Bændablaðið - 22.06.2017, Side 14

Bændablaðið - 22.06.2017, Side 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Arfleifð Árneshrepps – næstu skref og framtíðin – Málþing í Félagsheimilinu í Trékyllisvík Helgina 24. til 25. júní næstkomandi verður efnt til málþings um framtíð Árneshrepps í tilefni af áformum um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Málþingið stendur frá kl. 13 - 18 laugardaginn 24. júní og frá kl. 12.30 - 16 sunnudaginn 25. júní, í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Markmið málþingsins er að skapa rými til opinnar og faglegrar umræðu um virkjunaráform á svæðinu. Skipulagshópur málþingsins, sem samanstendur af íbúum og velunnurum Árneshrepps, telur að þær forsendur sem lágu til grundvallar samþykktar Hvalárvirkjunar í aðalskipulagi Árneshrepps árið 2014 kalli á endurskoðun þar sem margt hafi breyst. Því sé nauðsynlegt að efna til gagngerrar og víðsýnnar umræðu og skoða betur þá kosti eða galla sem virkjun hefur í för með sér fyrir Árneshrepp, samfélagið og framtíðarmöguleika svæðisins. Takmörkuð opinber og lýðræðisleg umræða hefur farið fram um málið og telur skipulagshópurinn nauðsynlegt að slík umræða fari fram áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar í sveitarstjórn Árneshrepps. Nú liggur fyrir beiðni orkufyrirtækisins Vesturverks til sveitastjórnar um samþykkt rannsóknarleyfis. Slíkar rannsóknir hafa talsvert jarðrask í för með sér og er því nauðsynlegt að víðtæk umræða með aðkomu sem flestra aðila fari fram áður en slíkar ákvarðanir verða teknar. Það er von skipulagshópsins að velunnarar Árneshrepps og aðrir sem láta sig framtíð svæðisins varða sjái sér fært að sækja málþingið. Vesturverki, Fjórðungssambandi Vestfjarða, Orkubúi Vestfjarða, Byggðastofnun, hreppsnefndar- mönnum í Árneshreppi, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Landsneti, Skipulagsstofnun og Landvernd hefur verið boðin þátttaka. Þá geta einstaklingar óskað eftir að skrá sig á mælendaskrá á netfangið: arneshreppurogframtidin@gmail. com. Meðal ræðumanna má nefna fjalldalabónda, bókmenntafræðing og rithöfund, æðarbónda, þjóð- menningar bónda, íslenskufræðing og þjóðfræðinga. Rætt verður um hugmyndir um menningarþjóðgarð, Jón lærði mætir, guð hins smáa fær pláss, og rætt verður um náttúrusýn, tilfinningar, álagabletti, galdra og annað sem tengist menningararfleifð og náttúrugæðum staðarins. Þá verða umræður um vægi þingsályktunar frá 2003 um verndun búsetu- og menningarlandslags. Landsmót S.Í.H.U. verður haldið á Ísafirði dagana 29. júní til 2. júlí nk. Það er Harmonikufélag Vestfjarða sem sér um mótið að þessu sinni í samvinnu við S.Í.H.U. en landsmót hefur ekki verið haldið á Ísafirði síðan árið 2002. Karitas Pálsdóttir, formaður Harmonikufélags Vestfjarða, segir að undirbúningur hafi gengið vel og vonast sé til að mótið heppnist eins vel og árið 2002, en það mót er mörgum í fersku minni. Landsmótið fer að mestu fram í íþróttahúsinu á Torfnesi þar sem spilarar hinna ýmsu harmonikufélaga munu flytja dagskrár sínar á föstudag og laugardag. Þar verða einnig aðaltónleikar gesta mótsins, en þeir eru að þessu sinni íslenskir ungliðar, sem stund- að hafa nám í Danmörku undanfar- ið ár. Þeir eru: Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson og Jónas Ásgeir Ásgeirsson og kalla þau sig íTríó Á fimmtudag og föstudag verða dansleikir og uppákomur í þremur samkomuhúsum á Ísafirði, Edinborgarhúsinu, Krúsinni og Húsinu, þar sem harmonikan verð- ur að sjálfsögðu í aðalhlutverki. Á þessum dansleikjum munu hljóm- sveitir aðildarfélaga S.Í.H.U. láta ljós sitt skína og ókeypis verður á þessa viðburði sem verða á vegum mótshaldara. Harmonikufélag Vestfjarða sendi nýlega frá sér bréf þar sem gerð var grein fyrir gistimöguleikum á svæðinu, en þar fyrir utan verður margvísleg aðstaða fyrir húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjöld víðs vegar í kaupstaðnum. Í tengslum við landsmótið verð- ur opnuð sýning í Safnahúsinu á Ísafirði þar sem sýnt verður úrval harmonika úr safni Ásgeirs Sigurðssonar, en hann hefur safn- að á þriðja hundrað harmonikum víðs vegar að af landinu og einnig erlendis frá. Ísafjarðarbær, sem sam- anstendur nú af hinum gamla Ísafirði og þorpunum fyrir vestan, Þingeyri, Flateyri og Suðureyri og Hornstrandafriðlandinu norð- an Ísafjarðardjúps, hefur upp á margt að bjóða. Bærinn er rótgró- inn menningarbær sem tekur vel á móti gestum sínum, hvort heldur íslenskum sem erlendum og til marks um aðdráttarafl bæjarins má benda á, að í sumar munu á annað hundrað skemmtiferðaskip heim- sækja Ísafjörð. Aðgangseyrir fyrir alla tónleika mótsins og hátíðar- dansleik á laugardagskvöld er kr. 10.000, en hægt verður að kaupa miða á einstaka tónleika. FRÉTTIR Harmonikuunnendur halda landsmót á Ísafirði – Stendur yfir frá 29. júní til 2. júlí 2017 Bifreið Mjólkurfélags Reykjavíkur, sem notuð var til þess að dreifa mjólkurvörum í verslanir í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar. Lífland fagnar 100 ára afmæli Á þessu ári fagnar Lífland 100 ára afmæli sínu en félagið tók til starfa árið 1917 og hét þá Mjólkurfélag Reykjavíkur. Félagið var stofnað af bændum í Reykjavík og nærsveitum til að annast vinnslu og dreifingu mjólkur í Reykjavík. Jafnframt því hóf félagið að útvega bændum rekstrarvörur til búskapar. Félagið byggði mjólkurstöð, sem upphaflega var til húsa við Lindargötu í Reykjavík. Í kjölfar lagasetningar um vinnslu og dreifingu mjólkur árið 1935, varð Mjólkursamsalan einráð um dreifingu og vinnslu mjólkur á höfuðborgarsvæðinu. Mjólkurfélag Reykjavíkur jók þá smám saman viðskipti með hvers konar rekstrarvörur fyrir bændur, svo sem kjarnfóður, sem félagið hóf síðar framleiðslu á. Á starfstíma sínum hefur Mjólkurfélagið einnig stundað ýmsa aðra framleiðslu svo sem völsun á þakjárni, framleiðslu á gaddavír og vinkilstaurum svo eitthvað sé nefnt. Mjólkurfélag Reykjavíkur fékk nafnið Lífland 2005 Fyrirtækið hefur tekið breytingum í áranna rás en nafni þess var breytt í Lífland árið 2005. Verslanir Líflands eru nú orðnar fimm talsins og eru staðsettar í Reykjavík, Borgarnesi, Blönduósi, Akureyri og á Hvolsvelli. Í verslunum Líflands er mikið vöruúrval tengt landbúnaði, hestamennsku, ræktun og gæludýrum og lögð áhersla á að þjónusta viðskiptavini fyrirtækisins á sem bestan hátt. Rekur tvær verksmiðjur Lífland rekur tvær verksmiðjur. Á Grundartanga er fóðurverksmiðja fyrirtækisins, þar sem framleitt er kjarnfóður fyrir landbúnað. Í Korngörðum í Reykjavík er eina hveitimylla landsins, þar sem Lífland framleiðir Kornax hveiti. Í tilefni af þessum tímamótum ætlar Lífland að vera með afmæl- ishátíð í verslunum sínum úti um allt land laugardaginn 24. júní á milli kl. 12 og 15. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og afmælisköku ásamt skemmtun fyrir börnin. Allir eru velkomnir á þennan fögnuð og óska forsvarsmenn fyrirtækisins eftir að sjá sem flesta. Rafbílahleðslustöðvar í allar nýbyggingar – Unnið að breytingum á byggingarreglugerð Ef af ætlunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins verður mun það vera skylda að gera ráð fyrir tengibúnaði fyrir hleðslu rafbíla í nýbyggingum og við endurbyggingu húsnæðis. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinnur nú að því að bæta við slíku bindandi ákvæði í byggingarreglugerð. „Mikil aukning hefur orðið í framboði og sölu rafbíla að undanförnu, en ónógir innviðir geta hamlað þessari þróun. Byggja þarf upp innviði fyrir rafbíla þannig að hægt sé að tryggja aðgengi sem flestra landsmanna að loftslagsvænum samgöngumáta,“ segir í fréttatilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Í byggingarreglugerð er ekki fjallað um hleðslu rafbíla en mikilvægt er að þar séu skilgreind markmið og grunnkröfur um slíka hleðslu. Almennt er þetta ekki vandamál við sérbýli en fjölbýlishús þarf hins vegar að hanna með væntanlega aflþörf í huga. Við eldri fjölbýlishús þarf í mörgum tilvikum að gæta að endurbótum til að gera hleðslu rafbíla mögulega. Þá er ljóst að hleðsla rafbíla við vinnustaði getur orðið lykilatriði í að tryggja almenna eign rafbíla. Mikilvægt er að gera ráð fyrir þessari þróun við hönnun mannvirkja. Með breytingunni verður mun einfaldara fyrir almenning að setja upp slíkan búnað því við hönnun bygginganna er búið að gera ráð fyrir honum. Með þessari breytingu verður auðvelduð sú þróun varðandi orkuskipti í samgöngum sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að verði á næstu árum.“ Drög að reglugerðarbreytingu verða til umsagnar á heimasíðu ráðuneytisins á næstunni. /ghp

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.