Bændablaðið - 11.05.2017, Side 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
Alls bárust Matvælastofnun
177 umsóknir um fjárfestingar-
stuðning í nautgriparækt vegna
fram kvæmda á árinu 2017, en
umsóknarfresti lauk 31. mars sl.
vegna framkvæmda á árinu.
Af þeim voru 52 umsóknir
vegna nýframkvæmda, og 125
umsóknir vegna endurbóta. Um
er að ræða framkvæmdir þar sem
kostnaður vegna nýframkvæmda
er um 4 milljarðar kr. og vegna
endurbóta um hálfur milljarður kr.
Markmið stuðningsins er að hraða
því að framleiðendur standist kröfur
samkvæmt reglugerð um velferð
nautgripa nr. 1065/2014.
Fjárfestingastuðningur er veittur
vegna framkvæmda sem stuðla
að hagkvæmari búskaparháttum,
bættum aðbúnaði nautgripa og
aukinni umhverfisvernd.
Matvælastofnun vinnur þessa
dagana við að fara yfir allar umsóknir
og að sögn Jóns Baldurs Lorange,
framkvæmdastjóra Búnaðarstofu
Matvælastofnunar, sem hefur þetta
verkefni með höndum, þá liggur
mikil vinna í að yfirfara umsóknir
og fylgiskjöl með þeim eins og gefur
að skilja. Öllum umsóknum átti að
fylgja rökstuðningur, vandaðar
framkvæmda- og kostnaðaráætlanir,
teikningar, byggingarleyfi o.fl.
skv. reglugerð um stuðning við
nautgriparækt nr. 1150/2016.
Í reglugerðinni er kveðið á um að
40% af stofnkostnaði sé styrkhæfur
en hámarksstyrkur (þak) getur mest
orðið um 10% af heildarframlögum
stuðningsins samkvæmt fjárlögum,
eða um 19,4 milljónir kr.
80 milljónir bætast við
Til úthlutunar eru tæplega 195
milljónir skv. fjárlögum en
Framkvæmdanefnd búvörusamninga
ákvað á fundi sínum þann 27. apríl sl.
að 80 milljónir sem eru til ráðstöfunar
vegna framleiðslujafnvægis bættust
við úthlutun á þessu ári. Það þýðir að
um 274 milljónir kr. verður úthlutað
á þessu ári.
Jón Baldur segir að miðað við
stöðuna í dag eftir fyrstu yfirferð
að þá komi til umtalsverðrar
skerðingar miðað við ákvæðið um
40% af stofnkostnaði. Þannig verði
hámarksstyrkur líklegast um 4–5
milljónir þar sem umsækjendur
,,rekast í þakið“, en endanleg
upphæð kemur í ljós eftir að frekari
svör hafa borist frá umsækjendum
og lokayfirferð umsókna liggur
fyrir.
Nokkuð var um að sótt
væri um framkvæmdir á árinu
2016 og jafnvel 2015, en þær
eru ekki styrkhæfar, aðeins
framkvæmdir á umsóknarárinu
2017. Þá er tækjabúnaður, svo sem
mjólkurróbótar, ekki styrkhæfir.
Matvælastofnun skal fyrir 15.
maí ljúka yfirferð umsókna og
leggja mat á hvort þær uppfylli
skilyrði fyrir stuðningi. Fyrri
helmingur styrkupphæðar greiðist
við upphaf framkvæmdar, sem telst
styrkhæf, og hinn helmingurinn í
framhaldi af skilum á lokaskýrslu
til Matvælastofnunar.
Massey Ferguson
Meiriháttar dráttarvélar fyrir meiriháttar bændur
Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar
og fáið sérsniðna vél að ykkar höfði.
Til á lager MF5610 , MF5613 og MF6615 Það er ekki að ástæðulausu að Massey Ferguson er ein mest selda dráttarvél undanfarinna ára.
Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
...frá heilbrigði til hollustu
Á annað hundrað umsóknir í 195 milljóna fjárfestingarstuðning
– 80 milljónum verður bætt við þannig að heildarupphæðin verður 274 milljónir
Húnaþing vestra:
Tekur þátt í Arctic
Coast Way
Sveitarfélagið Húnaþing vestra
hefur ákveðið að taka þátt í
verkefninu Arctic Coast Way eða
strandvegur á Norðurlandi.
Vegurinn liggur að mestu meðfram
strandlengju Norðurlands og er
tilgangurinn að þróa nýtt aðdráttarafl
fyrir norðurhluta Íslands. Verkefnið
hófst fyrir um einu og hálfu ári síðan
en Markaðsstofa Norðurlands hefur
haldið utan um það síðan í september
í fyrra. Sérstakur starfshópur með
fulltrúum úr landshlutanum hefur
unnið að verkefninu undanfarið en
markmiðið er að skapa tækifæri
til markaðssetningar og fjölga
ferðamönnum á þessari leið.
Sveitarfélögin sem samþykktu
fyrst að vera með í verkefninu
eru Skagafjörður, Fjallabyggð,
Dalvíkurbyggð og Akureyrarbær
ásamt Norðurhjara sem eru ferða-
þjónustusamtök á svæðinu frá
Kelduhverfi austur á Bakkafjörð.
Verkefnið er fjármagnað með fram-
lagi frá þátttakendum að fjárhæð
500 á hvern íbúa hvers sveitarfélags.
Þetta kemur fram á vefsíðunni huni.
is. /MÞÞ
Skagafjörður:
Harma sinnuleysi
við vegakerfið
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins
Skagafjarðar harmar sinnuleysi
stjórnvalda í viðhaldi og
uppbyggingu vegakerfisins og
beinir því til ríkisstjórnar og
þingmanna kjördæmisins að
lagðir verði auknir fjármunir í
málaflokkinn.
Í ályktun sem samþykkt var á
fundi sveitarstjórnar segir að víða í
Sveitarfélaginu Skagafirði megi finna
vegi sem beinlínis séu hættulegir
yfirferðar vegna skorts á viðhaldi.
Leggur sveitarstjórn áherslu á að
farið verði sem fyrst í uppbyggingu á
Reykjastrandarvegi og Hegranesvegi.
Á síðustu árum hefur umferð
um Reykjastrandaveg aukist
töluvert og samkvæmt talningum
Vegagerðarinnar má gera ráð fyrir
að hátt í 50 þúsund ökutæki hafi ekið
um veginn árið 2016. Umhverfis- og
samgöngunefnd hefur borist erindi
frá íbúum Hegraness þar sem óskað
er eftir endurbótum og viðhaldi á
Hegranesvegi nr. 764. Undir erindið
rita allir íbúar Hegraness. /MÞÞ