Bændablaðið - 22.06.2017, Page 28

Bændablaðið - 22.06.2017, Page 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Elín Margrét Stefánsdóttir, bóndi í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit: Nauðsynlegt að meiri sátt ríki um landbúnaðinn – Vantar rödd kvenna inn í umræðuna – Þær hafa oft aðra sýn á málin og það er til hagsbóta ef sem flest sjónarmið koma fram „Konur mættu gjarnan hafa sig meira í frammi, það er því miður enn frekar ríkjandi að þær haldi sér til hlés og ræði málin við eldhúsborðið en til dæmis á opnum fundum. Þær eru í flestum tilvikum ekki eins ákafar og karlarnir að viðra sínar skoðanir. Má vera að þær séu viðkvæmar fyrir gagnrýni og að að þeim verði gert grín, en slíkt er því miður svolítið viðloðandi okkar atvinnugrein. Það er of ríkt í körlunum að þykjast hafa meira vit á málum og gefa í skyn að konur hafi ekki nægan skilning á landbúnaðarmálum. Að mínu mati vantar rödd kvenna inn í umræðuna, við þurfum að róa að því öllum árum að virkja konurnar. Þær hafa oft aðra sýn á málin og það er til hagsbóta ef sem flest sjónarmið koma fram,“ segir Elín Margrét Stefánsdóttir, bóndi í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit. Hún er þó bjartsýn fyrir hönd kvenna, yngri konurnar í hópnum láti sér fátt fyrir brjósti brenna og komi sínum skoðunum á framfæri til jafns við karlana. Elín hefur tekið virkan þátt í félagsmálum um árabil, hefur m.a. átt sæti í stjórn MS og Auðhumlu síðastliðin 5 ár og á sæti í endurskoðunarnefnd búvörusamninga sem skipuð var á liðnum vetri. Hún lét nýlega af störfum sem formaður Hestamannafélagins Funa í Eyjafjarðarsveit og hefur einnig um árabil gegnt stöðu gjaldkera í því félagi auk þess að vera í stjórn kvenfélagsins í sveitinni um 12 ára skeið. Með 70 kýr, kvígur og 20 hross Elín og eiginmaður hennar, Ævar Hreinsson, eru með 70 kýr og annan eins hóp af kvígum í uppeldi. Þá eiga þau um 20 hross, einkum sér til skemmtunar eins og hún orðar það, ríða út yfir veturinn og reyna að komast í að minnsta kosti eina góða hestaferð yfir sumarið. „Ég var aðeins að reyna að keppa í vetur sem leið, með misgóðum árangri, en hafði mjög gaman af. Við höfum líka verið að prófa okkur áfram með ræktun, fáum eitt til þrjú folöld á ári og flest okkar reiðhross eru úr okkar ræktun.“ Elín er uppalin í Laxárdal í Þistilfirði, þar sem foreldrar hennar, Hólmfríður Jóhannesdóttir og Stefán Eggertsson, ráku sauðfjárbú. Bróðir Elínar, Eggert Stefánsson hefur nú tekið við búinu. Þrjú af sjö börnum Hólmfríðar og Stefáns eru bændur. Elín stundaði nám við Bænda- skólann á Hvanneyri á sínum tíma og kynntist eiginmanni sínum, Ævari Hreinssyni frá Hríshóli í Eyjafjarðarsveit, þegar hún var þar í verknámi frá Hvanneyri. Saman eiga þau þrjú börn, Örn, nema við Verkmenntaskólann á Akureyri, Þór, sem starfar hjá véla- verktaka í Mývatnssveit og Evu, sem lokið hefur þremur bekkjum í Hrafnagilsskóla. Fyrir átti Elín son- inn Jóhann Jóhannesson, rafvirkja á Akureyri, en hann er í sjálfstæðum rekstri og er m.a. þjónustufulltrúi fyrir GEA mjaltaþjóna. Hvanneyri, Akureyri, Fellshlíð Að loknu námi á Hvanneyri hélt Elín norður og þau Ævar settust að á Akureyri. „Við bjuggum þar í nokkur ár, en sáum þessa jörð, Fellshlíð, auglýsta til sölu árið 2002 og keyptum hana það ár. Föðurbróðir Ævars hafði búið hér, en þessi jörð er samofin sögu fjölskyldu Ævars. Um miðja síðustu öld flutti amma Ævars austan úr Bárðardal með sínum börnum og settist hér að. Í þá daga hét jörðin Öxnafellskot, en nafninu var breytt í Fellshlíð. Hér var þá fátt um fína drætti, húsa- kynni hálfónýtir kofar og ekki einu sinni kominn vegur upp að bænum. Fjölskyldan var hins vegar dugleg og samhent og byggði á nokkrum árum upp hér og ræktaði. Tveir bræðranna, Hreinn og Jón Kristjánssynir, bjuggu hér félagsbúi í nokkur ár, eða þar til tengdapabbi flutti með sína fjölskyldu að Fjósakoti sem nú heitir Hríshóll.“ Gerðu endurbætur á þeim húsakosti sem fyrir var Elín segir að þau Ævar nýti í grunninn Elín og eiginmaður hennar, Ævar Hreinsson, eru með 70 kýr og annan eins hóp af kvígum í uppeldi. Þau hafa gert gagngerar endurbætur á fjósi, bæði með það í huga að bæta vinnuaðstöðu og ekki síður í ljósi þess að ný aðbúnaðarreglugerð var á þeim tíma sem framkvæmdir hófust að taka gildi. Myndir /MÞÞ og úr safni Fellshlíðarbænda Ævar Hreinsson og Elín Margrét Stefánsdóttir með börnum sínum, Erni, Þór og Evu, eftir að endurbætt fjós var tekið í notkun í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit undir lok síðasta árs.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.