Bændablaðið - 11.05.2017, Side 58

Bændablaðið - 11.05.2017, Side 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 201758 Nú í byrjun maí- mánaðar kom út hefti ársins af Súlum, sem er norðlenskt tímarit, gefið út á Akureyri af Sögufélagi Eyfirðinga. Þetta er 56. hefti af ritinu, sem á sér sögu frá árinu 1971 og hefur undanfarið komið út einu sinni á ári, nú sem oftar 160 bls. að lengd. Hér er að finna ýmislegt efni, fyrst og fremst þjóðlegan fróðleik sem einkum tengist Eyjafjarðar svæðinu. Ritið er prentað í Ásprenti á Akureyri. Í þessu hefti eru tvö viðtöl sem Hreiðar Jónsson á Akureyri tók 2002. Hið fyrra er við Björgu Baldvinsdóttur, sem var lengi vel ein þekktasta leikkona Leikfélags Akureyrar, en það fagnar 100 ára afmæli sínu um þessar mundir. Björg er lítið eitt eldri en leikfélagið og enn á lífi. Hitt viðtalið er við Hjörleif Hafliðason sem lengi vann á Sambands- verksmiðjunum á Akureyri en er látinn. Einnig er birtur árshátíðarbragur verksmiðjanna Gefjunar og Iðunnar 1949. Á forsíðu heftisins er loftmynd af Hrísey frá hendi myndasnillingsins Harðar Geirssonar. Þessi mynd tengist lengstu ritgerð heftisins sem er eftir unga konu, Klöru Teitsdóttur, og fjallar um útgerðarsögu heimabyggðar hennar, Hríseyjar, frá 1850 til 1950. Í heftinu er einnig margvíslegt annað efni. Þorsteinn Krüger birtir þætti úr skemmtanalífi Akureyringa á fyrri hluta 20. aldar. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá skrifar um Hallgrím Júlíusson organista. Elín Friðriksdóttir á hér minningar frá uppvaxtarárum í Akrahreppi. Guðrún Sigurðardóttir skrifar um handavinnu kvenna á 20. öld og birt er gömul ferðasaga eftir Steinunni Bjarman. Sjá má af þessu að meirihluti efnis í heftinu er eftir konur eða um þær. Í lokin er birt stutt ársskýr- sla Sögufélags Eyfirðinga, sem gefur Súlur út, formaður félagsins er Jón Hjaltason. Sími félagsins / símsvari er 462 4024. Áskriftarverð þessa heftis Súlna er kr. 4.200. Heftið fæst einnig í lausasölu í Pennanum á Akureyri. Við áskriftarbeiðnum tekur Guðmundur P. Steindórsson, net- fang gudps@simnet.is. Ritstjóri Súlna hefur síðustu fimm ár verið Björn Teitsson, netfang hans er: banna@simnet. is, heimasími 456 4119. Í ritnefnd eru einnig Ása Marinósdóttir, Jón Hjaltason og Kristín Aðalsteinsdóttir. Þau öll taka við efni til birtingar og eru stuttar minningar eða frásagnir sérlega vel þegnar segir í fréttatilkynningu frá Sögufélagi Eyfirðinga. /MÞÞ MENNING&LISTIR LESENDABÁS Sæll og blessaður, Davíð Herbertsson, og þakka þér innilega fyrir bráðskemmti- legt bréf sem ég var að lesa (í Bændablaðinu þ. 27. apr.) Það er svo miklu meira gaman að sjá að einhver les og vill ræða málin, eða svara þegar fólki finnst að sér vegið. Reyndar verð ég að byrja á því að segja að það var og er fjarri mér að vera með nokkrar aðdróttanir að þér persónulega, né draga í efa að bæði þú og margir aðrir fjárbændur, gerið allt ykkar besta til að fara vel með fénað og fóður, sem að sjálfsögðu er til bóta fyrir skepnuna, en kemur ekki í veg fyrir orsök og afleiðingu þess að vetrarrýja féð. Þessi brenglaði ofgnótta og sóunar hugsunarháttur nútímans, að vilja helst leggja niður landbúnað og byggð í sveitum, þekkir ekki mun- inn á raunverulegum verðmætum og LÍFSNAUÐSYNJUM, eða hvað það er sem gerir gæfumuninn þegar á reynir og í nauðirnar rekur. Þær öfugmæla aðstæður sem nútíminn hefur skapað og úthlutað sauðfjár- ræktinni, hafa sett hana út í horn, sem afætur þjóðfélagsins, styrkþega og óþurftar atvinnugrein. Skilur ekki gildi hennar í fæðu- og klæðaöflun breytilegra tíma, né samfélagslega ábyrgð þess að byggja mannvænt þjóðfélag af menningarlegri reisn þekkingar og reynslu. Ég veit ekki hvort þú hefur líka lesið það sem ég hef áður skrifað um ullina og sent þessu blaði. En þar hef ég verið að reyna að vekja athygli á, að nútíma rúningsvenjur eru að eyðileggja og útrýma þel- inu, dýrmætasta hluta ullarinnar, lífgjafa þessarar þjóðar um aldir og sérstöðu íslensku sauðkindarinnar á heimsmælikvarða. Merkilegt að það tók ekki nema hálfa mannsævi að aftengja þá þekkingu og hugsun úr þjóðarvitundinni. Ef til vill varla von að þeir sem aldrei hafa séð eðli- legt vorrúið reyfi af vel fóðraðri kind, viti hvernig það lítur út, eða hvað svona 96 ára gamlingjar eru að tala um. En af því ég nýt þeirra foréttinda að hafa lifað atvinnu- þróun heillar aldar og tekið virkan þátt í þeirri nýsköpun til sjávar og sveita, þá þekki ég af eigin raun þessar stökkbreytingar. Þar á meðal vinnslu og notkun ullarinnar. Það er mikill skaði að glutra niður þeim verðmætum sem fel- ast í þelinu. Þess vegna tel ég það skyldu mína að reyna að vara við þeirri hættu og koma því á fram- færi við þá sem enn gæti verið lag að vekja til umhugsunar og úrbóta. Gæti líka verið gagnlegt og gaman að ræða margbreytilega möguleika í framtíð sauðfjárbúskapar, sam- hliða ferðaþjónustuatvinnuvegi í uppbyggingu. Þar er að mörgu að hyggja í sambandi við mat- vælaframleiðsluna og afþreyingu. Og ekki eru nú fætur ferðamanna léttstígari á viðkvæmum stöðum sem verja þarf ágangi. Né spörðin þrifalegri á húsahlöðum lands- manna. Þess vegna sýnist mér að mikil þörf sé enn og aftur fyrir sem skýrasta og óbrenglaðasta hugsun og fyrirhyggju. Og veitir ekkert af að minna öðru hvoru á það. En þetta með nýyrðin og íslensk- una væri svo miklu meira gaman að ræða við þig persónulega og orði til orðs. Samt hvorki mannsber né berjúgra, hvað þá mannsberjúgra, það mundi ég ekki taka í mál. Að fá svo vísur eins og rúsínur í enda bréfs, var líka alveg svarbréfs og þakka skylda. Ég kann reyndar aðra vísu, allt of líka annarri þinni. En hana ræði ég ekki né hef yfir á almannafæri nema við vissar aðstæður. Gleður auga og léttir lund, lítil vísa, stuðlum skreytt. Því er eftir þennan fund, þögnin mælsk og kyrrðin breytt. Ef að brenglast orðarugl, oft er best að segja fátt. Önnur vísan erfitt þrugl, eldri gerðin varla sátt. Því ég enda þetta bréf, þakka vökult málaskraf. Áfram gæti annað skref, okkur leitt á visku haf. Með kveðju. Guðríður B. Helgadóttir Opið bréf til Davíðs Herbertssonar Bændablaðið í allt sumar Þó svo að sumarleyfi gangi í garð þá er engin ástæða til að slá af í auglýsingabirtingum í Bændablaðinu. Bændahöllinni við Hagatorg Sími 563 0300 / Netfang augl@bondi.is / bbl.is Ásgerður María Hólmbertsdóttir auglýsingastjóri veitir ráðgjöf og tekur á móti auglýsingapöntunum í síma 563–0300 og í netfangið amh@bondi.is Við bjóðum auglýsendum að gera birtingaáætlanir fram í tímann. Það auðveldar skipulagningu og gerir markaðsstarf fyrirtækja markvissara og árangursríkara. Með vandaðri áætlanagerð getur þú sparað bæði tíma og peninga. Tímaritið Súlur árið 2017 komið út: Meirhluti efnis um eða eftir konur Guðríður B. Helgadóttir

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.