Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017
Hvort heldur sem notuð eru hefð-
bundin mjaltatæki við mjaltir eða
mjaltaþjónar er alltaf mikilvægt
að horfa til afkasta við mjaltirnar.
Það getur vissulega verið misjafnt
á milli búa og eftir bústærð hvað
verja þarf miklum tíma í mjaltir og
þar sem mjaltaþjónar eru í notkun
skiptir auðvitað miklu máli að nýta
þá sem allra best, enda ekki til dýrari
aðferð við mjaltir.
Slök nýting mjaltaþjóna
Það kom skýrt í ljós við uppgjör á
afurðasemi mjaltaþjóna síðastliðið
ár, eins og greint var frá í síðasta
Bændablaði, að hægt er að stórbæta
nýtingu þeirra mjaltaþjóna sem þegar
eru til hér á landi og má í raun ætla
að þegar hafi verið fjárfest í tækni
sem gæti sinnt um 100 milljón lítra
árlegri framleiðslu, þ.e. nærri 40
milljón lítrum meira en raunin varð
árið 2016. Það sama má vafalítið
segja um nýtingu hefðbundinna
mjaltatækja, þótt ólíku sé saman að
jafna.
Mismunandi hönnunarforsendur
Víðast er það svo að stærð bús ræður
að miklu leyti hvaða afkastakröfur
eru gerðar til nýtingar á mjaltatækj-
unum. Þannig er mun algengara
en ekki að þeir sem hafa fjárfest í
mjaltaþjónum reyni að ná sem flest-
um lítrum í gegnum mjaltatækið á
degi hverjum, en þeir sem eru með
hefðbundna mjaltatækni eru e.t.v.
ekki jafn mikið að velta þessu fyrir
sér. Þó sjáum við verulegan mun
á þessu eftir bústærð og því stærri
sem búin eru, því meiri eru líkurnar
á því að bændurnir horfi til bættrar
nýtingar mjaltatækjanna.
Skýringin á sér að hluta til rætur
í fjölda þeirra sem starfa á hverju
búi en þar sem fámennt er, voru
hönnunarforsendur mjaltakerfis oft
miðaðar við að hægt væri að mjólka
allar kýr á tveimur klukkustundum
að morgni og einni og hálfri klukku-
stund að kveldi. Þetta skýrðist auð-
vitað af því að bændurnir þurftu að
sinna ótal öðrum verkefnum sam-
hliða mjöltunum og því ekki hægt
annað en að miða við að ekki færi of
mikill tími í mjaltir. Á stærri búum
sjáum við oftar en ekki í dag að
þetta atriði skiptir minna og minna
máli og víða um heim eru til bú þar
sem mjólkað er nánast allan sólar-
hringinn, enda þá ráðið fólk í því
að mjólka.
Nota á sjálfvirka aftakara
Að vera með sjálfvirkan aftakara
ætti að vera sjálfsagður hlutur í dag
í öllum fjósum og það óháð mjalta-
tækninni enda hefur þessi tækni nú
verið til í rúma hálfa öld, er þraut-
reynd og virkar. Hvernig hinir sjálf-
virku aftakarar eru stilltir þarf svo að
meta hverju sinni, en allar kýr eiga
að þola það allvel að tekið sé af þeim
við 400 millilítra rennsli á mínútu.
Verksmiðjustillingar á aftökurum eru
oft mun neðar og þýðir það nánast
undantekningarlaust að of margar
kýr verða tómmjólkaðar. Þess vegna
ætti að skoða vel að hækka þetta og
um leið sparast töluvert mikill tími
við mjaltir en það mun ekki sjást þess
merki í tanknum, enda þýðir rennsl-
ishraði ekki að mikið magn mjólkur
sé til staðar. Erlendis, þar sem nytin
er mun hærri, er oftast miðað við 500
millilítra á mínútu og víðar farið mun
hærra í rennsli við aftöku.
Rétt spenagúmmí
Þá má nefna atriði eins og soghæð,
spenagúmmí og sogskiptastillingar
og á það við um bæði rörmjalta-
kerfin, mjaltabásana og mjaltaþjón-
ana. Ótal rannsóknir hafa verið gerð-
ar á þessum þremur þáttum varðandi
mjaltir og hafa allir þessir þættir áhrif
á afköstin og gæði mjaltanna með
einum eða öðrum hætti.
Að velja rétt spenagúmmí er afar
mikilvægt enda spenagerðir hér á
landi einstaklega fjölbreyttar. Sé
farið eftir hefðbundnum leiðbein-
ingum eru spenar mældir á flestum
kúm og svo valið rétt spenagúmmí
fyrir hjörðina. Reyndar er um mun
flóknara ferli en svo að ræða og
efni í heila grein út af fyrir sig. Til
þess að meta hvort spenagúmmíið
sem er í notkun sé rétt þarf bæði að
horfa á útlit spenanna fyrir og eftir
mjaltir, kragamyndun við spenarót,
lit og áferð spenanna ásamt því að
framkvæma mælingar við mjalt-
ir með þar til gerðum búnaði. Sé
þetta ekki gert, eru líkurnar á því
að valið sé rétt spenagúmmí meira
spurning um heppni heldur en að um
klæðskerasniðna lausn sé að ræða.
Allir geta þó valið að vera með ein-
hverskonar meðaltals-spenagúmmí
en sé slík lausn valin, oft byggð á
áralöngum hefðum eða takmörkuðu
söluframboði á spenagúmmíi, þarf
um leið að gera sanngjarnar kröfur
til spenagúmmísins og ekki vænta
hámarks árangurs.
Soghæð í mjaltakrossi
En að hverju á þá að stefna? Með
því að mæla soghæð í mjaltakrossi
við mjaltir má auðveldlega nálgast
Aukin afköst við mjaltir
El Nino í kortunum
Veðurfræðingar Alþjóða veður-
fræðistofnunarinnar (WNO) segja
mögulegt að aðstæður fyrir veður-
fyrirbærið El Nino myndist seinna
á árinu.
Árin 2015 og 2016 olli einstak-
lega öflugur El Nino því að meðalhiti
jarðar hækkaði sem aldrei fyrr og í
kjölfarið þurrkar og uppskerubrestur
víða um heim.
Fram til þessa hafa liðið að
minnsta kosti tvö til sjö ár á milli El
Nino og lofthiti lækkað milli upp-
sveiflna.
El Nino er heiti yfir það þegar
breytingar verða á staðvindum í
Kyrrahafinu sem valda óvenju-
háum sjávarhita við miðbaug. Við
El Nino ár, þá minnkar úrkoman í
Indónesíu og Ástralíu, á sama tíma
og úrkoma eykst í Suður-Ameríku
og hluta Bandaríkjanna. Á spænsku
þýðir El Nino drengur og vísar til
Jesúbarnsins í jötunni.
Lofthiti jarðar mælist alltaf hár
á El Nino-árum og með aukningu
lofthita vegna gróðurhúsalofttegunda
er líklegt að enn eitt hitastig jarðar
verði slegið fljótlega.
Samkvæmt WNO eru líkur á
myndun El Nino í lok árs um 40%.
/VH
Hvernig almannaréttur kom til
Í dal einum á Austurlandi voru
þrír bæir í byggð um árið 1250.
Þar innst í dalnum bjuggu hjón-
in Benóní Hallfreðsson og kona
hans, Styrgerður Högnadóttir, en
þau áttu tvo syni, þá Högna og
Hallfreð.
Um miðjan dalinn bjó svo bróð-
ir Benónís, hann Guðfreður, með
konu sinni, Guðmundínu, og áttu
þau tvö börn, stúlkur, eldri stúlk-
an hét Gunnhildur og sú yngri hét
Þórhildur.
Eitthvað hafði kastast í kekki á
milli þeirra bræðra og var mjög stirt
á milli þeirra og neitaði Guðfreður
bróður sínum og hans fjölskyldu að
fara um landið sitt, hvort sem var
ríðandi eða gangandi.
Eins og allir vita þá afmarkast
eignarhluti jarða víðast hvar við
hæðstu eggjar, þar sem vötnum hallar
niður í dali. Í þessum dal voru fjöllin
klettótt og mjög há, enginn komst
yfir nema fuglinn fljúgandi.
Neðst í dalnum bjuggu svo
heiðurshjónin þau Hrafnkell
Indriðason og kona hans Úndína
Jósepsdóttir, ættuð einhvers staðar
frá Vestfjörðum. Þau áttu þrjú börn,
strák sem snemma fluttist að heiman
og var kallaður Einsi sterki, og svo
tvær stúlkur sem þóttu einstak-
lega myndarlegar og duglegar við
bústörfin, sú eldri hét Áslaug og
yngri stúlkan Soffía.
Synir Benónís frá Innstabæ
þekktu systurnar frá Fremstabæ,
dætur Hrafnkels, hafði eldri strák-
urinn Högni, fellt hugi til Áslaugar
og hugðist biðja um hönd hennar.
En það var ljón í veginum, föð-
urbróðir hans neitaði honum för yfir
landið og þar við sat. Högni gat ekki
á sér heilum tekið enda ástsjúkur
mjög.
Tveimur árum seinna eignaðist
hann barn með frænku sinni, henni
Gunnhildi, og fæddist barnið með
einhverja þroskahömlun sem ekki
er skýrð nánar.
Upp úr þessu fóru menn að tala
um að ekki mætti hindra för yfir
land í ákveðnum erindagjörðum,
þó var þetta ekki sett inn í Grágás
eða Jónsbók heldur lifði þetta meðal
munnmæla í sveitum landsins.
Þá var ekki talað um akvegi,
heldur þjóðbraut, ef hún var þá
fyrir hendi, og þótti þetta vera fram-
faraspor, enda gengu menn vel um
annarra land og eignuðust börn og
buru með alls óskyldum aðilum, í
allflestum tilfellum.
Erindi fólks á þessum tíma var
auðvitað margvíslegt, sumir á leið
til vinnumensku aðrir með sendingu
yfir í næsta eða þarnæsta fjörð, sækja
vistir, lækna, ljósmæður eða lyf.
Í dag er búið að snúa þessu til
verri vegar og gengið er út frá því
að allir, hvort sem þeir eru akandi,
ríðandi eða gangandi, með stóra hópa
og jafnvel rútur fullar af útlendum
ferðamönnum, geti valsað um án
þess að landeigandi eða nokkur
annar, geti eitthvað stjórnað förinni.
Ekki er hægt að skýla sér á bak
við ferðafrelsi og vitna í gömul lög
í því skyni.
Vafi leikur enn á því að þessi
almannaréttur sé, eða hafi verið í
lögunum áður (Grágás eða Jónsbók),
eingöngu var talað um fótgang-
andi eða ríðandi umferð, ekki datt
nokkrum manni í hug að það væri
ekið um á risastórum jeppum eða
rútum og hvað þá með útlendinga
í atvinnuskyni og þá fyrir gjald, og
ekki í neinum erindagjörðum, bara
að skoða land í eigu einhvers annars.
Þú átt ekkert erindi ef þú ert bara
að skoða.
Jón Pétursson
UTAN ÚR HEIMI Á FAGLEGUM NÓTUM
Sjálfvirkir aftakarar fyrir mjaltatæki hafa nú verið til í hálfa öld og fást í dag ótal mismunandi útfærslur af þessum
mikilvæga þarfa þjóni kúabænda.
sem valda óvenjuháum sjávarhita við miðbaug.
LESENDABÁS