Bændablaðið - 11.05.2017, Side 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
FRÉTTIR
Umhverfisdagur Hruna-
mannahrepps 12. maí
Verslunin Veiðisport á Selfossi
fagnaði 30 ára afmæli sínu
þriðjudaginn 2. maí með því að
bjóða viðskiptavinum sínum upp
á kaffi og afmælisköku, ásamt
30% afslætti á vörum.
Verslunin selur allt það helsta
sem við kemur veiði. Hjónin Hrefna
Halldórsdóttir og Ágúst Morthens
eiga verslunina og hafa staðið vakt-
ina þar í þessi 30 ár. Veiðisport er
til sölu, ef ekki næst að selja fyrir
haustið verður starfseminni hætt.
/MHH
Ágúst og Hrefna voru hress eins og alltaf þegar þessi mynd var tekin af
þeim á 30 ára afmælisdeginum, 2. maí 2017. Mynd / MHH
Veiðisport 30 ára
Umhverfisdagur Hrunamanna-
hrepps verður haldinn föstudaginn
12. maí.
Dagurinn byrjar á að nem-
endur Flúðaskóla og leikskólans
Undralands taka virkan þátt í til-
tektinni á Flúðum og verður hafist
handa kl. 10.20 og nánasta umhverfi
skólanna hreinsað. Klukkan 16.00
hefst svo gamli góði rusladagurinn
undir styrkri stjórn ruslamálaráð-
herra, Sigmundar Brynjólfssonar.
Safnast verður saman við
Félagsheimilið og ruslapokar og
einnota hanskar verða á staðnum.
„Skorað er á alla íbúa
sveitarfélagsins að fjarlægja allt
rusl af umráðasvæði sínu og stuðla
þannig að því að fallegi hreppurinn
okkar líti enn betur út og verði okkur
öllum til sóma. Umhverfisnefnd
Hrunamannahrepps mælist til
að eigendur fyrirtækja og fólk á
lögbýlum noti tækifærið og hreinsi
til í kringum starfsemi sína og jarðir.
Gaman væri að landeigendur tíni rusl
með vegum fyrir sínu landi“, segir
í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Í
lokin er þátttakendum síðan boðið
í grillveislu í Lækjargarðinum á
Flúðum. /MHH
Teljari settur upp við Gullfoss
Teljari hefur verið settur upp við
Gullfoss en hann telur alla þá
sem fara um göngustíginn sem
liggur frá Gullfoss kaffi og niður
að stiga.
Mælirinn er færanlegur og er
ætlað að gefa upplýsingar um fjölda
fólks á friðlýstum svæðum á vegum
Umhverfisstofnunar. Samkvæmt
mælingum lögðu ein milljón og
tvö hundruð þúsund manns leið
sína upp að Gullfossi á síðasta ári,
að því er fram kemur í frétt á vef
Umhverfisstofnunar. /MÞÞ
Dráttarvélarisinn John Deere útnefnir Íslyft sem umboðsaðila á Íslandi:
Valið úr hópi nokkurra fyrirtækja
Markaðsmiðstöð dráttarvéla-
framleiðandans John Deere á
svæði 2 í Mannheim í Þýskalandi
sendi frá sér yfirlýsingu 30.
mars. Þar var því lýst yfir að
Íslyft ehf. sé frá og með þeim
degi umboðsaðili fyrirtækisins
á Íslandi.
Þar segir einnig að Íslyft hafi
verið valið úr hópi nokkurra
fyrirtækja sem skoðuð voru.
Fyrirtækið hafi verið valið
vegna góðrar sögu á markaði og
reynslu af þjónustu með vörur
fyrir landbúnað og til annarra
nota. Íslyft muni því annast alla
sölu- og varahlutaþjónustu fyrir
John Deere á Íslandi. Þá segir að
með beintengingu og aðstoð frá
John Deere muni Íslyft geta veitt
þjónustu í hæsta gæðaflokki til
að sinna þörfum núverandi og
framtíðar viðskiptavina John Deere
á Íslandi.
Íslyft er með aðstöðu í Vesturvör
32 í Kópavogi. Fyrirtækið er m.a.
þekkt fyrir sölu gaffallyftara frá
Linde og á skotbómulyfturum frá
Merlo. Einnig hefur fyrirtækið
annast sölu á ýmiss konar
rekstrarvörum. Þá hefur Íslyft
annast sölu á Goupil rafbílum með
góðum árangri. /HKr.
– Nánar um nýja umboðið á bls.
24
John Deere er aðallega í
eigu Bandaríkjamanna en
eignarhaldið er mjög dreift
og nær m.a. til Þýskalands.
Stærstu hluthafarnir eiga þar
samt ekki meira en í kringum
7% eignarhlut. Þar er líka að
finna tvö af þekktustu nöfnun-
um í fjármálaheiminum, þá Bill
Gates með 7,5% hlut og fjár-
festirinn Warren Buffet, sem
einnig er með 7,5% hlut. Báðir
hafa átt sína hluti í John Deere
mjög lengi.
John Deere framleiðir vélar
og tæki á mjög fjölbreyttu sviði.
Þungavinnuvélar eru þar á meðal
en þær eru þó ekki seldar utan
Bandaríkjanna. Það eru hins vegar
dráttarvélarnar, golfbílar og fleira.
John Deere er með um 70%
hlutdeild í dráttarvélasölunni
í Bandaríkjunum og leiðandi í
Evrópu og á fleiri mörkuðum
víða um heim. Fyrirtækið eyðir
á hverjum degi ársins um 5
milljónum dollara í þróunarvinnu.
Eins og hjá fleiri dráttarvéla- og
vinnuvélaframleiðendum dró úr
sölunni hjá John Deere í kjölfar
efnahagshrunsins 2008. Hefur t.d.
verið töluverður samdráttur í nettó-
sölu síðastliðin þrjú ár, eða úr rúm-
lega 36 milljörðum dollara 2014 í
26,6 milljarða á síðasta ári. Þrátt
fyrir samdrátt er hagnaður á öllum
póstum nema í sölu á jarðýtum og
öðrum þungavinnuvélum sem og
á sölu tækja fyrir skógariðnaðinn.
Virðist þar vera nokkur sam-
svörun við þróun og stöðu hjá
þungavinnuvélarisum á borð við
Caterpillar. Það fyrirtæki er samt
stærra í sniðum með 35,7 milljarða
dollara sölu á síðasta ári á móti
52,1 milljarði dollara 2014, en
var að skila nokkru tapi í fyrra.
Til samanburðar bætti japanski
risinn Komatsu aftur á móti stöðu
sína á heimsvísu milli áranna 2014
og 2015 í jenum talið. Heldur dró
úr sölu hjá þeim í fyrra en spáð er
aukningu fram á næsta ár.
John Deere, eða Deere &
Company, er síðan að skila
talsvert betri árangri en flestir
aðrir vinnuvélaframleiðendur sem
skráðir eru í S&P 500 vísitölunni
og er þar á pari við meðalvísitölu.
Þá hyggst John Deere gera sig
mjög gildandi í umhverfismálum
og kynnti t.d. í ársbyrjun stóra
dráttarvél knúna rafmagni. Þá
er mikil áhersla lögð á að mæta
kröfum um aukna sjálfbærni í
landbúnaði. /HKr.
Með Bill Gates og Warren Buffet
sem stærstu einstaka hluthafa
Milljarðamæringurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, á 7,5% hlut í John
Deere-samsteypunni. Hann var lengi vel ríkasti maður heims með metn-
-
gerðarmála og hefur tilkynnt að hann muni gefa 95–99% eigna sinna til
slíkra mála áður en hann deyr. Mynd / Hörður Kristjánsson
Deere, en hann var nú í mars talinn
annar ríkasti maður heims með
eignir upp á 78,7 milljarða dollara.
John Deere er með mjög breiða framleiðslulínu og dráttarvélar af öllum stærðum. Þessi mynd var tekin á sýningu
í Hannover 2015. Mynd /HKr.