Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 1
9. tölublað 2017 ▯ Fimmtudagur 11. maí ▯ Blað nr. 490 ▯ 23. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Annir hjá sauðfjárbændum „Sauðburður hefur gengið mjög vel hjá okkur, það eru að bera um fjörutíu ær á sólarhring og frjósemin er góð,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, bóndi á Butru í Fljótshlíð. Oddný býr ásamt eiginmanni og þremur börnum á bænum Butru í Fljótshlíð, en hún var kjörin formaður Landssamtaka sauðfjárbænda á síðasta aðalfundi. Á bænum voru um 500 ær á fóðrum í vetur og 70 naut. „Ég og maðurinn minn skiptum vöktunum í fjárhúsinu á milli okkar, hann er á nóttunni og ég á daginn. Þetta gengi ekki upp nema að við hefðum mömmu hjá okkur en hún kom til okkar til að sjá um heim- ilið og börnin á meðan sauðburður stendur yfir,“ segir Oddný Steina Valsdóttir. /MHH Forseti Slow Food á leið til landsins 32 14 til 17 milljörðum króna á ári 14 Fræðsla forsenda 28 Meiri sátt um landbúnaðarkerfið í Noregi en á Íslandi – segir Ari Edwald, forstjóri MS, eftir heimsókn Formaður Bændasamtaka Íslands fór ásamt forsvarsmönnum MS og Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) í heimsókn í síðustu viku til mjólkurvöruframleiðandans Tine í Noregi. Ari Edwald, forstjóri MS, segir að fátt hafi svo sem komið á óvart í heimsókninni til Tine. Margt sé líkt með fyrirkomulaginu í mjólk- urframleiðslunni í Noregi og á Íslandi. Tine sé þó hlutfallslega mun stærra á markaði í Noregi en Mjólkursamsalan er á Íslandi. „Það er merkilegt að upplifa það hve mikil eining hefur ríkt um þetta fyrirkomulag í Noregi,“ segir Ari og vísar til þess að umræðan á Íslandi hafi verið með allt öðrum hætti. Ari segir að andstaðan við breytingar á kerfinu í Noregi stafi af ótta við að matvælaiðnaðurinn og mjólkuriðnaðurinn muni þá gefa eftir. Þá sé stutt í að matvælaiðnaður í landinu geti yfir höfuð ekki þrifist. „Þetta er gjörólík mynd en við eigum að venjast á Íslandi. Hér eigum við því að venjast að einstakir embættismenn sem ráðnir hafa verið til starfa hjá þessari opinberu eftirlitsstofnun, Samkeppniseftirlitinu, telji að þeir eigi að ráða en ekki Alþingi Íslendinga. Ef þeir eru óánægðir með lög þá geti þeir bara tekið í gíslingu fyrirtæki sem eru á því starfssviði þar sem þeir eru óhressir með lagarammann. Við höfum búið við samfellda valdníðslu af hálfu Samkeppniseftirlitsins í vel á annan áratug, allavega allt frá stofnun Mjólkursamsölunnar í núverandi mynd 2007,“ segir Ari Edwald. /HKr. – Sjá nánar um ferðina á bls. 2 Hugmyndir ræddar hjá KS vegna haustslátrunar: Einungis verði greitt fyrir dilka til innanlandssölu „Við vonum að málin skýrist á næstu dögum og í framhaldinu verður þá vonandi hægt að gefa út hvernig fyrirkomulagi verði háttað í næstu sláturtíð,“ segir Ágúst Andrésson, fram- kvæmdastjóri Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki. Hann vísar í viðræður bænda og fulltrúa landbúnaðarráðuneytisins um hvernig best verði brugðist við þeirri stöðu sem uppi er varðandi sauðfjárframleiðsluna, en að a.m.k. 20% offramleiðsla sé nú á sauðfjár- afurðum, einkum vegna erfiðleika í útflutningi, sem er um 35% af heildarframleiðslunni. Þarf að grípa til aðgerða strax „Verði mat manna á þann veg að þetta sé viðvarandi staða, þarf að grípa til aðgerða strax í þá átt að draga úr framleiðslunni. Við teljum nauðsynlegt að bregðast strax við og stemma eins og hægt er stigu við framleiðsluaukningu, en þó þannig að það hafi ekki varanlegar afleiðingar,“ segir Ágúst. Þung og erfið rekstrarskilyrði kjötafurðastöðva undanfarin tvö ár hafa verið áberandi í umræðunni, en að mestu snúist um stöðu gagnvart framleiðslu sauðfjárafurða. Helsti áhrifavaldur í þeim efnum eru erf- iðleikar í útflutningi þar sem ýmsir þættir spila inni í; gengisþróun, fall á gærumörkuðum sem og mörkuðum með hliðarafurðir og að auki hafa Rússlands- og Kínamarkaðir ekki virkað sem skyldi. Farið var yfir þessa stöðu á fjölsóttum bændafundum í Skagafirði í mars síðastliðnum og þá viðraðar hugmyndir um hvernig hugsanlega verður staðið að slátrun á komandi hausti sem og hvernig bændur geti tryggt aðgang sinn að slátrun. Bara greitt fyrir sláturfé til innanlandssölu? „Við höfum viðrað þær hugmyndir að staðgreiða einungis þann hluta sem ætlaður er til innanlandssölu, eða um tvo þriðju framleiðslunnar og greiða lágmarksverð fyrir 35% hennar og meta síðan stöðuna í fram- haldinu, þ.e. þegar útflutningur hefur átt sér stað og skoða þá hvort hægt er að bæta einhverju við,“ segir Ágúst en ítrekar að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort þessi leið verði farin. Margir óvissuþættir séu enn uppi og því enn beðið með endan- lega ákvörðun um fyrirkomulagið. „Það hefur líka verið rætt að taka upp verðmismunun á þyngdarflokkun, en það sama er upp á teningnum hvað það varðar, ákvörðun hefur ekki verið tekin um slíkt og við bíðum enn eftir að málin skýrist betur varð- andi heildarfyrirkomulag.“ Alls ekki er loku fyrir það skotið að aðstæður gætu breyst til batnaðar á komandi árum og nefnir Ágúst að metnaðarfull markmið sé að finna í nýjum búvörusamningi varðandi markaðssókn með sauðfjárafurðir á erlenda markaði sem unnið verði að á næstu þremur árum. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.