Bændablaðið - 25.01.2018, Qupperneq 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. janúar 2018
Hagagæði er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Félags hrossabænda:
Markmiðið er að nýta land án
þess að rýra gæði þess
HROSS&HESTAMENNSKA
Á liðnu ári stofnuðu Landgræðsla
ríkisins og Félag hrossabænda til
landnýtingarverkefnis, sem nefnist
„Hagagæði“. Landgræðslan sér
um framkvæmd verkefnisins.
Verkefnisstjóri er Bjarni
Maronsson, héraðsfulltrúi
Landgræðslunnar á Norðurlandi
vestra.
Frá og með árinu 2000
til ársloka 2016 var við lýði
Gæðastýring í hrossarækt. Einn
þáttur gæðastýringarinnar var
sjálfbær landnýting á hrossabúum
og sá Landgræðslan um úttektir á
beitarlandi þeirra hrossabænda er
þess óskuðu. Þau bú sem stóðust sett
viðmið hlutu viðurkenningu.
Líkt og í gæðastýringunni snýst
þátttaka í „Hagagæðum“ um að nýta
land án þess að rýra gæði þess og
fá það staðfest árlega með úttekt
og viðurkenningu á því að land
þátttakenda standist sett viðmið.
Í verkefnislýsingu „Hagagæða“ er
tilgangur verkefnisins skilgreindur á
eftirfarandi hátt: Að tryggja sjálfbæra
nýtingu beitarlands, að auka ábyrgð
landnotenda sem vörslumanna
lands, að auka umhverfisvitund
landeigenda og landnotenda og að
tryggja velferð hrossa.
Bjarni segir þessi atriði snúa öll að
ábyrgð, landlæsi og umhverfisvitund
landnotenda og eru grunnur að bættri
beitarstjórnun. Þá er einnig minnt á
að velferð hrossa og beitarlands fer
ætíð saman.
„Landnýtingarþáttur gæða-
stýringar var fyrst og fremst sniðinn
að landnotkun þeirra sem stunduðu
hrossarækt og uppeldi hrossa.
Hagagæði er víðtækara verkefni
en landnýtingarþátturinn og auk
hrossaræktenda geta tekið þátt aðilar
sem halda hross í atvinnuskyni, s.s.
hestaleigur og þeir sem halda hross
til brúkunar í tómstundum. Einnig
sveitarfélög og hestamannafélög,
sem eiga og/eða hafa umsjón
með hrossabeitarhólfum til
almenningsnota,“ segir Bjarni.
Öllum hrossabændum gefinn
kostur á þátttöku
Öllum hrossabændum, sem voru
með í landnýtingarþættinum árið
2016 var kynnt þetta nýja verkefni
og þeim gefinn kostur á þátttöku
í Hagagæðum, enda stæðist
beitarland þeirra sett ástandsviðmið.
Af 40 búum, sem voru með í
landnýtingarþættinum óskuðu 38
eftir þátttöku í Hagagæðum og
stóðust þau öll landúttektir. Þá
bættust við sex ný bú. Allt eru þetta
bú sem stunda hrossarækt og/eða
hrossakjötsframleiðslu. Enn hafa
einstaklingar eða fyrirtæki með
annars konar hestastarfsemi ekki
sóst eftir þátttöku í verkefninu.
En hvað er til ráða ef beitarland
þeirra er æskja þátttöku í
Hagagæðum stenst ekki sett
ástandsviðmið? Bjarni segir
að Landgræðslan geti boðið
viðkomandi upp á aðstoð við gerð
þriggja ára úrbótaáætlunar, sem
hefur það að markmiði að í lok
tímans uppfylli beitarlandið sett
viðmið um landnýtingu. Úrbætur
taka mið af ástandi og eðli landsins
og geta annaðhvort eða bæði
falist í uppgræðslu lands og bættri
beitarstýringu. Ástandsviðmið
Hagagæða eru það rúm að ef
beitarland jarðar stenst ekki úttekt
er næsta víst að beitarstýring er
ekki í lagi á viðkomandi stað.
Bjarni segir að áhugi sé fyrir
Hagagæðum.
„Við höfum fengið fyrirspurnir
frá áhugasömum landnotendum
sem vonandi leiðir til þátttöku.
Í öðru lagi er greinilegt að
þátttakendur huga betur að
beitarstýringu en áður. Í þriðja
lagi má nefna að starfsfólki
Landgræðslunnar er nauðsynlegt
að fara sem víðast um sveitir og
fylgjast með landnýtingu, þjálfast
í landlæsi og mynda tengsl við
þá sem nýta landið. Ætlunin er
að meta reynsluna af þessu fyrsta
starfsári og þróa verkefnið áfram
2018.“
Bjarni segir að oft sé spurt
hvaða gagn viðkomandi hafi af því
að vera með í Hagagæðum.
Hagagæði geta sparað hey
„Því er til að svara að það er
fyrst og fremst undir viðkomandi
komið hvort og þá hvernig hann
geti hagnýtt sér þátttökuna. Leiði
Hagagæði til betri beitarstýringar
og búmennsku er næsta víst að spara
má hey á viðkomandi búi.
Ef fullorðin, væn hross hafa
aðgang að grösugum haga að hausti
og vetri þurfa þau sáralitla heygjöf,
enda sé bæði gott skjól og vatn til
staðar. Hey kostar peninga og hagur
bóndans að bruðla ekki með það.
Sífellt fleira hestafólki er umhugað
um að aðbúnaður hrossa sé sem
bestur bæði á húsi og í haga. Ætla
má að hrossakaupendur, ekki síst
erlendir, taki æ meira mið af þeim
aðstæðum sem hross alast upp við
þegar þeir ákveða kaup á hrossum
hérlendis. Því gæti sá bóndi, sem
hlotið hefur þá viðurkenningu sem
í Hagagæðum felst, haft aukna
sölumöguleika fyrir sín hross.
Einnig má nefna að hannað hefur
verið sérstakt einkennismerki (logo)
fyrir Hagagæði, sem þátttakendur
geta notað starfsemi sinni til
framdráttar, t.d. á heimasíðum
sínum.“ /ÁÞ
1. Sauðanes Ágúst M. Ágústsson/Steinunn Halldórsdóttir Norður-Þingeyjarsýsla
2. Bakki, Svarfaðardal Þór Ingvason Eyjafjarðarsýsla
3. Bringa Bringa ehf. Sverrir Reynir/Guðbjörg Jóna Eyjafjarðarsýsla
4. Hólsgerði Brynjar Skúlason/Sigríður Bjarnadóttir Eyjafjarðarsýsla
5. Jarðbrú Þorsteinn Hólm Stefánsson/Þröstur Karlsson Eyjafjarðarsýsla
6. Litla-Brekka Vignir Sigurðsson Eyjafjarðarsýsla
7. Ásgeirsbrekka Jóhann Ingi Haraldsson Skagafjarðarsýsla
8. Enni Haraldur þ. Jóhannsson/Eindís Kristjánsdóttir Skagafjarðarsýsla
9. Flugumýri II Flugumýri ehf. Anna Sigurðardóttir Skagafjarðarsýsla
10. Hafsteinsstaðir Skapti Steinbjörnsson/Hildur Claessen Skagafjarðarsýsla
11. Hólar í Hjaltadal Hólaskóli Skagafjarðarsýsla
12. Hverhólar Freysteinn Traustason/Birna S. Hafsteinsdóttir Skagafjarðarsýsla
13. Íbishóll Íbishóll ehf, Magnús Bragi/Elisabeth Jansen. Skagafjarðarsýsla
14. Kálfsstaðir Ólafur Sigurgeirsson/Sigríður Björnsdóttir Skagafjarðarsýsla
15. Nautabú Karen Steindórsdóttir/Eyjólfur Þórarinsson Skagafjarðarsýsla
16. Tunguháls II Þórey Helgadóttir Skagafjarðarsýsla
17. Víðidalur/Kirkjuhóll Pétur Stefánsson Skagafjarðarsýsla
18. Ytra-Skörðugil Ingimar Ingimarsson Skagafjarðarsýsla
19. Ytra-Vallholt Vallholt ehf. Björn og Harpa Skagafjarðarsýsla
20. Geitaskarð Íslensk hrossarækt Austur-Húnavatnssýsla
21. Hof í Vatnsdal Jón Gíslason/Eline Schrijver Austur-Húnavatnssýsla
22. Hólabak Björn Magnússon Austur-Húnavatnssýsla
23. Steinnes Magnús Jósefsson Austur-Húnavatnssýsla
24. Auðunnarstaðir I Júlíus G. Antonsson Vestur-Húnavatnssýsla
25. Stóra-Ásgeirsá Elías Guðmundsson/Magnús Á. Elíasson Vestur-Húnavatnssýsla
26. Ytri-Þóreyjarnúpur Þórey ehf./ Gerður Hauksdóttir Vestur-Húnavatnssýsla
27. Þóreyjarnúpur Þóreyjarnúpshestar ehf./Halldór G.Guðnason Vestur-Húnavatnssýsla
28. Hjarðarholt Þorvaldur T. Jónsson/Hrefna B. Jónsdóttir Mýra-og Borgarfjarðarsýsla
29. Lundar II Sigbjörn Björnsson Mýra-og Borgarfjarðarsýsla
30. Oddsstaðir I Sigurður O. Ragnarsson/Guðbjörg Ólafsdóttir Mýra- og Borgarfjarðarsýsla
31. Ölvaldsstaðir IV Guðrún Fjeldsted Mýra-og Borgarfjarðarsýsla
32. Hömluholt Gísli Guðmundsson Snæfellsnessýsla
33. Auðsholtshjáleiga/Grænhóll Gunnar Arnarson Árnessýsla
34. Hólar í Árborg Ímastaðir ehf./Einar Hallsson Árnessýsla
35. Hraun I Hrafnkell Karlsson Árnessýsla
36. Hvoll I Ólafur H. Einarsson Árnessýsla
37. Litlaland Sveinn Steinarsson Árnessýsla
38. Árbæjarhjáleiga Kristinn Guðnason/Marjolijn Tiepen Rangárvallasýsla
39. Ásborg Eydís Þ. Indriðadóttir Rangárvallasýsla Rangárvallasýsla
41. Hemla Vignir Siggeirsson/Lovísa Ragnarsdóttir Rangárvallasýsla
42. Kirkjubær Kirkjubæjarbúið/Ágúst Sigurðsson Rangárvallasýsla
43. Oddhóll Sigurbjörn Bárðarson Rangárvallasýsla
44. Vakursstaðir Valdimar og Hjörtur Bergstað Rangárvallasýsla
HAGAGÆÐI
Árið 2017 stóðust eftirtalin hrossabú úttektir vegna landnýtingar
Bjarni Maronsson, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðurlandi vestra, og Sveinn Steinarsson, formaður Félags
hrossabænda. Mynd / ÁÞ
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Einkennismerki Hagagæða.
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300