Bændablaðið - 11.05.2017, Síða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
Árnesingakórinn verður með styrktar-
tónleika til styrktar hjúkrunar deildunum
Fossheimum og Ljósheimum á Selfossi í
Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi laugar-
daginn 20. maí kl. 16.00.
Á efnisskránni eru bestu lög kórsins úr 50
ára sögu Árnesingakórsins í Reykjavík eins
og popplög, gömul og ný dægurlög og íslensk
og erlend lög. Gunnar Ben stjórnar kórnum og
undirleikari er Bjarni Þ. Jónatansson.
Miðapantanir eru á netfanginu kor@kor.
is. Miðaverð er 3.000 krónur, börn 4 til 12 ára
greiða 500 krónur og frítt er fyrir börn yngri en 4
ára. Þá er rétt að geta þess að kórinn verður með
50 ára afmælistónleika sína í Langholtskirkju
miðvikudaginn 17. maí kl. 20.00. Með kórn-
um þar syngur Valgerður Guðnadóttir sópran.
Miðapantanir á kor@kor.is /MHH
Árnesingakórinn 50 ára:
Með styrktartónleika á Borg í Grímsnesi
og afmælistónleika í Langholtskirkju
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Þ jóðin fylgdist gapandi yfir nýleg-um fréttum af Filippusi prinsi og hertoga af Edinborg. Blessaður
öðlingurinn ákvað nú nýverið, að „stíga
til hliðar“ eins og við Íslendingar nefnum
það þegar embættis- og stjórnmálamenn
okkar víkja úr embætti, sem oftast er
vegna óvænts andsteymis í starfi ellegar
þrýstings frá þjóðinni sjálfri. En Filippus
blessaður ákvað að hætta opinberum emb-
ættisfærslum sakir elli. Eitthvað reyndust
fréttir brogaðar af þessu tiltæki Filippusar,
var jafnvel álitið að Pusi væri allur fyrir
einhverjum árum. Andlátsfregnir af
Filippusi reyndust sem betur fer stórlega
ýktar, en blessaður hertoginn verður nefni-
lega 96 ára þann 10. júní næstkomandi.
Þónokkrir af hagyrðingum Bændablaðsins
fundu sig knúna til yrkinga vegna þessara
misvísandi fregna af stöðu Filippusar.
Skarphéðinn Ásbjörnsson sendi mér
símavísu, leitandi sannleikans:
Í asagangi erilsins
er ég af visku snauður,
og spyrja verð, hvort Pusi prins
sé pottþétt ekki dauður?
En Hjálmar Freysteinsson læknir, og
sveitungi Skarphéðins, eyðir allri óvissu
um tilveru Filippusar:
Dauft er í höllu drottningar,
dagurinn gleðisnauður.
Filippus orðinn algert skar
þótt ekki sé hann nú dauður.
Í ljósi ofanskráðra vísna verða efn-
istök þáttarins ofurlítið „ellibleik“.
Guðmundur Böðvarsson, afabróðir
Guðmundar Böðvarssonar, skálds á
Kirkjubóli í Hvítársíðu, orti í hárri elli:
Hér á velli hófst oft leikur
heyrðist skellihláturinn.
Nú er elliblærinn bleikur
búinn að hrella þanka minn.
Friðrik Jónsson póstur, kenndur við
Kraunastaði í Aðaldal, orti þá nokkuð
við aldur:
Margt er það sem manni brást
og maður reyndi að vona,
það er ekki um það að fást,
þetta fór nú svona.
Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum orti
á áliðinni ævi:
Manndómsára þrýtur þrek,
þokast sár um veginn.
Tímans bára brýtur sprek,
breikkar skárinn sleginn.
Guðmundur Sigurðsson útvarpsmaður
dvaldi um skeið á sjúkrahúsi. Til aldraðs
manns í næsta rúmi orti Guðmundur:
Nálgast grand og neyðarstand,
nálykt andar blærinn.
Beislar fjandinn bleikan gand
bak við landamærin.
Nóttin herjar nær og fjær,
nestið ber ég glaður.
Innan skerja ákaft rær
uppheims ferjumaður.
Þótt Guðmundur Kamban skáld létist
fyrir aldur fram, eða 57 ára, þá var sem
hann sæi feigðina fara að:
Þegar við mér gröfin gín
og gengur sól að viði,
láttu ekki Drottinn ljós til mín,
lof mér að sofa í friði.
Þegar fregnin um víg Guðmundar
Kambans barst til Íslands, þá orti Jón
skáld Þorsteinsson á Arnarvatni, þá orðinn
blindur, þessa vísu, sem jafnframt er talin
hans síðasta vísa:
Heyr mig Loki Hvítássbani,
hvar er mistilteinn?
Fá mér blindum fimmtán Dani
fyrir Kamban einn.
177
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
Árnesingakórinn, sem verður með 50 ára afmælistónleika 17. maí og styrktartónleika 20. maí.
LÍF&STARF
60 ára afmæli Tónlistarskóla Rangæinga
Tónlistarskóli Rangæinga fagnar 60 ára
afmæli sínu á árinu en glæsilegir afmælistón-
leikar voru haldnir í Hvolnum á Hvolsvelli
mánudaginn 1. maí.
Markmið og stefna skólans er að nemendur
hans stefni allir í átt að því að ljúka fullgildum
áfangaprófum frá skólanum. Hvort heldur sem
þeir hyggjast gera tónlistina að lífsviðurværi
og/eða njóta hennar sem lífsfyllingar.
Þrettán kennarar starfa við skólann og nem-
endur hans eru 289, 170 í einkanámi og 119
í forskóla.
Upphaf Tónlistarskóla Rangæinga má rekja
til þess að Björn Fr. Björnsson sýslumaður
hratt stofnun hans í framkvæmd um áramótin
1955–56, vel studdur af sýsluskrifara sínum,
Pálma Eyjólfssyni, og fleira hugsjónafólki í hér-
aði. Fyrsti kennarinn kom akandi með mjólkur-
bílnum frá Selfossi, Guðmundur Gilsson, ungur
og þá nýráðinn org-
anisti, kórstjóri og
tónlistarskólastjóri
þar á bæ. Allir lögðust á eitt að þetta gæti gengið
og fyrsti hópurinn taldi hátt í 30 nemendur.
/MHH
Kristjana Laufey Adolfsdóttir spilaði og söng nokkur frumsamin lög, virkilega
vel gert hjá henni.
foreldrar þeirra. Þau spiluðu Maja átti lítið lamb.
Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Sigríður Aðalsteinsdóttir, skólastjóri tónlistarskólans, ávarpaði gesti
við upphaf 60 ára afmælistónleikanna og sá um að kynna atriði
nemenda.