Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017
Það er krefjandi að vera bóndi.
Aðstæður eru síbreytilegar og
ákvarðanir gærdagsins þarf að
endurskoða út frá nýjum forsend-
um í dag. Þetta á ekki síður við um
áburðaráætlanir og áburðarkaup.
Hvaða áburðarþarfir á ég að miða
við? Hvaða áburður uppfyllir mínar
kröfur? Skipta áburðargæðin máli?
Hver býður hagstæðustu kjörin?
Endanleg ákvörðun er tekin út frá
samspili fjölmargra þátta en mark-
miðið er auðvitað að tryggja gæði
uppskeru og lágmarka kostnað. Það
má ná fram miklum sparnaði með
því að nýta sem best búfjáráburð.
Ein leiðin til þess er að taka sýni og
greina efnainnihald búfjáráburðar.
Dreifing búfjáráburðar getur
verið vandasöm. Tæknilega er
erfitt að ná jafnri dreifingu og ekki
síður getur verið krefjandi að hitta
á besta dreifingartímann. Þá getur
verið mikill munur á efnamagni og
þurrefni búfjáráburðar milli búa og
innan bús t.d. ef illa gengur að hræra
upp í hauggeymslu.
Algengt er að við notum töflugildi
til þess að ákvarða áburðargildi
búfjáráburðar. Þau gildi eru fundin
út frá niðurstöðum efnagreininga á
búfjáráburði. Leiðbeinandi gildi fyrir
nýtanlegt köfnunarefni í kúamykju
(7,4 % þe.) er 2,1 kg NH4 N/tonn.
Hins vegar er mikill breytileiki í
áburðargildi milli búa sem skýrist
einkum af mismunandi efnahlutföll-
um í fóðri og meðhöndlun búfjár-
áburðar.
Taflan hér fyrir neðan er sett fram
með það að markmiði að sýna fram
á þann mikla breytileika sem getur
verið í áburðargildi búfjáráburðar
eftir efnainnhaldi og þurrefni. Þessi
breytileiki getur verið vegna mis-
munandi efnainnihalds en hann getur
líka verið vegna meðhöndlunar t.d.
dreifingartíma.
Ef borin eru á 20 t af mykju með
7% þurrefni þá má gera ráð fyrir að
það skili 42 kg N/ha. Ef hins vegar
horft er til hæstu og lægstu gildanna
sem taflan sýnir má gera ráð fyrir að
mykjan skili á bilinu 22 - 62 kg N/
ha. Notkun á töflugildum getur því
auðveldlega leitt til of eða vanmats
á köfnunarefni sem nemur 15-20
kg/ha.
Jafnframt má velta því fyrir sér
hvað búfjáráburðurinn getur skilað
af næringarefnum eftir því hvort nýt-
ingin er góð eða slæm. Gefum okkur
að þegar dreift er utan hefðbundins
tíma sé nýtingin aðeins 1,1 kg NH4
N / tonn og þegar dreift er á kjörtíma
sé nýtingin 3,1 kg NH4 N / tonn.
Þetta eru auðvitað áætlaðar tölur en
geta verið lýsandi fyrir þær aðstæður
sem upp geta komið. Ef borin eru á
20 tonn af mykju með 7% þurrefni
þá getur munað allt að 30-40 kg N/
ha í nýtingu búfjáráburðar.
Það má bæta verulega nákvæmni
við áburðargjöf með því að láta mæla
þurrefni og efnainnhald búfjáráburð-
ar. Hér hefur aðeins verið rætt um
hlut köfnunarefnisins en önnur nær-
ingarefni skipta hér líka máli og gefa
sömu möguleika til sparnaðar.
Vel unnin áburðaráætlun tekur
mið af áburðarþörfum sem byggja
á rannsóknum og reynslu, þar sem
jafnframt er stuðst er við niðurstöður
hey- og jarðvegssýna. Búfjáráburði
þarf að dreifa á þeim tíma sem nýt-
ingin verður sem best. Greining
á efnamagni búfjáráburðar kostar
11.000–12.000 og er ódýr leið til að
tryggja hámarks nýtingu áburðarefna
sem tryggir gæði og hagkvæmni við
fóðuröflun.
Unnsteinn Snorri Snorrason,
bútækniráðgjafi
Höfundur er umboðsmaður
fyrir Yara áburð.
Fjölgun hreindýra og myndun
hreindýrahjarða er víst eitthvað
sem ekki er mikið í umræðunni
nema þegar ekið er á dýr á hring-
veginum og þá ekkert reynt að
fara fram á „aðgerðir“.
Einn af þeim blettum sem
verulega vont væri að fá þess-
ar skepnur á er Stöðvarfjörður
og tilraunir til að hafa þar áhrif á
ganga dræmt. Sveitarstjórn vísar
á Umhverfisstofnun og mér hefur
skilist að nú á dögunum hafi verið
reynt að spyrjast fyrir hjá stofnun-
inni og fyrirspyrjanda verið vísað
á „dýralækni“, sjálfstætt starfandi
dýralækni meira að segja.
Alvarlegt mál
Nú skal ég játa að ég hef ekki verið
duglegur við að fylgja málinu eftir;
taldi líka að það væri sveitarfélags-
ins að standa í samskiptum við ríkið,
Umhverfisstofnun, hvað þessa hluti
varðar. Ég á heldur engra beinna
fjárhagslegra hagsmuna að gæta.
En nú er málið orðið alvarlegt
og tíminn naumur til að koma í veg
fyrir skemmdir sem rugla þróun sem
búin er að vera í gangi í allnokkurn
tíma.
Hér er fjárlaust svæði og búið að
vera í nokkur ár.
Hér er með merkilegri blettum
á landinu með blæösp. Hér eru
blettir með rauðberjalyngi sem eru
forvitnilegir til samanburðar við
sams konar bletti þar sem er beitt.
Það er vel skiljanlegt að ekki
séu til fjármunir til að sinna öllum
forvitnilegum hlutum en það er vont
ef ekki er einu sinni til tími til að
taka ákvarðanir um að valda ekki
spjöllum á hlutum sem einhvern tíma
verður vonandi hægt að skoða.
Mér líður svolítið eins og ég held
að indíánum líði á Standing Rock-
verndarsvæðinu í Dakota þessi miss-
erin þó ég viðurkenni að „dramatík-
in“ sé þar meiri.
Fyrsta náttúruverndarsvæðið
Stöðvarfjörður er fyrsta náttúru-
verndarsvæði landsins, allar götur frá
landnámi þegar Þórhaddur bannaði
hér dráp nema á búfé. Já, merki-
legt að það skuli ekki eitthvað af
þessum síblaðrandi náttúrufríkum
hafa endurvakið þetta Þórhaddar
nafn. Síðan þessi heiðni lubbi kom
sér hér fyrir hefur eiginlega ekkert
verið talað um ábúendur. Ef maður
leitar í annálum finnst bara ein frétt,
í Skarðsárannál 1517 af Önnu sem
„tók barnssótt um Mikaelsmessu, og
síðan lá hún með þeirri sótt fram á
föstu, og þá gróf hol á hennar kvið
fyrir ofan naflann, og kom þar út
handleggsbein barnsins holdlaust,
og skammt þar eptir gróf þar nærri
annað gat, og kom þar út hausskelj-
arbeinið, og voru þar úttekin öll lík-
amleg bein barnsins, en síðan greri
konan innan lítils tíma.“
Henderson Biblíusali
Hér grær sem sagt allt og líka gróð-
urinn nema þegar sendir eru garð-
yrkjufræðingar frá Reyðarfirði til að
sulla hormónum yfir hann.
Hingað hafa heldur ekki komið
neinir af öllum þeim sem stungið
hafa niður penna til að mæra eða níða
landið, ekki einu sinni Henderson
Biblíusali lét sjá sig. Ólafur Ólavíus
kom þó 1776 að skrifa landshaga-
skýrslu fyrir hans hátign Kristján 7.
Það kemur ekki á óvart að hér búa
menn með fé og Olli finnur geisla-
steina og fjörðurinn sem hann segir
lítt gróinn vegna austanáttar fær 10
línur. Sem sagt bull.
Friðsæl örnefni
Stöðvarfjörður er einmitt gróinn og
það vegna þess helst að hér gætir
ekki norðanáttar, hún klofnar fyrir
innan fjarðarbotninn og fer út firðina
beggja vegna. Sú er líka skýringin
á lítilli mengun frá eldgosum.
Auðvitað erum við svo utan skjálfta
og gossvæða. Hér eru heldur ekki
skriðuföll og ekki snjóflóð. Meira
að segja örnefnin okkar eru frið-
sældin sjálf. Hér eru engir aftöku-
staðir. Við eigum ekki svo mikið sem
Þrætutungu. Hér hefur heldur ekki
verið dreift ókeypis Mogga. Nei, ég
held að það teljist algert lúxusvanda-
mál að eiga hvassa sunnanátt fyrir
versta náttúrulega óvininn.
Hreindýr þrengja að
Nú er ég búinn að senda
Umhverfisstofnun tölvupóst að
biðja hana að sjá um, eða, fyrir
þessum hreindýrum sem eru farin
að þrengja að svæðinu sem auðvitað
er ekki verndarsvæði þótt hægt sé að
rekja aðgerðir „alríkisstjórnarinnar“
gegnum tíðina.
Kýrnar fóru vegna fjarlægðar
frá mjólkurstöð, ekki mátti lengur
höndla með ógerilsneydda mjólk.
Ærnar fóru fyrir riðu og ákvarðana
um að skera niður. Að veiða fugl fór
að kosta peninga. Sennilega kostar
líka að veiða rauðmaga. Við erum
heldur ekki lengur með „próf“ til að
gera út. Og nú eiga hreindýr að fá
að spilla skógrækt og öðrum gróðri.
Það skiptir verulegu máli fyrir
gróður þessa einstaka bletts sem
Stöðvarfjörður er að þar verði ekki
til bítandi hjörð og þessir hlutir
gerast hratt þegar þeir eru komnir
af stað. Það er þess vegna von mín
að Umhverfisstofnun geti tekið
ákvarðanir um sínar skepnur í og
við Stöðvarfjörð, „núna“. Það er líka
ljóst að ef ekki er gert eitthvað strax
en málin mögulega afgreidd sem
hingað til, eru fjölmiðlar og samfé-
lagsmiðlar víst það sem tekur við.
Hrafn Baldursson,
Rjóðri Stöðvarfirði.
LESENDABÁS
Hreindýr í Stöðvarfirði
Stöðvarfjörður er fyrsta náttúruverndarsvæði landsins, allar götur frá landnámi þegar Þórhaddur bannaði hér dráp
nema á búfé. Mynd / HKr.
Hreindýrahjörð á Austurlandi.
Reiknar þú með búfjáráburði?
Keðjur og keðjuefni frá Gunnebo í Svíþjóð. Hér er um að ræða gæða vöru
á samkeppnishæfu verði, ýmsar stærðir til.
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is