Bændablaðið - 22.06.2017, Síða 43

Bændablaðið - 22.06.2017, Síða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 en sýnt hefur verið fram á að gæði mjólkurfitunnar versna er líður á mjaltaskeiðið og mjólkin verður því viðkvæmari fyrir meðhöndlun. Þá lenda margir með mjaltaþjóna í því að gefa lágmjólka kúm of oft heimild til mjalta innan sólarhringsins og þær eru því hugsanlega mjólkaðar oftar en tvisvar á dag þrátt fyrir að skila ekki nema 10-12 lítrum á dag. Hlutfallsleg innblöndun lofts, og þar með pískun mjólkurinnar, í þessa fáu mjólkurlítra er miklu meiri en hjá kúm sem skila að lágmarki 8 lítrum við hverjar mjaltir. Hvað er til ráða? Þegar horft er til þeirra þátta sem hafa megináhrif á magn FFS í mjólk þá má gróflega flokka þá í þrennt: tæknilega þætti, líffræðilega þætti og bústjórnarlega þætti. Í fyrsta lagi þarf að útiloka tæknilegu þættina, sem er nokkuð einföld aðgerð og fljótleg. Flestir bændur vona yfirleitt að ástæður aukins magns FFS í mjólk megi skýra með tækninni, enda oftast auðvelt að laga slíkt. Því miður er þó vandinn oftar en ekki bundinn við aðra áhrifaþætti eða samspil margra þátta. Það er þó afar mikilvægt í upphafi að skoða og útiloka tæknilega þætti sem geta haft sundrandi áhrif á fitukúlur mjólkur. Hér má nefna atriði eins og að mæla loftblöndun inn í mjólkina og skoða hvort einhversstaðar séu t.d. loftlekar eða bilaðar dælur sem geta pískað mjólkina á leið hennar frá spenaendanum út í mjólkurtank. Þá er alltaf kostur að forkæla mjólkina og kæla hratt niður. Þetta gerir fitukúlurnar stöðugri og lípasinn vinnur heldur ekki hratt og vel við lágan hita. Þegar við horfum til kúnna sjálfra er mikilvægt að þær fái gott fóður sem eykur líkurnar á því að kýrnar geti framleitt mjólkurfitu af góðum gæðum, þ.e. fitu sem þoli meðhöndlun betur. Ennfremur er mikilvægt að tryggja að mjólkurtankurinn kæli rétt og að hrærukerfið sé rétt stillt. Í öðru lagi þarf að skoða hvort það sé eitthvað sem bendi til þess að fóðrið sé að hafa neikvæð áhrif á gæði mjólkurinnar og geri hana viðkvæma fyrir tækninni sem notuð er við mjaltir eða kælingu. Í þriðja og síðasta lagi þarf svo að skoða bústjórnarlega þætti. Hér má sérstaklega nefna tvo þætti. Annars vegar samþjöppun á burði sem gerir það að verkum að á búinu verða á sama tíma margar kýr sem eru komnar langt inn í mjaltaskeiðið. Þessar kýr skila frá sér mjólk af verri gæðum og því gætu þær í sameininingu haft neikvæð áhrif á FFS. Hins vegar eru þá þeir sem eru með mjaltaþjóna og láta þá mjólka kýr sínar allt of oft með áðurnefndum áhrifum á mjólkurgæði kúa í lágri nyt sem og neikvæðum áhrifum á mjólkurgæði kúa sem eru komnar langt inn í mjaltaskeiðið. Snorri Sigurðsson Mjólkurgæðasviði SEGES sns@seges.dk DO YOU LOVE CLEANING? AÞ-Þrif is looking for people to work in Selfoss. PROFESSIONALISM GOOD SERVICE HONESTY Punctual and efficient individual, between the age of 20–40 years old with driving license and no criminal record. Must speak english and/or icelandic. Challenging work in a multicultural environment. If you are interested, please apply via www.ath-thrif.is or email: gerda@ath-thrif.is Hrossabændur - hestamenn! Vantar hross til slátrunar á næstu vikum. Forðist biðlista í haust. Bjóðum tímabundið hækkað verð! Sláturpantanir í síma 480 4100. Sláturfélag Suðurlands Selfossi Losað um innflutningsbann á kjöti á milli Bandaríkjanna og Kína: Snýst um milljarða dollara tekjur fyrir bandarískan nautakjötsútflutning – Kínverjar flytja í staðinn inn fulleldaðan kjúkling fyrir veitingahús og vinnslur Bandarísk stjórnvöld reyna nú að opna fyrir sölu á nautakjöti til Kína eftir innflutningsbann sem sett var á þar í landi í kjölfar kúariðu sem kom upp á búum í Evrópu og Bandaríkjunum 2003. Bandaríkjamenn svöruðu því með banni á innflutningi á kjúklingum frá Kína. Viðskiptateymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta með Wilbur Ross viðskiptaráðherra í fararbroddi hefur þegar stigið ákveðin skref til að leysa þessa deilu að því er fram kom á fréttasíðu USA Today fyrir skömmu. Ljóst er að þetta skiptir bandaríska nautgripabændur mjög miklu máli, en árið 2003 var flutt út nautakjöt frá Bandaríkjunum fyrir 3 milljarða dollara, eða sem svarar um 300 milljarða íslenskra króna. Útflutningsverðmætið hrapaði niður í 1,1 milljarð dollara á árinu 2004 í kjölfar innflutningsbanns Kínverja samkvæmt tölum Food Safety News. Kínverjar kveiktu vonir sl. haust Bandaríski nautakjötsiðnaður- inn hefur róið að því árum saman að enduropna markaðinn í Kína. Verulegur árangur náðist í september á síðasta ári þegar kínversk stjórn- völd lýstu yfir áhuga á að aflétta innflutningsbanninu, en án þess þó að tiltaka tímasetningu. Í kjölfar- ið hófust viðræður um tæknilegar útfærslur mögulegrar afléttingar bannsins. Bandaríkjamenn aflétta banni á kjúklingainnflutningi Það sem talið er geta liðkað fyrir þessum viðskiptum sem möguleika er vilyrði bandarískra yfirvalda fyrir innflutningi á fullelduðum kjúkling- um frá Kína sem tilkynnt var um fyrir skömmu. Bandarískir kjötframleið- endur hafa fagnað þessari ákvörðun, enda telja þeir að Kínverjar séu viljugir til að eyða enn meiru fyrir innflutt kjöt frá Bandaríkjunum auk kjöts frá Ástralíu og Brasilíu. Heimild til að selja kínverskt kjúklingakjöt í Bandaríkjunum mun geta haft umtalsverð áhrif á samkeppni með slíkar afurðir á heimsvísu að mati Jim Sumner, formanns viðskiptaráðs með kjúklingakjöt og egg. Þess má geta að Kínverjar lokuðu einnig fyrir innflutning á kjúklingum frá Bandaríkjunum 2015 í kjölfar ótta við fuglaflensu. Það vakti enn frekari væntingar í málinu að skoðunarmenn frá banda- ríska landbúnaðarráðuneytinu gáfu kínverskum kjúklingasláturhúsum grænt ljós eftir skoðunarferð þangað í maí. Töldu þeir tryggt að matvæla- öryggismál í sláturhúsunum væru eins og best væri á kosið. Þrátt fyrir afléttingu á innflutn- ingsbanni á fullelduðu kjúklingakjöti frá Kína, verður það ekki á boðstól- um í verslunum fyrir almenning. Það verður einungis flutt inn fyrir veitingastaði og kjötvinnslur og þá sem hráefni í ýmsa rétti eins og súpur. Mjög strangar reglur munu áfram gilda um allan innflutning á kjúklingi frá Kína og hann mun aðeins fara inn á sérstaklega skilgreindan markað, að sögn Jim Sumners. Nokkur gagnrýni hefur verið á þessi áform og hefur verið bent á að vinnslan í Kína sé ekki alltaf sem sýnist. Það sýni m.a. ítrekuð tilfelli á fuglaflensusmiti. Þá séu merkingar um uppruna og annað ekki alltaf eins og kröfur gera ráð fyrir. Milljarða dollara viðskipti í húfi Greinilegt er að mikill þrýstingur er af hálfu nautakjötsútflytjenda í Bandaríkjunum á að liðkað verði til fyrir innflutningi á kínverskum kjúklingi. Enda er til mikils að vinna ef hægt væri að hífa þann útflutning í fyrra horf og auka útflutningstekjur á nautakjöti um 2 milljarða dollara. Þær tekjur gætu jafnvel orðið enn meiri í ljósi stóraukins innflutnings Kínverja á nautakjöti á síðustu árum. „Þetta er nokkuð sem við höfum misst af í mörg ár og höfum verið að reyna að vinna aftur á síðastliðnum 13 árum,“ segir Kent Bacus, yfirmaður alþjóðaviðskipta og markaðsaðgengis hjá National Cattlemen's Beef Association. /HKr. Bandaríkjamenn vonast til að vinna aftur markað fyrir nautakjöt í Kína upp á milljarða dollara. Kínversk kjúklingasláturhús hafa fengið grænt ljós á sína starfsemi Hér má nefna atriði eins og að mæla loftblöndun inn í mjólkina og skoða hvort einhvers staðar séu t.d. loftlekar eða bilaðar dælur sem geta pískað mjólkina á leið hennar frá spenaendanum út í mjólkurtank. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.