Bændablaðið - 15.11.2018, Page 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201812
Fjórir einstaklingar, sem
jafnframt allir eru bændur eða
frístundabændur í Borgarfirði,
hafa keypt Sláturhús Vesturlands
ehf. í Borgarnesi.
Þetta eru þau Þorvaldur T.
Jónsson í Hjarðarholti, sem er
framkvæmdastjóri, Eiríkur Blöndal,
Jaðri sem er stjórnarformaður,
Guðrún Sigurjónsdóttir á
Glitstöðum, auk þess sem Guðjón
Kristjánsson, sem var sláturhússtjóri
í fyrra rekstrarformi, er nú kominn í
þennan hóp. Félagið er rekstrarfélag
Sláturhússins í Borgarnesi og hefur
gert leigusamning við eigendur
hússins til 10 ára.
Bændurnir voru áður með
húsið og reksturinn á leigu, eða
frá hausti 2017. Þar áður hafði
Guðjón rekið sláturhúsið með
þremur bræðrum sem enn eiga
húsnæðið; Jóni Sævari, Snorra og
Kristni Þorbergssonum.
Að sögn Þorvaldar hefur
reksturinn gengið vel í haust.
„Það hefur gengið vel að slátra í
haust og við erum enn að slátra
sauðfé. Þetta er svipað og í fyrra,
en nú fórum við ekkert af stað fyrr
en í byrjun október. Við ætlum
að slátra allan ársins hring og
stefnum að stórgripaslátrun þegar
sauðfjárslátrun lýkur.
Það hefur verið talsverð
eftirspurn hjá bændum um slátrun
hjá okkur – líklega svipað og í
fyrra og við erum mjög sátt við
það, enda verkefni verið umfram
væntingar.
Sláturhúsið verður enn um sinn
rekið sem þjónustusláturhús, en í
framtíðinni er stefnt á að hægt verði
að selja frá því, fyrir þá bændur sem
eru í föstum viðskiptum. /smh
FRÉTTIR
NÚ BROSIR NÓTTIN
Ævisaga refaskyttunnar Guðmund-
ar Einarssonar sem var goðsögn í
lifanda lífi. Hér er líst samskiptum
náttúrubarns 19. aldar við landið og
lífríki þess.
UNDIR HRAUNI
Spennandi frásögn sem byggir á raunveru-
legum atburðum þegar tveir þýskir skip-
brotsmenn flúðu undir breska hernum upp
í Hekluhraun og unnu þar í púlsvinnu fyrir
Selsundsbónda.
FORYSTUFLEKKUR
Fallegar dýrasögur úr gamla bændasamfé-
laginu sem lýsa ástríku sambandi manna
og dýra sem og einstökum vitsmunum
málleysingjanna.
KYNNIR NÝJAR BÆKUR:
Sauðfjárslátrun 2018:
Sláturlömbum fækkar en meðalvigt hærri milli ára
Meðalfallþungi sláturlamba í
haust var 0,15 kílóum hærri í
haust en á síðasta ári. Fallþungi
sláturlamba á Norðurlandi var
hærri en á Suðurlandi og í ár var
slátrað meira af fullorðnu fé og
hrútum en í fyrra.
Meðalfallþungi dilka á nýliðinni
sláturtíð var 16,56 kíló, sem er
0,15 kílóum meira en á síðasta
ári. Heildarfjöldi sláturlamba
hefur aftur á móti dregist saman úr
599.954 árið 2017 í 542.674 árið
2018.
Meiru af fullorðnu fé var slátrað
í ár en í fyrra. Alls var í ár slátrað
59.500 ám og hrútum í haust sem er
4.350 minna en á síðasta ári.
Lægri meðalvigt á Suðurlandi
Steinþór Skúlason, forstjóri
Sláturfélags Suðurlands, segir að
fallþungi norðanlands hafi verið
hærri en sunnanlands. „Tíðin
sunnanlands í vor var erfið og í
sumum tilfellum geltust ærnar
hreinlega upp og meðalþyngd dilka
hjá okkur var 16,5 kíló 2017 en var
16,3 kíló í ár.
Sláturlömbum fækkaði um 5%
milli ára en þau voru 102.752 í fyrra
en 97.352 í ár. Fullorðnu fé fjölgaði
aftur á móti úr 11.425 í 11.831 milli
ára.
Steinþór segir að þar sem
ærslátrunin er að aukast þrátt fyrir
samdrátt í dilkum þá dragi hann þá
ályktun að von sé á svipaðri fækkun
næsta haust, eða 4–5%.
Veruleg aukning í slátrun á
fullorðnu fé
Ágúst Torfi Hauksson,
framkvæmdastjóri Norðlenska,
segir að sláturtíðin hafi gengið vel
í ár. Bæði hvað varðar samvinnu
við bændur og að fá fé til slátrunar.
„Við rekum tvö sláturhús, annað á
Húsavík og hitt á Höfn. Samanlagt
felldum við 114.861 lamb og
fullorðið fé á báðum stöðum.
Fallþunginn á Húsavík var 16,7 kíló
sem er 270 grömmum hærri en árið
2017 og hann var 16,3 sem einnig
er 270 grömmum meiri en 2017.“
Ágúst segir aukningu vera í
slátrun á fullorðnu fé milli ára. „Í ár
slátruðum við 12.200 fullorðnum ám
og hrútum en í fyrra 10.604. Þannig
að aukningin er veruleg á milli ára.“
/VH
Heimild: Búnaðarstofa MAST
Bæ
nd
ab
la
ði
ð
/ H
Kr
.
Kg
16,30
Sláturfélag Suðurlands 16,49
Sláturhús KVH ehf. 16,70
SAH afurðir ehf. 16,54
Norðlenska, Húsavík 16,43
15,91
Fjallalamb 15,73
Norðlenska, Höfn 15,93
Sláturhús Vesturlands
Seglbúðir
Bændur kaupa Sláturhús Vesturlands ehf. í Borgarnesi:
Nýtt rekstrarfélag leigir til tíu ára
Guðjón Kristjánsson er í stjórn Sláturhúss Vesturlands ehf. Mynd / smh
Styrkir til jarðræktar:
Alls 1.531 umsókn vegna 76.710 hektara
Í rammasamningi um almenn
starfsskilyrði landbúnaðarins
sem tók gildi þann 1. janúar 2017
er kveðið á um fjármuni ætlaða
til jarðræktar og landgreiðslna.
Matvælastofnun sér um að
ráðstafa þessum fjármunum til
umsækjenda sem uppfylla tilskilin
skilyrði samkvæmt gildandi
reglugerð, en umsóknarfrestur
er 20. október ár hvert.
Úthlutun þessara styrkjaflokka
kom til framkvæmdar í fyrsta skipti
í fyrra, og þótti takast ágætlega til þó
umsóknarferlið hafi að margra mati
verið full flókið. Nú hefur það ferli
hins vegar verið stórlega bætt og
einfaldað en helstu breytingar fólust
í því að nú sækir hver umsækjandi
aðeins um á einni umsókn, en ekki
nokkrum umsóknum eins og var í
fyrra, en þá skiptust umsóknir annars
vegar upp eftir hvort sótt var um
landgreiðslu eða jarðræktarstyrk,
og hins vegar upp eftir mismunandi
landnúmerum sem umsækjandi
hafði heimild til að nýta.
Mikið og gott samstarf hefur
verið á milli Búnaðarstofu Matvæla-
stofnunar, Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins og búnaðarsambanda
um land allt við undirbúning og
framkvæmd umsóknarferlisins.
Ráðgjafarmiðstöðin hefur haft
umsjón með þróunarvinnu í
skýrsluhaldsforritinu Jörð ásamt
því að aðstoða bændur við
skráningu ræktunar og uppskeru,
en fullnægjandi skil á skýrsluhaldi
í Jörð er forsenda styrkveitingar.
Búnaðarstofa hefur séð um þróun
rafræna umsóknarkerfisins á
Bændatorginu sem sækir allar
upplýsingar um ræktun og uppskeru
sjálfkrafa í Jörð. Búnaðarstofa
hefur einnig veitt umsækjendum
aðstoð við umsóknir og sér að
lokum um að greiða út styrkina.
Búnaðarsamböndin starfa svo á
vegum Matvælastofnunar og sjá um
úttektir á umsóknunum, en til þess
nota þau t.a.m. gervihnattamyndir
frá síðasta sumri ásamt því að
hringja í og/eða heimsækja hluta
umsækjenda. Samkvæmt reglugerð
skal þessari úttektarvinnu vera lokið
fyrir 15. nóvember ár hvert, og hefur
Búnaðarstofa þá fram til áramóta að
greiða út styrkina.
Í ár bárust í heildina 1.531
umsókn. Sótt var um landgreiðslur
vegna 76.710 uppskorinna
hektara og jarðræktarstyrk vegna
10.404 ræktaðra hektara. Þetta er
sambærilegt við umsóknir síðasta
árs en þó ekki sú aukning sem gert
var ráð fyrir.
Mýrdalshreppur:
Víkurþorp færi á flot í stóru
jökulhlaupi úr Kötlu
Sveitarstjórn Mýrdals-
hrepps hefur sent dóms-
málaráðherra erindi
þar sem óskað er eftir
því við ráðherra að nýr
varnar garður austan
Víkurþorps, vegna
jökul hlaups í kjölfar
eldgoss í Kötlu, komist
til framkvæmda sem allra
fyrst.
Ný hermun, sem unnin var af
verkfræðistofunni Vatnaskil fyrir
Lögreglustjórann á Suðurlandi, sýnir
glöggt að hætta er á að flóð nái alla
leið til Víkur.
„Fjárhagslegt tjón af slíku flóði
yrði gífurlegt svo að áætlaður
kostnaður við gerð nýs varnargarðs
bliknar í samanburði. Um leið
leggur sveitarstjórn áherslu á að
varnargarður austan Höfðabrekku
verði grjótvarinn og e.t.v. hækkaður“,
segir m.a. í erindinu.
Þorbjörg Gísladóttir,
sveitarstjóri í Vík, segir
að Víkurþorp muni fara á
flot verði stórt jökulhlaup í
kjölfar eldgoss í Kötlu.
„Tjónið af slíku hlaupi
hleypur á bilinu 6 til 13
milljarðar, hefur þá mikið að
segja hvort um vatns- eða
aurflóð yrði að ræða. Kostnaðurinn
hins vegar við varnargarðinn niður
af Víkurkletti með upphækkun á
vegi er talinn vera einungis um 100
milljónir, lítið í stóra samhenginu.
Ef við fengjum þennan
varnargarð þá myndi það breyta
öllum forsendum varðandi viðbragð
við Kötluhlaupi, að öllum líkindum
þyrfti þá ekki að rýma húsin og allar
forsendur varðandi skipulagningu
á þorpinu væru breyttar,“ segir
Þorbjörg. /MHH
Þorbjörg
Gísladóttir.