Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Aðalfundur Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga var haldinn á Kiðagili í Bárðardal nýverið. Vel var mætt, 28 fulltrúar af 30 komu á fundinn auk formanns félagsins og Unnsteins, verkefnastjóra Heimaslóðar. Á fundinum ríkti frábær andi og líflegar umræður í nefndum segir í frétt af fundinum á vefnum 641.is. Fyrir fundinum lágu mörg málefni sem þurfti að leiða til lykta. Samstaða náðist um þær ákvarðanir sem teknar voru. Bestu kýrnar Á fundinum voru að venju veitt verðlaun. Hvatningarverðlaun BSSÞ í sauðfjárrækt og Heiðurshornið féllu að þessu sinni í skaut þeirra Unnar og Flosa á Hrafnsstöðum. Þá voru veitt verðlaun fyrir bestu kýr fæddar 2012 sem byggist á eigin afurðum og kúadómum. Í 1. sæti var kýrin Von frá Dæli. Í 2. sæti kýrin Klemma frá Steinkirkju og í 3. sæti var Sól frá Búvöllum. Viðurkenningu fyrir ára- tugalangt og farsælt starf á vegum búnaðarsambandsins fékk Ingvar Vagnssson og þá fékk viðurkenningu Valþór Freyr Þráinsson fyrir virka innkomu að félagsmálum bænda og hvetjandi framgöngu í nýju starfi. /MÞÞ FRÉTTIR Í svari sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni, fiskifræðings og forstöðumanns Náttúrustofu Norðurlands vestra, um verðmæti veiða í ám og vötnum, kemur fram að árleg heildarumsvif gætu verið á bilinu 14 til 17 milljarðar króna. Bjarni Jónsson hefur sem vara- þingmaður gert ítarlegar fyrirspurnir í samtals 16 liðum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stóraukinna umsvifa fiskeldis í sjó við Ísland. Eigendur laxveiðiáa og veiðirétthafar hafa lýst yfir miklum áhyggjum út af því að þeir telja að fiskur sem sleppur úr kvíum geti haft veruleg áhrif á afkomu villtra laxa- og silungsstofna. Ráðherra hefur nú svarað fyrsta hluta spurninga Bjarna sem voru í þrem liðum: 1. Hefur nýlega verið lagt mat á verðmætasköpun sem veiði í ám og vötnum stendur undir og þýðingu veiða á vatnafiskum fyrir byggð í sveitum landsins, og ef svo er, hverjar eru meginniðurstöður slíks mats? Í svari ráðherra segir að slíkt mat hafi ekki verið framkvæmt nýlega, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann skýrslu árið 2004 að beiðni Landssambands veiðifélaga um efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða á Íslandi. Stuðst við tölur frá 2004 „Sé stuðst við töflu sem þá var sett fram, og tölur úr henni uppreiknaðar til verðlags dagsins í dag, gætu heildarumsvifin verið á bilinu 14 til 17 milljarðar króna. Hafa verður fyrirvara við slíka framreikninga, en áformað mun vera að uppfæra þessa skýrslu og er áætlað að niðurstöður verði kynntar fyrir lok árs.“ Í töflu Hagfræðistofnunar frá 2004 kemur fram að efnahagslegt virði stangveiða er metið frá rúmum 7,8 til rúmlega 9 milljarða króna á ári á þávirði. 2. Telur ráðherra að áform um aukið laxeldi í sjó krefjist nýs verðmæta- og áhættumats fyrir veiði í ám og vötnum? „Markmið laga nr. 71/2008, um fiskeldi, er að skapa skilyrði til uppbyggingar fiskeldis og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Skal í því skyni leitast við að tryggja gæði framleiðslunnar, koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytjastofnum og lífríki þeirra og tryggja hagsmuni þeirra sem nýta slíka stofna. Ráðherra telur mikilvægt að stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja um leið verndun villtra nytjastofna svo sem íslenskra villtra laxastofna. Að tilstuðlan starfshóps um stefnumótun í fiskeldi er vinna hafin við gerð áhættumats vegna erfðablöndunar eldislax við íslenska villta laxstofna. Markmið verkefnisins er að meta hve mikið umfang eldis má vera á hverjum stað án þess að það valdi óafturkræfum skaða á náttúrulegum laxastofnum vegna erfðablöndunar. Í verkefninu eru notuð bestu fáanlegu gögn um hlutfall sleppinga, áhrifa hafstrauma, fjarlægð áa og stofnstærð laxa í ám auk erfðasamsetningar villtra stofna. Tilgangur verkefnisins er að leitast við að gera stjórnvöldum betur kleift að stýra þróun fiskeldis. Hafrannsóknastofnun annast framkvæmd verkefnisins. Að öðru leyti vísast til svars við 1. lið fyrirspurnarinnar.“ 3. Hvernig telur ráðherra að haga beri umgengni um þá auðlind sem villtir íslenskir laxfiskar eru og varðveislu erfðauðlindar þeirra til framtíðar? „Ráðherra telur mikilvægt að stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja um leið verndun íslenskra villtra laxastofna í samræmi við markmið laga um fiskeldi. Þetta beri að gera með öflugu opinberu eftirliti auk innra eftirlits rekstraraðila. Gæta þarf þess að fiskeldisfyrirtæki fari í einu og öllu eftir reglum um eldisaðferðir, sjúkdómsvarnir, sníkjudýr og búnað. Gerð og framkvæmd framangreinds áhættumats er liður í ábyrgu fiskeldi. Meta þarf niðurstöður slíks áhættumats og eftir atvikum bregðast við ef niðurstöður kalla á slík viðbrögð. Jafnframt gerð áhættumats þarf að sinna vöktun í ám og vötnum vegna mögulegrar göngu eldislax upp í íslenskar ár, þannig að fyrir liggi eins réttar upplýsingar um umfang slysasleppinga og göngumynstur eldislax hér við land og mögulegt er,“ segir í svari ráðherra. /HKr. Mikil umsvif vegna veiða í ám og vötnum samkvæmt svari ráðherra: Stangveiðin er mögulega að velta um 14 til 17 milljörðum króna á ári – Engin nýleg úttekt er þó til en vísað til skýrslu Hagfræðistofnunar frá 2004 ... Olíur / Síur / Stýrisenda / Legur / Fóðringar / Sæti / Drifsköft / Skinnur / Bolta / Rær / Þéttisett / Yfirtengi / Ljós / Bremsuborða / Stimpla / Slífar / Pakkningasett / Barka / Púströr / Slöngur / Málningu / Rafgeyma / Beisliskúlur / Splitti / Suðufestingar / Vatnsdælur / Startara / Rafala / Kúplingssett / Perur / Pakkdósir / Viftureimar / Spíssa / Keðjur / Stýri / Öryggisbelti / Mæla / Gaspumpur / Pústgreinar / Dráttapinna / Olíudælur / Takka / ofl. ofl. ofl. Eigum og útvegum varahluti, aukahluti og rekstrarhluti í flestar gerðir dráttavéla. VIÐ EIGUM... Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is ON, Orka náttúrunnar, hefur í samstarfi við N1 og fleiri aðila bætt við þremur hlöðum fyrir rafbíla á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Nokkrir starfsmenn ON óku á rafmagns bílum norður til Akureyrar frá Reykjavík í liðinni viku til að sækja þing Samorku sem þar fór fram. Í blíðunni norðan heiða tók Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra á móti ferðalöngum, en loftslagsmál voru í brennidepli á þinginu. Umhverfisráðherra óskaði Orku náttúrunnar til hamingju með áfangann og sagði orkuskipti í samgöngum vera lykilþátt í áætlunum stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. ON hlaut hæstan styrk úr Orkusjóði um áramótin til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum. Mikilvægt samstarf við N1 Hlöðurnar eru á þjónustustöðvum N1 í Staðarskála í Hrútafirði og á Blönduósi og sú þriðja var sett upp við tengivirki RARIK og Landsnets rétt við Varmahlíð til bráðabirgða. Áður var komin hlaða á þjónustustöð N1 í Borgarnesi. Hraðhleðslur eru í öllum hlöðunum og í þeim verða einnig hefðbundnar hleðslur. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, segir að samstarfssamningur ON við N1, sem gerður var í vetur, hafi nú þegar sannað gildi með því að tekist hafi að brúa þennan fjölfarna hluta hringvegarins fyrir sumarið. „N1 vill bjóða viðskiptavinum þá orkugjafa sem þeir þurfa á þjón- ustustöðvum okkar og þetta er einn áfangi á þeirri leið. Nú geta rafbíla- eigendur slakað á meðan þeir hlaða bílinn og komist norður og suður eftir hentugleika,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, í frétt á vef ON. Hringurinn opnaður rafbílum Orka náttúrunnar hefur lýst þeim áformum að varða allan hringveg- inn hlöðum fyrir rafbíla á næstu misserum. Í erindi sínu á þingi Samorku varpaði Bjarni Már upp korti af áformuðum staðsetning- um. Hann sagði það velta á að ná góðu samstarfi við heimafólk til að finna stöðvunum hentugan stað. Samstarf við RARIK, sem sér um dreifingu rafmagns víðast hvar á landsbyggðinni, hefði verið fram- úrskarandi gott. Í Varmahlíð hefði að auki þurft þátttöku Landsnets sem brugðist hefði skjótt og vel við. Það sýndi að orku- og veitufyrir- tækin væru samhent í orkuskiptum í samgöngum, sem væri eitt okkar stærsta tækifæri í loftslagsmálum. /MÞÞ Fjórar hleðslustöðvar fyrir rafbíla milli Akureyrar og Reykjavíkur Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, Áslaug Thelma Einarsdóttir, forst.maður markaðs- og kynningarmála ON, Telma Sæmundsdóttir (ON), OR og stjórnarformaður ON. Hlöður ON eru nú 16 talsins. Þær fyrstu voru settar upp í Reykjavík Europe á árinu 2014. Nú spanna þær höfuðborgarsvæðið, Suðurnesin Akureyrar þar sem ON setti upp tvær hlöður fyrir ári. Allar bjóða upp á hraðhleðslu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alls var úthlutað 79 milljónum króna til 77 verkefna úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Á myndinni eru þeir styrkþegar sem viðstaddir voru athöfn þegar styrkvilyrði voru veitt. Unnur og Flosi á Hrafnsstöðum hlutu Heiðurshornið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.