Bændablaðið - 22.06.2017, Page 39

Bændablaðið - 22.06.2017, Page 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Birgir Þórðarson á Öngulsstöðum tilkynnti á aðalfundi Sögufélags Eyfirðinga sem haldinn var fyrir nokkru að hann léti af stjórnarsetu sökum aldurs. Birgir tók fyrst sæti í stjórn Sögufélagsins árið 1976 og hefur þjónað félaginu óslitið síðan, ýmist sem formaður, ritari eða meðstjórnandi. Þess má geta að Sögufélag Eyfirðinga var stofnað 27. júní 1971. Skortir því ekki nema fáein ár upp á að Birgir hafi setið í stjórn félagsins frá upphafi. Fyrir þetta þökkuðu aðalfundargestir með miklu lófaklappi. Ábúendatal Stefáns á lokametrum Þá varð fundarmönnum tíðrætt um hið mikla ábúendatal Stefáns Aðalsteinssonar sem hlotið hefur nafnið, Eyfirðingar framan Glerár og Varðgjár, og áformað er að komi út í fimm bindum. Nú hillir undir verklok sem væntanlega verða í haust en þá þarf sannkallað Grettistak til að koma verkinu á prent – sem ætti nú samt ekki að vaxa okkur Eyfirðingum í augum, bentu ýmsir á, og höfðu þá í huga framtak Skagfirðinga við að varðveita sögu sína – og eru þeir þó umtalsvert færri en við, sögðu fundarmenn hver við annan. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum tók við erindi Gunnars Jónssonar en hann hefur undanfarin ár lagt nótt við dag að safna heimildum um Eyjafjarðarsveit og skráningu þeirra í gagnagrunn. Hvatti Gunnar þá í útsveitum til að fara að fordæmi sínu og hefja skipulagða söfnun heimilda. Var gerður góður rómur að máli hans. Félögum hefur fækkað Að lokum skal þess getið að félögum í Sögufélagi Eyfirðinga hefur fækkað umtalsvert. Þó er ekki vitað um nema einn einstakling sem hefur bráðlifandi sagt sig úr félaginu og segir það sína sögu um hið ágæta rit Súlur, sem um þessar mundir er ritstýrt af Birni Teitssyni, og er helsta skrautfjöðurin í hatti félagsins – en þess má geta að konur setja að þessu sinni sterkan svip á ritið. Staðreyndin er hins vegar sú að stjórninni hefur illa tekist að bera sig eftir nýjum félögum. Í frétt frá stjórn félagsins segir að hún vilji nú nota tækifærið og bjóða öllum sem unna eyfirskum fróðleik að gerast félagar í Sögufélagi Eyfirðinga og fá ársrit félagsins, Súlur, heimsendar en ritið kemur út árlega. Hægt er að hringja í síma 462-4024 eða setja nafn, heimili og kennitölu á netfangið, gudps@simnet.is. /MÞÞ Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Sigtryggur V. Herbertsson ábyrgðarmaður í bútækni sigtryggur@rml.is Bætt afköst og vinnuumhverfi við slátt með því að bakka Íslenskir bændur eru sífellt að leita leiða til að auka afköst og þægindi við slátt og er sala á stórum sláttuvélum alltaf að aukast. Svokölluð fiðrildi eru einnig að verða algengari og algengari hjá stærri bændum og verktökum. Það er margt sem spilar inn í eins og hraði, vinnslubreidd, lögun stykkja og ökumaður. Samanburðarrannsókn Árið 2012 gerði Finnska rannsóknarsofan TTS rannsókn á vinnuhagræði við slátt afturábak og var notað til verksins Valtra með Twintrac bakkkeyrslubúnaði og Elho sláttuvélum. Helstu niðurstöður voru að 13% munur var á hversu fljótlegra var að slá afturábak en hluti af því var að vinnslubreidd sláttuvéla nýttist betur og beygjur tóku mun styttri tíma. Það sem var samt mest sláandi við niðurstöðurnar var álag á ökumanninn, við það að hafa yfirsýn yfir allt sláttuborðið minnkaði sá tími sem ökumaður sneri upp á bakið úr 20% í 0% í beinni keyrslu og úr 25% niður í 5% þegar verið var að beygja. Flestir framleiðendur sláttuvélasetta bjóða upp á bakkkeyrslusett, og þó að Valtra séu mest að auglýsa og selja að aftan til að minnka vinnutap í beygjum. Beygjur að aftan gefa mun minni beygjuradíus á sláttuvélinni og afturdekkin elta sláttugárann. Sögufélag Eyfirðinga: Birgir á Öngulsstöðum úr stjórninni eftir 41 árs setu formaður, ritari eða meðstjórnandi. Amazon kaupir Whole Foods – Kaupverðið nemur um 1.370 milljörðum króna Þann 16. júní var greint frá því að Amazon væri að kaupa bandarísku verslanakeðjuna Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dollara, eða sem nemur um 1.370 milljörðum íslenskra króna. Þetta þýðir að Amazon býður um 42 dollara fyrir hvern af þeim 318,9 milljón hluta eins og skráningin var í apríl. Viðskipti með hlutabréf í Whole Foods stöðvuð í kauphöllum þegar hluturinn stóð í 32,77 dollurum. Í fréttum kom fram að inni í samningunum yrðu skuldir Whole Foods Market Inc. Þótt kaupverðið sé um 9 dollurum hærra á hlut en fékkst í síðustu viðskiptum fyrir kaupin, þá er það samt umtalsvert lægra en þegar gengi félagsins var hæst. Á árunum 2012 til 2015 voru bréf í Whole Foods að seljast á 50 dollara á hlut. Stofnað í Texas 1978 Whole Foods var stofnað í Texas árið 1978 og er með um 27% markaðshlutdeild meðal hágæða matvælaverslana í Bandaríkjunum. Það er með um 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og í Bretlandi. Þar er aðal áherslan lögð á sölu á lífrænum og vistvænum afurðum sem og tilbúnum réttum. Starfsmenn verslanakeðjunnar eru um 87.000 og í fyrra seldi fyrirtækið vörur fyrir um 16 milljarða dollara. Þekkt meðal íslenskra bænda Íslenskir bændur þekkja Whole Foods af góðu einu og þar hefur m.a. verið selt af og til í gegnum tíðina íslenskt lambakjöt, skyr, smjör og fleira. Stofnandinn verður áfram forstjóri Fram kom í tilkynningu frá Whole Foods að verslanirnar yrðu áfram reknar með óbreyttu sniði. Þá mun John Mackey, sem er einn af stofnendum Whole Foods, áfram halda stöðu sinni sem forstjóri fyrirtækisins og höfuðstöðvarnar verða áfram í Austin í Texas. Hann segir að þessi viðskipti gefi tækifæri til að hámarka virði fyrirtækisins fyrir hluthafana. Einnig muni viðskiptin tryggja framlengingu á þeirri sýn stofnendanna að bjóða aðeins upp á hágæða vöru, reynslu, þægindi og nýjungar fyrir viðskiptavini. Jeff Bezos, forstjóri Amazon, segir að milljónir manna elski Whole Foods Market vegna þess að hann bjóði einungis upp á bestu og náttúrulegustu lífrænu matvælin á markaðnum. Þá hafi Whole Foods gert það skemmtilegt að borða heilsusamlega fæðu. Ráðgert er að öllum formsatriðum vegna kaupanna verði lokið fyrir árslok 2017. /HKr. UTAN ÚR HEIMI Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.