Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
byggingameistari með sérmenntun
í að gera upp gömul tréhús. Þau
sögðu skilið við bæjarlífið í Bergen
árið 2012 og fluttu út á land sem þau
sjá ekki eftir.
Um kvöldið var veitinga- og
gististaðurinn Store Ringheim í
Voss sóttur heim þar sem eigandi
staðarins, Svein Ringheim tók á
móti hópnum. Hér rekur fjölskyldan
níu herbergja sveitahótel ásamt
veitingastað og sveitakrá þar sem
sagan svífur í loftinu og var mjög
heimilislegur bragur á staðnum.
Sviðahausar, eplavín og
verðlaunasalerni
Rétt við Voss komst hópurinn
í Evanger Landhandleri, litla
sveitaverslun og kaffihús þar
sem svæðisbundin matvæli eru í
hávegum höfð.
Þar á eftir var Smalahovetunet
við Voss sótt heim en þetta er eini
staðurinn í Noregi sem framleiðir
svið. Þau framleiða þó fleira en svið,
eins og til dæmis hið ekta norska
pinnekjött sem er jólamatur hjá
allflestum. Pinnekjött eru söltuð og
þurrkuð rif af sauðfé, Norðmennirnir
setja mjóar birkispýtur í kross á
djúpum potti og kjötið ofan á og
sjóða í 2–3 tíma svo það losni af
beininu.
Hér fékk hópurinn að smakka
á norskri betasúpu sem svipar til
íslenskrar kjötsúpu nema í hana
er sett reykt kjöt og korv-pylsur.
Eftir málsverðinn fékk hópurinn
kynningu á staðnum og þeir sem
vildu gátu sviðið kindahausa við
opnum eldi en einnig fékk hann að
sjá þegar hausarnir voru sviðnir í
vél í verksmiðjunni.
Eftir sviðaheimsóknina í
Smalahovetunet hélt hópurinn
til Ulvik í Harðangursfirði þar
sem Nils Lekve á sveitabænum
Lekve var sóttur heim. Hann er
einn þriggja aðila í ávaxta- og
síderferðahringnum í Ulvik. Þetta
eru einu aðilarnir í Noregi sem
bjóða upp á slíka þjónustu, það er
að taka á móti hópum í kynningu á
ávaxtarækt, djús og víngerð en þeir
tóku sig saman fyrir nokkrum árum
til að bjóða upp á þessa upplifun
sem er ólík hjá hverjum bónda fyrir
sig.
Á Lekve-bóndabænum er
hefðbundin ávaxtaræktun með
epli, plómur og mórelluræktun.
Einnig er veigamikil framleiðsla
á eplasafa og síder en ásamt því
er nútímaleg víngerð þar sem
framleitt er eplabrennivín. Einnig
er veitingastaður á bænum þar
sem sæti eru fyrir 80 manns. Nils
uppsker um 100 tonn á ári af eplum
en pressar í kringum 300 tonn árlega
í eplasafa og -vín.
Síðasta stoppið þennan daginn
var hjá Skjervsfossen sem er
mögnuð náttúruperla. Þetta er í raun
tveir fossar sem renna mjög þétt eftir
hver öðrum í 150 metra falli. Hér er
búið að gera mjög fína aðstöðu fyrir
fólk að skoða og ganga upp með
fossinum sem var opnuð í fyrra og
kostaði rúmar 200 milljónir íslenskra
króna. Almenningssalernin við
fossinn eru einnig markverð og þess
virði að sjá en arkitektafyrirtækið
Fortun AS hafa unnið til alþjóðlegra
verðlauna fyrir útfærsluna.
Á leið hópsins frá Voss til
Bergen, undir lok ferðarinnar,
var komið við á síðustu tveimur
Hanen-stöðunum sem voru báðir
nálægt Bergen. Annars vegar var
það Lysefjorden Mikrobryggeri sem
er lítið brugghús sem markaðssetur
svæðisbundinn handverksbjór.
Hér notast eigendurnir við
hefðbundnar uppskriftir en gefa
þeim persónulegan blæ með því að
blanda hefðum og því sem nýjast
er í bjórfræðunum saman. Þau
keppast við að nota svæðisbundin og
handtínd hráefni í bjórgerðina. Hafa
þau unnið til nokkurra verðlauna,
meðal annars fyrir besta bjórinn í
Noregi árið 2015.
Hins vegar var síðasta heimsóknin
til Bönes gårdsmat sem hefur
verið starfrækt síðan 1975. Þetta
er fjölskyldurekið fyrirtæki sem
sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða
kjötvörum og má finna vörur þeirra í
flestum stórum matvöruverslunum á
vesturlandi Noregs en þau bjóða upp
á 35 vörutegundir. Þau hafa unnið til
margra verðlauna fyrir vörur sínar
en markmið þeirra er að bjóða upp
á meiri bragðupplifun með hreinna
kjöti. Hér var afar vel tekið á móti
hópnum þar sem Bønes-hjónin
reiddu fram pylsur og kjötklatta
úr eigin framleiðslu með salati og
svæðisbundnum epladjús.
Um kvöldið komu formaður
og framkvæmdastjóri Hanen-
samtakanna, Bernt Bucher
Johannessen og Jan Tjosås, til
fundar við hópinn á hóteli í Bergen
og kynntu starfsemi sinna samtaka
sem hefur um 500 meðlimi og fer
stækkandi.
Langflestir meðlimir Hanen
eru bændur í ferðaþjónustu,
veitingarekstri eða sem selja vörur
sínar beint frá býli. Samtökin
aðstoða þó einnig við að upplýsa
um ýmiss konar afþreyingu í öllum
landshlutum. /ehg
Berglind Hilmarsdóttir hjá Opnum landbúnaði fékk að spreyta sig á að svíða
verkið.
Á föstudagskvöldinu komu formaður og framkvæmdastjóri Hanen-samtak-
í Bergen og kynntu starfsemi sinna samtaka sem hefur um 500 meðlimi og
fer stækkandi. Sigurlaug Gissurardóttir á Brunnhóli við Höfn og formaður
frá Íslandi.
Sviðahausavélin í Smalahovetunet
var sérsmíðuð fyrir framleiðsluna og
af svæðinu til að aðstoða sig við
smíðina. Hún tekur 15 hausa í einu
og er sjö og hálfa mínútu að svíða
hvern haus.
Úrval af eplasafa, síder og eplavínum
eykst ár frá ári hjá Nils Lekve
á Lekve-bóndabænum í Ulvik í
ástríðum hans við framleiðsluna að
þróa nýjar vörur.
tóku vel á móti íslenska hópnum
þar sem þau steiktu heimagerðar
pylsur og kjötklatta úr framleiðslunni
á stórri pönnu og framreiddu með
salati og svæðisbundnum eplasafa.
BÚFRÆÐI
FJARNÁM Landbúnaðarháskólinn býður upp á vandaðar fjarnámslausnir í flestum námsgreinum háskóladeilda skólans. Þetta veitir nemendum mikið frelsi til að
stunda námið óháð staðsetningu. Allir fyrirlestrar í staðnámi eru teknir upp og
fjarnámsnemar vinna öll sömu verkefni og staðarnemar. Skyldumæting er í
verklegum vikum en að öðru leyti er engin mætingarskylda í fjarnámi.
Búfræðinám er tveggja ára sérhæft starfsmenntanám þar
sem helsta markmiðið er að auka þekkingu og færni til
að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf.
Námið er að stærstum hluta kennt á Hvanneyri að
undanskilinni 12 vikna námsdvöl á einu af tæplega 80
kennslubúum sem LBHÍ er með samstarfssamning við.
BÚVÍSINDI
Landbúnaðarframleiðsla og ræktun lands eru
veigamiklir þættir í námi í búvísindum. Námið veitir
undirbúning fyrir margvísleg störf tengd landbúnaði
og er góð undirstaða fyrir framhaldsnám og
vísindastörf á sviði landbúnaðarfræða.
Þriggja ára nám ti l BS-gráðu Tveggja ára starfsmenntanám
HÁSKÓLI LÍFS & LANDS
WWW.LBHI.IS · LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS · HVANNEYRI, 311 BORGARNESI · LBHI@LBHI.IS · 433 5000
BÚVÍSINDI HESTAFRÆÐI
STARFS- &
ENDURMENNTUN
SKÓGFRÆÐI &
LANDGRÆÐSLA
NÁTTÚRU- &
UMHVERFISFRÆÐI
UMHVERFISSKIPULAG FRAMHALDSNÁM
5.
JÚNÍ
UMSÓKNAR- FRESTUR
... TIL AÐ BLÓMSTRA