Bændablaðið - 11.05.2017, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
Alls 536 hross voru flutt úr
landi á fyrsta fjórðungi ársins.
Er þetta yfir meðalútflutningi
síðustu fimm ára samkvæmt
upplýsingum frá WorldFeng,
upprunaættbók Íslenska hestsins.
Á sama tíma í fyrra höfðu 564
yfirgefið landið, 492 árið 2015 og
464 árið 2014.
Hrossin voru flutt til fjórtán
landa. Flest fóru til Þýskalands,
274 talsins. Þá fóru 114 hross
til Svíþjóðar og önnur 107 til
Sviss, 79 til Danmerkur og 43 til
Austurríkis.
Útflutt fyrstu verðlaunahross
eru þrjátíu talsins, tólf stóðhestar
og átján hryssur. Hæst dæmdu
hrossin eru Freyr frá Vindhóli
(8,43), Stefnir frá Ketilsstöðum
(8,38), Sökkull frá Dalbæ (8,38),
Flygill frá Horni I (8,37), Duld frá
Ytra-Dalsgerði (8,25) og Katla frá
Blönduósi (8,25) /ghp
Fundað í Þingborg fimmtudaginn 18 kl. 20.30:
Hættan af innflutningi
á ferskum matvælum
Deilt hefur verið um innflutning
á ferskum matvælum til landsins,
hvort hann skuli leyfður, í hvaða
mæli og með hvaða takmörkun-
um. Á fundi sem haldinn verður í
Þingborg fimmtudagskvöldið 11.
maí kl. 20.30 munu sérfræðingar
í smitsjúkdóma- og veirufræðum
fara yfir stöðuna.
Mikilvægt er að þessi umræða
byggi á rannsóknum og upplýsingum
eins og þær geta bestar orðið.
Á þessum fundi flytja erindi
sérfræðingar í fremstu röð til þess
að gera grein fyrir þeim hættum sem
það hefur í för með sér að flytja fersk
matvæli til landsins.
Karl G. Kristinsson er prófess-
or og yfirlæknir á sýklafræðideild
Landspítalans. Erindi hans nefnist
„Stafar lýðheilsu Íslendinga hætta af
innflutningi á ferskum matvælum?“
Vilhjálmur Svansson er
dýralæknir og veirufræðingur á
Tilraunastöð Háskóla Íslands í
meinafræði að Keldum, Hans erindi
nefnist:
„Núverandi sjúkdómastaða er
auðlegð sem okkur ber að verja.“
Fundurinn verður haldinn í
Þingborg fimmtudaginn 18. maí
klukkan 20.30.
Fundurinn er öllum opinn og
eru allir boðnir velkomnir til hans.
Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson.
„Það er góður gangur í þessu
og allt hefur gengið að óskum,“
segir Snorri Snorrason, bóndi á
Krossum í Dalvíkurbyggð.
Hann og Brynja Lúðvíksdóttir,
kona hans, reka sauðfjárbú með tæp-
lega 380 kindur og voru hátt í hundr-
að þeirra bornar í byrjun vikunnar.
„Hér er allt á fullu en nær hámarki
nú næstu daga,“ segir Snorri. Fjárhús
Snorra og Brynju eru á Stóru-
Hámundarstöðum, skammt utan
við Krossa.
Það hefur borið til tíðinda að tvær
kindur hafa borið fjórum lömbum,
hin fyrri um miðja síðustu viku og
hin á sunnudag. Þá eru þrjár ær þrí-
lembdar. Allt eru þetta sæðingarlömb
að sögn Snorra, en hann segir að
árangur af sæðingum virðist ætla
að verða góður þetta vorið.
Snjóléttur vetur að baki
Utanverður Eyjafjörður er ekki
beint snjóléttasta svæði landsins og
því er Snorri afar kátur með veðrið
sem í boði hefur verið undanfarið,
þar sem sólskin og hiti hafa verið í
aðalhlutverki.
Vanalega hefur snjór verið yfir
svæðinu á þessum árstíma.
„Það skiptir verulegu máli,
veður af þessu tagi gerir að verk-
um að flestar ærnar bera úti, það er
þægilegra fyrir alla, bæði menn og
skepnur,“ segir hann og bætir við að
hægur vandi sé að koma fénu inn við
versnandi veður svo sem spá gerir
ráð fyrir.
„Kindurnar hafa verið meira og
minna úti í allan vetur, hér hefur
verið opið, enda óvenju góður og
snjóléttur vetur að baki.“ /MÞÞ
Snorri, bóndi á Krossum í Dalvíkurbyggð, ánægður með sauðburðinn:
Ágætis frjósemi þetta vorið
FRÉTTIR
Á bænum Krossum í Dalvíkurbyggð er frjósemin í fjárstofninum greinilega í góðu lagi. Þar hafa tvær ær borið fjór-
um lömbum og hér er önnur þeirra. Þá voru þrjár þrílembur búnar að bera nú í vikubyrjun. Mynd / Brynja S. LúðvíksdóttirVilhjálmur Svansson. Myndir / HKr.
Ögmundur Jónasson.
Karl G. Kristinsson.
-
Jóhanesson, fjármála- og efnahagsráðherra og Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Mynd / ghp
„Ef það er einhver stétt í landinu,
með fullri virðingu fyrir öðrum
atvinnustéttum, sem er meðvituð
og hefur meiri hagsmuni af því
að ýta undir umhverfisvernd og
passa upp á landið til lengri tíma
litið þá eru það bændur. Og þeir
kunna það alveg,“ sagði Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra,
sem undirritaði samstarfsyfirlýs-
ingu sex ráðherra ríkisstjórnar-
innar um gerð aðgerðaáætlunar í
loftslagsmálum.
Markmið áætlunarinnar
er að Ísland geti staðið við
skuldbindingar sínar samkvæmt
Parísarsamningnum í loftslagsmálum
til 2030 með því að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda og auka
bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti.
Í samstarfsyfirlýsingunni segir að
helstu tækifæri til að draga úr losun
liggi í samgöngum, sjávarútvegi,
landbúnaði og landnotkun.
Útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá
landbúnaði er um 750 þúsund tonn
CO2- ígilda árið 2014 eða um 16% af
heildarútstreymi Íslands samkvæmt
skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands „Ísland og loftslagsmál“ sem
kom út í febrúar. Þar kemur fram að
helstu leiðir til að draga úr losun frá
landbúnaði séu bætt fóðrun búfén-
aðar til að draga úr framleiðslu met-
ans, loftþétt geymsla búfjáráburðar,
metangasgerð úr mykju og aukin
notkun búfjáráburðar á kostnað til-
búins köfnunarefnisáburðar.
Fleiri rannsóknir æskilegar
Þorgerður Katrín segir nóg af
sóknartækifærum liggja í landbúnaði
til að mæta kröfum um minnkun
útstreymis í landbúnaði og nefnir í því
sambandi sérstaklega tækniþróun.
„Öll þessi tækniþróun skiptir bændur
líka máli og þeir knýja, á grundvelli
sinnar reynslu og þekkingu, fram
þessa tækniþekkingu.“
Höfundar skýrslu Hagfræði-
stofnunar nefna skort á innlendum
rannsóknum á útstreymi frá land-
búnaði og landnotkun. Þorgerður
Katrín segir að ljóst sé að gerð
aðgerðaráætlunarinnar muni ýta
undir frekari rannsóknir. „Það er mín
skoðun, eftir að hafa farið bæði yfir
styrkveitingar og framlög til rann-
sókna, að fleiri rannsókna í landbún-
aði er æskileg, hvort sem það tengist
útblæstri eða öðru. Ég tel að hlutverk
m.a. Landbúnaðarháskóla Íslands
muni aukast. Hann hefur verið að
standa sig vel en það má gera enn
betur, og þá einnig í samvinnu við
hagsmunaaðila.“
Verkefnisstjórn og sex faghópar
vinna aðgerðaráætlunina, en settur
verður upp samráðsvettvangur
þar sem fulltrúum haghafa og
stjórnarandstöðu verður boðið að
taka sæti. Aðgerðaráætlunin á að
liggja fyrir í lok ársins. /ghp
Samstarfsyfirlýsing um aðgerðir í loftslagsmálum undirrituð:
Tækifæri til að minnka
útstreymi í landbúnaði
Aðalfundur umhverfisverndar-
-samtakanna Landverndar fer
fram laugardaginn 13. maí nk. kl.
10-14.30 í Frægarði í Gunnarsholti
á Rangárvöllum.
Á fundinum verður auk almennra
aðalfundarstarfa kynnt drög að
stefnumörkun um vindorkuver,
fjallað um strandhreinsiverkefnið
Hreinsum Ísland og kynntar
niðurstöður í hugmyndasamkeppni
um framtíð Alviðru í Ölfusi. Eftir
fundarslit mun dr. Árni Bragason
landgræðslustjóri flytja erindi.
Þá verður nýr formaður
Landverndar kosinn, en Snorri
Baldursson hyggst ekki gefa áfram
kost á sér. Hann hefur gegnt for-
mennsku síðan 2015. Auk þess
verða fjórir stjórnarmenn kjörnir í
stað þeirra sem gefa ekki kost á sér
til áframhaldandi stjórnarsetu. Allir
kjörgengir félagsmenn geta boðið
sig fram á fundinum.
Eftir fundinn verður nýju sjálf-
boðaliðaverkefni Landverndar,
Græðum Ísland, hleypt af stokk-
unum við Þjófafoss í Þjórsá. /ghp
Aðalfundur Landverndar á laugardag:
Nýr formaður kjörinn
Stefnir frá Ketilsstöðum, knapi Bergur Jónsson.
Útflutningur á fyrsta ársfjórðungi:
536 hross úr landi