Bændablaðið - 11.05.2017, Síða 10

Bændablaðið - 11.05.2017, Síða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Bújörðin Bessastaðir, búskap- ur þar og þróun landbúnaðar á Álftanesi, hefur verið mun merki- legri í landbúnaðarsögu Íslands en haldið hefur verið á lofti. Það kom glögglega fram í erindi sem dr. Ólafur R. Dýrmundsson hélt í gamla skólahúsinu á Bjarnastöðum á Álftanesi laugar- daginn 6. maí. Það var Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla og Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness sem stóðu að fræðsluerindi og göngu- ferð í Bessastaðanesi laugardaginn 6. maí sl. Í erindi dr. Ólafs, sem hann nefndi „Bújörðin Bessastaðir, búskapur þar og þróun landbúnaðar á Álftanesi“, kom hins vegar fram að í hugum flestra Íslendinga hafi fyrst verið ræktaðar kartöflur á Íslandi í Sauðlauksdal við Patreksfjörð 1760 af séra Birni Halldórssyni. Minna er þó haldið á lofti þeirri staðreynd að sænski baróninn Wilhelm Hastfer ræktaði kartöflur á Bessastöðum fyrstur manna á Íslandi tveim- ur árum áður, eða sumarið 1758. Þá stundaði Lauritz Thodal sem var stiftamtmaður á árunum 1770 til 1785, töluverða kartöflurækt á Bessastöðum í framhaldi af tilraun Hastfer. Haustið 1776 var kartöflu- uppskeran hjá honum t.d. 13 og hálf tunna. Það verður þó ekki af séra Bjarna skafið að hann var samkvæmt heim- ildum fyrstur innfæddra Íslendinga til að hefja kartöflurækt hér á landi, allavega á síðari öldum. Umdeild saga landnáms Fátt er þó vitað með vissu um rækt- unartilburði frumbyggja landsins og margt bendir reyndar til að sagn- fræðin sem kennd hefur verið um landnám Íslands 874 standist illa eða alls ekki. Ýmsar seinni tíma rannsóknir og örnefni þykja líka benda til að hér hafi menn af írsk- um uppruna hafið búsetu mun fyrr en Ingólfur Arnarson. Trjárækt og sagnfræðin Líkt hefur verið farið með frásagnir um fyrstu tilraunir í skógrækt í kjölfar kuldaskeiðsins sem hófst á Íslandi upp úr miðri þrettándu öld. Þó halda megi fram með réttu að samfelldar tilraunir til skógræktar á Íslandi megi rekja til Furulundarins á Þingvöllum árið 1898, þá hófust skógræktartilraunir fyrst á Bessastöðum nær 130 árum fyrr. Í erindi dr. Ólafs kom fram að tilraunir við trjárækt voru gerðar á Álftanesi fyrir tilstuðlan Lauritz Thodal þegar árið 1770. Þá flutti hann inn trjátegundir í tilraunaskyni sem áttu þó erfitt uppdráttar á berangrinu og í særokinu á Bessastöðum. Þetta var 127 árum fyrr en plantað var í furulundinn á Þingvöllum. Skógræktartilraunirnar á Þingvöllum 1899 voru einnig að tilstuðlan Dana. Þar var á ferð danski sjóliðsforinginn Carl H. Ryder. Hann fékk skógfræðiprófessorinn Carl V. Prytz til liðs við sig og saman stofnuðu þeir Islands Skovsag. Sama ár keypti ríkið tvo höfuðskóga Íslands, Hallormsstaðaskóg og Vaglaskóg, til að forða þeim frá eyðingu. Með lögunum var Skógrækt ríkisins síðan stofnuð og Agner F. Kofoed-Hansen var síðan ráðinn skógræktarstjóri og tók hann til starfa 15. febrúar 1908. Stórbú á Bessastöðum Þá kom líka fram í orðum dr. Ólafs að á Bessastöðum var um tíma rekið stórbú með töluverðri túnrækt. Um 1941 þegar Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti Íslands, kom að Bessastöðum voru túnin um 30 hektarar og af þeim fengust um 1400 hestburðir. Var þetta þá að sögn Ólafs með merkilegri jörðum á landinu. Þá og löngu áður hafði verið stunduð nautgriparækt á jörðinni, sauðfjárrækt, hrossarækt, alifuglarækt, kornrækt, hörrækt, dúntekja og grænmetisrækt af ýmsum toga. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson hefur áður haldið erindi um þátt Bessastaða og Álftaness í landbúnaðarsögu Íslands. Það var á málþingi Félags um átjándu aldar fræði sem haldið var í Þjóðarbókhlöðunni í maí á síðasta ári. Bændablaðið mun reyna að gera búskap á Bessastöðum og Álftanesi betur skil síðar. Eftir erindið var farin gönguferð um Bessastaðanes. Þar benti Ólafur á kennileiti sem afmarka afrétt Álftnesinga og sagði: „Það sjást bókstaflega öll fjöll þarna, eins konar „panorama“, líkt og þegar maður er úti í Garði á Reykjanesskaga.“ Ólafur vakti athygli á að þótt afrétturinn væri orðinn að þjóðlendu, þá væri beitarrétturinn óskertur sem slíkur. Samið hafi verið um að nýta megi afgirt fjárhólf í Krýsuvík. Gísli Guðjónsson, sonur umsjónarmanns æðarvarpsins í Bessastaðanesi, leiddi gönguna um svæðið og kynnti hvernig staðið væri að æðarræktinni þar. Hann útskýrði hvernig aðstæður gætu ráðið því að fuglinn sækir nú í að verpa í kjarrgróðri á einum hólma, á meðan varp dregst saman á öðrum hólma, þar sem hvönn hefur haslað sér völl. /HKr. Viðteknar skoðanir um þróun landbúnaðar á Íslandi nokkuð gloppóttar: Álftanes og Bessastaðir voru mun áhrifameiri en oftast er talið Matthías Eggertsson, fyrr- verandi ritstjóri Freys, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 24. apríl síðastliðinn, áttræður að aldri. Matthías helgaði landbúnaðin- um krafta sína alla starfsævina. Foreldrar hans voru Eggert, starfsmaður Flugfélags Íslands og kvæðamaður í Reykjavík, og Jóhanna, garðyrkjufræðingur og húsmóðir. Þann 26. maí árið 1962 kvæntist Matthías Margréti Guðmundsdóttur, kennara frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Þau eignuðust þrjú börn. Matthías ólst upp í Reykjavík en var í sveit á sumrin í Meðallandinu þar sem hann átti rætur sínar að rekja. Nýkominn úr námi frá Landbúnaðarháskólanum á Ási, þar sem sérgrein hans var jarðrækt, réðst hann til starfa sem tilrauna- stjóri á Skriðuklaustri árið 1962. Árin 1971–80 var hann kennari við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og frá árinu 1980 til 2007 var hann starfsmaður Búnaðarfélagsins og síðar Bændasamtakanna í Bændahöllinni, lengst af sem ritstjóri Búnaðarblaðsins Freys og Handbókar bænda. Eftir að Matthías hætti formlega störfum hjá BÍ hélt hann ágætu sambandi við sinn gamla vinnustað og var m.a. haukur í horni við útgáfu Bændablaðsins. Lesendur kannast eflaust við þýðingar úr norskum bænda- og landsbyggðarblöð- um sem Matthías snaraði yfir á íslensku ef honum þótti þær eiga erindi. Matthías var mikill málverndar- maður og var umhugað um að menn skrifuðu vandaða íslensku. Hann las yfir handrit, ræður, ályktanir og ýmsa aðra texta fyrir samstarfs- fólk sitt í Bændahöllinni og taldi það ekki eftir sér þótt margt annað væri á hans könnu. Á tímabili las hann yfir efni Bændablaðsins fyrir prentun. Hann fylgdist með því að blaðamenn og aðrir höfundar færu rétt með, einkum hvað varðar nöfn og staðarheiti en einnig ýmislegt sem varðar landbúnað, vinnubrögð, forn og ný, vinnuaðferðir, hugtök og heiti af ýmsu tagi. Þetta kom sér oft vel og forðaði blaðinu og starfsmönnum þess frá því að verða sér til skammar. Ábendingum kom hann fimlega til skila og kunni þá jafnvægislist að móðga ekki menn um leið og hann færði texta til betri vegar. Auk ritstjórnarstarfa og greina í blöð og tímarit skrifaði Matthías kennslubækur í jarðrækt og bún- aðarhagfræði og kennslubókina Áburðarfræði, ásamt Magnúsi Óskarssyni, árið 1978. Búfræðingar þekkja vel það rit enda notað um árabil bæði á Hvanneyri og Hólum við kennslu í jarðrækt. Hann sá um og ritstýrði ýmsum sérritum land- búnaðarins og var formaður rit- nefndar ritsins „Íslenskir búfræði- kandídatar“ sem kom út árið 1985. Útför Matthíasar fór fram frá Neskirkju við Hagatorg 3. maí síðastliðinn. Að leiðarlokum þakka Bændasamtökin og Bændablaðið fyrir þann tíma sem Matthías Eggertsson starfaði fyrir íslenska bændur og votta Margréti og afkomendum þeirra hjóna samúð. /Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri útgáfu- og kynningarsviðs BÍ. Minning: Matthías Eggertsson Landvernd hefur stefnt Landsneti vegna háspennulínu frá Kröflu til Þeistareykja. Landvernd telur að vegna verulegra annmarka á umhverfismati beri að fella úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. Héraðsdómur Norðurlands eystra féllst á flýti- meðferð vegna málsins sem átti að þingfesta fimmtudaginn 11. maí. Samkvæmt fréttatilkynningu vill Landvernd með dómsmálinu koma í veg fyrir eyðileggingu eldhrauna og víðerna við Mývatn. Samtökin telja að unnt sé að flytja raforku til Bakka án þess að raska náttúruverðmætum á þann hátt sem Landsnet áætlar. „Það er ekki búið að umhverfis- meta valkosti sem sneiða framhjá náttúruverðmætunum, s.s. eld- hraunum og víðernum. Ekkert umhverfismat hefur farið fram á jarðstrengjum og það teljum við á skjön við umhverfismatslög- gjöfina,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Samkvæmt stefnunni mun fram- kvæmdin raska Leirhnjúkshrauni á óafturkræfan hátt, auk þess sem hún myndi raska Neðra- Bóndhólshrauni, en bæði þessi hraun njóta verndar skv. náttúru- verndarlögum. „Kröflulínu 4 á að reisa með að meðaltali 23 metra háum möstrum sem reist eru á mastraplönum sem verða 100 til 200 fermetrar að stærð hvert. Með allri línunni verður lagður línuvegur. Frá möstrum eru jarðskautsborðar plægðir í jörð mislanga vegalengd og á að plægja þá í vegslóða þar sem hægt er. Framkvæmdin er sveitarfélagamarka Skútustaða- hrepps að töluverðu leyti í hrauni og mun skerða óbyggð víðerni,” segir í stefnunni. Einnig segir þar að Landvernd hafi sent kröfu um að nýtt umhverfismat færi fram fyrir Kröflulínu 4 til Skipulagsstofnunar árið 2015. „Við bentum á það fyrir tveim- ur árum að endurgera þyrfti umhverfismatið. Við höfum því haft tíma,“ segir Guðmundur Ingi. Hæstiréttur hefur nýverið ógilt framkvæmdaleyfi fyrir háspennulínum á Suðurnesjum þar sem ekki hafa verið skoðaðir jarðstrengjakostir. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið beindi því til Skipulagsstofnunar í fyrra að endurskoða málsmeðferð vegna Blöndulínu 3, vegna sama annmarka. Á sama hátt telur Landvernd að umhverfismat verði að fara fram á jarðstrengjum á fyrirhugaðri línu frá Kröflu. „Einungis þannig verði hægt að meta hvaða valkostir í raforku- flutningi á svæðinu hafa minnst áhrif á einstaka náttúru norðan Mývatns,“ segir í fréttatilkynningu Landverndar. /ghp Landvernd stefnir Landsneti Embluverðlaunin: Tilnefningar frá Íslandi FRÉTTIR Matthías Eggertsson var ritstjóri Freys í tæpan aldarfjórðung. Mynd / TB Frá fundinum á Bjarnastöðum og erindi dr. Ólafs R. Dýrmundssonar um bújörðina Bessastaði og landbúnað á Álftanesi. Myndir / HKr. Ólafur R. Dýrmundsson. Dómnefnd hefur tilnefnt fulltrúa frá Íslandi til E m b l u v e r ð - launanna sem verða veitt í Kaupmanna- höfn 24. ágúst á sama tíma og ein stærsta matarhátíð Norðurlandanna fer fram þar í borg, Copenhagen Cooking. Embla er heitið á nor- rænum matarverðlaunum sem öll bændasamtök á Norðurlöndunum standa að í samvinnu við norrænu ráðherranefndina. Alls eru sjö verðlaunaflokkar en þeir eru ásamt tilnefndum fulltrúum frá Íslandi: Hráefnisframleiðandi Friðheimar. Tómataframleiðsla, veitingastaður og ferðaþjónusta. Matur fyrir marga Eldum rétt. Heimsending á uppskrift- um og hráefni til eldunar. Matur fyrir börn og ungmenni Vakandi – Rakel Garðarsdóttir og Hrefna Rós Sætran fyrir barnamat sem unninn er úr íslenskum hráefnum. Matarfrumkvöðull Pure Natura ehf. – Framleiðsla á bætiefnum úr íslenskum hráefnum; innmat og villtum jurtum. Matvælaiðnaðarmaður Saltverk. Saltframleiðsla á Reykjanesi á Vestfjörðum sem nýtir jarðhita og fornar vinnsluaðferðir. Mataráfangastaður Siglufjörður. Gamli síldarbærinn byggir á sögu og tengir hana við vandaða afþreyingu og fjölbreytta matsölustaði. Kynningarherferð Icelandic Lamb. Markaðsfærsla og vörumerkjaþróun á afurðum íslensku sauðkindarinnar. Í dómnefndinni sitja þau Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti, Bjarni Gunnar Kristinsson, matreiðslu- meistari í Hörpu og Brynja Laxdal, verkefnastjóri hjá Matarauði Íslands.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.