Bændablaðið - 22.06.2017, Side 36

Bændablaðið - 22.06.2017, Side 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Ohio er hluti af miðvesturríkj- um Bandaríkjanna og er land- búnaður ein af sjö meginstoðum atvinnu lífsins. Fylkið er með sér- stæða sögu ofsóttra trúarhópa, þýskra innflytjenda og meiri háttar þurrkun mýrlendis, en sömuleiðis samtíð sem reynir á íbúa. Höfuðstöðvar landbúnaðar- ráðuneytis Ohio (Ohio Farm Bureau) eru í Columbus, höf- uðborg 11,6 milljón íbúa Ohio- ríkis, sem árið 1803 varð 17 ríki Bandaríkjanna. Á einni af skrifstofum ráðu- neytisins má finna líflegan og þverpólitískan vettvang skoðana- skipta í kringum hringlaga skrif- borð þakið hljóðnemum, enda um útvarpsstöð ráðuneytisins að ræða. Talsmaður ráðuneytisins og reglu- legur þáttastjórnandi, Joe Cornelly, hjálpaði mér að fá yfirsýn yfir land- búnað ríkisins, þar á meðal land- fræðilega sýn. Umfangsmesta ræktun sojabauna, korns og hveitis til fóðureldis Í vesturhluta Ohio má finna umfangsmestu ræktun sojabauna, korns og hveitis til fóðureldis fyrir nálæga svína- og nautgriparækt, en austurhlutinn eru aflíðandi hlíðar, mjólkurbú og beitarlönd. Í norður- hluta ríkisins er vinnsla hlynssíróps útbreidd, en suðausturhlutinn, næst Appalasíufjöllum, hefur minnsta magn landbúnaðar sökum skorts á ræktarlandi. Sáning á sér stað frá miðjum mars syðst en milt loftslag ríkisins gerir miðjan apríl að raun- hæfum tíma til sáningar, sem að öllu jöfnu er lokið í júní. Þegar Ohio varð að ríki árið 1803 var ræktun mest við Ohio-ána, en á síðari hluta 19. aldar hófst þurrkun mýrlendis kennt við Miklu svörtu mýrina og skapaði eitt stærsta og gjöfulasta ræktarland ríkisins. Veður hefur alla tíð verið ein helsta ógn við bændur, en Joe segir aukna úrkomu vera merki um breytt veðurfar sem skapi bændum aukin vandræði og kalli á tryggingar til að mæta meiri háttar áföllum og tekjutapi. Annar áhrifavaldur er orku- verð, vegna áhrifa á verð á elds- neyti, áburði og skordýraeitri, en aukin jarðgasvinnsla í austurhluta ríkisins hefur lækkað orkukostn- að bænda. Þróun erfðabreyttra tegunda segir hann hafa leitt af sér aukna uppskeru, allt að fjórfalda, betri plöntur, en einnig mikla verð- hækkun á fræjum. Sömuleiðis hafði markaðsverð á korni áhrif á verð- lagningu ræktarlands, líkt og þegar ekra undir kornrækt fór úr 2000$ í 18.000$, en verðhrun fylgdi upp úr 1980. Offjárfestingar og tilheyr- andi lántaka átti þátt í að grisja úr röðum bænda en þeir betur settu gátu keypt ræktarlönd á brunaút- sölu. Síðustu 3–4 ár hafa einkennst af lækkandi verði og tæpri afkomu fyrir helstu afurðir, líkt og korn og soja, en hafði 6–8 ár fyrir það einkennst af háu verði sem gerði bændum betur kleift að standast núverandi niðursveiflu. Varðandi neikvæða umræðu um landbúnað byggð á hugmyndinni um völd stórfyrirtækja, segir hann tölurn- ar, í dag um 88% af býlum, sýna að ríkjandi rekstrarform í Ohio sé fjölskyldurekið býli, þótt vissulega geti slík býli verið stór. Eitt af mikilvægustu málefnum fyrir bændur er skattalegs eðlis og birtist í CAUV áætlun, sem miðar að því að skattleggja lönd bænda samkvæmt landbúnaðargildi í stað markaðsgildis. Afraksturinn er lægri skattbyrði og tilraun til að halda í landbúnaðarsvæði frammi fyrir þrýstingi húsnæðismarkaðar. Varðandi pólitíska afstöðu bænda í Ohio sagði hann þá sveifl- ast og ekki bundna við neinn flokk. Bændur ríkisins hafi ávallt verið fremur íhaldssamir, en ríkjandi stuðningur þeirra við Trump hafi verið afleiðing þess að bændum þóttu stefnur demókrata, heimssýn og gildi Hillary og Obama ekki hafa samræmast þeirra eigin. Þúsund milljarða króna landbúnaður Þótt raddir þeirra hafi ekki fundið víðan hljómgrunn utan miðvest- urríkjanna, eru efnahagsleg áhrif landbúnaðar ríkisins gríðarleg. Eitt af sjö störfum Ohio er undir land- búnaði komið, og verðmæti helstu afurða er mælt í milljörðum dollara, líkt og 1,2 milljarðar dollara eggja- iðnaður (120 milljarðar ísl. kr.), 2 milljarða dollara sojabaunaiðnaður, 1,9 milljarða dollara korniðnaður ásamt mjólk, nautgripum og svína- rækt, sem samanlagt skapa um 2,3 miljarða dollara. Landbúnaður ríkisins skilar meira en 10 miljörðum dollara til hagkerfisins, eða sem svarar um þúsund milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dollars í dag. Skýrt er að stefna ráðamanna ríkisins styður líka við bakið á einum mik- ilvægasta iðnaði þess. Auk þess má geta að Ohio er 27. stærsta efnahagssvæði heims með rúmlega 526 milljarða dollara verga landsframleiðslu árið 2015 (um 52,6 þúsund milljarðar íslenskra króna), samkvæmt tölum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF). Kemur ríkið þar næst á eftir olíuríkinu Sádi-Arabíu og var efnahagslega öflugra en Argentína. Hinar Miklu svörtu mýrar Á þungbúnum morgni í marsmánuði ók ég frá Columbus til norðvest- urs, eftir hraðbrautum framhjá úthverfum og stórverslunum, þar til ríkisvegur 31 leiddi mig í gegn- um hreinræktuð landbúnaðarhéröð hinna Miklu svörtu mýrlenda. Smábæir urðu smærri, bandarískum fánum og kirkjum fjölgaði, bílarnir voru stærri og misbrúnir akrar þöktu landslagið eins og bútasaumsteppi. Við endann á fáförnum vegslóða skammt frá Arlington í Hancock-sýslu, stendur 800 ekru býli Johns Motter, korn- og sojabaunabónda, sem situr í stjórn sojabaunaráðsins (Ohio Soybean Council), hagsmunasamtaka miðuð að rannsóknum og hagsmunagæslu ræktenda. Inni í vélahúsinu er 1987 árgerð af John Deer 4450 traktor ásamt búnaði sem John gerir kláran fyrir vorið, en á veturna má finna margan bóndann á kaffispjalli á matsölustöðum smábæja og kyrrlátt andrúmsloft ræður ríkjum. John rekur ættir sínar 13 kynslóðir aftur til Þýskalands og Sviss, er þriðja kynslóð bænda í sýslunni, en fyrir fimm kynslóðum yfirgaf langalangafi hans Amish- trúarhópinn. sem er enn fjölmennur í Hancock-sýslu. Amma Johns tók við býlinu þegar afi hans lést af mæðusótt og gekk í öll störf á fjölbreyttu býli, en faðir hans tók við eftir að hafa snúið heim úr seinni heimsstyrjöld. John hafði frá þriggja ára aldri ákveðið að feta í fótspor föður síns, sem lést á miðjum aldri í vinnuslysi á býlinu. Að loknu háskólanámi í búvísindum hóf John eigin búskap sem færðist frá svína- og nautgriparækt yfir í korn og sojabaunir, sem eru ein helsta uppskera í Ohio. Ræktun erfðabreyttra tegunda hefur farið vaxandi, sem hann telur til bóta, þó með mikilli hækkun á frækostnaði. Því fleiri eiginleika sem fræin hafa, því dýrari. Þannig borga bændur ekki aðeins fyrir aukna uppsprettu, heldur eiginleika sem eru vörn gegn mögulegri vá skordýra eða veðurskilyrða. Verð á sojabaunum og ræktarlandi byrjaði að falla fyrir 5 árum og leiddi til gjaldþrots margra bænda sem voru hátt skuldsettir vegna kaupa á dýru ræktarlandi. Afurðaverðið er enn lágt og segir hann hagnað bænda vera milli 1–2%, sem sé ósjálfbært til langs tíma og muni reynast ungum bændum erfiðast, þrátt fyrir aðgengi að sterku lánskerfi fyrir bændur (Farm Credit System). Það sé aukin notkun á sojabaunum í ýmsum iðnaði, þar á meðal bílsætum, en mesta magn sojabauna fer í fóður, bíodísil og matarolíu. Sojaolía hefur undanfarna áratugi glatað ríkjandi markaðsstöðu vegna kröfunnar um fituminni matarolíur, en með þróun erfðabreyttra tegunda sem innihalda mun lægra fituinnihald, er stefnt á að endurheimta fyrri stöðu. Tafir vegna reglugerða um erfðabreytt matvæli standa þó enn í vegi fyrir áætlanir bænda um víðtæka ræktun. Hins vegar segir hann tilvonandi byggingu stórrar sláturstöðvar í Michigan muni auka eftirspurn á sojabaunum í fóður og vaxandi eftirspurn á heimsmarkaði tengd aukinni kjötneyslu vaxandi millistéttar kallar á aukna fóðurþörf, og hefur afurðaverð farið hækkandi. Helstu vandamál bænda varðandi ræktun segir hann vegna aukinnar úrkomu og hita. Nú sé sáð fyrr, en bleyta geti seinkað uppskeru. Pressan á að sitja ekki auðum höndum meðan traktorar nágranna halda út á akra segir hann oft leiða til snemmbúinnar sáningar. Jarðvegurinn sé þungur og leirkenndur, upprunninn frá framburði ísaldarjökla, sem skapar þörf á að plægja. Darwin og Dúfan fræga Við endann á sojabaunaakri Johns Motter tekur við smár en þéttur skógur á landareign nágrannans. Svavar Jónatansson skrifar um Ohio sem er sjöunda stærsta efnahagssvæðið í Bandaríkjunum: Presturinn Darwin E. Wilson. Myndir / Svavar Jónatansson Mount Victory er smábær með um 600 íbúa, en bærinn er skorinn í sundur af járnbrautarteinum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.