Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017
Öruggt þykir að árið 2017 muni
verða ár mikillar óvissu fyrir
bændur í Evrópu og víðar um
heim. Stórþjóðir eins og Kínverjar
og Rússar spila stóra rullu í
heildarsamhenginu í viðskiptum
með landbúnaðarafurðir.
Kínverjar eru ekki og munu ekki
í fyrirsjáanlegri framtíð, samkvæmt
tölum FAO, verða sjálfum sér nægir
á sviði fæðuöflunar. Þeir verða því
að takast á við aðrar þjóðir um mat,
fóður og vatn á heimsmarkaði. Það
felur bæði í sér mikil tækifæri fyrir
ýmsar þjóðir eins og Íslendinga,
en um leið alvarlega vankanta og
hættu á átökum, þar sem aðgengi að
ræktarlandi og vatni fer þverrandi í
heiminum.
Tækifæri íslenskra bænda háð
ákvörðunum stjórnvalda
Aukin eftirspurn eftir kjöti og öðrum
tegundum matvæla gæti skapað
íslenskum bændum mikil og dýrmæt
tækifæri í framtíðinni. Það veltur
þó á því að stjórnvöld sjái til þess
að íslenskur landbúnaður fari ekki
halloka í samkeppninni við innflutn-
ing í því umróti sem nú á sér stað.
Ef einhverjar greinar leggjast af,
t.d. vegna uppstokkunar á tollum
og stuðningskerfi landbúnaðarins
mun um leið glatast bæði þekking og
reynsla. Þá verður ekki hrist fram úr
erminni að setja þær greinar í gang
að nýju þegar á þarf að halda. Þetta
getur skipt sköpum þegar rætt er
um fæðuöryggi þjóðarinnar. Þar eru
bæði svínakjötsframleiðsla og ali-
fuglarækt mjög mikilvægir hlekkir
auk sauðfjár-, nautgripa- og hrossa-
ræktar.
Vandræði í Evrópu kveikti
gróðavon á Íslandi
Í kjölfar uppstokkunar á landbún-
aðarkerfi ESB, aflagningu mjólkur-
kvóta í apríl 2015 og viðskiptabanni
við Rússa varð offramboð á mjólk,
kjöti og ýmsum öðrum landbúnað-
arafurðum. Þetta er ástand sem fáa
óraði fyrir. Á Íslandi sáu sumir þetta
í dýrðarljóma og tækifæri til að ná
fram verulegri framlegð með inn-
flutningi á ódýru kjöti í stórum stíl.
Var mikil pressa sett á stjórnvöld um
að haga sér samkvæmt því.
Úti í Evrópu urðu ekki allir eins
kátir. Þúsundir bænda hafa orðið
gjaldþrota og dýrmæt þekking
og reynsla horfið út úr landbún-
aðinum. Bændur hafa mótmælt
stöðunni um alla Evrópu, meðal
annars margsinnis við höfuðstöðv-
ar Evrópusambandsins í Brussel í
Belgíu, síðast nú í janúar. Þá dældu
þeir m.a. mjólkurdufti við inn-
ganginn til að mótmæla lágu mjólk-
urverði, minnkandi stuðningi innan
CAP og viðskiptabanninu við Rússa.
Yfirvöld í Evrópusambandinu
hafa brugðist við offramleiðslu með
því m.a. að kaupa upp miklar birgðir
af mjólkurdufti og taka það þannig
út af markaðnum. Franskir bændur
segja mikla hræsni fólgna í þessu því
á sama tíma hafa þeir selt mjólkur-
duftið til að framleiða ódýrt jógurt
og annað til að selja í Cameroon,
Gíneu-Bissao, Máritaníu, Senegal,
Gana og Tongo. Þessi framleiðsla
er seld þar langt undir því verði
sem bændur í viðkomandi ríkjum
geta keppt við. Bent er á að ESB
sé í raun með þessu að eyðileggja
landbúnaðinn á þessum stöðum í
nafni neyðaraðstoðar til að draga
úr fátækt.
Ódýr matur ekki lengur
sjálfsagt mál
Nú sjá menn fram á að staðan muni
breytast og óheft aðgengi að ódýrum
mat og vatni sé ekki lengur sjálf-
sagt mál. Fyrirséð er að samkeppni á
þessu sviði muni aukast stórlega og
í framtíðinni muni baráttan um mat
og vatn verða efst á blaði þjóðar-
leiðtoga um allan heim. Ástæðan er
minnkandi aðgengi að ræktarlandi
og þverrandi grunnvatnsbirgðir á
stórum svæðum. Þetta er því spurn-
ing um hvernig þjóðir heims geti
tryggt sitt fæðuöryggi í framtíðinni.
Samkvæmt úttekt framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins hafa
vandræði við að halda gengi gjald-
miðla stöðugu sem og lágt olíuverð
og minnkandi kaupgeta í kjölfar
kreppunnar 2008 orðið til þess að
kornverð hefur verið lágt á heims-
markaði. Það hefur haft áhrif til
lækkunar á kjötverði. Lágt mat-
vælaverð og offramboð á mjólk og
mjólkurafurðum í löndum ESB mun
þó varla vara til frambúðar.
Það hafði m.a. mikil áhrif á
útflutning ESB á osti að Rússar eru
ekki lengur meðal kaupenda vegna
viðskiptabanns. Fyrir bannið keyptu
Rússar um 30% af öllum osti sem
fluttur var út frá ESB-löndum.
Svipaða sögu er að segja af viðskipt-
um með svínakjöt og fleiri afurðir.
Efnahagsvöxtur í ESB-ríkjunum
hefur verið lítill, en sá vöxtur sem
þó hefur verið, eða um 1,9%, stafar
að miklu leyti af lágu olíuverði. Á
undanförnum vikum hefur olíuverð
verið á uppleið og kostnaður land-
búnaðarins eykst að sama skapi.
Mikil gjaldþrot í landbúnaði í
Evrópu vegna lágs afurðaverðs mun
óhjákvæmilega leiða til samdráttar í
framleiðslu á þessu ári.
Aukin pressa á heimsmarkaði
Hinn hollenski Rabobank metur það
samt svo að kjötverð haldist áfram
lágt um sinn, þar sem nautakjöts-
framleiðsla heimsins haldi enn í
við eftirspurn. Aukinn innflutning-
ur Kínverja á svína- og nautakjöti
muni, að mati Rabobank, þó setja
verulega pressu á heimsmarkaðinn.
Til viðbótar því sé nú uppi krafa um
að draga úr nautakjötsframleiðslu
til að minnka losun gróðurhúsaloft-
tegunda. Einnig auknar heilsufars-
áskoranir og kröfur um að draga úr
notkun sýklalyfja sem vaxtarhvata.
Þetta setji enn meiri þrýsting á kjöt-
markaðinn.
61 milljón tonna af nautakjöti
Samkvæmt tölum USDA er nauta-
kjötneysla heimsins áætluð 59,4
milljónir tonna á þessu ári en fram-
leiðslan er 61,3 milljónir tonna mælt
í heilum skrokkum. Á bak við þessa
framleiðslu er hjörð sem telur um
einn milljarð gripa. Flestir eru þeir
á Indlandi, eða um 303 milljónir. Þá
kemur Brasilía með 226 milljónir,
Kína er með um 100 milljónir og
Bandaríkin með ríflega 93 milljónir
gripa.
111 milljón tonn af svínakjöti
Samkvæmt spá USDA fer svína-
kjötsframleiðsla heimsins í 111
milljón tonn á þessu ári. Mun aukin
framleiðsla aðallega vera drifin
áfram af Kínverjum, en einnig
af Bandaríkjunum, Brasilíu og
Rússlandi. Áætlað er að Kínverjar
framleiði 53,7 milljónir tonna af
svínakjöti á þessu ári, en öll lönd
Evrópusambandsins samtals rúm-
lega 23 milljónir tonna. Þar á eftir
koma Bandaríkin með 11,7 milljón-
ir tonna. Áætluð svínakjötsneysla
Kínverja á þessu ári er tæplega 56
milljónir tonna.
90 milljón tonn af kjúklingakjöti
Heildarframleiðsla kjúklingakjöts í
heiminum er áætluð 90,4 milljón-
ir tonna á þessu ári sem er um 1%
aukning frá fyrra ári. Er þá miðað
við tilbúið kjöt til matreiðslu.
Kjúklingakjötsframleiðsla Kínverja
mun eitthvað dragast saman á þessu
ári og er talin fara úr 12,7 milljón-
um tonn í 11,5 milljónir tonna. Eru
það svipaðar tölur og þróunin er
í kjúklingakjötsneyslu Kínverja.
Verða Kínverjar samt áfram mestu
neytendur kjúklingakjöts á heims-
vísu eins og undanfarin ár. Næst
koma ESB-löndin með 10,7 millj-
ónir tonna í áætlaða neyslu og fram-
leiðslu upp á 11,3 milljónir tonna.
Átökin um Úkraínu hafa áhrif
Rússar hafa í gegnum tíðina verið
miklir matvælaframleiðendur en
eftir að Sovétríkin liðuðust í sund-
ur kom los á kerfið og það dró úr
framleiðslu. Voru þeir orðnir talsvert
háðir innflutningi á landbúnaðar-
afurðum, m.a. frá Evrópu, þegar
viðskiptabannið var sett á. Þetta
bann leiddi til þess að mörkuð var sú
stefna af stjórnvöldum í Rússlandi
að Rússar yrðu sjálfum sér nægir
um landbúnaðarafurðir árið 2020.
Viðskiptastríðið hefur þegar
reynst evrópskum bændum dýr-
keypt, enda geta þeir ekki lengur
treyst á öruggan markað í Rússlandi.
Það hefur ekki síst komið illa við
franska, þýska, hollenska, danska og
finnska bændur. Ef Rússar ná mark-
miði sínu, þá er Rússlandsmarkaður
trúlega gengin evrópskum bændum
úr greipum til langrar framtíðar. Það
er staðreynd, sama hvaða afstöðu
sem menn hafa annars til þess sem
gerst hefur í Úkraínu. Þar var lýð-
ræðislega kjörnum forseta sannar-
lega steypt af stóli að því er virðist
að undirlagi ESB og Bandaríkjanna.
Þar hafa Vesturlönd beint og óbeint
hlaðið undir fyrrum stuðnings-
menn nasista samkvæmt fréttum
Bloomberg og fleiri miðla. Í kjöl-
farið innlimuðu Rússar Krímskaga
sem svarað var með viðskiptabanni
með þátttöku Íslands.
Bandarísk, evrópsk og jafnvel
kínversk fyrirtæki hafa allt frá því
Úkraína var lýst sjálfstætt ríki 24.
ágúst 1991 verið að reyna að ná
undir sig ræktarlandi í Úkraínu sem
er talið eitt það frjósamasta í heimi.
Úkraína var kölluð brauðkarfa
Evrópu á árum áður og skiptir Rússa
líka miklu máli. Enn er barist um
áhrif í Úkraínu og erfitt hefur verið
að greina af fréttum í vestrænum
miðlum hvað er í raun satt og hverju
er logið í þeirri deilu. Samkvæmt
viðtali Bloomberg við Timothy Ash,
yfirhagfræðing Standard Bank, undir
lok síðasta árs blasir efnahagslegt
hrun við Úkraínu. Þótt Rússar vildu
koma þar til hjálpar til að tryggja
sína hagsmuni er vafasamt að þeir
hafi efnahagslega burði til þess. Þá
er ljóst að um helmingur úkraínsku
þjóðarinnar vill fremur halla sér að
Evrópusambandinu, en spurning
hvort ESB hefur ekki þegar næg
vandamál á sinni könnu.
Eiturefnabann getur breytt miklu
Innan Evrópusambandsins blasir nýr
vandi við bændum sem mjög hafa
reitt sig á skordýraeitur og illgres-
iseyði við sína framleiðslu á korni
og öðrum nytjajurtum. Samkvæmt
Samkeppnin um ræktarland og vatn í heiminum fer harðnandi:
Skapar óvissu en líka mikil tækifæri
fyrir Ísland sé rétt haldið á spöðum
– Miklar áskoranir fyrir landbúnað en um leið umhugsunarefni hvernig menn hyggjast tryggja fæðuöryggi þjóða
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
FRÉTTASKÝRING
Úr kjúklingasláturhúsi í Þýskalandi. Mynd /HKr.
Franskir bændur mótmæla í Brussel.