Bændablaðið - 25.01.2018, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. janúar 2018
Íslensku kýrnar standa sig vel í framleiðslu á mjólk:
Brúsastaðir í Vatnsdal afurðahæsta
bú landsins annað árið í röð
– Alls eru 15 kúabú á landinu með meira en 8.000 kg í meðalnyt eftir hverja árskú og sú öflugasta mjólkaði heilum 14 tonnum
Brúsastaðir í Vatnsdal í Austur-
Húnavatnsýslu voru afurðahæsta
kúabúið á Íslandi 2017 með 8.937
kg mjólkur í meðalnyt. Er það rétt
undir Íslandsmeti sama bús frá
2016 sem er 8.990 kg.
Samkvæmt tölum RML úr
skýrsluhaldi kúabænda um nýliðin
áramót, þá voru 8 íslensk kúabú með
meðalmjólkurnyt á árskú yfir 8.000
kg. Í fyrsta sæti voru Brúsastaðir eins
og fyrr segir með 8.937 kg. Er búið
rekið af hjónunum Sigurði Ólafssyni
og Gróu Margréti Lárusdóttur. Þá
kom Hóll í Svarfaðardal með 8.356
kg sem rekið er af Karli Inga Atlasyni
og Erlu Hrönn Sigurðardóttur.
Gautsstaðir á Svalbarðsströnd voru
svo í þriðja sæti með 8.269 kg, en þar
er Pétur Friðriksson við stjórnvölinn.
Þess má geta að Brúsastaðir voru
einnig afurðahæsta kúabú landsins
2014 og 2013.
Alls eru 573 kúabú í skýrsluhaldi
RML. Ekki eru mörg ár síðan
það þótti mjög gott að vera
með meðalnyt yfir 6.000 kg.
Afurðahæsta kúabú landsins árið
2005 var Kirkjulækur í Fljótshlíð
með 7.669 kg í meðalnyt á 35,5
árskýr. Var það þá nýtt Íslandsmet,
en fyrra metið átti búið Stóra-
Hildisey 2 í Austur-Landeyjum með
6,450 kg árið 2003. Þar á undan var
sett met árið 2001 í Birtingaholti í
Hrunamannahreppi.
Afurðahæsta búið nú er því með
vel ríflega tonni meira á hverja árskú
að meðaltali, eða 1.268 kg en metið
var 2003.
Fyrir utan fóðrun, umhirðu
og ræktun, virðist innleiðing
mjaltaþjóna á íslenskum kúabúum
haft þarna mikið að segja við að
hækka nyt íslensku kúnna og auka
stöðugleika í framleiðslunni. /HKr.
FRÉTTIR
Bú - desember 2017 Skýrsluhaldarar Árskýr Afurðir kg
Brúsastaðir í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 8.937
Hóll í Svarfaðardal við Eyjafjörð 8.356
Gautsstaðir á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð 8.269
Flugumýri í Blönduhlíð austan Vatna í Skagafirði 8.205
Skáldabúðir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í Árnessýslu 8.183
Hvanneyri á Hvanneyri í Borgarfirði 8.180
Ytri-Skógar undir Austur-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu 8.179
Steinnýjarstaðir á vestanverðum Skaga, norðan við Skagaströnd 8.170
Hraunháls í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, nærri Stykkishólmi 8.124
Kúskerpi í Blönduhlíð austan Vatna í Skagafirði 8.115
Grænahlíð í Eyjafjarðarsveit (sunnan/framan Akureyrar) 8.047
Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í Árnessýslu 8.023
Garðakot í Hjaltadal í Skagafirði 8.019
Moldhaugar í Kræklingahlíð við Eyjafjörð, norðan Akureyrar 8.010
Stóru-Tjarnir í Ljósavatnsskarði, Þingeyjarsveit 8.005
Afurðahæstu kúabúin 2017 -
Nythæsta kýrin á landinu árið
2017 var kýr nr. 851, undan Ými
0715 Skandalssyni 03034, en hún
mjólkaði 14.199 kg samkvæmt
skýrsluhaldi Ráðgjafarstofu
landbúnaðarins.
Var fituinnihald mjólkurinnar
3,64% fitu og 3,33% prótein. Sló
kýrin 851 ársgamalt Íslandsmet Nínu
676 á Brúsastöðum í Vatnsdal sem
var 13.833 kg. Burðartími 851 féll
mjög vel að almanaksárinu en hún
bar sínum þriðja kálfi 2. janúar 2017.
Því miður þurfti svo að fella
þennan mikla afurðagrip núna í
byrjun janúar og er þar skarð fyrir
skildi. Það þarf ekki að fara í neinar
grafgötur með að kýr nr. 851 var
gríðarmikil mjólkurkýr og sýndi það
strax á sínu fyrsta mjólkurskeiði er
hún fór hæst í 37 kg
dagsnyt.
Á nýliðnu ári fór hún
hæst í 57,0 kg dagsnyt og
var enn í 28 kg nyt í desember
sl. Skráðar æviafurðir hennar
voru 33.661 kg um síðustu
áramót en sinn fyrsta kálf átti
hún 26. janúar 2015, þá 26
mánaða að aldri.
Kýr nr. 851 frá Innri-Kleif í Breiðdal setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet á síðasta ári:
Mjólkaði nær 14,2 tonnum
Nýjar tölur um lestur fólks á
prentmiðlum sýna að staða
Bændablaðsins er sterk á
blaðamarkaði. Á landsbyggðinni
ber Bændablaðið höfuð og herðar
yfir aðra prentmiðla og yfir landið
allt er Bændablaðið í öðru sæti á
eftir Fréttablaðinu í lestri.
Í nýrri prentmiðlamælingu
Gallup, sem nær yfir fjórða
ársfjórðung 2017, kemur meðal
annars fram að 43,1% íbúa á
landsbyggðinni les Bændablaðið og
21,6% fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Meðallestur á Bændablaðinu yfir
landið allt er 29,4%.
Þriðjungur karla les
Bændablaðið
Alls 33,6% íslenskra karla lesa
Bændablaðið og eru þeir heldur
með forskot á kvenfólkið en 25%
þeirra lesa Bændablaðið reglulega.
Alls 36,5% landsbyggðarkvenna
og 49,2% karla utan höfuð-
borgarsvæðisins láta blaðið ekki
framhjá sér fara.
Mismunur á milli aldurshópa
Það er greinilegt að lestur prentmiðla
er misjafn eftir aldri. Þegar
aldursbilið 20–30 ára er skoðað
sést að einungis 23,3% fólks á
Íslandi les Fréttablaðið, 14,2% lesa
Bændablaðið og 14% Morgunblaðið.
Stundina lesa 12,7% í þessum
aldurshópi og 6,6% lesa DV.
Um leið og aldurinn hækkar
eykst lesturinn. Þannig lesa 39,1%
Íslendinga á aldursbilinu 50–60 ára
Bændablaðið, 53,6% Fréttablaðið,
32,1% Morgunblaðið, 12,6%
Stundina og 13,5% DV.
Þeir sem komnir eru yfir sjötugt
virðast lúslesa sum blöð umfram
önnur. Fréttablaðið á vinninginn
í þeim aldurshópi með 66,8%
lestur yfir landið allt. Næst kemur
Morgunblaðið með 58,5% og síðan
Bændablaðið með 57,7% lestur. DV
skorar líka hátt í þeim aldursflokki
og er með 19,7% lestur. Stundina les
13% fólks á milli sjötugs og áttræðs.
Lestur prentmiðla fer dalandi
Lestur prentmiðla hefur almennt
dalað á síðustu árum en það er
misjafnt eftir blöðum hversu mikið.
Lestur Fréttablaðsins yfir landið hefur
lækkað úr 52% á fjórða ársfjórðungi
árið 2014 niður í 43,8% í lok árs 2017.
Morgunblaðið mælist nú með 26,1%
lestur á Íslandi en í lok ársins 2014
var talan 28,8%. Á sama tímabili
hefur lestur Bændablaðsins einungis
minnkað um 0,9% á landsvísu.
Áðurnefndar upplýsingar eru
fengnar úr prentmiðlakönnun Gallup
en könnunartími var okt.–des. 2017.
Í könnuninni er lestur dagblaða
mældur með samfelldum hætti. Um
30 svörum er safnað á hverjum degi,
eða um 2.500 svörum á ársfjórðungi.
Í úrtakinu eru Íslendingar á aldrinum
12–80 ára af landinu öllu. /TB
Ný könnun staðfestir mikinn lestur Bændablaðsins
Bændablaðið er með mikið forskot á aðra prentmiðla á landsbyggðinni. Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup
PACTA lögmenn og Bændasamtök
Íslands hafa gert samning um
sérstök afsláttarkjör á almennri
lögfræðiþjónustu við félagsmenn
BÍ.
Samningurinn felur í sér að
bændur geta leitað til PACTA um
land allt með þjónustu vegna allra
sinna mála. Ekki þarf að greiða
fyrir fyrsta viðtal sem er gjaldfrjálst.
Afsláttarkjörin eru 20% af tímagjaldi
sem miðast við útselda tíma, þ.e.
vinnu fyrir utan símtöl og tölvupósta
þar sem viðkomandi spyrst fyrir
um réttarstöðu sína. Í einhverjum
tilvikum er samið um fast verð
fyrir ákveðið verk en alla jafna er
kostnaður reiknaður á grundvelli
tímagjaldsins.
PACTA veitir alhliða
lögfræðiþjónustu og ráðgjöf á 15
starfsstöðvum víða um land.
Þeir sem vilja nýta sér
samkomulagið geta haft samband
í síma 440-7900 eða á netfangið
hallgrimur@pacta.is. Veffangið er
pacta.is.
Lögfræðiþjónusta
við bændur