Bændablaðið - 11.05.2017, Page 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
www.n1.is facebook.com/enneinn
Cofra Powerhide leðurhanskar
Vnr. 7151 G120 KD00
Endingargóðir leðurhanskar með laska.
Stærðir: 10-11.
Microflex regngalli
Vnr. 5790 6919356
Regnkuldagalli.
Litur: Dökkblár/ljósblár.
Dunlop Purofort stígvél
Vnr. 9655 D460933
Dunlop Purofort professional stígvél eru létt
á fæti og með höggdeyfi í sóla.
Litur: Grænn. Stærðir: 37-48.
Dimex úlpa vattfóðruð
Vnr. 9609 6691
Dimex úlpa, vattfóðruð.
Litur: Svartur. Stærðir: XS -3XL.
Þjarkur samfestingur
Vnr. 9628 120020
Þunnur samfestingur með hnjápúðavösum.
Litur: Dökkblár/kóngablár.
Fristads flannelskyrta
Vnr. 9613 104986
Köflótt skyrta úr 100% bómull.
Litir: Bláköflótt og svartköflótt.
Stærðir: S-3XL.
Fristads mittisbuxur
Vnr. 9613 P154280
Sterkar og endingargóðar buxur með vösum
á lærum.
Litir: Svartur, grár og blár. Stærðir: 44-64.
Portwest samfestingur fyrir börn
Vnr. 9657 C890
Endingargóður galli fyrir kröftuga krakka.
Litur: Dökkblár.
Stærðir: 4/5 - 6/7 - 8/9 - 10/11 - 12/13 - 14/15.
Verslanir N1 um land allt
Akureyri s. 440 1420 • Grindavík s. 426 8290 • Höfn s. 478 1940 • Ísafjörður s. 456 3574
Klettagarðar s. 440 1330 • Ólafsvík s. 436 1581 • Patreksfjörður s. 456 1245
Reyðarfjörður s. 474 1293 • Reykjanesbær s. 421 4980 • Vestmannaeyjar s. 481 1127
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
1
3
3
2
Vertu til er vorverkin kalla
5x20
N1
ástæðuna vera þá að brunanóttina hafi
verið strekkingsvindur úr vestri og
því hafi enginn reykur borist inn í
íbúðarhúsið til að byrja með. Það var
ekki fyrr en eldur var kominn í þak
tengibyggingarinnar – og slökkviliðið
komið á staðinn – sem reykskynjari
fór af stað í húsinu. Reykskynjararnir
í útihúsunum voru samtengdir
skynjurum í tengibyggingunni, en
Júlíus heyrði aldrei í þeim.
Hann dregur þann lærdóm af
reynslu sinni að það þurfi að halda
ráðstefnu þar sem meðal annars
tryggingafélögin, slökkvilið, lögregla
og jafnvel björgunarsveitir ættu
aðkomu. Þar þyrfti að ræða hvernig
bregðast skuli við aðstæðum sem geta
komið upp eins og í dæmi Júlíusar –
þar sem fólk stendur eitt eftir í sárri
þörf eftir aðstoð.
Brunavarnarátak í dreifbýli
Guðmundur Hallgrímsson, sem
starfar meðal annars í Slökkviliði
Borgarbyggðar, vann verkefni
á árunum 2006 til 2012 með
Búnaðarsamtökum Vesturlands sem
kallast Brunavarnarátak í dreifbýli.
Hann gerði grein fyrir því verkefni
auk þess að segja frá nokkrum
stórum verkefnum sem Slökkvilið
Borgarbyggðar hefur þurft að ráðast
í vegna gróðurelda. Hann ræddi líka
um varnir gegn gróðureldum.
Guðmundur sagði að aðdragandinn
að verkefninu hefði verið sá að
nokkrir stórbrunar höfðu orðið á
undanförnum árum og mikilvægt
hefði verið að skoða brunavarnir til
sveita og taka saman á skipulagðan
hátt upplýsingar sem kæmu að gagni
ef það kæmi upp eldur. Sveitarfélög
eigi að sjá um brunavarnir til sveita,
en það sé víða ábótavant. Því hafi
Búnaðarsamtök Vesturlands farið
af stað með verkefnið þar sem um
mikið hagsmunamál væri að ræða
fyrir bændur og gert samkomulag
við þau sveitarfélög sem vildu taka
þátt í verkefninu. Sveitarfélögin
greiddu þá fasta upphæð fyrir hvert
lögbýli í sveitarfélaginu, akstur
og einnig vinnu við frágang á
upplýsingamöppu.
Verkefnið gekk í reynd út á að
heimsækja bændur, skrá niður allar
nauðsynlegar upplýsingar; eins og
hvaða byggingarefni væri í húsunum,
aðkomu að bænum, hvar væri
hægt að komast í vatn til dælingar,
vegalengdir og hæðarmunur. Ef ekki
væri vatn fyrir hendi, hvert væri
styst að sækja vatn með tankbíl eða
haugsugu.
Farið var yfir flóttaleiðir, bæði í
íbúðarhúsum og gripahúsum. Einnig
hvað fólkið á bænum gæti gert á
meðan beðið væri eftir slökkviliðinu.
Upplýsingamöppur í
slökkviliðsbílana
Útbúin var mappa með öllum
þessum nauðsynlegu upplýsingum,
en þar var einnig loftmynd af
bænum, öll hús merkt og skráðar
allar upplýsingar um hvert fyrir
sig og hvað bæri að varast fyrir
slökkviliðsmenn, en möppurnar fóru
svo í slökkviliðsbílana á svæðunum.
Þau slökkvilið sem eru með tölvu
í bílunum fengu upplýsingarnar á
disk og geta menn skoðað aðstæður
á leiðinni á brunastað.
Guðmundur sagði að í
þessum heimsóknum hafi norskt
brunaviðvörunarkerfi fyrir útihús
verið haft meðferðis til skoðunar
fyrir bændur. Um reyksogskerfi er
að ræða og sagði Guðmundur að slík
kerfi væru einu viðvörunarkerfin sem
væru samþykkt í Noregi, vegna þess
að það væru einu kerfin sem virkuðu
almennilega. Mikið öryggi sé í því
að hafa viðvörunarkerfi vegna þess
að það er frumskilyrði að komast að
því sem allra fyrst ef eldur er laus.
Að sögn Guðmundar voru 500
lögbýli heimsótt á Vesturlandi og tóku
sex sveitarfélög þátt í verkefninu.
Dýravelferð og brunavarnir
Síðust á mælendaskrá var Elísabet
Hrönn Fjóludóttir, héraðsdýralæknir
í Vesturumdæmi Matvælastofnunar,
en hún fjallaði um brunavarnir í
landbúnaði og velferð dýra.
Hún byrjaði á því að fara yfir
helstu eldsvoðana í gripahúsum
frá árinu 2004 til að sýna að brýn
nauðsyn væri að fara gera eitthvað
róttækt í brunavörnum til sveita. Í
yfirliti Elísabetar kom fram að árið
2004 drápust 600 fjár, árið 2005
drápust 3.600 hænur, árið 2006
brunnu 40 nautgripir inni, árið 2008
urðu þrír stórir eldsvoðar þar sem
420 nautgripir drápust og 4.000
hænur, árið 2015 drápust dúfur í
bruna í Hafnarfirði og svo á síðasta
ári bruninn á Austurlandi þar sem
ellefu nautgripir drápust.
Hún sagði að af 98 fjósum í
Vesturumdæmi séu einungis 3–4 fjós
með viðurkennd brunaeftirlitskerfi
í formi reyksogskerfis. Víða í
gripahúsum sé frauðplast notað til
að einangra þök og víða sést í bert
frauðplastið. Þetta sé mjög slæmt því
þegar frauðplastið brennur geti það
lekið fljótandi niður á hold gripanna
og brennt þá lifandi. Áleinangrun hafi
þó aðeins verið að aukast sem innri
klæðning í stað frauðplastsins.
Þá ræddi hún um lagaumhverfið í
tilliti dýravelferðar. Lög um velferð
dýra segðu skýrt til um það í 29. grein
um aðbúnað dýra, að umráðamaður
dýra skuli tryggja að dýr séu
haldin í umhverfi sem samræmist
sjónarmiðum um velferð dýra, meðal
annars hvað varðar öryggi þeirra. Í 30.
grein um byggingar og búnað segði
að húsnæði, innréttingar, girðingar
og annar búnaður sem ætlaður sé
dýrum skuli þannig úr garði gerður
að tekið sé tillit til þarfa og öryggis
dýranna hvað varðar fóðrun, atferli,
hreyfingu, rýmisþörf, hvíld og annan
aðbúnað, svo sem loftgæði, lýsingu,
hljóðvist og efnisnotkun. Einnig
skal þess gætt að dýrum stafi engin
slysahætta af aðstæðum sem þeim eru
búnar eða hætta skapist á því að dýrin
geti orðið innikróuð eða bjargarlaus
í neyð.
Þetta séu lög sem byrjað var
almennilega að vinna eftir á
árinu 2015. Í reglugerðum um
velferð dýra er mjög mismunandi
tekið á brunavörnum, eftir
því hvaða dýrategund á í hlut.
Þannig er einungis í reglugerð
um velferð gæludýra ákvæði um
viðvörunarbúnað. Reglugerð um
velferð hrossa og nautgripa kveða
einungis á um að auðvelt skuli
vera að rýma hús. Reglugerðir um
velferð sauðfjár og geita, svína og
alifugla minnast ekki að neinu leyti
á brunavarnir. Skýringin á því segir
Elísabet vera sú að talið var að
almennar byggingarreglugerðir taki
til brunavarna fyrir dýrahús. Sú sé
ekki raunin.
Brunavarnir í útihúsum
utan regluverks eftirlitsins
Elísabet sagði að lokum til
umhugsunar að greinilegt
væri að regluverkið næði ekki
almennilega utan um brunavarnir í
gripahúsum. Reglulegt eftirlit með
brunavarnarmálum vanti þar. Hún
spyr hver eigi að sjá um það, því
Matvælastofnun sé einungis ætlað
að sjá um eftirlit með dýrunum og
reyndar er þá farið yfir neyðarrýmingu
í gripahúsunum.
Hún sagði að slökkvilið þyrftu
að æfa björgun á stórgripum og
fjarlægja þurfi frauðplast úr öllum
gripahúsum. Hjálpa þurfi bændum
að breyta og bæta brunavarnir. Í
reglugerðum þyrftu að vera kröfur
um að viðvörunarkerfi skuli vera til
staðar í nýjum gripahúsum – sem
yfirleitt séu annars vel tölvuvædd.
/smh
Guðmundur Hallgrímsson.
Elísabet Hrönn Fjóludóttir.