Bændablaðið - 11.05.2017, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
með áburði eða við aðrar aðstæður.
Þótt baunirnar séu minni og léttari,
þá eru þær afar próteinríkar og því
hentugar sem þurrfæði til að senda
út með geimförum, og því óhætt að
segja að baunirnar þeirra fari víða.
Uppskeran uppseld í desember
hvert ár
Lenticchia di Ustica-Azienda
Pagliuzzo heitir fyrirtæki Giuseppe
og er með um 17 hektara til umráða,
blanda af eigin landi og því sem hann
er með til leigu. Þar af eru 9 hektarar
í ræktun á hverjum tíma og af því
koma um 10 tonn af linsubaunum.
Uppskerutími er í júní en þá er
grösunum safnað saman og þau send
í sekkjum til meginlandsins þar sem
þar til gerðar vélar aðskilja þurrar
plönturnar og baunirnar. Plönturnar
eru notaðar í skepnufóður en þeir
fá baunirnar aftur þar sem þær eru
hreinsaðar og gerðar klárar til sölu.
Þó þetta ferli standi fram á haust þá
er uppskeran yfirleitt öll uppseld í
desember, mikið til seld í búðum í
Palermo en einnig til annarra staða
í Evrópu. Guiseppe segir að hjá
honum starfi 4 menn og aðferðirnar
kannski frekar frumstæðar á
íslenskan mælikvarða. Hann er þó
afar framsýnn maður, hefur fjárfest
í þremur vélum sem hann notar við
uppskeruna og vinnur með vélarnar
fyrir aðra bændur eins og hægt er.
Flestir bændurnir eru með ræktarland
á mismunandi svæðum á eynni, þó
ekki sé hún stór. Þetta er gert til að
tryggja sig fyrir uppskerubresti,
ef veðrátta er sérstaklega slæm úr
ákveðinni átt, þá er ekki öll þeirra
uppskera bundin við eitt svæði.
Einnig þarf oft að hvíla bletti til
að fá ekki sveppi og aðrar óværur í
uppskeruna þar sem engin eiturefni
eru notuð gegn því.
Eyjan sjálfbær með vatn
Eitt af þeim vandamálum sem bænd-
ur og íbúar Sikileyjar og Ustica
þurfa að glíma við er vatnsskortur. Á
Sikiley má víða sjá steyptar rennur
sem liggja að vatnsbóli og hafa það
hlutverk að safna rigningarvatni.
Á Ustica var vandamál að fá vatn
þar sem engin uppspretta er á eynni.
Því var venjan að flytja vatn til eyj-
arinnar í tönkum áður en sett var upp
vatnshreinsistöð sem er afar tækni-
leg. Þar er unnið drykkjarhæft vatn
úr sjó, afar flókið ferli sem túlkun
á milli ítölsku og ensku náði ekki
alveg að skila sér til undirritaðs
blaðamanns.
Í stöðinni eru tvær túrbínur
en yfir vetrartímann er aðeins
önnur þeirra keyrð en báðar þegar
ferðamannatími byrjar og sumar-
dvalargestir streyma að. Eyjan er
því orðin sjálfbær með vatn og vonir
standa til að næsta skrefið verði að
vera sjálfbær með orku eftir nokkur
ár. Þá verða íbúar hvattir til að nota
rafmagnsbíla, sem myndi setja af
marga litla Fiat-bíla sem alls staðar
mátti sjá.
Eingöngu heimasjómenn mega
veiða
Ustica er vinsæl meðal kafara og er
það ein helsta afþreying ferðamanna
sem sækja eyna heim. Það er þó tak-
mörkunum háð.
Í kringum Ustica var fyrsta
sjávarverndarsvæði Ítalíu komið á
stofn árið 1986 til þess að vernda
sjávarlífverur í kringum eyna.
Verndarsvæðið nær í heild yfir tæpa
16 þúsund hektara og er skipt upp
í þrjú svæði.
Á svæði A (um 60 ha) má ekki
stunda neinar veiðar eða sigla á
bátum, eina sem má er að synda
frá landi.
Á svæði B (8000 ha) má ekki
skaða eða nýta neinn sjávargróður
eða lífríki, siglingar og veiðar eru
eingöngu leyfðar samkvæmt reglum
MPA-sjávarverndunarsvæðisins.
Á þriðja svæðinu, C, er leyfð
meiri nýting sjávar en þó samkvæmt
reglum um sjávarverndun. Aðeins 9
sjómenn stunda núna veiðar á svæð-
um B og C en það er skilyrði að
einungis íbúar mega veiða, og hver
bátur ekki meira en 50 kg á dag.
Það má greina að heimamenn eru
afar stoltir af sínu, sjálfbærir um
vatn, með hágæða linsubaunaræktun
og sjávarverndarsvæði sem margir
mættu taka sér til fyrirmyndar. Vel
þess virði að koma til Ustica, fyrir
þá sem eiga leið til Sikileyjar.
/Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Giuseppe Mancuso.
Í byrjun mars eru linsubaunagrösin rétt að koma upp, græn og falleg.
Einn af ökrunum sem Giuseppe sáði í og er að byrja að taka við sér.
Unnið við linsubaunaræktunina.
Á Ustica var vandamál að fá vatn þar sem engin uppspretta er á eynni.
vatnshreinsistöð sem er afar tæknileg.
Ustica Fiat.
Allar baunir frá eynni eru seldar undir
gæðastimpli merktar Ustica og rík
áhersla lögð á að allir fylgi þeim
viðmiðum sem sett eru.
Um árabil hefur Heyrnartækni veitt þjónustu víðs vegar
um landið. Við bjóðum upp á mikið úrval vandaðra
heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Kannaðu hvenær Árni
Hafstað heyrnarfræðingur verður næst í nágrenni við þig.
Fáðu heyrnartæki til prufu
Akranes | Akureyri | Borgarnes | Egilsstaðir | Húsavík | Selfoss | Vestmannaeyjar
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is