Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 8

Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017 Fréttir Svar ráðherra við athugasemdum BÍ vegna endur- skoðum á samráðshóps um búvörusamninga Bændasamtökin sendu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbún- aðarráðherra bréf 1. febrúar síð- astliðinn þar sem farið er fram á rökstuðning fyrir breyttri skipan í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Í bréfi BÍ kemur fram að samtök- in telji að lagalega hafi verið staðið rétt að fyrri nefndarskipan og að hún hafi verið í samræmi við nefndarálit Alþingis og þá samninga ríkis og bænda sem áður voru samþykktir. Í ljósi þess að tilgreint var í lögum um skipan nefndarinnar settu Bændasamtökin fram spurningar varðandi breytingarnar á nefndinni, sem þau óska svara við, í fjórum liðum. Spurningarnar er að finna bbl. is. http://www.bbl.is/frettir/baenda- samtokin-oska-eftir-rokstudningi- -fra-landbunadarradherra/16468/ Svar ráðherra „Landbúnaðarráðherra hefur sent Bændasamtökunum eftirfarandi svar við athugasemdum BÍ um skip- un samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Vísað er til bréfs yðar dags. 1. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir skýringum ráðherra á þeim breyting- um sem gerðar voru á skipun sam- ráðshóps um endurskoðun búvöru- samninga. Skýringar og rökstuðning má finna undir viðeigandi töluliðum í samræmi við erindi yðar. I. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga var fyrst skipaður þann 17. nóvember 2016. Við undir- búning við skipun nefndarinnar var óskað tilnefninga aðila í samræmi við ákvæði til bráðabirgða við búvörulög nr. 99/1993. Tilnefningar sem ráðuneytinu bárust uppfylltu í nokkrum tilvikum ekki óskir ráðu- neytisins, þar sem m.a. var óskað að tilteknir aðilar tilnefndu saman fulltrúa í nefndina og þá gættu ekki allir tilnefningaraðilar að 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr. 10/2008. Með vísan til þess ákvað því þáverandi sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra að skipa tiltekna fulltrúa án tilnefningar í hópinn en við val á þeim fulltrúum var tekið mið af þeim skilyrðum sem ákvæði til bráðabirgða í búvörulög- um mælti fyrir um. Var því upphafleg skipun samráðshópsins í samræmi við lög. Ráðherraskipti urðu þann 11. janúar 2017 og tók þá til starfa ný ríkisstjórn sem starfar samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í stefnuyfirlýs- ingunni er að finna tilteknar áhersl- ur og markmið sem urðu til þess að núverandi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra tók ákvörðun um að breyta skipun þeirra fulltrúa sem skipaðir voru af þáverandi sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra án tilnefningar. Í stefnuyfirlýsingunni segir m.a.: „Breytingar á búvörusamningi og búvörulögum skulu miða að því að leggja áherslu á aukna framleiðni, hagsmuni og valfrelsi neytenda og bænda og fjölbreytt vöruúrval. Jafnframt verði horft til samkeppn- isstöðu landbúnaðar á Íslandi vegna legu landsins, veðurfars og takmark- aðra landgæða. Hreinn landbúnaður, þegar litið er til afurða og umhverfis, og minni kolefnislosun verður ásamt framangreindum þáttum leiðarljósið í landbúnaðarstefnu stjórnvalda.“ Að mati ráðherra vantaði í sam- ráðshópinn sjónarmið sem vörðuðu m.a. hagsmuni og valfrelsi neytenda, umhverfi, loftlagsmál og atvinnu- líf. Með vísan til álits meirihluta atvinnuveganefndar frá 29. ágúst 2016 benti nefndin á að breiðari sam- stöðu væri þörf um starfsskilyrði í landbúnaði og nauðsynlegt að fleiri aðilar hefðu tækifæri til að koma að þróun landbúnaðarstefnunnar. Meðal þeirra úrlausnarefna sem nefndin lagði til að liggja ættu til grundvallar stefnumótunarinnar voru loftlags- og umhverfismál, svo sem minni losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði, áætlun um endurheimt votlendis, sívirkt rannsóknar-, mats- og vökt- unarkerfi með ástandi og þróun gróð- urauðlinda, skógrækt, uppgræðsla lands og umhverfisráðgjöf til bænda. Þá var einnig meðal úrlausnarefna sem meirihluti nefndarinnar bendir á, upplýsingagjöf til neytenda, þar sem brýnt er að neytendur fái skýrar og réttar upplýsingar um uppruna þeirra matvæla sem boðin eru til sölu. Tryggt verði að neytendur hafi upplýsingar um innihald, fram- leiðsluhætti og uppruna matvæla og geti með góðu móti borið vörur saman. Þá benti meirihluti nefndar- innar einnig á heimildir ráðherra til að takmarka eða banna innflutning og dreifingu dýraafurða sem fram- leiddar eru í andstöðu við lög um velferð dýra. Með vísan til framangreinds var ákvörðun um breytingu á skipun tiltekinna fulltrúa í nefndina tekin. Ekki er óeðlilegt að nýr ráðherra í embætti leggi á það sjálfstætt mat hvort t.d. skipanir nefnda séu í samræmi við áherslur nýrrar rík- isstjórnar eða áherslur ráðherra til þess málefnasviðs sem hann fer með. Enda ber ráðherra lagalega ábyrgð á fyrirmælum stjórnsýslunnar. Að mati ráðherra var með ákvörðun um breytingu á skipun samráðshópsins ekki verið að hnekkja skipun fyrr- verandi sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra í heild sinni enda eins og rakið er hér að framan var hópurinn að mati ráðherra upphaflega skipaður í samræmi við ákvæði til bráðabirgða við búvörulög. II. Í bráðabirgðaákvæði við búvörulög segir: Tryggja skal aðkomu afurða- stöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019. Skulu bændur eiga þess kost að kjósa um nýjan búvörusamning eða viðbætur við fyrri samninga. Félag atvinnurekenda á ekki aðild að Samtökum atvinnulífsins og gætir félagið hagsmuna ýmissa fyrirtækja í atvinnulífinu sem standa utan þeirra samtaka. Svo tryggð sé fullnægjandi aðkoma atvinnulífsins að samráðs- hópnum samkvæmt bráðabrigða- ákvæði við búvörulög var að mati ráðherra nauðsynlegt að félagið fengi skipaðan fulltrúa í nefndina. Þá er einnig rétt að benda á að Félag atvinnurekenda hefur lögbund- ið hlutverk samkvæmt ákvæðum búvörulaga ásamt Bændasamtökum Íslands, Neytendasamtökum og Samtökum verslunar og þjónustu, en framangreindir aðilar eiga allir sinn fulltrúa í samráðshópnum. Til að gæta jafnræðis og í samræmi við framangreind markmið meiriluta atvinnuveganefndar var fulltrúi Félags atvinnurekenda skipaður í hópinn. Einnig er rétt að benda á að aðrir aðilar sem nefndir eru í erindi yðar, þ.e. samtök í ferðaþjónustu, Landvernd, samtök heimavinnsluað- ila eða samtök lífrænna framleiðenda og neytenda, eiga sinn fulltrúa í sam- ráðshópnum í gegnum tiltekin hags- munafélög eða tiltekna einstaklinga sem skipaðir hafa verið í hópinn. III. Við gerð búvörusamninga og við meðferð þeirra fyrir Alþingi á árinu 2016 var ítrekað bent á að ekki hafi verið tryggt nægjanlegt samráð og samtal um búvörusamninga við hina ýmsu hagsmunaaðila. Með því að skipa samráðshópinn og breyta skipun hans að hluta telur ráðherra að brugðist hafi verið við þeirri gagnrýni og tryggt sé með fullnægj- andi hætti að sjónarmið sem flestra komi að endurskoðun samninganna. Þannig verði tryggt gott samráð og samtal hagsmunaaðila um búvöru- samninga. Með því móti náist betri sátt um þá stefnu sem kveðið verði á um í búvörusamningunum að endur- skoðun þeirra lokinni. Það er von ráðherra að slík sáttaniðurstaða frá svo breiðum hópi hagsmunaaðila sé líkleg til árangurs í atkvæðagreiðslu meðal bænda. IV. Þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa á skipun samráðshópsins þá gilda búvörusamningar sem undir- ritaðir voru 19. febrúar 2016 og tóku gildi 1. janúar sl. enda hafa samningarnir hlotið staðfestingu Alþings með lögum nr. 102/2016 um breytingu á búvörulögum og fleira. Hlutverk samráðshópsins er afmarkað í tilteknum ákvæðum búvörusamninganna og halda þau ákvæði gildi sínu líkt og samningarn- ir sjálfir. Verði niðurstaða samráðs- hópsins á þá leið að ráðast þurfi í tilteknar breytingar á ákvæðum búvörusamninga fer slík tillaga til umfjöllunar samninganefndar rík- isins og Bændasamtaka Íslands skv. 30. gr. búvörulaga og slíkt samkomu- lag þarf ávallt staðfestingu Alþingis til að hljóta gildi. Ráðherra getur þannig ekki einhliða breytt búvöru- samningum án aðkomu samnings- aðila og Alþingis.“ /VH Nýlega var undirritaður samning- ur á milli Félags skógareigenda á Suðurlandi og Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga (SASS) um sex milljóna króna styrk til félags- ins. Peningurinn verður notaður til að kanna, kortleggja og skrá hugsanlegar afurðir úr skógum á Suðurlandi, markaðsaðstæður og sölumöguleika afurða. Fjármagnið kemur úr Sóknaráætlun Suðurlands. „Það er orðið brýnt að skapa grundvöll fyrir úrvinnslu þess grisj- unarviðar og bolviðar sem nú þegar fellur til og mun falla til um ókomna tíð. Það er komið að því að byggja upp öfluga atvinnugrein, skógar- iðnaðar á Suðurlandi. Með samhentu átaki er vonast til að okkur skógar- bændum á Suðurlandi takist það,“ segir María E. Ingvadóttir, formaður félagsins, og bætti því við að það ætti líka að vera markmið skógarbænda að þeir fái góðar tekjur af skógræktinni, skógarbændur eigi að geta lifað góðu lífi af tekjum af jörð sinni. /MHH Sex milljónir til skógar- bænda á Suðurlandi BÍ og SGS gefa út sameiginlega yfirlýsingu: Sjálfboðaliðar gangi ekki í almenn störf launafólks Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambands Íslands skrifuðu á dögunum undir sam- eiginlega yfirlýsingu vegna sjálf- boðaliða á vinnumarkaði. Samtökin árétta að það er andstætt kjarasamningum og meginreglum á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi í almenn störf launafólks í efnahagslegri starfsemi fyrirtækja og lögbýla. Báðir aðilar eru sammála um mikilvægi þess að fara eftir leikreglum á vinnumarkaði en ekki eru gerðar athugasemdir við þau störf sjálfboðaliða sem byggja á langri venju og sátt hefur verið um, s.s. um störf í smalamennskum og réttum. Í yfirlýsingunni segir að samtök á vinnumarkaði hafi axlað sam- eiginlega ábyrgð á uppbyggingu vinnumarkaðarins og réttindum og skyldum sem þar gilda. Markmið samtaka atvinnurekenda og launa- fólks er að tryggja áfram samkeppn- ishæfan vinnumarkað þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um laun og önnur starfskjör í kjarasamning- um. Þeir bera þá skyldu að fylgja því eftir að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði. Það sé sameigin- legt viðfangsefni aðila að stuðla að því að fyrirtæki og lögbýli í fram- leiðslu eða þjónustu, greiði laun og starfskjör í samræmi við kjarasamn- inga og lög hér á landi. Sameiginlegur skilningur mikilvægur Ef kjarasamningar eru ekki virtir grefur það undan starfsemi annarra og spillir forsendum eðlilegrar samkeppni og dregur úr ávinningi alls samfélagsins af traustu og heil- brigðu atvinnulífi. Í því ljósi telja Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands mikilvægt að sameiginlegur skilningur gildi á vinnumarkaði um störf sjálfboða- liða. Launafólki verður ekki skipt út fyrir sjálfboðaliða og samningar við einstaklinga um lakari kjör en kjara- samningar kveða á um eru ógildir. Í yfirlýsingu BÍ og SGS var vikið að því að sjálfboðaliðastörf eigi sér langa sögu og eru mikilvæg þeim aðilum sem vinna í þágu almanna- heilla að góðgerðar-, menningar- eða mannúðarmálum. „Sjálfboðaliðastörf eiga sér einnig langa sögu í afmörkuðum verkum í landbúnaði með vinnuframlagi vina og ættingja í mjög skamman tíma, t.d. í göngum og réttum. Ekki eru gerðar athugasemdir við þau störf sjálfboðaliða enda byggi þau á langri venju og sátt hefur verið um,“ sagði í yfirlýsingunni sem Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ og Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, skrifuðu undir fyrir hönd sinna samtaka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Samráðshópur mun endurskoða búvörusamninga sem samþykktir voru á síðasta ári. Mynd / HKr. María E. Ingvadóttir og Hrafnkell Guðnason skrifuðu undir sex millj- óna króna samninginn kampakát. Mynd / MHH Bændablaðið Næsta blað kemur út 9. mars Smáauglýsingar 56-30-300 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, undirrita yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða. Mynd / Snorri Már Skúlason

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.