Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 20

Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Enn er hart tekist á um raflínu- lagnir á Íslandi og erfiðlega hefur gengið að sætta sjónarmið þeirra sem vilja halda áfram lagningu loftlína og hinna sem vilja fremur leggja raflagnir í jörðu. Þetta kann þó að vera að breytast. Íslensk stjórnvöld og yfirstjórn orkumála í landinu munu á endanum neyðast til þess að taka tillit til vaxandi andstöðu við lagningu loftlína, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Þar spilar ferðaþjónustan og tilfinning fyrir náttúrufegurð stóra rullu sem og einföld skynsemi þegar rætt er um rekstrar- og afhendingaröryggi á raforku. Þar eru íslensk stjórnvöld alls ekki sér á báti því hafin er vinna af miklum krafti víða um lönd við að skipta út loftlínum fyrir jarðstrengi. Forsendurnar eru þær sömu, eða ört vaxandi andstaða við loftlínur. Í Evrópu eru flest háspennu jafn- straumsverkefni (HVDC) tengd þróun í innleiðingu á endurnýjanlegri orku. Þar er aðallega um að ræða lagningu jarð- og sæstrengja, en nokkuð er þó talað um skort á sam- ræmdum reglum í álfunni. Staðan í Evrópu er þó allt önnur en t.d. í Bandaríkjunum þar sem einkarekin raforkufyrirtæki hafa ráðið ferðinni með lagningu loftlína. Þar hafa menn forðast að leggja jarðstrengi vegna arðsemissjónarmiða fyrirtækjanna sjálfra. Enginn nýr sannleikur Í október 2013 greindi Bændablaðið frá þróun raflagnamála í Frakklandi þar sem umfangsmiklar áætlanir voru um að leggja háspennustrengi í jörðu í stað þess að hengja þá í risa- vaxin möstur með tilheyrandi sjón- mengun. Í þessari grein, sem skrifuð var af Ólafi Valssyni, kom fram að kostnaður við lagningu jarðstrengja með allt að 400 megawatta flutnings- getu væri orðinn sambærilegur og við loftlínulögn. Þessar upplýsingar voru þá þvert á fullyrðingar framá- manna í orkugeiranum á Íslandi sem fundið höfðu raflínulögn í jörðu flest til foráttu. Þar var mikill kostnaður umfram loftlínulögn sagður helsti þröskuldurinn, en viðhorfin eru þó greinilega ört að breytast, jarð- strengjunum í hag. Kostir jarðstrengja vinna verulega á Þegar litið er á kosti og galla rafstrengja er þar oftast tvennt efst á baugi. Það er hærri stofnkostnaður en sagður er við loftlínur og minni flutningsgeta nema til komi sérstök kæling á strengjum. Hvorugt þarf þó í raun ekki að vera vandamál, sér í lagi ef horft er á íslenskar aðstæður. Kostirnir eru helstir þeir að sjónmengun hverfur að mestu við lagningu jarðstrengja og viðhald verður hverfandi miðað við loftlínur. Hvorutveggja hefur þegar sýnt sig hérlendis. Varðandi viðhald, þá hefur lagning jarðstrengja á sumum svæðum á Vestfjörðum, Norðurlandi og á Austfjörðum til dæmis komið í veg fyrir nær árlegt stórtjón á raflínum vegna snjóflóða og orkutruflana af völdum veðurs, ísingar og seltu. Erfiðleikar við bilanaleit í jarðstrengjum hafa líka verið nefndir, en einnig þar kann vandamálið brátt að verða að engu. ABB komið með lausn á bilanaleit í jarðstrengjum Einn óumdeildur galli við lagningu jarðstrengja fram að þessu hefur verið að á milli spennistöðva getur verið mjög erfitt að staðsetja bilanir sem kunna að koma upp á strengj- unum. Þar hefur ekki dugað að fikra sig meðfram strengjunum sem eru undir yfirborði jarðar og leita bilunina uppi eins og hægt er að gera varðandi loftlínur. Ekki gengur heldur að grafa niður á strengina hér og þar í von um að hitta á bilunina. Nú kann að verða breyting á þessu með jarðstrengjabil- analeitartækni alþjóðafyrirtækisins ABB sem eykur öryggi í rekstri slíkra raforkukerfa. Tæknimenn ABB hafa í mörg undanfarin ár reynt að finna leiðir til að staðsetja bilanir í jarðstrengj- um. Nú hafa þeir í samvinnu við viðskiptavini fyrirtækisins og ýmsar vísindastofnanir dottið niður á lausn sem kynnt var fyrr á þessu ári. Er hún kölluð „Earth fault locating technology“ en fyrirtækið var verð- launað fyrir þessa tækni þann 25. jan- úar á viðskiptaráðstefnu í Tampere. Var þeim veitt svokölluð „Network Initiative of the Year“ verðlaun, eða uppgötvun ársins. Finnar í stórsókn við að skipta út loftlínum með jarðstrengjum Í Finnlandi stendur nú yfir endur- skipulagning á raforkukerfinu upp á milljónir evra. Það felst að verulegu leyti í að jarðstrengir leysi loftlínur af hólmi í takt við finnska löggjöf. Það hefur kallað á alveg nýjar aðferðir við bilanaleit sem gerði slíka leit ekki erfiðari en þekkist varðandi loftlín- ur. Nýja aðferð ABB byggir að því er virðist frá leikmannssjónarhóli á að staðsetja bilanir með því að mæla spennumismun á mörgum tíðnisvið- um (multifrequency). Fjölmörg fyrirtæki hafa verið að reyna að leysa vandann við bilana- leit á jarðstrengjum m.a. með því að reyna að staðsetja útleiðni með mælingum en það hefur ekki reynst auðvelt. Aðferð ABB þykir því mik- ilvægt skref í þessum fræðum. ABB hefur í meira en fjóra ára- tugi verið leiðandi á sviði starfrænn- ar tækni og smíði ýmiss konar raf- magnsstýringa bæði fyrir lágspennu- og háspennukerfi. Hefur fyrirtækið sett upp 70.000 stýrikerfi um allan heim og 70 milljón stýritæki. Þar eru í raun allar iðngreinar undir, ekki síst raforkuiðnaður og einnig matvæla- iðnaður. Varð til við samruna ASEA og Brown Boveri Byggir fyrirtækið á meira en 130 ára sögu, en það er með starfsemi í yfir 100 löndum og með um 132.000 starfsmenn. Byggingariðnaður, sam- göngur, raforkudreifing og vindorka taka til sín meirihlutann af umfangi ABB. Fyrirtækið eins og það er í dag varð í raun til 1988 við samruna ASEA í Svíþjóð og Switzerland BBC sem áður hér Brown Boveri og er betur þekkt nafn hérlendis. Bæði fyr- irtækin voru áður ein þekkt ustu raf- magns- og rafeindafyrirtæki í Evrópu. Við samrunann varð til gríðarlega öflug samsteypa. Margar uppgötvanir hafa komið frá fyrirtækinu á orkusviði á undan- förnum árum. Má þar t.d. nefna það sem kallað er „hybrid DC breaker“ sem kynntur var 2012 og mætti kannski kalla „blendingsjafnara“. Þarna er um að ræða eins konar straumbreyti eða spennujafnara fyrir háspennu jafnstraumsspennu (HVDC). Fram til þess tíma höfðu Hörður Kristjánsson hk@bondi.is FRÉTTASKÝRING Mikil raforkumannvirki með línum sem hengd eru í há möstur og lagðar þvers og kruss um fallega náttúru valda sífellt meiri andstöðu. Þar er bæði um að ræða andstöðu vegna sjónrænnar mengunar og ótti við rafsvið í kringum háspennulagnirnar. Krafan um jarðstrengi verður því æ háværari eins og í Skandinavíu, þýskalandi, Frakklandi og víðar í Evrópu. Mynd / ABB Lagning jarðstrengja og háspenntra jafnstraums- kerfa komin í forgang víða um Evrópu – Á Íslandi virðast menn ætla að ríghalda í loftlínulagnir þrátt fyrir mikil mótmæli Jarðstrengir ryðja sér nú til rúms í stað loftlína sem þykja ekki mikið augnayndi. Háspennu-jafnstraumsjarðstrengir, eða svokallaðir HVDC-strengir. Í Sjanghæ í Kína var lagður 500 kílóvolta og 17 km XPLE strengur í sérstök- um lagnagöngum. Hann er sagður fyrsti og lengsti innanborgarstrengurinn af þessari stærð og var lagður vegna heimssýningarinnar í Sjanghæ 2010. Það er ýmsum aðferðum beitt við að leggja háspennulínur í jörð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.