sl. Lesendur geta kynnt sér bréf BÍ og svarbréf ráðherra á bondi.is en mér þykir rétt að birta hér niðurlag svarbréfsins þar sem rammað er inn verksvið samráðshópsins. Mikilvægt er að það sé öllum ljóst. „Þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa á skipun samráðshópsins þá gilda búvörusamn- ingar sem undirritaðir voru 19. febrúar 2016 og tóku gildi 1. janúar sl. enda hafa samningarn- ir hlotið staðfestingu Alþingis með lögum nr. 102/2016 um breytingu á búvörulögum og fleira. Hlutverk samráðshópsins er afmarkað í tilteknum ákvæðum búvörusamninganna og halda þau ákvæði gildi sínu líkt og samningarn- ir sjálfir. Verði niðurstaða samráðshópsins á þá leið að ráðast þurfi í tilteknar breytingar á ákvæðum búvörusamninga fer slík tillaga til umfjöllunar samninganefndar ríkisins og Bændasamtaka Íslands skv. 30. gr. búvörulaga og slíkt samkomulag þarf ávallt staðfestingu Alþingis til að hljóta gildi. Ráðherra getur þannig ekki einhliða breytt búvörusamningum án aðkomu samningsaðila og Alþingis.“ Hvað varðar starf hópsins sjálfs leggja bænd- ur áherslu á að vinnan sem fram undan er verði skipuleg, markviss og fagleg. Bændur eru til- búnir að ræða allar málefnalegar tillögur um starfsumhverfi landbúnaðarins, en sú umræða verður alltaf að byggjast á bestu fáanlegu upp- lýsingum. Aðeins þannig er líklegt að einhvers konar sátt geti náðst. Mér þykir annars rétt að tilgreina helstu atriði þeirra áherslna bænda sem lagðar voru fram á fyrsta fundi hópsins. Fara verður yfir markmið samninganna. Greina þarf hvort þróun hefur verið í takt við markmiðin það sem af er. Það verði til dæmis gert með því að taka saman gögn um þróun framleiðslunnar, þróun afurðaverðs til bænda, þróun smásöluverðs til neytenda, þróun fjölda framleiðenda í einstökum búgreinum, þróun bústærðar í einstökum greinum, nýliðun, árang- ur í ræktunarstarfi, skilvirkni stuðnings og þróun dreifingar framleiðenda. Skoða þarf sérstaklega virkni á nýju jafnréttisákvæði búvörusamninga og áhrif þess á greinina. Vinna þarf framhalds- rannsóknir sem m.a. er hægt að grundvalla á frumrannsóknum Rannsóknarmiðstöðvar í jafn- réttisfræðum við Háskóla Íslands sem fyrrnefnt ákvæði er grundvallað á. Gera þarf formlega greiningu á sérstöðu íslensks landbúnaðar. Þá er átt við allt sem flokka má undir formlega sérstöðu, einkum gagnvart landbúnaði í Evrópu, N-Ameríku og Eyjaálfu og felst ekki síst í heilbrigðum dýrastofnum, hlutfalli grasfóðrunar, notkun tilbúins áburðar og varnarefna, lyfjanotkun, notkun vaxtarhormóna, auk orku- og vatns- notkunar Fyrir liggur skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands um losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Þá liggur einnig fyrir skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um möguleika Íslands á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Báðar skýrslurnar eru mikilvæg gögn í umfjöll- un um þessi mál en þörf er á frekari mælingum. Í skýrslu Landbúnaðarháskólans er m.a. vikið að því að miklu getur munað við mat á losun hvort notaðar eru mælingar sem farið hafa fram hér eða almennir staðlar. Hagfræðistofnun bendir einnig á nauðsyn frekari mælinga. Þarna er því þörf á mun ítarlegri greiningum, ekki síst á ástandi skurða sem hafa veruleg áhrif á losun frá framræstu landi. Fyllsta ástæða er til að greina kolefnisfótspor landbúnaðarins í heild í kjölfarið og móta tillögur um hvernig megi minnka það. Þar koma til skoðunar þær til- lögur sem eru í skýrslu Hagfræðistofnunar og lausnir eins og orkuskipti, frekari notkun raf- knúinna véla, bætt orkunýting, frekari lífrænar varnir og aukinn hlutur lífrænnar innlendrar fóður- og áburðarframleiðslu. Landbúnaðurinn þarf svo sannarlega að eiga hlut að því að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá 2015 sem Ísland hefur fullgilt. Tryggja verður betri upplýsingagjöf til neytenda og neytendavernd til að gera þeim auðveldara að taka upplýstar ákvarðanir. Skylt verði að merkja með upprunalandi allar afurðir sem standa neytendum til boða, hvort sem er í verslunum, veitingastöðum og mötuneytum. Upprunamerkingar verði settar fram með áber- andi og skýrum hætti og m.a. gerðar kröfur um leturstærð o.fl. Upprunalegt framleiðsluland vörunnar komi skýrt fram þótt henni sé umpakk- að annars staðar. Upplýsingagjöf til neytenda verði bætt með því að umhverfisfótspor matvöru komi fram með skilmerkilegum og skýrum hætti m.t.t. kolefnislosunar, áburðarnotkunar, erfða- breytts fóðurs, sýklalyfjanotkunar, notkunar á illgresis- eða skordýraeitri o.s.frv. Gerð verði skýlaus krafa um að fyrir liggi upplýsingar um uppruna, dýravelferð, umhverfisfótspor, lyfja- og eiturefnainnihald við öll opinber innkaup. Umhverfisfótspor, hollusta og hreinleiki verði metin a.m.k. jafn þýðingarmikil við opinber útboð og innkaup á matvælum og verð eða hæfi bjóðenda. Þetta gildi um ríki, sveitarfélög og allar opinberar stofnanir og félög. Leggja þarf mat á þýðingu landbúnað- arins fyrir aðra atvinnustarfsemi í landinu. Landbúnaður og afurðir hans eru þýðingarmikill hluti af ýmissi framleiðslustarfsemi, verslun og þjónustu. Sérstaklega þarf að skoða framlag landbúnaðarins til ferðaþjónustu m.t.t. menn- ingarlegrar ásýndar, skipulagðra ferða, veitinga- starfsemi, handverks, minjagripa o.fl. Skoða þarf þýðingu landbúnaðarins fyrir samfélög dreifbýlisins og þátt greinarinnar í innviðum og atvinnulífi þeirra. Einnig framlag landbúnaðar- ins og bænda til öryggismála, leitar og björgunar og slíkra þátta. Greina þarf samkeppnisstöðu íslensks land- búnaðar. Hvernig er raunveruleg samkeppnis- staða innlendrar framleiðslu gagnvart erlendri með tilliti til launa, skatta, stuðnings, tollvernd- ar, framleiðsluaðstæðna og annarra þátta sem skipta máli? Tilgangur þess er að draga fram með skýrari hætti hvernig íslenskur landbún- aður er í stakk búinn til að keppa við innflutta framleiðslu á markaði, án tillits til sérstöðu framleiðslunnar. Það er heilmikið verk fram undan. Bændur ganga glaðir til þess. Verið velkomin í Hof á Akureyri 3. mars Nú eru að verða breytingar hjá samtökum okkar, eins og fram kemur annars staðar í blaðinu. Við erum að fara að innheimta félags- gjöld og við erum að fara að halda okkar fyrsta ársfund í stað Búnaðarþings. Þar munum við ræða um búskap framtíðarinnar á opinni ráð- stefnu í Hofi á Akureyri 3. mars og halda stóra bændahátíð um kvöldið. Þangað eru allir stuðningsmenn íslensks landbúnaðar velkomnir. Sjáumst þar! Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Samtal um staðreyndir Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Prentsnið – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.