Bændablaðið - 23.02.2017, Síða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017
Endurmenntun LbhÍ
www.lbhi.is/namskeid • endurmenntun@lbhi.is • 433 5000
Meðferð varnarefna
Í samstarfi við Umhverfisstofnun, Vinnueftirlitið og Landssamtök meindýraeyða.
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta, þar sem hver um sig stendur
sjálfstætt og settir upp fyrir eftirfarandi markhópa:
1. Þá sem hyggjast gerast ábyrgðarmenn í markaðssetningu varnarefna
2. Þá sem hyggjast nota varnarefni í landbúnaði og garðyrkju
3. Þá sem hyggjast nota varnarefni við eyðingu meindýra
Námskeiðin hefjast 6. mars hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík
Kynningarfundur Skógræktarinnar í Húnaþingi vestra:
Mikill áhugi á búskaparskógrækt meðal bænda
Tuttugu bændur af sautján býlum
í Húnaþingi vestra sóttu nýverið
kynningarfund um búskapar-
skógrækt sem Skógræktin hélt
í sveitarfélaginu en mikill áhugi
virðist meðal bænda á verkefn-
inu að því er fram kemur á vef
Skógræktarinnar.
Sigrún Magnúsdóttir, þáver-
andi umhverfisráðherra, fól
Skógræktinni í október að ann-
ast þróunar- og átaksverkefni
í búskaparskógrækt í Vestur-
Húnavatnssýslu. Hugtakið búskap-
arskógrækt er tilraun til að íslenska
það sem á ensku hefur verið kallað
agroforesty en fleiri útgáfur hafa
heyrst, svo sem skógarbúskapur,
skógarlandbúnaður, landbúnað-
arskógrækt svo dæmi séu tekin.
„Þessa búskaparaðferð má skil-
greina sem svo á einfaldan hátt að
það sé sjálfbær landnýting þar sem
skóg- eða trjárækt er á sama svæði
og annar búskapur og afurðir bús-
ins komi jafnt úr skóginum sem úr
akuryrkju eða kvikfjárrækt,“ segir
í frétt um málið.
Framlagið nemur
11 milljónum króna
Verkefninu fylgir 11 milljóna króna
fjárveiting og þar af eru sjö millj-
ónir ætlaðar til beinna aðgerða
eða framkvæmda. Aðgerðir sem
breytt geta hefðbundnum búskap
í búskaparskógrækt eða skógarbú-
skap geta verið þessar meðal annars:
Heildstætt skjólbeltakerfi, skjól-
lundur, skjólskógar eða skjólfangar-
ar, hagaskógur eða akurskógur.
Allnokkur reynsla hefur fengist
víða hérlendis af þessum ræktunar-
flokkum sl. 17 ár í starfi bænda með
samninga við Landshlutaverkefni í
skógrækt, sem nú eru hluti af nýrri
stofnun, Skógræktinni. Því þykir
óþarfi að finna upp hjólið, frem-
ur að smíða hjól sem hentar. Í því
skyni er ætlunin að skoða núverandi
stuðningskerfi við skógrækt á lög-
býlum og hvort móta megi úr því
aðgengilegra form en tíðkast hefur
fyrir bú í fullum rekstri. Verkefninu
verður eingöngu beint að jörðum
í rekstri.
Til þess að vel megi til tak-
ast hefur Skógræktin óskað eftir
að settur verði upp formlegur
samstarfs vettvangur nokkurra
aðila, Skógræktarinnar, Búnaðar-
s ambands Húnaþings og Stranda,
Sveitarfélagsins Húnaþings vestra
og jafnvel fleiri aðila. Í því verður
unnið nánar á næstunni.
Styðja við hefðbundinn búskap
Á fundinum sem haldinn var á
Gauksmýri í Línakradal komu tutt-
ugu bændur úr héraðinu frá sautján
bújörðum og var greinilegt að áhugi
þeirra á verkefninu var mikill.
Aðferðir búskaparskógræktar geta
stutt mjög við hefðbundinn búskap,
veitt skjól fyrir skepnur, ekki síst
lambfé á vorin, skýlt túnum og
öðrum ræktarlöndum og þar með
aukið bæði frjósemi og uppskeru,
breytt snjóalögum og skýlt húsum
svo minni þörf verður á kyndingu
og þannig mætti áfram telja. Með
tímanum myndast líka timburauð-
lind á búunum. Fyrstu afurðirnar
verða sveppir, girðingastaurar og
trjákurl svo eitthvað sé nefnt en
síðar meir einnig smíðaviður eða
iðnviður sem eykur tekjur búsins
og fjölgar störfum í héraði. Í vel
grónum sveitum eru einnig aukn-
ir möguleikar til ýmissar annarrar
starfsemi, hvort sem það er ræktun
eða kvikfjárrækt, ferðaþjónusta eða
hvers kyns önnur nýsköpun.
Skógræktin fól Sæmundi
Þorvaldssyni skógfræðingi stjórn
þessa verkefnis og honum til
fulltingis er Johan Holst, skóg-
ræktarráðgjafi Skógræktarinnar í
Húnavatnssýslum. Í kjölfar fundar-
ins geta áhugasamir bændur nú sótt
um að gerast þátttakendur í þessu
þróunarverkefni um búskaparskóg-
rækt. /MÞÞ
Tuttugu bændur frá sautján býlum sóttu kynningarfund um búskapar-
skógrækt á Gauksmýri. Greinilegur áhugi er meðal bænda á verkefninu
búgreinum. Mynd / Johan Holst á vef Skógræktarinnar
Félag skógareigenda á Suðurlandi:
Samningur við Uppbyggingarsjóð
Fulltrúar Félags skógareigenda
á Suðurlandi hafa undirritað
samning við Uppbyggingarsjóð
Suðurlands um styrk vegna undir-
búnings og stofnunar rekstrar-
félags sem hefur með höndum
að móta stefnu, greina tækifæri
í úrvinnslu og markaðssetningu
skógarafurða og að kynna verk-
efnið.
Undirritun fór fram á félagsfundi
í liðinni viku og var vel mætt. Góðir
gestir sóttu fundinn, m.a. Þröstur
Eysteinsson skógræktarstjóri, Björn
B. Jónsson, sem sér um úrvinnslu
og markaðsmál hjá Skógræktinni
og Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri
samhæfingarsviðs Skógræktarinnar.
Margt er að gerast í skógrækt-
armálum, segir í frétt á vef Félags
skógareigenda, og mikil tækifæri
að skapast í uppbyggingu á þessari
ungu atvinnugrein. /MÞÞ
Stjórn AFE leggur til hækkun
á framlagi sveitarfélaga
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar
fjallaði um erindi frá
Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar
á fundi sínum á dögunum, þess
efnis að framlög sveitarfélaga
sem standa að atvinnuþróunar-
félaginu hækki um 20%. Stjórn
Atvinnuþróunarfélagsins mun
á aðalfundi þess í apríl leggja
til 20% hækkun á framlögum
sveitarfélaga og að hún muni gilda
afturvirkt frá áramótum.
Fram kemur í fundar-
gerð Byggðaráðs að framlag
Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017
yrði þá ríflega 3 milljónir króna, en
það var rúmlega 2,5 milljónir árið
2016 og í fjárhagsáætlun fyrir þetta
ár var gert ráð fyrir nokkurn veginn
sömu upphæð.
Einnig kemur fram að ráðið hafi á
því skilning að hækka þurfi framlög
sveitarfélaga til AFE vegna uppsafn-
aðs misgengis launa- og neysluvísi-
tölu undanfarinna ára. „Hækkunin er
nokkuð mikil eða sem nemur 20%
og ekki gert ráð fyrir slíku í fjár-
hagsáætlun sveitarfélagsins og gildir
það sjálfsagt um fleiri sveitarfélög.
Finna þarf leið til þess að hækkanir
á framlögum sveitarfélaga til AFE
verði ákveðnar áður en fjárhagsáætl-
unarvinna sveitarfélaga fer fram að
hausti,“ segir í bókun frá fundinum.
Sterkara hagsmunaafl gegn
ríkinu
Þá vonast Byggðaráð til þess að á
aðalfundi AFE í apríl næstkomandi
verði umræður um málið sem og um
sameiningu atvinnuþróunarfélag-
anna og Eyþings. Fagnar ráðið því að
stjórn Eyþings hafi ákveðið á fundi
í nóvember á liðnu ári að ræða við
forsvarsmenn Rannsóknamiðstöðvar
Háskólans á Akureyri um úttekt á
sameiningu atvinnuþróunarfélaga
og Eyþings.
„Ljóst er að með slíkri sam-
einingu og/eða með jafnvel enn
víðari sameiningu á samstarfsverk-
efnum sveitarfélaga verði hægt að
mynda miklu sterkara hagsmuna-
afl á Eyþingssvæðinu gagnvart
ríkisvaldinu. Nýting fjármagns og
mannauðs ætti að batna með samein-
ingu auk þess sem leiða má líkur til
þess að öll stjórnsýsla og skjalavarsla
verði agaðri og í samræmi við þau
lög sem sveitarfélög þurfa að vinna
eftir.“ /MÞÞ
Skagafjörður:
Nær 67 þúsund gestir á
söfn, setur og sýningar
Nær 67 þúsund gestir heimsóttu
sýningar á minjastaði sem tengjast
Byggðasafni Skagfirðinga á liðnu
ári.
Þar er um að ræða gestakomur
hvarvetna í Skagafirði þar sem sýn-
ingar eru meira og minna byggð-
ar á safngripum frá Byggðasafni
Skagfirðinga, í Glaumbæ,
Vesturfarasetrinu á Hofsósi og
Sögusetri íslenska hestsins á Hólum
í Hjaltadal, en alls komu tæplega
58 þúsund gestir á sýningar þar. Sé
Víðimýrarkirkju bætt við heimsóttu
66.828 gestir sýningar og minjastaði
sem safnið tengist á árinu 2016 að
því er fram kemur á vefsíðu safnsins.
Aukning að vori og hausti
Fram kemur að gestir Víðimýrar-
kirkju voru ríflega 8.300 sem er
lítils háttar fjölgun frá í fyrra. Gestir
Minjahússins voru 4.518, sem er
tvöföldun frá árinu áður og gestir
í gamla bænum í Glaumbæ voru
45.002. Mest var fjölgun gesta í
gamla bænum í Glaumbæ að vori
og hausti, í apríl, maí, september
og október. Tvöföldun gestatölu í
Minjahúsinu skýrist á því að enginn
aðgangseyrir var tekinn inn á sýn-
ingarnar þar á þessu ári og fjölgun
var á ferðamönnum sem fóru um
Sauðárkrók sl. sumar miðað við árið
áður.
Öflug starfsemi
Sögusetur íslenska hestsins var
með öfluga starfsemi á síðasta ári
og auk þess að setja upp nýja sýn-
ingu á efri hæðinni og yfirfara allt
kynningarefni tók setrið virkan þátt
í Landsmóti hestamanna sem fram
fór á Hólum í Hjaltadal síðasta sumar
og ráðstefnu um hrossarækt í 100 ár.
Á heimasíðu setursins segir að
helstu verkefni þessa árs séu að yfir-
fara fastasýninguna á neðri hæðinni,
efla safnbúðina og stórauka rafræna
miðlun. Einnig er stefnt að auknum
gestakomum en gestafjöldi jókst um
30% á síðasta ári. /MÞÞ