Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 16

Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 Forsætisráðherra og umhverf- is- og auðlindaráðherra býður fjölmiðlum að vera viðstaddir þegar sex ráðherrar undirrita samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaráætlunar í loftslags- málum. Tíðindakona Bændablaðsins þiggur boðið. Í anda fundarins þykir henni við hæfi að hjóla á staðinn. Tjarnargata er auðvitað steinsnar og auk þess a.m.k. 10 stiga hiti úti og sól skín í heiði. Markmið áætlunarinnar er að Ísland standi við skuld- bindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum í loftslags- málum. Samstarfs yfirlýsingin leggur áherslu á samstillt átak allra landsmanna, hvort sem þeir teljist til stjórnvalda, atvinnulífs, félagasamtaka og almennings. Með jákvæða ímynd Íslands að leiðarljósi ætla sameinuð verk- efnisstjórn og faghópar að velja hagkvæmar aðgerðir sem skila á fjölþættum ávinningi. Í lok yfir- lýsingarinnar segja ráðherrarnir: „Það er trú okkar að heild- stæð framtíðarsýn og vel útfærð- ar aðgerðir sem miða að því að draga úr losun með aðkomu sem flestra landsmanna verði til þess að varða leiðina til loftslagsvænni framtíðar og styrkja græna ímynd Íslands. Við munum leggja okkar af mörkum til að svo megi verða.“ Sem hluti almennings í þessu landi er fregnkonan í skýjunum yfir afdráttarleysi ráðherranna. Spýtt verður í lófana í umhverfis- málum – undirskriftin er sterkt tákn um þverpólitískan samein- ingarmátt. Allir eiga að standa saman að tryggja lífvænlega fram- tíð næstu kynslóða – sameinuð stöndum vér! Á gírfáknum rennir hún svipaðan spotta og allir sex ráð- herrarnir þurfa að fara frá ráðu- neytum sínum eða Alþingi – innan við kílómetra löng leið. Þegar á fundarstað er komið er ljóst að þetta er viðhafnarfund- ur. Fulltrúar stjórnvaldsins hafa ákveðið að standa heiðursvörð fyrir gesti. Ekki færri en átta nýbónaðar bensíndrifnar kol- bikasvartar bifreiðar eru lagðar kringum Ráðherrabústaðinn. Þetta er í hrópandi ósamræmi við allt sem viðburðurinn stóð fyrir. Það skýtur verulega skökku við að hafa koltvísýringsspúandi ríkisbifreiðar fyrir utan fundarstað meðan samstarf um loftslagsmál er skjalfest. Blaðamannafundurinn er í sjálfu sér lítið annað en tákn- rænn gjörningur, markaðssetning. Þarna er verið að vekja athygli á verkum ríkisstjórnarinnar sem líkleg eru til að falla í kramið hjá almenningi. Í upphafi fundar segir forsætisráðherra að „hlé hafi verið gert á ríkisstjórnarfundi til þess að ganga frá samstarfsyfir- lýsingunni“. Ekki ætlar fregnkonan að leggja út af þessu misræmi öðruvísi en með íslenskri meginreglu: Nýta skal veðrið. Kæru ráðherrar, hefði ekki verið við hæfi að standa strax við orð yfirlýsingarinnar og koma gangandi saman úr miðbænum í þessum steikjandi hita og sól, brosandi sameinuð og umhverfisvæn. Eða, að minnsta kosti, að sameinast í bíla. /ghp Umhverfisvæn? STEKKUR ,,Það var brjálað rok og mígandi rigning, algjört rugl að vera úti í svona veðri,“ sagði Árni Kristinn Skúlason en hann hefur veitt töluvert í vorbyrjun og var á Þingvöllum fyrir fáum dögum þegar aðrir voru bara heima hjá sér. En stóri urriðinn hefur verið að gefa sig og kannski mest á ION-svæðinu. ,,Það lægði í örfáar sekúndur og þá náði ég flugunni góða 20 metra út, þá lét ég fluguna sökkva vel og strippaði hratt inn. Mjög fljótt strekktist vel á línunni og rauk línan út með látum. Eftir góða 60 metra roku stoppaði fiskurinn og gat ég togað hann nær mér, þá fann ég hve stór fiskurinn í raun og veru var, ekkert smá þungt kvikindi og stöngin í keng. Fiskurinn sýndi engin merki um þreytu og rauk út aftur og aftur þar til hann gaf sig á endanum, þá eftir góðan hálftíma á! Ég tók mjög fast á honum, bremsan í botni, en það náði ekki að stöðva hann. Fiskurinn reyndist 91 cm og 9 kg, mældur og vigtaður,“ sagði Árni við baráttuna á Þingvöllum. – Hvað er að frétta úr Brúaránni? ,,Vorveiðin í Brúará í landi Sels hefur verið ágæt, Unnar Örn, frændi minn, fór núna um daginn og fékk nokkra fína urriða. Áin hefur verið frekar vatnsmikil og erfið en alltaf hægt að gera góða veiði. Núna er að hlýna og bleikjan ætti að fara að gefa sig,“ segir Árni Kristinn, sem eyðir miklum tíma við ána enda á hann heima þar rétt hjá henni. Og segir veiðimönnum þar til um veiðina stóran hluta sumars. Þingvallavatn: Stóri urriðinn hefur verið að gefa sig Uppáhalds veiðisvæði: Elías Pétur Þórarinsson velur Vatnsdalsá í Vatnsfirði ,,Það er ekki auðvelt að velja sér eitt veiðisvæði sem sitt eina og sanna uppáhald. Það er þó eitt sem stendur klárlega upp úr hjá mér, Vatnsdalsá í Vatnsfirði. Þaðan á ég frábærar minningar, þá sér- lega með föður mínum heitnum, þar sem veiðin sjálf var þó oft einungis aukaatriði,“ segir Elías Pétur Þórarinsson, maður með veiðidellu. ,,Vatnsdalsáin er í raun tvær ár. Neðri áin rennur úr Vatnsdalsvatni og er afskaplega stutt, eða einungis um 700 metra löng. Á þessum stutta kafla er þó nóg af veiðistöðum og er í raun hægt að hitta á lax og bleikju alls staðar, þá sérstaklega á göngu- tíma. Það er oft mikið stuð að vera við fossana, neðst í ánni, þegar að stór- ar laxagöngur skríða inn á flóðinu. Þarna veiði ég mikið á litlar yfir- borðsflugur og oft er hægt að sjón- kasta á laxana en það er einmitt mín uppáhaldsveiði. Í efri ána gengur svo laxinn þegar líða fer að ágúst. Hægt er að keyra dágóðan spöl upp með ánni, að svokallaðri smalahellu. Þaðan er svo um 20–25 mínútna ganga upp að efsta veiðistað sem er í fallegu gljúfri. Örlítið neðar, í löngum og hægum hyl sem umlukinn er háum klettaveggjum, er oft hægt að gera glettilega góða bleikjuveiði, þá sér- lega fyrri part sumars. Efri áin er nokkuð minni en sú neðri og er í raun nokkuð svipuð að stærð og Elliðaárnar. Þar eru margar gullfallegar breiður sem eru eins og hannaðar fyrir fluguveiði. Þar líður mér best, lengst uppi í dal, umkringdur birkitrjám og berjalyngi, í engu símasambandi, að eltast við lax. Við feðgarnir tókum alltaf eina árlega ferð í Vatnsfjörðinn og var það ávallt hápunktur veiðisumarsins hjá okkur báðum. Í ár verður það því miður eingöngu hápunktur sumars míns en þó munu nýir veiðifélagar slást með í för og nýjar minningar verða til og hver veit nema að Vatnsdalsáin nái að heilla þá upp úr skónum líkt og hún gerði svo auð- veldlega með mig,“ segir Elías enn fremur. NYTJAR&VEIÐI Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Mynd / Flugubúllan Veiðileyfin í sumar: Kosta frá 6 til 650 þúsund Presturinn í Árbæjarkirkju, séra Þór Hauksson, hefur reynt núna í nokkur ár að veiða lax en ekki gengið sem skyldi, en veiddi flottar bleikjur í Brekkudalsá í fyrra. Hann segir að þetta sé sumarið sem hann fái maríulaxinn. Verður spennandi að sjá hvernig það gengur hjá honum. Það er enn þá til veiðileyfi víða þrátt fyrir að salan hafi gengið vel í vetur. Bæði dýr og ódýr veiðileyfi. Það er hægt að komast í laxveiði fyrir 6–7 þúsund ódýrast en líka allt upp í 600–650 þúsund daginn. Og svo er auðvitað silungurinn ódýrari og jafnvel laxavon eins og á Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi. Allt virðist benda til að Hreggnasi verði næsti leigutaki Hafralónsá í Þistilfirði en tilboð í ána voru opnuð fyrir fáum dögum. Veiðifélagið er að skoða málið en fjögur tilboð bárust í hana. - Mynd / G.Bender Bleikjuveiðin gæti bara orðið góð í sumar ,,Þó heimilt sé að veiða í vötnum alla mánuði ársins þá er það venj- an að miða við að vorveiðin hefjist þann 1. apríl. Það sem af er vori eru ágætar fréttir úr vorveiðinni fyrir sunnan og austan, sjóbirtingurinn virðist koma vel undan vetri,“ segir Bjarni Júlíusson, staddur við Breiðafjörðinn með stöng í hendi. Hraunsfjörðurinn gefur oft í sumarbyrjun. ,,Þingvallavatnið opnaði með látum, þar hefur gengið mjög vel, þrátt fyrir kuldahretið undanfarna daga. Annars hefur vatnaveiðin verið frekar róleg. Af Snæfellsnesinu eru litlar fréttir. Vötnin á Vatnaleiðinni eiga eftir að koma sterk inn í sumar, Baulárvallavatn, Hraunsfjarðarvatn og Selvallavatn, þegar hlýn- ar. En veiðimenn hafa litið við í Hraunsfirðinum. Þar er allur ís horf- inn, en ennþá er vatnið gríðarlega kalt og engar veiðifréttir að hafa,“ sagði Bjarni og heldur áfram að reyna. Bjarni leit þar við fyrir skömmu enda mikið af Nesinu. Hann varð ekki var, enda lofthiti 2°C og vatnshitinn ekki nema rúmar 3°C. En hann telur að um leið og hitinn fer að hækka, þá fari bleikjan að taka. Vatnsstaðan í lóninu er óvenjulega há miðað við árstíma, það er mun meira í því en t.d. í fyrra. Bjarni er bjartsýnn á sjóbleikjuna. „Mér finnst hún vera á mikilli upp- leið í ám hér við Breiðafjörðinn.“ Við sáum talsvert af bleikju í smáán- um hér innarlega á nesinu í fyrra og Hraunsfjörðurinn var óvenjulega gjöfull. Ég er viss um að það verð- ur mikil og góð sjóbleikjuveiði hér í sumar,“ sagði Bjarni. Mynd / / G.Bender Bændablaðið Kemur næst út 24. maí Mynd / ghp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.