Bændablaðið - 23.02.2017, Page 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017
Það var líkt og að koma inn í
annan heim, eða réttara sagt
inn í gamlan Stikluþátt Ómars
Ragnarssonar, þegar blaðamaður
Bændablaðsins fór til fundar við
ábúendur á sveitabænum Kjepso
í Harðangursfirði í Noregi.
Bærinn, sem samanstendur af sex
húsum, stendur hátt uppi í brattri
hlíð, um 250 metra yfir sjávarmáli og
enginn akvegur er að bænum heldur
þarf að ganga upp rúmlega 600 þrep
og um 50 metra leið í bratta áður en
hægt er að virða fyrir sér líf fólks á
stað þar sem enginn gæti trúað að
nokkur gæti búið.
Löng leið í skólann
Það var einmitt í samnefndum sjón-
varpsþætti norska ríkissjónvarpsins
(NRK), Þar sem enginn gæti trúað
að nokkur gæti búið, að helmingur
ábúenda, hjónin Per Ragnar Kjepso
og Anne Kjepso, voru sótt heim en
heimildaþættirnir fjalla um fólk sem
hefur sest að á stöðum sem eru tölu-
vert úr alfaraleið. Kjepso er þó ekki
svo mikið úr alfaraleið en óhætt er
að segja að leiðin að bænum jafnist
á við létta fjallgöngu.
„Ég er fæddur og uppalinn hér á
Kjepso, eða réttara sagt fæddist ég
í Bergen og átti minn uppvöxt hér.
Þó að ég hafi síðan farið út að kanna
heiminn til að vinna og fara í nám
þegar ég hafði nægt vit fyrir mér þá
æxlaðist það þannig að ég settist hér
að á Kjepso með konu minni sem er
frá Skotlandi. Við kynntumst þegar
ég var við nám í rafmagnsverkfræði
í tækniskóla í Glasgow,“ útskýrir Per
Ragnar brosandi og segir jafnframt:
„Ég var sjö ára þegar ég byrjaði
í skóla inni í Álavík og þurfti þá að
ganga hér niður á þjóðveg og þaðan
tæpa fjögurra kílómetra leið inn til
bæjarins og síðan aftur til baka að
loknum skóladegi. Það voru engir
skólabílar á þessum tíma svo þetta
var löng leið en ég hlakkaði alltaf til
að fara í skólann, nám hefur alltaf átt
vel við mig.“
Alltaf nægur matur til
Árið 1318 var bærinn kallaður
Kexisskor en fornleifafræðingar
telja að nafnið komi af orðinu kefis
sem þýðir þræll og það megi rekja
aftur til ársins 800. Á þeim tíma,
þegar víkingatíminn tók við, var
vanalegt að fólk tæki í notkun erf-
iðari landsvæði í Noregi sem hafði í
för með sér erfiðisvinnu, svonefnda
þrælavinnu. Fundist hefur haugur við
bæinn og hlutir í honum frá tímum
víkinga.
„Eftir svarta dauða var bærinn
hér lengi í eyði en árið 1610 var
Mikkel Kjepso úthlutað svæðinu.
Hér er gömul trébygging, svokallað
eldhús, sem við höldum að hann hafi
notað sem bústað fyrir sig en þar
hafa sést merki á veggjunum eftir
veggföst húsgögn. Eftir því sem
árin liðu voru fleiri ábúendur hér á
Kjepso en forfaðir minn, Per Persson
frá Laupsa, keypti bæinn árið 1855,“
segir Per Ragnar og útskýrir búskap
fyrri tíma á bænum:
„Hér höfðu menn það alltaf hug-
fast að skilja ætti við jörðina í betra
Per Ragnar Kjepso var við vinnu við að endurbyggja steinhleðslu undir hlöðuvegg þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði. Myndir / ehg
sjávarmáli og ekki með akveg að húsi sínu heldur þurfa að ganga rúmlega 600 þrep og um 50 metra leið í bratta áður
en heim er komið. Undanfarna vetur hefur Anne dvalið á dvalarheimili fyrir aldraða í næsta bæ vegna sjónleysis en