Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
Kynnisferð fulltrúa mjólkuriðnaðarins til Noregs:
Sátt ríkir í Noregi um sérlausnir í
mjólkurframleiðslu og -vinnslu
– segir Egill Sigurðsson formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu
Félagsmönnum í Bænda-
samtökunum býðst að senda inn
spurningar um búvörusamningana
og framkvæmd þeirra á netfangið
samningar@bondi.is. Starfsfólk
BÍ svarar fljótt og vel innsendum
erindum.
Á bondi.is er að finna
upplýsingar um samningana,
reglugerðir og fleira.
Forsvarsmenn Mjólkur-
samsölunnar og Samtaka
afurða stöðva í mjólkuriðnaði
fóru í heimsókn í síðustu viku
til mjólkurvöruframleiðandans
Tine í Noregi. Tilgangurinn
var að kynna sér fyrirkomulag
á stuðningskerfinu í norskri
mjólkurframleiðslu og -vinnslu
í samanburði við þær breytingar
sem íslensk stjórnvöld hafa boðað
hér á landi.
Egill Sigurðsson, bóndi
á Berustöðum og formað-
ur stjórnar Auðhumlu og
Mjólkursamsölunnar, var í hóp-
ferðinni og segir að sátt ríki
um fyrirkomulagið í Noregi.
Skilningur sé á því að sérlausn-
ir í mjólkurframleiðslu séu
nauðsynlegar. Það sé margreynt
að einfaldar markaðslausnir henti
hvergi. „Því hafa allar þjóðir sem
ætla að standa vörð um sinn land-
búnað ákveðin kerfi til þess að
honum verði ekki fórnað á grund-
velli skammtíma hagsmuna. En
stundum í umræðunni mætti halda
að sérstök umgjörð um mjólkur-
framleiðslu væri séríslenskt fyrir-
bæri, en svo er alls ekki. Það getur
verið hagur þröngra hagsmuna,
eins og hér er stundum talað
fyrir, að rústa því fyrirkomulagi
sem unnið hefur verið eftir. Slík
vegferð, án þess að gera sér grein
fyrir afleiðingunum, er aðför að
bændum og einnig neytendum ef
horft er til framtíðar,“ segir Egill.
Verslunin sátt með norska kerfið
„Það vakti athygli í ferðinni að það
virðist vera sátt meðal aðila úr versl-
unargeiranum í Noregi með þetta kerfi
bæði í kjöt- og mjólkurframleiðslu.
Að mínu viti ætti einnig að vera sátt
um það íslenska sem skilað hefur því
sem ætlast var til, bæði til neytenda og
bænda. Það hefur verið margstaðfest.
Þessi kynnisferð til Noregs var
farin til að kynna sér kosti og galla
norska kerfisins. Í frumvarpsdrögum
landbúnaðarráðherra er tekið mið
bæði af norska kerfinu og reyndar
einnig því hollenska. Það voru því
vonbrigði að aðilar frá ráðuneytinu
sáu sér ekki fært að kynna sér stað-
reyndir um það kerfi sem þeir vísa
til, en það eru í leiðinni ákveðin
skilaboð.
Megintilgangur allra þessara
kerfa, bæði hér og erlendis, er að
verja víðtækan þjóðarhag og er
byggt á langtímasýn. Vissulega er
hvergi fullkomin sátt um hvernig
öllu er fyrirkomið, en það gild-
ir bæði hér og annars staðar. Það
er engin umræða í Noregi um að
kollvarpa landbúnaðinum og fullur
skilningur á sérþörfum og sérlausn-
um. Það sem við sáum í þessari ferð
er að norska kerfið er mun flóknara
en það íslenska. Við munum í kjöl-
farið fara í nákvæmari samanburð
á þessum stjórnkerfum sem getur
vonandi skilað uppleggi að víðtæk-
ari sátt um landbúnað og mikilvægi
hans fyrir land og þjóð,“ segir Egill.
Tine er mjólkursamlag
þeirra Norðmanna, svipað
Mjólkursamsölunni íslensku. Að
baki Tine standa um 11 þúsund
bændur á um níu þúsund bæjum.
/smh
Spurt og svarað um
búvörusamninga
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
hefur afdráttarlaust mótmælt
því að áætlun um vernd og orku-
nýtingu landsvæða geri ráð fyrir
að allt vatnasvið Skjálfandafljóts
verði flokkað í verndarflokk.
Í umsögn meirihluta
sveitarstjórnar vegna samþykktar
fyrr í apríl um áætlun um vernd
og orkunýtingu landsvæða eru
vinnubrögð verkefnisstjórnar
gagnrýnd, en ekki var leitað
eftir samráði við sveitarstjórn
Þingeyjarsveitar við gerð
áætlunarinnar þrátt fyrir að fjallað
hafi verið um marga virkjunarkosti
innan marka sveitarfélagsins. Það
sé sérlega ámælisvert, enda verði
verndar- og orkunýtingaráætlun
sem samþykkt er af Alþingi
bindandi við gerð skipulagsáætlana
sveitarfélagsins um verndar- og
orkunýtingaráætlun.
„Málefnið hefur bein áhrif á
verksvið sveitarstjórnar, sem fer með
skipulagsvald innan sveitarfélagsins.
Samráðsleysi verkefnisstjórnar er
í ósamræmi við eðlileg samskipti
ríkis og sveitarfélaga með hliðsjón af
sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga, sem
hvílir á 78. gr. stjórnarskrár,“ segir
í umsögninni.
Fram kemur að í 2. mgr. 10. gr.
laga nr. 48/2011 sé kveðið á um að
verkefnisstjórn eigi m.a. að leita eftir
samráði við stofnanir og stjórnvöld
ríkis og sveitarfélaga. Almenn
heimild til að senda inn umsagnir
geti ekki fallið þar undir, jafnvel þótt
verkefnisstjórn hafi haldið almenna
kynningarfundi þegar drög að tillögu
hennar lágu fyrir vorið 2016, en á
þeim komu fram fullmótaðar tillögur
um flokkun virkjunarkosta.
Vísar sveitarstjórn Þingeyjar-
sveitar til gagnrýni á vinnubrögð
verkefnisstjórnar m.a. frá
Orkustofnun. Bent hefur verið
á að hlutverk verkefnisstjórnar
samkvæmt lögum sé að móta
stefnu um nýtingu landsvæða
sem virkjunarkosti en ekki sé
lagagrundvöllur fyrir tillögugerð
um vernd alls vatnasviðs
Skjálfandafljóts með þeim hætti
sem verkefnastjórn viðhefur. /MÞÞ
Þingeyjarsveit:
Mótmælir verndun
heils vatnasviðs
Nýr þáttur af „Spjallað við bænd-
ur“ er aðgengilegur á bbl.is.
Í þættinum eru bændurnir í
Hvammi í Ölfusi sóttir heim, þau
Charlotte Clausen og Pétur Benedikt
Guðmundsson. Á bænum er búið
með kýr, býflugur og hesta. Á síð-
asta ári var nýtt fjós tekið í notkun í
Hvammi en hjónin ræða aðdragand-
ann að framkvæmdunum og segja
frá tæknilausnum og vinnuaðferðum
sem þau beita í búskapnum.
Þættirnir „Spjallað við bændur“
eru framleiddir af kvikmyndafyr-
irtækinu Beit fyrir Bændablaðið.
Spjallað við bændur
í Hvammi í Ölfusi
FRÉTTIR
Sá skemmtilegi atburður varð í ferð íslenskra bænda til Noregs á dögunum að í fyrsta sinn í sögu Bændaferða (Hey Iceland) var borið upp bónorð í beinni
í Lysefjorden-bjórbrugghúsinu í Bergen. Brynjólfur Þór Jóhannsson fór niður á skeljarnar fyrir sína heittelskuðu, Piu Ritu Simone Schmauder, við mikinn
fögnuð viðstaddra. Tilvonandi brúðhjónin eru kúabændur á bænum Kolholtshelli í Flóahreppi. – Sjá nánar um ferðina á bls. 46 og 47 Mynd / ehg
Hluti af hópnum sem fór í kynnisferðina er hér í Osló með fulltrúum frá Tine. Laufey Bjarnadóttir, Stakkhamri, Jóhanna
Hreinsdóttir, Káraneskoti, Þórunn Andrésdóttir, Bryðjuholti, Helle Huseby frá Tine, Sæmundur Jónsson, Árbæ,
Björn frá Tine, Garðar Eiríksson, Auðhumlu , Bjarni Ragnar Brynjólfsson, SAM og Jóhannes Torfason, Torfalæk.