Bændablaðið - 22.06.2017, Page 18

Bændablaðið - 22.06.2017, Page 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Bólusetning í eitla gefur von um lausn á markaðsvanda: Þróar ónæmismeðferð gegn sumarexemi HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com „Um 1.300–1.400 hross eru árlega flutt út en ef sumarexem væri ekki vandamál má leiða að því líkur að þessi tala ætti að vera nær 2.000 hross. Það er nefnilega þannig að tíðni sumarexems hjá íslenskum hestum, sem fæddir eru t.d. í Evrópu og alast upp með smámýinu, flugunni sem veldur sumarexeminu, er í kringum 5%. Þetta gerir það að verkum að fólk telur öruggara út af sumarexem- inu að kaupa íslenska hesta sem fæddir eru erlendis en þá sem fæddir eru hérna heima,“ segir dr. Sigríður Jónsdóttir, sem lauk doktorsnámi í líf- og læknavís- indum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 26. maí sl. Doktorsverkefnið hennar miðaði að því að þróa ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hestum. Sumarexem er ofnæmi gegn biti smámýs og lýsir sér sem húðútbrot og kláði. Íslenskir hestar sem eru fluttir út á svæði þar sem smámý er í miklum mæli fá sumarexem í yfir 50% tilfella ef þeir eru ekki varðir fyrir flugunni, til dæmis með yfir- breiðslum. Heilt yfir er tíðni sum- arexems 26–34% hjá útfluttum íslenskum hestum. Þekking sem leggur grunn að meðferðum Verkefni Sigríðar var hluti af stærri rannsókn sem hefur staðið yfir frá árinu 2000. Þetta er samstarfsverk- efni milli Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og háskólans í Bern í Sviss. „Í upphafi var áherslan á sjúk- dóminn sjálfan þ.e., 1) hvaða ofnæmisvakar í smámýinu valda sumarexemi og 2) hver er ferill sjúkdómsins? Ofnæmisvakarnir eru prótein úr munnvatnskirtlum flugunnar og nú hafa sextán ofnæm- isvakar verið skilgreindir og fram- leiddir. Við vitum í dag að sumarex- em er ofnæmi gegn þessum vökum, hesturinn framleiðir svokölluð IgE mótefni gegn ofnæmisvökunum sem leiðir til þess að hesturinn fær útbrot með miklum kláða þegar hann er bitinn, sem geta orðið blæðandi sár,“ segir Sigríður. „Grundvöllurinn fyrir því að þróa meðferð gegn sumarexemi var að skilja sjúkdóminn betur. Með því að svara þessum tveimur spurningum sem ég minntist á hérna á undan var lagður grunnurinn að því að hægt væri að byrja þróun á meðferðum til að fyrirbyggja og/eða meðhöndla sumarexem,“ segir Sigríður. Niðurstöður rannsókna Sigríðar benda á tvö úrræði gegn sumarex- emi. Annars vegar fyrirbyggjandi meðferð með bólusetningu í eitla og hins vegar meðhöndlun um munn með byggi. Meðhöndlun um munn með byggi í prófun vestanhafs „Við þróun á meðhöndlun sem gæti læknað hesta af sumarexemi fórum við ekki hefðbundna leið. Við höfum verið í samvinnu við ORF Líftækni sem framleiðir prótein í byggi, nánar tiltekið í fræi byggsins. ORF Líftækni hefur framleitt bygg með ofnæmisvaka í fræinu. Fræin voru svo mulin og leyst upp í saltvökva og hestunum gefið þessi byggblanda um munn. Til að meðhöndla hesta um munn hönnuðum við mél sem hægt var að setja byggblönduna inn í. Með meðhöndlun um munn með byggi fengust vænlegar niðurstöður,“ segir Sigríður en nú þegar er farið að prófa þessa meðhöndlun á íslenskum hestum með sumarexem sem eru í eigu Cornell-háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum. Fyrirbyggjandi meðferð „Við þróun á fyrirbyggjandi meðferð notuðum við ofnæmisvaka og var þeim sprautað í eitla ásamt ónæmisglæðum þrisvar sinnum yfir 8 vikna tímabil. En ónæmisglæðar eru efni sem stýra og efla ónæmissvar. Við vildum reyna að stýra ónæmissvarinu frá ofnæmi þannig að þegar hestur er bitinn myndi hann ekki framleiða IgE mótefnin og þar af leiðandi ekki fá einkenni sumarexems. Vænlegar niðurstöður fengust þegar hestarnir voru sprautaðir í eitla með ofnæmisvökum í blöndu af ónæmisglæðum,“ segir Sigríður. Áskorunartilraun framundan Næstu skref í þessum rannsóknum felast í prófunum á fyrirbyggjandi bólusetningu á hrossum en sú tilraun fer í gang árið 2019 ef fjármagn fæst til rannsóknarinnar. „Í áskorunartilrauninni yrðu um tuttugu hestar bólusettir hérna heima og fluttir út ásamt tuttugu óbólusettum hestum. Þessir fjörutíu hestar þyrftu helst að vera á sama svæði svo samanburðurinn væri raunhæfur. Síðan þarf að fylgja þeim eftir í þrjú ár til að geta sagt til um árangur bólusetningarinnar, það er að segja hvort hestarnir séu varðir. Við erum því komin á mjög spennandi stað í þessum rannsóknum,“ segir Sigríður, sem mun færa sig um set og flytja til Sviss í lok mánaðarins og halda áfram að rannsaka sumarexem við háskólann í Bern. Doktorsverkefni Sigríðar miðaði að því að þróa ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hestum. Niðurstöður rannsókna hennar benda á tvö úrræði gegn sumarexemi. Annars vegar fyrirbyggjandi meðferð með bólusetningu í eitla og hins vegar meðhöndlun um munn með byggi. „Við þróun á fyrirbyggjandi meðferð notuðum við ofnæmisvaka og var þeim Sumarexem er ofnæmi gegn biti smámýs og lýsir sér sem húðútbrot og Sindri í Vík í Mýrdal: Líf og fjör Það er líf og fjör í Vík í Mýrdal þessa dagana þegar reiðskóli Hestamannafélagsins Sindra er starfræktur. Skólinn er starfræktur í júní hvert ár í vikutíma fyrir börn frá 6 ára og upp úr. Einnig er boðið upp á fullorðinshóp á kvöldin og er þetta mjög vel sótt. Í ár eru milli 30 og 40 krakkar og um 10 fullorðnir sem sækja reiðskólann. „Hestar eru fengnir að láni hjá félagsmönnum Sindra og hestaleig- um af svæðinu, sama á við um reið- tygi. Að þessu sinni eru leiðbein- endurnir 3 hressar stelpur sem sóttu reiðskólann á sínum yngri árum og eru núna komnar í leiðtogahlutverk- ið. Það eru þær Þuríður Inga, Ólöf Sigurlína og Sigríður Ingibjörg,“ segir Petra Kristín Kristinsdóttir hjá Sindra. Reiðskólanum lauk 17. júní með glæsilegri hestasýningu þegar krakkarnir léku listir sínar á hestunum fyrir foreldra og forráðamenn. /MHH Mjög góð þátttaka var í reiðskól- anum í Vík í Mýrdal. Mynd / Petra Kristín Kristinsdóttir Vanskil í skýrsluhaldi: 30.000 hrossa mismunur Samkvæmt opinberum hagtölum Búnaðarstofu Matvælastofnunar teljast hross landsmanna 67.186 talsins skv. haustskýrslum búfjáreigenda haustið 2016. Samkvæmt WorldFeng, sem er upprunaættbók íslenska hestsins og hjarðbók fyrir hross, eru skráð lifandi hross í landinu hins vegar 96.365 talsins. Allir eigendur búfjár skulu uppfæra upplýsingar í hjarðbók árlega skv. reglugerð um merkingar búfjár og sömuleiðis þurfa þeir að skila inn haustskýrslu árlega. Þessi mismunur á hrossafjölda, 29.179 hross, skapar þess vegna vandamál við hagtölusöfnun til að finna út sannanlegan fjölda hrossa í landinu. Ástæða mismunarins liggur að öllum líkindum í vanskráningu hrossaeigenda annars vegar í haustskýrslu og vanskráningu á afdrifum hrossa í WorldFeng hins vegar. Samkvæmt hag tö lum Matvælastofnunar í Bústofni eru t.d. skráð 700 hross í Reykjavík og 466 hross í Kópavogi. Skýringin getur legið í því að aðeins um 44% af búfjáreigendum á suðvesturhorninu skiluðu inn haustskýrslu í Bústofni. Samkvæmt skráningum WorldFengs eru hestaeigendur á Íslandi rúmlega 4.000 talsins. Aðeins tæp 400 þeirra hafa skilað skýrsluhaldi í hrossarækt í WorldFeng. /ghp

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.