Bændablaðið - 22.06.2017, Side 45

Bændablaðið - 22.06.2017, Side 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 08017, Strákur 10011, Fossdal 10040, Kústur 10061, Lúður 10067, Sólon 10069, Dropi 10077, Neptúnus 10079, Úranus 10081, Bætir 10086 og Úlli 10089. Þessi naut standa öll vel við fyrri dóm og breyttust lítið í mati nú. Það er því óþarfi að fjölyrða um kosti þeirra og galla sem áður hafa verið raktir. Sex nautsfeður Nautsfeður til notkunar næstu mánuði verða sex talsins. Það eru Strákur 10011, Lúður 10067, Dropi 10077, Úranus 10081, Úlli 10089 og Gýmir 11007. Ekkert þessara nauta er samfeðra sem breikkar notkunargrundvöllinn og hamlar gegn skyldleikarækt eins og kostur er. Notkun óreyndra nauta Eins og gjarnan vill verða þegar góð og öflug reynd naut koma til notkunar dvínar áhugi á notkun óreyndra nauta. Á síðustu mánuðum hefur notkun óreyndra nauta sigið niður á við og er það miður. Kynbótaskipulagið gerir ráð fyrir jafnri notkun reyndra og óreyndra nauta og því hlutfalli er mikilvægt að halda til þess að geta prófað óreyndu nautin með viðunandi hætti auk þess að halda uppi fjölda þeirra. Við verðum líka að hafa í huga að meðal þeirra er að finna bestu valkostina hverju sinni. Miklar erfðaframfarir sýna okkur glöggt að með hverri kynslóð aukast gæði gripanna og því ljóst að naut sem fæðast í dag taka þeim eldri fram í flestum ef ekki öllum þáttum. Það er einnig brýnt að notuð séu sem flest ungnaut á hverju og einu búi eða eins mörg og bústærð leyfir. Þetta dreifir áhættunni og gerir afkvæmaprófanir dreifðari og betri. Erfðaframfarir Við skulum nú aðeins líta á hvernig gengur í ræktunarstarfinu. Erfðaframfarir eru birtar hér á þremur myndum sem sýna framfarir í nokkrum völdum eiginleikum. Á þeim má glöggt sjá gríðarmiklar framfarir í afurðagetu sem og öðrum eiginleikum. Framfarir í júgurgerð hafa einnig verið stórstígar á undanförnum árum og í raun er að sjá framfarir í öllum eiginleikum nema frjósemi. Þar er því miður hægt og bítandi að síga á ógæfuhliðina án þess að um neinar hamfarir sé ræða. Hins vegar eru ákveðnar viðvörunarbjöllur farnar að hringja og tímabært að skoða á hvern hátt er hægt að snúa þessari þróun við. Fagráð hefur um nokkra hríð rætt möguleika á því að styrkja mat á þessum eiginleika. Eins og staðan er í dag byggir kynbótamat fyrir frjósemi eingöngu á bili milli burða. Þetta þýðir að áreiðanlegt mat kemur mjög seint inn eða ekki fyrr en notkun á viðkomandi nauti hefur verið hætt. Kosturinn við bil á milli burða er hins vegar ótvírætt sá að þetta er einhver best mælanlegi eiginleiki sem völ er á hvað frjósemi varðar. Hins vegar er full ástæða til að skoða aðra þætti í frjósemi og má þar velta upp ýmsum mælikvörðum eins og bili frá burði til síðustu sæðingar eða bili frá fyrstu til síðustu sæðingar svo eitthvað sé nefnt. Sá galli er á gjöf Njarðar að mælikvarðar sem byggja á sæðingagögnum eru ekki eins áreiðanlegir og bil milli burða. Þetta á ekki síst við hér þar sem notkun heimanauta er allmikil og víðtæk. Í alltof mörgum tilvikum er ekki vitað hvort síðasta sæðing sé raunverulega síðasta sæðing fyrr en það er staðfest með burði. Þarna þarf því að meta kosti og galla hinna mismunandi mælikvarða á frjósemi og skoða vel hversu áreiðanlegir þeir eru áður en endanlegar ákvarðanir um breytingu á mati á frjósemi verða teknar. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Það er erfitt að rækta salat á jafn norðlægum breiddargráðum og Ísland er, vegna þess að þar eru stuttir dagar og lítil birta frá miðjum september og fram í miðjan apríl en lágur náttúrulegur ljósstyrkur er helsti takmarkandi þáttur fyrir vetrarræktun í gróðurhúsum. Því er viðbótarlýsing nauðsynleg til að viðhalda jafnri uppskeru yfir árið og gæti gert innflutning frá suðlægari breiddargráðum óþarfan yfir vetrartímann. En að hausti og vetri er erfitt að fá rauðan lit á rautt salat og því eru fullnægjandi leiðbeiningar vegna vetrarræktunar á salat ekki til og þarfnast frekari þróunar. Tilraun með salat var gerð veturinn 2014, í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum og plöntur voru ræktaðar undir topplýsingu frá háþrýsti- natríumlömpum (HPS) og / eða undir LED ljósi. Ljósameðferð sem skilaði góðum rauðum lit á salati með góðri uppskeru var alltaf undir HPS og síðustu viku undir LED ljósum. Salat var rauðara þegar LED ljós er notað í lokin en það borgar sig ekki að nota LED ljós á fyrri hluta, því að áhrif þess á salatið eyðast ef seinna er notað HPS ljós og rauði liturinn var jafnvel minni í samanburði við plöntur sem fengu bara HPS ljós. Tvöfalt meira kWh þurfti með eingöngu HPS ljós í samanburði við eingöngu LED ljós sem skilaði hæstu uppskeru en uppskera með eingöngu LED var um ¼ minni (Stadler, 2015). Í framhaldstilraun var því lagt upp með tvær spurningar. Fyrsta spurning, er hægt að auka uppskeru salats undir LED ljósi með því að auka kWh og einnig hækka hitastig og fá samt hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað (tilraun A). Og önnur spurning er hvort blönduð lýsing, HPS og LED ljóss, skili jafn mikilli uppskeru með rauðan lit í samanburði við eingöngu HPS ljós og auki orkusparnað (tilraun B). Verkefnisstjóri var Christina Stadler og verkefnið var unnið í samstarfi við salatbændur og styrkt af Sambandi garðyrkjubænda. Tilraunaskipulag Tilraun með rautt salat (cv. Carmoli) var gerð veturinn 2016, frá byrjun október til byrjun nóvember (tilraun A) og frá miðjum nóvember til miðs desember (tilraun B), í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Plöntur voru ræktaðar í NFT rennu í fjórum endurtekningum undir topplýsingu frá háþrýsti- natríumlömpum (HPS) og / eða undir LED ljósi í 18 klst. Daghiti var einni gráðu meiri í LED klefa í samanburði við HPS klefa og stig af μmol var 27 % hærri við LED í tilraun A. Í tilraun B var stig af μmol og hita (daghiti 19 °C og næturhiti 15 °C) milli meðferðir eins. Tilraun A: 1. HPS 120 W/m2, (Philips peru, 600 W), 132 μmol/m2/s, 19 / 15°C (dag / nótt); 800 ppm CO2 2. LED (Fiona lighting, 80 % rauð, 20 % blá), 167 μmol/m2/s, 20 / 15°C (dag / nótt); 800 ppm CO2 Tilraun B: 1. HPS 120 W/m2, (Philips peru, 600 W), 132 μmol/m2/s, 19 / 15°C (dag / nótt); 800 ppm CO2 1. HPS 96 W/m2 (Philips peru, 600 W) + LED (Fiona lighting, 80 % rauð, 20 % blá), 136 μmol/ m2/s, 19 / 15°C (dag / nótt); 800 ppm CO2 Salatplöntur fengu næringu með dropavökvun. Plöntuþéttleiki var 68, 40, 28 eða 22 plöntur á fermetra, eftir eina, tvær, þrjár eða fjórar vikur eftir gróðursetningu. Í tilraun A og B voru áhrif ljósmeðferð á uppskeru og á rauðan lit prófuð og framlegð reiknuð út. Niðurstöður og umræða Í tilraun A var uppskera af salati eftir 27 daga meiri hjá plöntum undir HPS ljósi (mynd 1). Í lok vaxtartímabils fengust 121 g/haus uppskeru við HPS ljósi en 108 g/haus við LED ljósi. Uppskera minnkaði því um meira en 10 % þegar plöntunar voru ræktað undir LED. Í tilraun B var uppskera af salati nánast sambærileg milli notkunar á HPS (122 g/haus) og LED (115 g/haus) ljósa og eingöngu með HPS ljósi. Hærra númer samsvarar salati við meiri rauðan lit. Eingöngu LED ljós skilaði betri rauðum lit á salatið í samanburður við eingöngu HPS ljós. Hins vegar var rauði liturinn aðeins meiri þegar bætt var LED ljós við HPS ljós (mynd 2). Rafmagnsnotkun var 37 % minni við LED ljós miðað við HPS ljós í tilraun A. Nýting kWh í uppskeru var marktækt hærri samanborið við notkun af HPS ljósi (mynd 3). Hins vegar var uppskera á kWh nánast eins milli meðferða í tilraun B. Einum sólarhring lengra vaxtarskeið væri nauðsynlegt við LED ljós og við samhliða notkun á HPS og LED ljósum til að fá sömu uppskeru eins og við ræktun undir eingöngu HPS ljósi. Eingöngu notkun af LED ljósi myndi leiða til örlítið hærri framlegðar. Jafnvel þó að framlegð minnkaði um 50 % samhliða notkun á HPS og LED ljósum miðað við notkun eingöngu með HPS ljósi. Hins vegar eru þessar niðurstöður mjög háðar verði á LED ljósum og þarf því að dæma varlega. Ályktun Það virðist vera að fullnægjandi rauður litur og á sama tíma góða uppskeru sé ekki hægt að fá við lýsingu með HPS lampar og / eða LED. Frá gæða- og hagkvæmnis- sjónarmiði er ekki mælt með því að nota LED ljós miðað við núverandi stöðu. Frekari rannsóknir um áhrif LED lýsingu á grænmeti eru þörf. Tilraunir með LED frá mismunandi fyrirtækjum þurfa að fara fram áður en endalegar niðurstöður og ráðleggingar varðandi notkun á LED ljósum er hægt að gefa. Haldið verður áfram með tilraunir við LED ljós í tilraunahúsi LbhÍ. Gerð verður jarðarberjatilraun við LED ljós frá fyrirtæki Philips í samanburður við HPS ljós í haust/vetur 2017/2018 og niðurstöður verður kynntar í Bændablaðinu þegar þær liggja fyrir. Heimildaskrá Stadler, C., 2015: Áhrif LED lýsingar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsasalats að vetri. Lokaskýrsla, Rit LbhÍ nr. 61, ISSN 1670-5785, 52 bls. Mynd 1: Uppskera af salati í tilraun A og B eftir mismunandi ljósmeðferðir. Mynd 2: Rauði liturinn á rauðu salati fjórum vikum eftir útplöntun eftir mis- Mynd 3: Nýting kWh í uppskeru á rauðu salati fjórum vikum eftir útplöntun Christina Maria Stadler auðlinda- og umhverfsideild LbhÍ christina@lbhi.is Salatræktun undir LED ljósi

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.