Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017
rétta stillingu á kerfissoginu. Til
þess að ná að mjólka kýrnar hratt
þarf kerfissogið að vera eins hátt og
hægt er, án þess að það valdi skaða
á spenaendum.
Sé soghæðin í mjaltakrossinum á
bilinu 32-40 kPa ætti að vera tryggt
að kerfissoghæðin sé ekki of há.
Sé um mjög afurðahátt bú að ræða
myndi ég skoða alvarlega að fara
upp í 42 kPa í mjaltakrossi við mjalt-
ir þegar hámarksflæði á sér stað.
Athuga þarf hér sérstaklega að um
soghæð í mjaltakrossi er að ræða eða
sk. spenaendasog við mesta flæði
mjólkur frá spenunum. Þetta má
mæla með þar til gerðum sogmælum
við mjaltir og er í raun einfalt mál
að framkvæma með réttum tækjum.
Sogskiptastillingar
Sogskiptastillingar hafa verið heldur
fastar undanfarna áratugi og flest
mjaltatæki slá 60 slög á mínútu þ.e.
spenagúmmíið opnast og lokast einu
sinni á sekúndu. Þá þekkja margir
kúabændur sog-skiptahlutföllin
60:40 eða 65:35 en fyrri talan þýðir
einfaldlega hlutfallslega lengd þess
ferlis við hreyfingu á spenagúmmíi
er það opnast og er opið og mjólkar
kúna og aftari talan þýðir hlut-
fallslega lengd þess ferlis þegar
spenagúmmí lokast og er lokað og
hvílir þar með spenann.
Undanfarin ár hefur í auknum
mæli verið horft til þessara hlutfalla
og eru nú til sogskiptar sem mjólka
af enn meiri krafti, þ.e. er með 70:30
og jafnvel 72:28 sem þýðir að spen-
inn fær afar litla hvíld á hverri sek-
úndu þegar mjaltatækin eru á. Þetta
getur kallað á verri spenaenda og
þar með hættu á sýkingum en það
þarf þó ekki að vera og á það sér í
lagi við um bú þar sem kýrnar eru
fljótmjólka, þ.e. með hátt meðalflæði
mjólkur.
Hvað er til ráða með
rörmjaltakerfi?
Það er hægt að bæta afköst við
mjaltir með afar ólíkum hætti og
er þar með vísað í það sem hér
að ofan stendur, þ.e. stundum
vilja bændur stytta mjaltatímann
sjálfan en stundum að nýta hvert
mjaltatæki betur. Í hefðbundnum
básafjósum með rörmjaltakerfi er
líklega langskilvirkasta aðferðin
við að bæta afköst við mjaltir að
setja upp brautarkerfi og að vera
með sjálfvirka aftakara. Sé þetta
gert sýnir reynslan að oftast getur
sami aðili fjölgað þeim mjaltatækj-
um sem hann sinnti áður í sama
básafjósi og auk þess styttist mjalta-
tíminn að jafnaði heldur, þar sem
tækin hanga síður á kúm sem eru
orðnar tómar. Þannig getur sami
aðili komist yfir að mjólka fleiri
kýr og þar með aukið afköstin. Með
því að nota jafnframt ríkulega af
undirburði og klippa júgurhár og
hala má halda kúnum hreinni og
þar með tekur vinnan við þrif fyrir
mjaltir styttri tíma og eykur enn
frekar afköstin. Nefna má hér sem
dæmi að í tvístæðu dönsku básafjósi
með 180 kúm tekur það hjónin á
bænum rétt um 2 tíma á morgnana
að mjólka allar kýrnar enda eru þar
öll framangreind atriði í hávegum
höfð og fyrir vikið getur hvort
þeirra sinnt 8 mjaltatækjum í einu!
Hvað er til ráða með mjaltabás?
Séu kýrnar mjólkaðar í mjaltabás
er oft um ótal möguleika að ræða
til þess að auka afköstin. Fyrst og
fremst þarf að tryggja að kýrnar
vilji fara inn og út úr básnum en
þar geta haft áhrif atriði eins og
gólfgerð, innréttingar og lýsing
svo dæmi sé tekið. Þegar kýrnar eru
svo komnar til mjalta þarf að vera
fljótlegt að þvo þær og því þarf, rétt
eins og í básafjósinu, bæði að vera
með nægan undirburð en einnig að
vera með innréttingarnar rétt stilltar.
Þannig að kýrnar liggi rétt í legu-
básunum og séu ekki að óhreinka
sig. Það þarf sérstaklega að horfa til
örvunar spenaendanna við þvottinn
og að gefa sér nægan tíma til að
mjaltavakinn nái að vinna sitt verk,
þá ganga mjaltirnar hraðar fyrir sig.
Að vera með góða slöngustýr-
ingu er lykilatriði svo tækin hangi
rétt undir kúnni og að mjólkin
flæði hratt frá rúmmálsmiklum
mjaltakrossinum og niður í mjólk-
urlögnina og enn skal nefnt að
sjálfvirkir aftakarar eru auðvitað
sjálfsagðir. Að síðustu má benda á
að jafnvel þó svo að mjaltabásarnir
séu ekki mjög stórir þá er hægt að fá
þá með svokölluðum hraðútgangi,
þ.e. að þegar síðasta kýrin hefur
verið mjólkur þá opnast öll langhlið
bássins og kýrnar ganga samtímis
út. Þetta sparar verulegan tíma og
er þessi búnaður til fyrir allt niður í
fjögurra kúa mjaltabása.
Hvað er til ráða með
mjaltaþjóna?
Hér gilda sömu reglur og áður
hafa verið nefndar hvað varðar
spenagúmmí, soghæð og sog-
skiptastillingar. Þá þurfa inngangar
og útgangar að vera greiðfærir og
gjarnan í sama plani og gólf fjóssins,
svo ekki sé um uppstig að ræða inn
í mjaltaklefann sjálfan. Góð lýsing
inni í básnum hefur virkað vel á
kýrnar og dregið þær hraðar inn til
mjalta. Þá bjóða flest mjaltaþjóna-
merki nú orðið upp á enn meiri
tækni við stýringu á mjöltunum en
hægt er að fá, í dag a.m.k., þar sem
kýr eru mjólkaðar með hefðbundn-
um mjaltatækjum.
Hér má t.d. nefna lausnir eins og
„Smart pulsering“ sem kalla mætti
snjalla sogskiptastillingu en það
kerfi snýst um að finna rétt sog-
skiptahlutfall fyrir viðkomandi kú,
en það getur verið breytilegt á milli
kúa hvað hentar þeim best. Sjálfvirk
og flæðisstýrð hækkun á kerfissogi
er einnig þekkt, enda ræðst soghæð
kerfisins af því hve mikið álag er á
spenaenda við mjaltir.
Þegar mest flæði mjólkur er frá
spenaendanum er auðveldlega hægt
að hækka kerfissogið án vandkvæða
og geta mjaltaþjónarnir leikið sér
að því að gera þetta, nokkuð sem
ekki er hægt í dag að gera t.d. í
mjaltabás en unnið er að lausn á
því máli! Einnig má nefna stillingar-
möguleika eins og að taka af síðasta
spena áður en hann er tæmdur og
getur mjaltaþjónninn þar með flýtt
mjöltum nokkuð í stað þess að bíða
eftir að síðasti speninn klárast.
Hér að framan hafa verið talin
upp nokkur atriði sem hafa má í
huga sé áhugi á því að auka afköstin
við mjaltir með einum eða öðrum
hætti og er um að gera að nýta sér
þá þekkingu og þær tæknilausnir
sem til eru í dag til þess að auka
afköstin eins og hægt er.
Hefðbundnar mjaltir eiga ekki
og þurfa ekki að vera tíma- eða
vinnufrekar sé rétt staðið að málum.
Þá ætti alltaf að horfa til þess að ná
sem mestu út úr hverjum mjalta-
þjóni, enda bæði fastur og breyti-
legur kostnaður þess tækis slíkur
að það hlýtur að vera allra hagur
af því að lagðir séu inn sem flestir
lítrar og mögulegt er frá hverjum
mjaltaþjóni.
Snorri Sigurðsson
sns@seges.dk
Sviðsstjóri mjólkurgæðasviðs
Dýralækninga- og gæðadeild
SEGES í Danmörku
Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir
umsóknum um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í
garðyrkju samkvæmt reglugerð um almennan stuðning við
landbúnað nr. 1240/2016.
Styrkhæf eru ráðgjafarverkefni, kynningarverkefni, rannsókna-
eða tilraunaverkefni, vöruþróunarverkefni og endurmenntun-
arverkefni. Sjá nánar inn á heimasíðu sjóðsins www.fl.is, undir
þróunarfé / verklagsreglur fagráðs í garðyrkju.
Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem við á:
- Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins, þ.m.t rökstuðn-
ingur fyrir því hvernig það fellur að þeim markmiðum sem
tilgreind eru hér að ofan og hvernig það gagnast viðkomandi
búgrein að öðru leyti.
- Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu
- Tímaáætlun verkefnisins
- Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild.
- Hvar og hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar
Umsóknafrestur er til 1. apríl n.k
Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á
www. fl.is/þróunarfé
Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er
að finna
Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnað-
arins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: umsókn um
þróunarfé.
Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins; thorhildur@fl.is
Styrkir til rannsókna
og þróunarverkefna
í garðyrkju
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Hvanneyri – 311 Borgarnes
Sími 430-4300
Aukahlutir fyrir fjórhjól
Mikið úrval aukahluta fyrir flestar tegundir fjórhjóla
Farangurskassi aftan
Kr. 75.000,-
Byssutaska fóðruð
Kr. 38.083,-
Áhaldafesting par
Kr. 14.269,-
Kassi framan
Kr. 59.900,-
Brettistaska
Kr. 9.869,-
Hjálmar og lambhúshettur
Frá kr. 25.540,-
Álkassi
Kr. 78.393,-
Kassi aftan m/hlera
Kr. 78.632,-
Plastkassi aftan
Kr. 27.015,-
Skyggni
Kr. 39.900,-
Farangursnet
Kr. 4.720,-
Hlífðargleraugu
Kr. 5.930,-
Farangurskassi framan
Kr. 43.900,-
Farangurskassi framan
Kr. 43.900,-
Fjórhjóla sliskjur
Kr. 48.900,-
Nýrnabelti
Kr. 7.990,-
Frá kr. 2.990,-
Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is