Bændablaðið - 11.05.2017, Page 18

Bændablaðið - 11.05.2017, Page 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Háskólinn á Hólum Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Stjórnun ferðaþjónustu og móttaka gesta • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. w w w .h ol ar .is Samstarf hrossabænda og Landgræðslunnar: Fjallað um Hagagæði á ÍNN Börnin voru vel ríðandi og hver sýningarhópur var með sérstakt þema, t.d. indíánar. Myndir /MHH HROSS&HESTAMENNSKA Bjarni Maronsson, verkefnisstjóri Hagagæða (starfsmaður Land- græðslunnar) og Sveinn, formaður Félags hrossabænda. Mynd / Áskell Þórisson Í byrjun síðustu viku var sjónvarpsþáttur um verkefnið „Hagagæði“ sendur út hjá ÍNN. Þátturinn er mjög athyglisverður og lýsir vel metnaðarfullum tilraunum hrossabænda um að bæta nýtingu beitarlands í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Þátturinn um hagagæði er hluti af þáttaröðinni Græðum landið sem Áskell Þórisson stýrir, en hann sér einnig um kvikmyndatöku og vinnslu. Hagagæði er verkefni á vegum Landgræðslunnar og Félags hrossabænda. Verkefninu er ætlað að tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands, velferð hrossa, auka ábyrgð landnotenda, sem vörslumanna lands og að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda. Finna má þáttinn á slóðinni http://www. inntv.is/Horfa_a_thaetti/Graedum_ landid/?play=215668489 Tengist gæðastýringunni Árið 2000 hófst gæðastýring í hrossarækt. Hún tekur á þáttum, sem lúta að áreiðanleika ætternis og uppruna hrossanna, velferð þeirra og verndun landgæða. Félag hrossabænda og Fagráð í hrossarækt áttu frumkvæði að gæðastýringu í hrossarækt og þátttaka í henni er valkvæð. Markmið landnýtingarþáttar gæðastýringarinnar eru m.a. að tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands, að tryggja velferð hrossa og auka ábyrgð landeigenda sem vörslumanna lands. Hrossabændur hafa oft legið undir ámæli fyrir ofnýtta haga og landníðslu. Sú umræða var áberandi á árunum milli 1990 og 2000 í kjölfar mikillar fjölgunar hrossa í landinu. Könnun á ástandi hrossahaga, sem gerð var sumrin 1995 og 1996, benti til þess að beitarástand á stórum svæðum væri óviðunandi hjá 254 aðilum. Þá voru gerðar athugasemdir við ástand og nýtingu lands í vörslu 522 aðila. Árið 1996 var hrossafjöldinn sá mesti sem verið hefur í landinu, eða rúm 80 þúsund hross, og hafði fjölgað um tæp 30 þúsund frá árinu 1980. Síðan hefur hrossum fækkað og samkvæmt þeim tölum sem fyrir liggja eru þau nú rúmlega 70 þúsund. Til að taka enn betur á þessum málum var tekið upp náið samstarf milli Félags hrossabænda og Landgræðslu ríkisins í verkefni sem nefnt hefur verið „Hagagæði“ og snýst um landnýtingu og úttektir á hrossahaga. Tilgangurinn er: • Að tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands. • Að tryggja velferð hrossa. • Að auka ábyrgð landnotenda, sem vörslumanna lands. • Að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda. Landgræðsla ríkisins stýrir verkefninu Hagagæði og annast úttektir lands. Sérfræðingar Landgræðslunnar í beitarmálum sjá um starfsþjálfun og samræmingu mats þeirra er vinna að úttektunum og setja þeim nánari vinnureglur um flokkun lands í úttektareiningar sem eru: 1. Ræktað land. 2. Úthagi. 3. Geymsluhólf fyrir brúk- unarhross. 4. Stóðhestahólf. 5. Afréttir. Úttekt fer fram á tímabilinu 15. ágúst til 15. nóvember ár hvert. Jörð skal vera snjólaus þegar úttekt fer fram. /HKr. Hestafjör á Selfossi Hið árlega Hestafjör Hestamanna- félagsins Sleipnis var haldið í Sleipnis höll inni að Brávöllum á Selfossi sunnu- daginn 30. apríl. Ungir félagar Sleipnis sýndu fáka sína og riðu munsturreið auk þess sem ýmis s k e m m t i a t r i ð i verða í boði. Fjörið tókst einstaklega vel, flottir knapar og full stúka af áhorfendum sem fylgdust með u p p r e n n a n d i knöpum. /MHH Knapar og hestar voru vel voru þeir allir háir í loftinu sem sátu hesta sína og tóku þátt í hestafjörinu. Ólafur Ívar veifar hér til áhorfenda eftir vel heppnaða sýningu. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.