Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 8

Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Í byrjun maímánaðar sendi Matís frá sér fréttatilkynningu með fyr- irsögninni Fullyrðingar um heil- næmi íslensks sjávarfangs duga ekki. Þar var greint frá því að vöktunarverkefni á vegum Matís hefði verið endurvakið, sem felst í að fylgjast kerfisbundið með óæskilegum efnum í íslenskum sjávarafurðum í þeim tilgangi að sýna fram á stöðu þeirra með til- liti til öryggis og heilnæmis, meðal annars fyrir útflutning. Í tilkynningunni kemur fram að íslenskt sjávarfang hafi lengi verið markaðssett þannig að áhersla væri lögð á hreinleika og heilnæmi þess. Það dugi hins vegar skammt ef ekki sé hægt að styðja það með vönduðum og vel skilgreindum vísindalegum gögnum. Helga Gunnlaugsdóttir er faglegur leiðtogi hjá Matís. Hún segir að ekki hafi fengist fjármagn frá 2012 til að halda verkefninu gangandi og því hafi hlé verið gert á þessari gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013–2016. „Hagaðilar í sjávarútvegs- bransanum höfðu miklar áhyggjur af þessu af því að þeir höfðu mikið notað niðurstöðurnar, sem voru birtar í opnum skýrslum á vef Matís, til að sýna fram á stöðuna. Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi báðu því um fund með þáverandi sjávarútvegsráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, í nóvember 2014 þar sem þau lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðu mála,“ segir Helga. „Starfshópur var skipaður á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) sem fór yfir möguleikana á því að halda áfram vöktun á óæskilegum efnum í íslensku sjávarfangi í framtíðinni og lauk hann störfum í mars 2016. Starfshópurinn skrifaði stutta skýrslu með aðgerðarlista og gerði kostnaðarmat fyrir aðgerðirnar. Það var síðan lagt til grundvallar fyrir lágmarksvöktun á afurðum úr auðlindinni og ákveðin upphæð sett inn í fjárlagarammann fyrir 2017 til að standa straum af því. Reiknað er með að svo verði einnig næstu fjögur árin að minnsta kosti. Eftir að fjárlagafrumvarpið hafði verið samþykkt gerði ANR þjónustusamning við Matís um að sjá um verkefnastjórn og framkvæmd þessa verkefnis til eins árs. Verkefnið Matís hófst í mars 2017 og stefnt er að því að taka sýni af helstu útflutningstegundum íslensks sjávarfangs og mæla styrk óæskilegra efna; til dæmis ýmissa díoxín-efna, PCB-efna, varnarefna og þungmálma. Matvælastofnun fylgist með landbúnaðarafurðum Eftirlit með óæskilegum efnum í landbúnaðarvörum er í umsjá Matvælastofnunar. Kröfur í reglugerð, sem byggir á tilskipun frá Evrópusambandinu (ESB), gera ráð fyrir reglulegum sýnatökum úr þeim. Ingibjörg Jónsdóttir, fag- sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, segir að fyrst og fremst sé fylgst með lyfjaleifum. „Hluti sýnanna fer þó í greiningar á aðskotaefnum eins og þungmálmum, myglueitri, og þrávirkum lífrænum mengunarefnum eins og díoxínlík PCB-efni og fleirum. Í reglugerðinni er tiltekinn lágmarksfjöldi sýna af hverri dýrategund og hvaða mælingar skuli framkvæma. Núna síðustu ár hafa verið tekin á milli 1.100 og 1.300 sýni á hverju ári. Matvælastofnun, og áður embætti yfirdýralæknis, hafa séð um framkvæmdina. Niðurstöðurnar eru notaðar til að sýna fram á heilnæmi og öryggi íslenskra landbúnaðarafurða og þær eru einn af lykilþáttum í samningum og umsóknum um markaðsleyfi til Bandaríkjanna og fyrir tollabandalagið Eurasian Economic Union (EAEU). Einnig nýta sláturhús, fiskeldisstöðvar og mjólkurstöðvar sér þessar niðurstöður þegar leitað er að kaupendum erlendis. Það að íslenskar vörur eru í frjálsu flæði á Evrópska efnahagssvæðinu byggir á því að við uppfyllum þessar kröfur um sýnatökur og greiningar og sendum niðurstöðurnar árlega til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA,“ segir Ingibjörg. Að sögn Ingibjargar birtast niðurstöður árlega í Starfsskýrslu Matvælastofnunar. Hægt er að nálgast þær í gegnum vef stofnunarinnar, undir útgáfa. /smh Eftirlit með óæskilegum efnum í sjávar- og landbúnaðarafurðum: Mikilvægt vegna markaðs setningar á erlendum mörkuðum – Fjármagn fékkst á ný til vöktunar á efnum í íslenskum sjávarafurðum Aðalfundur Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum: Vill fá réttlátari skiptingu á svæðisbundnum stuðningi Aðalfundur Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum haldinn að Reykhólum 7. apríl 2017 skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að nota það svigrúm sem skapast á næsta ári með auknu fjármagni til svæðisbundins stuðnings, til að ná fram réttlátari útdeilingu fjárins en hráar tillögur Byggðastofnunar gera. Fundurinn áréttar fyrri ályktanir Vestfirðinga að Vestfirðir allir falli undir ákvæði um svæðisbundinn stuðning, enda er sauðfjárrækt að öðru jöfnu mikilvægari eftir því sem norðar dregur þar sem norðlæg lega dregur úr möguleikum til hvers konar ræktunar. Enda hefur byggðaþróun á Vestfjörðum verið sú neikvæðasta á landinu. Þá segir í ályktun fundarins að ekki verði gerð ríkari krafa um fjárfjölda en í fyrri samningi varðandi svæðisbundinn stuðning. Enda hafi sú breyting komið fram eftir að samningurinn hafði farið í almenna atkvæðagreiðslu og kynnt hafði verið aukið fjármagn til svæðisbundins stuðnings. Fundurinn telur eðlilegt að ákvæðið um Árneshrepp gildi einnig um bæi þar sem samgöngur eru sambærilegar eða lakari en við Árneshrepp. Einnig skorar fundurinn á stjórnir B.Í. og L.S. að leggja málinu lið til að ná fram réttlátari skiptingu fjárins. /HKr. Matarauður Íslands er nýtt heiti á verkefni sem áður hét Matvælalandið Ísland. Það heyrir undir sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra og snýst um mat- vælaframleiðslu, matarmenningu og matarferðaþjónustu á Íslandi. Í tilkynningu frá Brynju Laxdal, verkefnisstjóra Matarauðs Íslands, kemur fram að Matvælalandið Ísland reyndist frátekið. „Matarauður Íslands er með tilvísun í matvælaauð- lindina og hliðarafurðir hennar og hefur skírskotun í matarmenningu og stolt. Matur er öflugt markaðsafl og mikilvægt að nýta aukinn áhuga á matarferðaþjónustu með því að setja aukinn slagkraft í uppbyggingu og markaðssetningu þeirrar matarsér- stöðu sem hver landshluti býr yfir. Á þessu ári er gert ráð fyrir að rúmlega tvær milljónir erlendra ferðamanna sæki Ísland heim og ef hver ferða- maður dvelur að meðaltali í 7 daga og borðar tvisvar á dag má reikna með að daglega bætist 77.000 mál- tíðir við neyslu Íslendinga.“ Að skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri „Tilgangur verkefnisins er að skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri í tengsl- um við matvælaiðnað og matarferða- þjónustu um land allt í sátt við sjálf- bæra þróun og vilja heimamanna. Sömuleiðis verður unnið að því að efla jákvæða ímynd og vitund um íslenskar afurðir og staðbundna mat- armenningu hér innanlands. Samvinna og þekkingaryfirfærsla eru drifkraftar nýsköpunar og framþróunar. Hugsunin hjá stjórnvöldum er því að vinna þvert á greinar tengdum matvælum til að ná fram samlegðaráhrifum. Matvælageirinn tengist til dæmis orku-, umhverfis-, heilbrigðis- og ferðageiranum. Búið er að móta stefnu og er verið að vinna að því að stilla upp byrjunarverkefnum. Orðræðan um íslensk matvæli þarf að hverfast um stolt og þekk- ingu enda búa Íslendingar við þau skilyrði að geta framleitt gæðavör- ur í sátt við sjálfbæra þróun. Við þurfum hins vegar að gæta vel að stöðugleika gæða og bregðast við aukinni gæða- og umhverfisvitund neytenda í matvælum. Aukin krafa er um lífræna ræktun, rekjanleika og upprunavottun og meiri ásókn er í svæðisbundin matvæli sem gefa af sér minna sótspor. Verkefninu lýkur í desember 2021 og er Brynja Laxdal verkefnastjóri þess. Í verkefnastjórn Matarauðs Íslands sitja Páll Rafnar Þorsteinsson formaður og Baldvin Jónsson fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins, Hanna Dóra Hólm Másdóttir fyrir innanríkisráðuneytið og Ásborg Ósk Arnþórsdóttir fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins. Eftir er að skipa einstak- linga í samráðshóp verkefnisins sem ætlað er að vera verkefnastjórn og verkefnastjóra til ráðgjafar,“ segir í tilkynningunni frá Matarauði Íslands. /smh Matvælalandið Ísland verður Matarauður Íslands Góð afkoma hjá Jötni vélum á síðasta ári Fyrirtækið Jötunn vélar ehf. var á síðasta ári rekið með tæplega 70 milljóna króna hagnaði fyrir skatta að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Jötunn er umboð fyrir fjölda tækja og búnaðar fyrir landbúnað og verktaka, m.a. hinar frægu Massey Ferguson dráttarvélar Hagnaður eftir skatta var 55,4 milljónir króna. Þetta er umtalsverð aukning hagnaðar frá rekstrarárinu 2015 en veltuaukning milli ára var tæplega 20%. Heildartekjur fyrirtækisins námu rúmlega 2,8 milljörðum króna í fyrra en 2,4 milljörðum árið 2015. Kraftur í landbúnaðinum „Við erum mjög ánægð með þennan árangur á síðasta ári. Þetta endurspeglar þann kraft og uppbyggingu sem er í landbúnaði á Íslandi um þessar mundir. Fjárfesting í landbúnaði er vaxandi, bæði eru bændur að ráðast í endurnýjun tækja eftir samdráttarskeið en einnig eru vaxandi nýfjárfestingar í landbúnaði, mismiklar þó eftir einstökum greinum,“ segir Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns. Dráttarvélasala enn að aukast Sala nýrra dráttarvéla varð nánast engin við efnahagshrunið en hefur hægt og bítandi náð sér á strik á nýjan leik. Finnbogi telur þann markað enn eiga eftir að vaxa. Í fyrra voru 150 nýjar dráttarvélar seldar hér á landi og er markaðshlutdeild Jötuns í dag um 50%. „Okkur tókst að komast í gegnum hrunárin í krafti fjölþættrar þjónustu okkar og höfum markvisst verið að byggja fyrirtækið upp, meðal annars með öflugum verslunum á Akureyri og Egilsstöðum. Kjarni okkar starfsemi er þjónusta við landbúnaðinn, líkt og verið hefur frá upphafi, og koma um 90% tekna félagsins þaðan.“ Finnbogi segir ljóst að land- búnaðurinn njóti góðs af auknum ferðamannastraumi. „Spurn eftir matvælum hefur aukist ár frá ári að undanförnu. Það hafa líka skapast ný atvinnutækifæri í ferðaþjónustu til sveita að undanförnu og það eflir þær til búsetu. Allt styður þetta hvert annað og okkar hlutverk er að veita landbúnaði og sveitunum sem besta og víðtækasta þjónustu, og styðja við framþróun og uppbyggingu,“ segir Finnbogi. FRÉTTIR Brynja Laxdal er verkefnisstjóri Matarauðs Íslands. Mynd / smh Matís hefur gert þjónustusamning við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið um að vakta óæskileg efni í sjávarfangi. Myndir / BBL Kröfur í reglugerð, sem byggir á tilskipun frá Evrópusambandinu, gera ráð fyrir eftirliti með óæskilegum efnum í landbúnaðarvörum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.