Bændablaðið - 11.05.2017, Page 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 5.100 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Efnahagskerfi heimsins snýst alla daga
um að leiðrétta misgengi á milli raun-
verðmæta og tilbúinna platverðmæta
í formi vaxta. Vegna smæðar kerfisins
á Íslandi hafa stjórnvöld haft í hendi
sér að milda helstu vankantana en gera
það ekki.
Seðlabanki Íslands er á góðri leið með
að vera búinn að éta upp allan efnahags-
bata þjóðarinnar á síðustu árum vegna hárra
stýrivaxta og þjónkunar við erlenda og inn-
lenda fjárfesta og fjárglæframenn. Dæmið
um afleikinn gagnvart aflandskrónueigend-
um er aðeins eitt af mörgum. Spyrja má
hvort bankinn sé ekki í raun kominn í þrot
þar sem búið er að eyða á tveim árum fjár-
munum sem hefðu dugað til að endurnýja
allt vegakerfi landsmanna eða byggja nýjan
Landspítala og ýmislegt annað.
Vandséð er hvernig stjórn ríkisins ætlar
að framfylgja framkvæmdaáætlunum sínum
ef Seðlabankinn fær áfram með aðgerðum
sínum að eyðileggja efnahagskerfið innan
frá. Brátt verða engin önnur úrræði tiltæk
en að blóðmjólka almenning með stóraukn-
um sköttum til að standa straum af stefnu
Seðlabankans.
Áhrif ofurhárra stýrivaxta Seðlabankans
á gengi krónunnar muna að óbreyttu rústa
ferðaþjónustunni í landinu, þessari nýj-
ustu stoð íslenska efnahagslífsins. Þetta er
miklu stærra mál en það hvort hækkaður
verður virðisaukaskattur á þessa grein til
jafns við aðrar atvinnugreinar. Að óbreyttu
getur þetta varla endað öðruvísi en með
nýrri efnahagskollsteypu.
Ofan á allt þetta hefur viðskiptabönkunum
verið leyft átölulaust að framleiða rafkrónur
og græða á því gríðarlegar upphæðir sem
teknar eru m.a. úr vösum almennings.
Svo hrópa menn húrra yfir að bankar sem
eru í eigu ríkisins greiði hluta af þessum
eignaupptökum af almenningi til baka inn
í ríkissjóð í formi arðgreiðslna.
Til að gera málin enn verri fá fjárfestar
að vaða uppi með hömlulausum uppkaupum
á íbúðarhúsnæði sem síðan er leigt út á
glæpsamlegum kjörum, sem engar
fjölskyldur fá staðist til lengdar. Engar
tilraunir virðist eiga að gera til að koma
böndum á þessa vitfirringu.
Með hrikalegri óstjórn í fjölda ára er
verið að heimila bankakerfinu og fjármála-
mönnum að leggja íslenskt þjóðfélag í rúst
aftur og aftur. Þetta eru engin ný sannindi
þó þeir sem völdin hafa haft virðist ekki
vilja kannast við þessa mynd. Þar nægir
að vitna í höfund sjálfstæðisyfirlýsingar
Bandaríkjanna, Thomas Jefferson, en hann
varð þriðji forseti Bandaríkjanna 4. mars
árið 1801. Hann varaði við því að afhenda
einkabönkum valdið til að gefa út gjald-
miðil þjóðarinnar. Þetta sagði hann í bréfi
sem hann sendi bóndanum, skipasmiðnum
og stjórnmálamanninum John Taylor í maí
árið 1816.
„Ef bandaríska þjóðin leyfir
einkabönkum nokkurn tíma að stjórna
útgáfu þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með
verðbólgu, síðan með verðhjöðnun, þá
munu bankarnir og einkafyrirtækin sem
vaxa upp í kringum þá svipta fólkinu
öllum þeirra eigum þar til börnin þeirra
vakna heimilislaus í landinu sem forfeður
þeirra byggðu. Ég tel að staða bankanna
sé hættulegri frelsi okkar en óvinaherir.“
Jefferson sagði líka að nauðsynlegar
aðgerðir þyrfti að gera til að taka þetta vald
frá bönkunum og koma því aftur til fólksins.
„Til þeirra sem eignirnar tilheyra.“
Það er áhugavert að velta fyrir sér
áhyggjum Thomas Jefferson sem hann
hafði af yfirgangi bankakerfisins fyrir
201 ári síðan. Höfum við virkilega ekkert
lært? /HKr.
Sama tuggan
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Mynd / HKr.
Auðhumla, samvinnufélag íslenskra kúa-
bænda, stóð fyrir kynnisferð til Noregs fyrr í
mánuðinum. Nokkrum aðilum var boðið að
taka þátt í ferðinni og gerði ég það fyrir hönd
Bændasamtakanna. Tilgangur ferðarinn-
ar var að kynna sér mjólkurframleiðslu og
mjólkuriðnaðinn í Noregi og hvernig mark-
aðurinn er skipulagður þar í landi. Ferðin
kom meðal annars til vegna orða ráðherra
landbúnaðarmála þess efnis að það væri
horft til norska fyrirkomulagsins, þegar
hún kynnti hugmyndir að breytingum á
starfsskilyrðum mjólkurframleiðslunnar
hérlendis í mars síðastliðnum.
Fyrsti viðkomustaður var Landbúnaðar-
háskólinn að Ási. Þar er nýlegt rannsóknafjós
sem kostaði 3,5 milljarða íslenskra króna.
Byggingin er mjög fullkomin og hægt að
framkvæma þar fjölbreyttar rannsóknir tengd-
ar kúabúskap. Þar er meðal annars gjafaróbót
sem vigtar allt fóður í hverja kú. Hægt er
að skoða meltanleika fóðursins ásamt fleiri
gögnum sem tengjast fóðruninni. Sömuleiðis
er nákvæmur tæknibúnaður til að fylgjast
með mjöltum og öðru sem hefur þýðingu
við rannsóknir.
Tíföld framleiðsla miðað við Ísland
En að markaðnum í Noregi. Mjólkur-
framleiðslan er um það bil 10 sinnum meiri
en hér heima. Framleiðendur eru um 8.300
en meðalbúið er mun minna, eða 25 mjólk-
urkýr og ársframleiðslan að jafnaði um 170
þúsund lítrar.
Helstu aðilar sem koma að mjólkurfram-
leiðslunni eru fyrirtækið TINE, Búnaðarstofan
(Landbruksdirektøratet) og TINE Råvarer.
Síðastnefnda félagið annast söfnun mjólkur,
gæðaeftirlit og fleiri innviðaverkefni tengd
mjólk áður en hún kemur til vinnslu í afurða-
stöðvum. Félagið sækir mjólk til nær allra
bænda í Noregi en vegalengdir í landinu eru
miklar. Sem dæmi er fjarlægð frá Osló til
nyrstu hluta landsins svipuð og fjarlægðin frá
Osló til Rómar. TINE sjálft er samvinnufélag
kúabænda í Noregi. TINE er gríðarlega stórt
fyrirtæki og hefur mikla umsetningu og er
með stóran hluta markaðarins. Fyrirtækið má
bera saman við Mjólkursamsöluna á Íslandi
þó það sé margfalt stærra. Í Noregi eru þó
fleiri en TINE í mjólkurvinnslu, stærstir
þeirra eru Synnøve Finden, Q-meierierne,
Normilk og Rørosmeieriet. Einnig eru enn
minni aðilar sem falla undir skilgreiningu
sem heimavinnsla. Aðilar á mjólkurmarkaði
í Noregi eru alveg í sömu stöðu og þeir sem
starfa á Íslandi.
Í fyrirlestri fulltrúa norsku búnaðar-
stofunnar kom fram að markaðurinn fyrir
mjólk og mjólkurafurðir í Noregi er mjög
skipulagður. Í gildi eru samningar á milli
Búnaðarstofunnar og TINE Råvarer, sem sér
um að sækja mjólk alls staðar á landinu, til
að skilja á milli söfnunar og vinnslu mjólkur.
Einnig eru samningar við TINE um verkefni
sem fyrirtækið annast til að tryggja birgða-
stýringu og framboð allra mjólkurvara allt
árið um kring um allan Noreg. TINE Råvarer
er sjálfstæð rekstrareining og veitir ráðgjöf
um mjólkurgæði, sér um öll flutningatæki,
á alla mjólkurtankana og sér um að borga
bændunum fyrir framleidda mjólk. Þar gildir
umsamið verð til bænda, með svipuðum hætti
og verðlagsnefnd ákveður hér á Íslandi. Það
er einnig samið um verð til allra afurðastöðva,
þannig að TINE kaupir á nákvæmlega sama
verði eins og allar minni vinnslurnar, líkt
og hérlendis. Árlega er samið um það milli
ríkis og bænda um hvaða verð skuli greitt
til bænda. Um leið er samið um hvað verðið
skuli vera til mjólkuriðnaðarins sem kaupir
mjólk til frekari vinnslu.
Þá gildir verðmiðlunarkerfi sem er eins
konar pottur. Það er dreginn ákveðinn aura-
fjöldi af verði hvers mjólkurlítra og lagður
í púkkið. Öll fyrirtæki sem kaupa hráefni
af TINE Råvarer eru skyldug til þátttöku í
verðmiðlunarkerfinu, sem virkar þannig að
mjólkurvinnslufyrirtækin fá ýmist greitt eða
þurfa að greiða, eftir því hvaða vörur eru
framleiddar úr mjólkinni sem um ræðir og
hvaða verðþol þær hafa á markaði. Kerfið
tekur einnig að hluta tillit til ólíkra svæða í
Noregi og er ekkert ósvipað því fyrirkomulagi
sem notað er á Íslandi. Þessi verðjöfnun, eða
framlegðarskipting, er samkvæmt opinberri
gjaldskrá og mun flóknari en á Íslandi. En
kerfið er fyrirsjáanlegt þar sem breytingar
eru sjaldgæfar.
Tilgangurinn að ná jafnvægi
á markaðnum
Mjólkurframleiðslu í Noregi er stýrt með
kvótakerfi og stutt við framleiðslu hjá bænd-
um eins og á Íslandi. Stuðningsaðferðir eru
þó fjölbreyttari og stuðningurinn er að hluta
mismunandi eftir svæðum í Noregi. Það er
alveg klárt að tilgangurinn með þessu öllu
saman er að ná jafnvægi á markaðnum, ná
sem bestu verði til neytenda og sem hæstu
verði til bænda.
Það er alltaf gagnlegt að kynna sér hlutina
frá fyrstu hendi. Þó ég hafi skoðað þessi mál
talsvert við gerð búvörusamninganna þá bætti
ferðin heilmiklu við og var mjög gagnleg.
Reynslan af henni undirstrikar að víða í heim-
inum sjá menn færi í því að skipuleggja mark-
aði með búvörur til að ná ákveðinni bestun
milli framleiðenda annars vegar og neytenda
hins vegar. Niðurstaðan er hagræðing og hag-
kvæmni fyrir alla aðila. Það hefur tekist í Noregi
og einnig hér á Íslandi. Þriggja milljarða hag-
ræðing síðustu ára í íslenskum mjólkuriðnaði
hefur skilað sér að einum þriðja til bænda og að
tveimur þriðju til neytenda. Þeir sem vilja snúa
því á haus þurfa að færa betri rök fyrir því en
hingað til hafa komið fram.
Sindri Sigurgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands
sindri@bondi.is
Hvað skilar árangri?
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson
smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – augl@bondi.is − Vefur blaðsins:
www.bbl.is − (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621