Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 50

Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Eru þvottaklútarnir hreinir? Klútarnir, sem notaðir eru til að þvo spena og júgur, eiga auðvitað að vera hreinir eftir að hafa farið í þvottavélina eftir notkun en reynslan erlendis sýnir að oft ná þvottavélarnar ekki að sjóða klútana þó svo að vélin sé stillt þannig. Skýringin felst einfaldlega í því að skynjarar eða hitakerfi þvottavélanna geta bilað. Ef klútarnir eru ekki soðnir er hætta á því að bakteríur lifi þvottinn af og geti þar með valdið smiti við næstu notkun klútanna. Til þess að tryggja góðan þvott þarf því reglulega að yfirfara þvottinn og með því móti draga úr líkunum á því að smitefni geti borist á milli kúa með klútunum. Val á þvottavél Margir kúabændur nota hefðbundnar heimilisþvottavélar fyrir klútaþvott- inn en þær eru í raun ekki sérlega heppilegar fyrir svona þvott, enda eru oft í klútunum bæði mikið af óhreinindum, löng hár og jafnvel spænir eða strá. Það er því mælt með því að nota iðnaðarþvottavél- ar fyrir klútaþvottinn en þær eru byggðar fyrir stórþvott og eiga mun auðveldara með að takast á við klútaþvottinn, sér í lagi vegna þess að slíkar vélar eru með botnloku sem hleypir óhreinindum beint í niðurfall en hefðbundnar heimilisvélar nota þar til gerðar dælur sem eru við- kvæmar fyrir aðskotahlutum. Til þess að verja þessar dælur eru því flestar vélar með síur sem sía frá mestu óhreinindin en þessar síur draga úr afköstum vélanna auk þess sem reglulega þarf að hreinsa þær. Þá eru hitakerfi heimilisþvottavél- anna mun afkastaminni og ekki eins traustlega gerð og hitakerfin sem eru í iðnaðarvélunum, sem eru einnig almennt byggðar fyrir mun fleiri þvotta en heimilisvélar og ættu því að endast mun lengur. Þrífðu þvottavélina Eitt af því sem sést of oft eru afar óhreinar þvottavélar og slíkt getur aukið hættuna á því að bakteríur nái að vaxa og dafna. Það þarf því reglulega að þrífa vélarnar handvirkt. Helstu staðir sem þarf að þrífa handvirkt er glerið á vélinni og gúmmíþéttilistinn, sérstaklega ef hann er með fellingu sem getur hæglega safnað í sig miklu magni af óhreinindum. Þá þarf alltaf öðru hverju að skoða hvort tromlan er vel hrein og laus við óhreinindi sem eiga það til að festast í henni. Ekki yfirfylla vélina Jafnvel þó svo að þvottavélin virki vel og í samræmi við væntingarnar þá er ekki þar með sagt að þvotturinn á klútunum takist vel. Skýringin getur falist í jafn einföldum hlut og að ekki er notað þvottaefni sem hentar fyrir klútaþvott eða þvottaefnið ekki notað í réttu magni miðað við þarfirnar við þvottinn. Líklega er þó algengasta skýringin sú að vélarnar eru einfaldlega yfirfylltar og þá næst auðvitað ekki góður þvottur. Allar þvottavélar eru gerðar fyrir ákveðið magn af þvotti og það er mikilvægt að fara ekki yfir þessi mörk. Til þess að minnka líkurnar á því að það gerist er óhætt að mæla með því að setja rétt magn í vélina og t.d. setja strik á hurðina sem sýnir þá það hámarksmagn sem setja má í vélina. Sumir bændur hafa tekið mynd af fullri þvottavél og eru svo með útprentaða mynd einhvers staðar í námunda við vélina til þess að minna sig og aðra á það hvað vélin ræður við. Þetta mætti einnig gera fyrir magnið af sápunni sem notuð er, þ.e. sé um handvirka skömmtun að ræða. Þá mætti einnig vera með fasta mælieiningu fyrir þvottaefnið og nota t.d. margir plastmál sem er með striki á eða jafnvel skorið til þannig að sléttfullt málið innihaldi þá kórrétt magn af sápu. Gott eftirlit eykur öryggið Óháð því hvort notuð er hefðbundin heimilisþvottavél eða iðnaðarþvottavél er mikilvægt að fylgjast reglulega með því hve vel hún þvær og þá má einnig auka endingu hennar með því að þvo hana tóma öðru hverju og hreinsa með þar til gerðum efnum. Þá er hægt að mæla hitastig við þvottinn með sérstökum límmiðum sem hægt er að panta víða. Þessir miðar eru límdir innan á glerið á hurðinni og eftir þvottinn má lesa af miðanum hvort ætluðum hita hafi verið náð við þvottinn. Þetta er afar einfalt húsráð sem eykur öryggið við þvottinn og ætti að nota reglulega óháð því hvort notuð er heimilisþvottavél eða iðnaðarþvottavél. Nota einungis tandurhreinar klútafötur Þegar klútarnir hafa verið þrifnir er mikilvægt að þeir séu settir í tandurhreina klútafötu enda má segja að vinnan við þvottinn sé fyrir bí ef nýþvegnir klútarnir eru settir í óhreina fötu eða annað ílát. Hægt að rannsaka klútana Enn eitt atriðið sem nefna má, þegar rætt er um meðhöndlun á þvottaklútum, er að ef grunur er um að klútarnir geti innihaldið bakteríur eftir þvott, þá er hægt að rannsaka þá og komast að því hvort bakteríur leynast enn í þeim eftir þvottinn. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk UTAN ÚR HEIMI Hjólabúnaður Þrýstibremsur Nefhjól Læsanlegir og einfaldir beislisendar Ljós og ljósabúnaður Bremsuborðar Hjólalegur Hjólnöf Bremsubarkar Samhliða innflutningi okkar á Indespension kerrum erum við með varahluti og hluti til kerrusmíða fyrir flestar kerrugerðir, t.d. Indespension, Ifor Williams o.fl. Eigum á lager mikið úrval varahluta í helstu gerðir bremsu og hjólabúnaðar fyrir Alko og Knott. Bjóðum einnig sérpantanir. Kerruvarahlutir á góðu verði Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Á FAGLEGUM NÓTUM Við mjólkurframleiðslu þarf að passa vel upp á þrif og þá er vissara að klútarnir sem notaðir eru séu líka tandurhreinir og lausir við bakteríur. Bayer reynir að friða samkeppnisyfirvöld: Selja tvö Liberty fyrirtæki vegna kaupa á Monsanto Eigendur þýska stórfyrirtækis- ins Bayer hafa samþykkt að selja Liberty herbicide og LibertyLink sem starfar í markaðssetningu einkaleyfisvarinnar sáðvöru til að reyna að slá á andúð vegna fyrirhugaðra kaupa á bandaríska efnafyrirtækinu Monsanto. Fjallað var um málið á vefsíðu agprofessional.com þann 9. maí. Þar segir að sala Bayer á fyrirtækjunum tveim hafi verið lögð fram hjá samkeppnisyfirvöldum í Suður- Afríku síðastliðinn sunnudag. Um er að ræða sölu á hlutabréfasafni upp á 2,5 milljarða dollara. Spurningin er hvort samkeppnisyfirvöldum þyki þetta nóg að gert í kaupum Bayer á Monsanto sem hljóða upp á 66 milljarða dollara. Bayer hefur þó þegar samþykkt að fara þessa leið til að mæta gagnrýni um markaðsráðandi stöðu við yfirtökuna á Monsanto. Liberty í harðri samkeppni við Monsanto í eiturefnasölu Þótt Suður-Afríka sé tiltölulega lítill markaður í heimsviðskiptunum með landbúnaðarvörur, þá hefur Bayer viðurkennt nauðsyn þess að selja frá sér Liberty fyrirtækin tvö sem hafa verið í harðri samkeppni við Monsanto á þessum markaði um sölu á skordýraeitri og gróðureyðingar- og ýmiss konar varnarefnum. Þar er Monsanto umfangsmikið í sölu á Roundup „illgresiseyðinum“ svokallaða og í sölu á Roundup Ready sáðkorni. Samruni Bayer og Monsanto eru líka talin valda áhyggjum samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og hjá Evrópusambandinu. Þar mun ekki enn verið búið að sækja um samþykki fyrir samrunanum. Bayer mun þó halda áfram vinnu við að reyna að fá samþykki samkeppnisyfirvalda um allan heim fyrir kaupunum á Monsanto. Gerir fyrirtækið ráð fyrir að viðskiptin geti gengið í gegn fyrir árslok 2017. Hafa grætt vel á auknum eiturvanda í landbúnaði LibertyLink hefur aðallega verið að þjónusta ræktendur á sojabaunum, bómull og repju og hefur þar verið helsti keppinautur Monsanto. Vandi bænda í Suður-Afríku, Bandaríkjunum og víðar er að vegna mikillar notkunar á Roundup tilbúnu korni, þá hefur annar gróður eða meint illgresi líka þróað með sér þol gegn glyfósati sem er virka eiturefnið í Roundup. Þar hefur LibertyLink verið að koma með nýjar lausnir. Hefur þetta leitt til þess að hundruð milljóna evra gróði LibertyLink af sölu slíkrar vöru hefur tvöfaldast frá 2013. Hefur móðurfélagið Bayer m.a. byggt nýja verksmiðju í Mobil í Alabama í Bandaríkjunum til að mæta vaxandi eftirspurn þar sem verksmiðja í Frankfurt í Þýskalandi hefur ekki undan. Monsanto hefur brugðist við með því að koma með eldra gróðureyðingarefni, „dicamba“, sem er þá væntanlega sterkara. Þá vinnur fyrirtækið að því að koma á markað kornafbrigðum sem þola báðar tegundir plöntueitursins. Gróðavonin af samlegðaráhrifum við samruna þessara fyrirtækja er því augljós. /HKr. Forsvarsmenn Bayer vonast til að kaupin á Monsanto geti gengið í gegn fyrir árslok 2017.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.