Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 36

Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017 Í huga margra eru lamadýr ein- kennisdýr hásléttnanna í Suður- Ameríku. Nytjar á lamadýrum eru margvíslegar. Ull þeirra er vinsæl, dýrin eru harðgerð burðardýr og þeim fer fjölgandi. Umhverfisstofnun lagðist ekki gegn innflutningi lamadýra til Íslands í umsögn árið 2003. Áætlaður fjöldi lamadýra í heim- inum er rúm sjö milljón og hefur þeim fjölgað undanfarna áratugi. Uppruni þeirra er í Suður-Ameríku og í dag finnast tvær tegundir villtra lamadýra í þeim hluta Nýja heims- ins handan Atlantsála. Villilama, Lama glama, og gúanakkar, Lama guanicoe. Langflest lamadýr í heim- inum í dag eru tamin og afkomendur Lama glama. Nánustu ættingjar lamadýra eru úlfaldar, Camelus sp., alpakka- dýr, Vicugna pacos og vikúnjadýr, Vicugna vicugna. Lamadýr eru algengust í Suður- Ameríku. Rúm 160 þúsund tamin lamadýr er að finna, tvist og bast, í öllum ríkjum Bandaríkjanna Norður- Ameríku og ríflega hundrað þúsund í Kanada. Auk þess sem fjölda lama- dýra er að finna í Ástralíu og Evrópu. Fjölgun þeirra í dag er mest utan Suður-Ameríku. Engin lamadýr finnast á Íslandi þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi ekki lagst gegn innflutningi þeirra í umsögn árið 2003. Í umsögn sinni taldi stofnunin að strangar reglur þyrftu að gilda um notkun dýranna og sleppingu. Dýr hásléttunnar Elstu leifar um forfeður lamadýra eru um 40 milljón ára gamlar og af sléttum Norður-Ameríku. Þriggja milljón ára gamlir beinafundir í Mið-Ameríku sýna fram á far dýr- anna til Suður-Ameríku. Lamalík dýr hafa verið algeng sjón í suðurríkjum Norður-Ameríku, Kaliforníu, Utah, Texas og Flórída, fyrir 250 þúsund árum. Ekki er vitað hvenær lamadýr voru fyrst tamin en talið er að það hafi verið af Inkum á hásléttum Perú 4000 til 5000 árum fyrir Krist. Lamadýr eru einstaklega vel aðlöguð þunnu háfjallalofti og búsvæði þeirra nær hæglega í yfir 3.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Rauð blóðkorn lamadýra hafa þróast á einskakan hátt til að binda og flytja súrefni um líkama þeirra. Lamadýr eru spendýr, grasbítar og jórturdýr með þrískiptan maga eins og úlfaldar en ekki fjórskiptan eins og nautgripir og sauðfé. Kjörlendi lamadýra eru víðáttumikil graslendi og þurrar sléttur nálægt góðu vatns- bóli. Efri vörin klofin Lamadýr eru að jafnaði 160 til 180 sentímetrar á hæð og milli 130 og 210 kíló að þyngd. Höfuðið er fremur smátt miðað við líkamsstærð, eyrun eru löng og snúa eilítið inn á við og líkjast einna helst bönunum. Efri vör þeirra er klofin sem gerir þeim auðveldara að bíta smágerðan háfjallagróður. Hálsinn er langur og fæturnir grannir en dindillinn stuttur og mjúkur. Feldurinn er þykkur, loðinn og ullarkenndur. Litarhaft dýranna er breytilegt, svart, hvítt, rautt og brúnt. Lamadýr geta einnig verið tvílit og kallast þá líklega skjöldótt. Lamadýr eru klaufdýr og á gangi færa þau fram- og afturfót sömu hliða samtímis en hvíla hina fæt- urna á fituþófum sem eru neðan á tám klaufanna. Göngulagið dreifir þunga dýranna og gerir að verkum að þau sökkva síður í þurran, sendinn og grýttan jarðveg. Ævilengd, meðganga og hegðun Algengur lífaldur lamadýra er 15 til 25 ár en vitað er um dýr sem hafa orðið ríflega 30 ára gömul. Kvendýrið verður kynþroska snemma á öðru ári og getur átt eitt og stöku sinnum tvö afkvæmi á ári í allt að fimmtán ár. Fengitími lamadýra er óárstíðabundinn og meðgangan ellefu til tólf mánuðir. Við mökun liggja kvendýrin, sem er óvenjulegt, meðal stórra spendýra en það tíðkast einnig meðal úlfalda. Mökunin tekur frá tuttugu mínút- um upp í klukkustund sem er einnig óvenjulegt meðal spendýra. Kýr lamadýra bera standandi og tekur burður yfirleitt um 30 mínútur. Kálfarnir eru oftast sjö til tólf kíló við burð og oftast komnir á legg og spena klukkustund eftir fæðingu. Mjólk lamakúa er fitusnauð en kalsí- um- og fosfórrík. Mjólkurframleiðsla kúanna er takmörkuð og fá kálfarn- ir litla skammta í einu og því títt á Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is HELSTU NYTJADÝR HEIMSINS Lamadýr eru talsvert alin í Kanada, eins og þetta sem Jane Hutchins Byerns, textílhönnuður á Vancouvereyju, er að rækta vegna ullarinnar. Mynd / HKr. fyrir Krist. Í dag eru lamadýr mest ræktuð vegna ullarinnar.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.