Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017
Á málþingi Dýraverndarsambands
Íslands (DÍS) í lok síðasta mánaðar
var Dýrahjálp Íslands veitt viður-
kenningin Dýraverndari ársins
2016.
Valgerður Valgeirsdóttir, talsmað-
ur Dýrahjálpar Íslands, kom á mál-
þingið og tók við viðurkenningunni
úr höndum Hallgerðar Hauksdóttur,
formanns DÍS, og greindi frá starfi
félagsins.
Dýrahjálp Íslands fékk þessa
viðurkenningu fyrir frábært starf í
þágu dýra í mörg ár og fyrir að breyta
sýn almennings á líf eldri gæludýra.
Hallgerður segir að félagið hafi verið
stofnað með það markmið að þegar
eldri gæludýr missa heimili sín séu þau
ekki sjálfkrafa sett til dýralæknis til að
aflífa þau, heldur sé boðið upp á miðl-
un með gæludýr til að finna fyrir þau
ný heimili. „Þetta er að erlendri fyr-
irmynd og virkar þannig að eigendur
eru aðstoðaðir eða dýrunum er hjálpað
beint við að finna ný heimili. Frá því
að félagið tók til starfa árið 2008 hefur
það hjálpað um sex þúsund dýrum.
Félagið hefur tekið beint að sér nokkur
hundruð dýr inn á fósturheimilakerfi
sitt en hin hafa fengið ný heimili með
miðlun félagsins. Í samtölum mínum
við starfandi dýralækni hér á höfuð-
borgarsvæðinu, hefur komið fram að
frá því að Dýrahjálpin tók til starfa
hafa starfsskilyrði dýralækna í þéttbýli
gjörbreyst. Áður fyrr fór stærri hluti
af starfstíma dýralækna í að taka á
móti heilbrigðum dýrum, einungis til
að aflífa þau,“ segir Hallgerður um
ástæður þess að Dýrahjálp Íslands var
veitt viðurkenningin.
Vilja að gæludýr
megi fara í strætó
Eftir veitingu viðurkenningarinnar
voru ýmsar hliðar gæludýrahalds
skoðaðar. Hallgerður greindi til
dæmis frá niðurstöðu starfshóps
á vegum stjórnar Strætós bs., þar
sem unnin var greining á hvort
leyfa ætti að farið sé með gælu-
dýr í strætó á Íslandi. Fulltrúar
í hópnum voru frá farþegaþjón-
ustu, vagnstjórum og þvotta-
stöð Strætós, Hollvinasamtökum
Strætós, Kattavinafélagi Íslands
og Hundaræktarfélagi Íslands, frá
Astma- og ofnæmisfélagi Íslands,
Dýraverndarsambandi Íslands og
loks frá Félagi ábyrgra hundaeigenda.
Að sögn Hallgerðar leiddi grein-
ingarvinnan margt athyglisvert í ljós.
„Við vorum mörg sem störfuðum í
þessum hópi – yfir tíu manns. Það
var farið ofan í allar hliðar máls. Það
sem kom auðvitað á óvart þegar við
fórum að skoða þetta, er að gæludýr
í almenningssamgöngum eru leyfð
víðast hvar í nágrannalöndum okkar
og í Norður-Evrópu. Við sendum
fyrirspurnir á almenningssamgöngu-
fyrirtækin og einnig á stærstu sam-
göngufyrirtækin sem eru einkarekin,
til að athuga hvernig þetta hafi geng-
ið og hvort þessu fyrirkomulagi hafi
fylgt einhver vandamál. Í ljós kom að
aðeins eitt atvik var skráð í Finnlandi
þar sem hundur hafði valdið truflun,
sem hlýtur að teljast merkilegt. Engar
aðrar kvartanir um ofnæmi eða bit,“
segir Hallgerður.
Lítil hætta á auknu ofnæmi
Starfshópurinn skoðaði einnig, að
sögn Hallgerðar, mjög vel hættuna
á auknu ofnæmi sem myndi fylgja
breyttu fyrirkomulagi. „Frá 1994
voru lög með þeim hætti að gælu-
dýrahald í fjölbýli var ekki leyft
nema með samþykki allra íbúða-
eigenda. Þetta virtist auka ofnæmi
hjá Íslendingum langt umfram það
sem finnst í öðrum löndum, enda
var nóg að segjast vera með ofnæmi
til að dýr þyrfti að víkja. Síðan var
lögunum breytt fyrir nokkrum árum
þannig að leyfi frá tveimur þriðju
íbúðaeigenda dugir fyrir gælu-
dýrahaldi í fjölbýli í dag. Það má
segja að mál hafi almennt verið að
þróast í átt að meira umburðarlyndi
gagnvart gæludýrahaldi, enda eru
gæludýr á um 40 prósent heimila
á Íslandi. Það hefur líka verið sýnt
fram á að það getur haft veruleg
áhrif á lífsgæði gæludýraeigenda að
geta ekki ferðast með dýrin sín, til
dýralæknis til dæmis eða til lengri
eða skemmri dvalar.
Dýraofnæmi veldur óþægindum
sem er hægt að nota lyf við, en er
ekki hættulegt nema í einstökum
tilvikum ef viðkomandi einstak-
lingur er líka með slæman asma. Þá
getur það verið varasamt. En það
er nú svo að þeir einstaklingar sem
eru með svo bráð vandkvæði ganga
með sérstaka sprautu-penna til að
bregðast við alvarlegum ofnæm-
isviðbrögðum eða verða alveg að
sleppa því að nota almenningssam-
göngur, burtséð frá gæludýrum.
Við gengum út frá því í tillögum
hópsins að gæludýr yrðu að vera
aftast í strætisvögnum og þau minni
í búrum, en stærri hundar í ól. Það
kom ýmislegt forvitnilegt í ljós eftir
samtöl við sérfróða um ofnæmi.
Líkurnar á ofnæmisviðbrögð-
um hjá manni með dýraofnæmi,
eru ekki minni ef hann situr við
hlið gæludýraeiganda sem skildi
gæludýrið sitt eftir heima, en ef
hann sæti framarlega í vagninum
og gæludýraeigandinn væri með
gæludýrið sitt aftast í vagninum,“
segir Hallgerður.
Málið komi í ráðuneytið
Hún bendir á að þó að stjórn
Strætós bs. hafi óskað eftir þessari
vinnu starfshópsins þá hafi hún ekki
sjálfdæmi í því að ákveða hvaða
reglur gildi í vögnunum að þessu
leyti. „Það eru lög um hollustu-
hætti og mengunarvarnir í gildi
sem segja til um hvað sé leyfilegt
í þessum efnum. Strætó bs. hefur
nú þegar sent erindi til ráðherra og
óskað eftir því að það verði skoðað
að breyta reglum þannig að gæludýr-
um verði leyft að fylgja eigendum
sínum í strætó. Við munum fylgja
þessu vel eftir en við vitum ekkert
hvenær þetta verður tekið fyrir,“
segir Hallgerður.
Fleiri áhugaverð erindi voru
flutt á málþinginu. Jón Ásgeir
Kalmansson, nýdoktor í siðfræði,
skoðaði nokkrar siðferðilegar hlið-
ar á gæludýrahaldi, til að mynda
hver á hvern – eigum við dýrin, eða
eiga þau okkur? Dýr eru skilgreind
sem skyni gæddar verur samkvæmt
íslenskum lögum og þau hafa sínar
þarfir og eðli. Er rétt eða rangt að
halda gæludýr og hverjar eru sið-
ferðilegar skyldur okkar gagnvart
dýrunum?
Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýra-
læknir gæludýra og dýravelferðar
hjá Mast, útskýrði af hverju það sé
andstætt dýravelferð að halda hunda
daga langa í litlum ferðabúrum. Bann
við því tók gildi með nýrri reglugerð
um velferð gæludýra. Á málþinginu
kom fram að það væri útbreiddur
misskilningur að hundar vilji dvelja
í slíkum búrum. /smh
Fréttir
Málþing Dýraverndarsambands Íslands um gæludýr:
Dýrahjálp Íslands er Dýraverndari ársins 2016
− Sambandið vill að gæludýr geti fylgt eigendum sínum í strætó
Hallgerður Hauksdóttir er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Mynd /smh
Valgerður Valgeirsdóttir tók við
viðurkenningunni Dýraverndari árs-
ins fyrir hönd Dýrahjálpar Íslands.
Mynd / Linda Karen Gunnarsdóttir
Frá málþingi Dýraverndarsambands Íslands um gæludýr, sem var haldið
á dögunum. Þóra Jónasdóttir frá Matvælastofnun í pontu, en hún útskýrði
af hverju það sé andstætt dýravelferð að halda hunda daga langa í litlum
ferðabúrum. Mynd / Linda Karen Gunnarsdóttir