Bændablaðið - 22.06.2017, Side 34

Bændablaðið - 22.06.2017, Side 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Kioti Tractors er fram- leiðsluheiti á dráttar vélum frá Daedong Industrial Co. Ltd., sem er með höfuðstöðvar í Daegu í Suður-Kóreu. Kioti mun vera nokkuð þekkt merki bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Daedong Industry eða Jin-ju, Kyungsangnamdo var stofnað árið 1947 og á því 70 ára afmæli á þessu ári. Fyrirtækið óx jafnt og þétt og hefur um árabil verið meðal leiðandi fyrirtækja í þjónustu við landbúnað á heims- vísu og selur framleiðslu sína í yfir 30 löndum. Það hóf framleiðslu á mótorum árið 1949. Fyrirtækið hefur hlot- ið fjölda viðurkenninga og verð- launa í gegnum tíðina og var m.a. valið einn af helstu stuðnings- aðilum vetrarólympíuleikanna í PyeongChang í Suður-Kóreu árið 2018. Kioti-merkið aðallega til útflutnings Auk dráttarvéla framleiðir Daedong ýmiss konar aukabún- að til notkunar í landbúnaði. Notar fyrirtækið Kioti-nafnið einkum á vélar sem framleiddar eru til útflutnings. Tækin bera einnig önnur heiti eins og Farm Tanakaya, Landix og Landpower. Hefur framleitt fyrir önnur fyrirtæki Daedong var um tíma í samstarfi við New Holland og umframleiðslu á Kioti Kubota. Þá hafa merki eins og Cub Cadet og Bob Cat verið framleidd hjá Deudong Kioti dráttarvélar eru framleiddar með allt að 110 hestafla mótorum (82 kW), en síðan allt niður í 24,5 hestöfl (18,2 kW), eða alls 43 mis- munandi gerðir. Flaggskipið er Kioti PX1153PC sem er 110 hestöfl. Fjöldi dótturfélaga Dótturfélög Daedong eru nokkur, en þau eru: Daedong Metals Co., Ltd., sem framleiðir grindur og burðarvirki í dráttarvélar og önnur ökutæki. Daedong Gear Co., Ltd. sérhæfir sig í drifbúnaði og skiptingum fyrir landbúnaðar- og iðnaðartæki sem og í skip og ýmislegt annað. Hankuk Chain Industrial Co. Ltd. framleiðir margvíslegar keðj- ur í færibönd lyftara og fleira. Daedong Training Center er með lúxusaðstöðu til að þjálfa umboðsmenn, starfsmenn og notendur búnaðar Daedong. Daedong-USA, Inc. er fram- leiðslu- og dreifingarfyrirtæki félagsins í Bandaríkjunum og er með höfðustöðvar í Wendell í Norður-Karolínu. Daedong KIOTI Europe er með aðsetur nærri Rotterdamhöfn í Hollandi. Það sér um þjónustu við yfir 500 dreifingaraðila í 30 Evrópulöndum. Daedong China er stað- sett í Anhui-héraði. Það var sett á fót 2007 og sérhæfir sig í framleiðslu á samstæðum, ekki síst fyrir hrísgrjónafram- leiðslu. Hefur það verið í örum vexti og er eitt af best þekktu vörumerkjunum í þessum geira í Kína. /HKr. Kioti – sléttuúlfurinn frá Suður-Kóreu Kranavatn hjá 15 milljónum manna í 27 ríkjum Bandaríkja- manna er mengað af eitruðum efnum sem einnig eru þekkt sem PFC og PFA. Þau eru m.a. talin geta valdið krabbameini, sjúkdómum í skjaldkirtli og veikingu á ónæmiskerfi manna. Þetta kemur m.a. fram í nýlegri tilkynningu EWG hópsins (The Environmental Working Group) sem er áhugamannasamtök um rannsóknir og aukna upplýsingagjöf um heilsusamlegra umhverfi fólks. Þau segja að neysla kranavatns í litlum mæli á þeim stöðum sem samtökin hafa kortlagt geti verið skaðleg fólki. „Það er merkilegt að ríkasta land heims geti ekki tryggt þegnum sínum öruggt drykkjarvatn sem hefur ekki langvarandi neikvæð áhrif á heilsu manna,“ segir Bill Walker, sem er ein þeirra sem stendur að tilkynn- ingunni. Hættuleg efni í matvælaumbúðum og á steikarpönnum PFC efni hafa þá eiginleika að vera vatnshrindandi og fráhrindandi efni og er þess vegna mikið notað við framleiðslu á margvíslegum vörum. Það er m.a að finna í frá- hrindandi húð á steikarpönnum, úti- vistarfatnaði, matvælaumbúðum og í eldvarnarkvoðu. Þessi efnasambönd eru útlistuð á ensku sem „PFASs, eða per- and polyfluoralkyl substances.“ Þá eru þau líka nefnd PFC sem stend- ur fyrir „perfluorinated chemicals“. Almenningur þekkir vel eiginleika þessara efna í húðuðum steikarpönnum sem hindra viðloðun. Einnig í vatnshrindandi efnum í útivistarfatnaði, í gólfteppum sem hrinda frá sér óhreinindum, í pokum utan um örbylgjupopp og í margvíslegum öðrum umbúðum utan um matvæli. Þessi efni er oft einnig að finna í húðsnyrtivörum og ýmsum öðrum vörum. Lítið gert til að upplýsa fólk um hættuna EWG samtökin og Northeastern University hafa kortlagt upplýs- ingar sem teknar eru úr opinberum gögnum um útbreiðslu EPA meng- unar frá verksmiðjum, herstöðvum flughersins, almennum flugvöll- um og æfingasvæðum slökkviliða. Þrátt fyrir gögn um aukinn fjölda tilvika sem sýna hættulega mengun af þessum toga, þá segja samtök- in að engar reglur hafi verið sett- ar um leyfilegt innihald þessara efna í drykkjarvatni. Þá séu 25 ár síðan Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (US EPA) hafi úrskurðað drykkjarvatn sem hættu- legt samkvæmt lögum um öryggi drykkjarvatns. Mest mengun frá her og iðnaði Samkvæmt kortlagningu EWG hefur PFA mengunin mælst mest frá sameiginlegri herstöð, landhers og flughers (Joint Base McGuire- Dix-Lakehurst ) nærri Trenton í New Jersey. Þar voru mæld 580.000 ppt gildi af PFA efnum í grunnvatni mælt (ppt = billjónustu hlutar í einingu). Í grunnvatni nærri stöðvum flughersins í Dover í Delawer mældust 270.000 einingar. Af 47 þekktum svæðum þar sem staðfest hefur verið PFA mengun eða grunur er um slíkt, eru 21 þeirra á vegum hersins og 20 eru iðnaðarsvæði. Þá eru 7 æfingasvæði slökkviliða. Á sumum svæðunum er um fjölþætta mengun eiturefna að ræða. Samkvæmt gögnum Sjúkdóma- varnarmiðstöðva Bandaríkjanna (Centers for Diescese Control and Preventation - CDC), þá hafa rannsóknir sýnt að nær allir íbúar landsins hafa eitthvað af PFC eða tengdum efnum í líkama sínum. Magn þess sem fannst í hóprannsókn á 2.094 einstaklingum sem gerð var á árunum 2003 til 2004 var þó ekki talið í þeim mæli að það hafi verið hættulegt viðkomandi fólki. Reyndar fundust fjögur afbrigði af PFC efnum í fólkinu, eða PFOS, PFOA, PFHxS og PFNA. Ekki kemur þó fram hvar hættumörkin liggja hvað varðar innihalda efnanna í blóði manna. /HKr. Efnamengað kranavatn hjá 15 milljónum Bandaríkjamanna – Efni sem m.a. eru notuð í matvælaumbúðir í hernaði og á steikarpönnur Grunnvatn í Bandaríkjunum er víða talið mengað af PFC efnum sem eru talin geta verið skaðleg heilsu manna. Mest Þaðan berst mengunin svo í grunnvatn. Þá innihalda margvíslegar matvælaumbúðir líka slík efni. UTAN ÚR HEIMI Svæði þar sem PFC efni hafa fundist í drykkjarvatni eru merkt með rauðu. Efnin eru m.a. notuð til að minnka Uppbygging PFC.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.