Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Myndir / ehg Beint frá býli og Opinn landbúnaður í fræðsluferð til Noregs með Hey Iceland: Landbúnaður er uppspretta endalausra sagna Í lok apríl stóðu Hey Iceland í samvinnu við Beint frá býli og Opnum landbúnaði fyrir fræðsluferð til Noregs þar sem meðal annars félagar í Hanen- samtökunum voru sóttir heim. Samtökin eru vegvísir fyrir norskar byggðaperlur, hvort sem það snýr að mat og drykk eða gistingu þar sem bændur eru í flestöllum tilfellum í fararbroddi. Dagskrá ferðarinnar var fjölbreytt þar sem níu staðir voru heimsóttir sem eru aðilar í Hanen- samtökunum, allt bændur sem eru að fást við mismunandi framleiðslu og rekstur. Einnig voru nokkrar náttúruperlur skoðaðar og norskar menningarminjar. Fyrsti viðkomustaður í ferðinni var á Thorbjørnrud-hótelið í Jevnaker en eigandi þess, Olav Lie- Nilsen, keypti hótelið fyrir fimm árum þar sem hann býður gestum eingöngu upp á svæðisbundin mat- væli. Gömlu sundlauginni á hótelinu var breytt í ostagerðarvinnslu og eru nú framleidd yfir 20 tonn af osti þar árlega. Hann notar alla framleiðslu af sveitabæ sínum á hótelinu. Olav ólst upp í sveit og hefur alltaf verið upptekinn af ferðaþjón- ustubransanum, mat og matarmenn- ingu og því segir hann sjálfur að hann sé í draumastöðu með því að skapa upplifanir og minningar fyrir gesti sína á hótelinu. Olav vill geta aukið meðvitund um svæðisbundin mat- væli, lifandi menningu og dýravel- ferð og þess vegna hefur hann valið að hafa alla virðiskeðjuna á hótelinu hjá sér, það er, hann framleiðir eins mikið af matnum sjálfur sem notað- ur er á hótelinu. Þegar hann kvaddi hópinn minnti hann á að landbúnaður sé uppspretta endalausra sagna og var það gott veganesti inn í frekari heimsóknir ferðarinnar. Villt dýr og menningarverðmæti Því næst var haldið í náttúrugarðinn Langedrag sem er friðlýst svæði í um þúsund metra hæð yfir hafi milli Hallingdal og Numedal. Stofnendur svæðisins, Eva og Edvin K. Thorson, byrjuðu á verk- efninu árið 1978 en draumur þeirra var að gera sveitabæ þar sem gestir gætu fengið einstaka upplifun og nálægð við dýr og náttúruna. Hér er hugmyndafræðin um að náttúran sé okkar besti leiðbeinandi við lýði. Í Langedrag eru um 350 dýr og 25 mismunandi dýrategundir. Hér er ostagerð og geitamjólkurframleiðsla ásamt skólabúðum fyrir nemendur. Á þessu friðlýsta svæði er hægt að komast í návígi við villt dýr eins og úlfa, gaupa, fjallaref, villisvín, elgi, moskúsa og hreindýr. Það var magnað að sjá og upplifa með eigin augum hversu mikla nánd Tuva hefur náð við villtu dýrin eins og gaupa og úlfa. Hópurinn fékk einnig leiðsögn um Borgund stafkirkju sem er í Lærdal í Sognfylki. Kirkjan er byggð í kringum 1180, er vel varðveitt og er talin ein af þeim merkilegustu af þeim stafkirkjum sem eftir eru í landinu því stór hluti hennar er upprunalegur. Flestar stafkirkjur í Noregi voru byggðar á árunum 1130–1350 þegar svarti dauði kom í veg fyrir meiri byggingarframkvæmdir. Um þús- und slíkar voru byggðar í Noregi en í dag eru einungis 28 sem hafa varðveist. Einnig var komið við hjá útsýnispallinum Stegastein í Aurland sem er 3,3 metra breið og 31 metra löng göngubrú sem gefur einstakt útsýni yfir Aurlandsfjörðinn. Útsýnispallurinn er 13 metra hár í 640 metra hæð yfir sjávarmáli og er hluti af þjóðlegu ferðamannavegun- um sem Vegagerðin í Noregi stendur fyrir. Lítil og heimilisleg sveitahótel Næsti viðkomustaður var til 29/2 Aurland sem er sveitabær sem býður upp á gistingu og veitingar ásamt því að þjónusta veiðimenn. Þar tók Snædís Bjarnadóttir landslagsarki- tekt á móti hópnum með svæðis- bundnum epladjús, geitapylsu og geitaosti með flatbrauði. Eigendur staðarins, Tone Rönning Vike og Björn Vike, voru vant við látin og því hljóp Snædís í skarðið til að upplýsa íslenska hópinn um staðinn. Tone og Björn eru með 9 herbergi, hún er blaðamaður og hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.