Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201822
Sá óvenjulegi heimsatburður átti
sér stað í flugskýli flugfélagsins
Ernis sunnudaginn 11. nóv-
ember, að þar var tekið á móti
norðlenskri forystukind sem
kom fljúgandi frá Húsavík og
henni gefið nafn með viðhöfn.
Eigandi k indar innar,
Guðni Ágústs son, fyrrverandi
landbúnaðar ráðherra, var þar
mættur ásamt fríðu föruneyti til
að taka á móti kindinni.
„Þetta er gert for ystukind inni
til heiðurs. Hún er með mannsvit í
veðrum, leiðir hjörðina og bónd ann
heim,“ seg ir Guðni.
Hóp ur manna kem ur ár lega
sam an á kótilettu kvöldi í Þing-
borg í Flóa til að safna fé til styrkt ar
út gáfu Flóa manna bók ar. Þar eru
kálf ar og ýms ir aðrir vinn ing ar í
verðlaun í happ drætti og síðustu
þrjú árin hef ur einnig verið meðal
vinn inga for yst ugimb ur frá Skúla
Ragn ars syni, bónda á Ytra-Álandi í
Þistil f irði. Sá sem hreppti gimbrina
í haust gat ekki tekið við henni og
gerðu þeir Guðni þá kaup með
sér og Guðni eignaðist kind ina.
Gimbrin er þrílembingur undan
Slyddu á Ytra-Álandi og Strump
frá Gunnarsstöðum, svört með
hvítar hosur.
Guðni hringdi í Aðalstein
Baldursson, verkalýðsforingja á
Húsavík, og bað hann um að sækja
fyrir sig svörtu gimbrina og koma
henni suður. Gimbrina geymdi
Aðalsteinn í bílskúrnum heima hjá
sér og sendi síðan með áætlunarvél
Ernis til Reykjavíkur á sunnudag.
Tekið var við henni með
viðhöfn á Reykjavíkurflugvelli.
Hörður Guðmundsson, eigandi
flugfélagsins, hellti yfir hana
sunnlensku rigningarvatni úr glasi
og gaf henni nafnið Flugfreyja.
Guðni segir að Geir Gíslason,
bóndi á Stóru-Reykjum í Flóa, muni
fóstra gimbrina fyrir sig. Vænti
Guðni þess að Flugfreyja muni
fara fyrir kindahjörð hans, en hún
verður þó ekki eina forystukindin
í þeirri hjörð. „Forystukindin
er sérstakt fjárkyn, einstakt á
heimsvísu. Þyrfti að rannsaka það
frekar, meðal annars hvaðan kynið
er komið,“ segir Guðni.
Við athöfnina var boðið upp á
veglega tertu með nafni Flugfreyju
undir mynd af henni sjálfri. Þá lýsti
Ólafur R. Dýrmundsson stuttlega
þessu einstaka fjárkyni.
Árið 2015 var forystufé tekið
um borð í Bragðörkina (Ark of
Taste) hjá Stofnun Slow Food
um líffræðilegan fjölbreytileika.
Komst forystukindin þar inn
ásamt sauðkindinni og landnáms-
hænunni.
Í Bragðörkinni
er safnað saman
gæðamatvælum
sem eru talin búa
yfir menningarlegu
verðmæti og í
útrýmingarhættu;
til að mynda búfjár-
kynjum, ávaxta- og
græn metis tegundum,
ostum, verkuðu
kjöt- og fiskmeti og
korn afurðum. Um
2.700 skráningar
eru nú yfir matvæli í
Bragðörkinni og eiga Íslendingar
13 þeirra – flestar Norðurlandanna.
/HKr.
LÍF&STARF
Hörður Guðmunds son, eig andi flug fé lags ins Ern is og Guðni Ágústs son stilla sér upp til mynda töku með gimbrinni
Flug freyju. Með Guðna eru dótt ur dæt ur hans, Eik og Eva Arn ars dæt ur. Fyrir aftan frá vinstri eru: Ágúst Ingi Ket-
ils son, fjall kóng ur Flóa manna, Al dís Þór unn Bjarn ar dótt ir og Geir Gísla son á Stóru-Reykj um, sem munu vista
Flugfreyju fyrir Guðna, og Ólafur R. Dýrmundsson, fyrrverandi landsráðunautur hjá BÍ. Myndir / HKr.
Guðni Ágústsson fékk forystukind frá Ytra-Álandi í Þistilfirði senda frá Húsavík með farþegaflugvél Ernis:
Var henni gefið nafnið Flugfreyja
því að stökkva á hana sunnlensku rigningarvatni í votta viðurvist. Erni, gaf Guðna Ágústsyni fyrsta bitann af tertunni góðu. Næstur í röðinni
var Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Guðni hinn mesti.
Breytingum á fyrstu hæð Hótel Sögu lokið:
Glæsileiki í anda þess sem Hótel Saga er þekkt fyrir
Gestir Hótel Sögu eiga án efa eftir
að reka upp stór augu þegar þeir
heimsækja hótelið á næstunni.
Viðamiklar breytingar hafa staðið
yfir á fyrstu hæð Sögu undanfarna
mánuði. Búið er að endurnýja
gestamóttökuna og kominn er
nýr veitingastaður og bar þar sem
áður var Skrúður og Mímisbar.
Miklar endurbætur og breytingar
hafa átt sér stað á Hótel Sögu síðustu
misserin. Elías Blöndal Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Bændahallarinnar
ehf., segir að breytingarnar hafi
staðið frá 2016.
„Frá þeim tíma hafa verið gerðar
miklar breytingar á innviðum
hótelsins. Fyrsta árið voru gerð
27 ný hótelherbergi á þriðju hæð
norðurbyggingarinnar, skipt út
lyftum, lagnir lagaðar og loftræsting
endurbætt. Þar á eftir var ráðist
í endurbætur á Súlnasalnum og
herbergin á fjórðu hæð gömlu
byggingarinnar verið endurnýjuð
að öllu leyti en með hliðsjón af
upprunalegu hönnuninni. Strax
í framhaldi af þeim breytingum
loknum var farið í endurgerð á fyrstu
hæð hússins og nánast allt rifið út.
Glerhúsið sem var við hliðina á
aðalinnganginum og hýsti Skrúð var
rifið og gestamóttakan tekin í gegn.“
Fyrsta hæðin afhent
Fyrsta hæðin var formlega afhent
hótelinu miðvikudaginn 14.
nóvember og er þar að finna nýja
gestamóttöku, nýjan bar og nýjan
veitingastað fyrir hundrað manns.
Hugmyndafræðin að baki nýja
veitingastaðnum er að eldhúsið er
opið þannig að gestir geta séð hvað
á sér þar stað. Hugmyndin er líka
að nýta íslenskt hráefni og afurðir
bænda eins og hægt er, eða eins og
kokkarnir segja „from head to tail“.
Á nýja staðnum er ekki hlaðborð
eins og var á Skrúð og allir réttir af
matseðli og á góðu verði.
Næsta sumar stendur til að fara
í framkvæmdir við útisvæði austan
megin við hótelið, eða þar sem
inngangurinn að Súlnasalnum er,
og setja upp aðstöðu þar sem má
borða úti þegar veður leyfir.
Fyrsta hæðin er hjartað í húsinu
Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri
Hótel Sögu, segir að endurbætur
á hótelinu hafi í mörgum tilfellum
verið orðnar tímabærar þar sem víða
hafi ekkert verið gert frá því að húsið
var byggt. „Húsið er stórt og hefur
verið ópraktískt í mönnun. Hér voru
mörg eldhús og þau staðsett víða í
húsinu, illa útbúin og mörg skref að
fara. Veitingahlutinn var því dýr í
rekstri. Við ákváðum því að fara út í
breytingar sem myndi þjappa honum
saman og nýta starfsmennina betur
og spara þannig rekstrarkostnað.
Mun betri nýting eftir breytingar
Dæmi um betri nýtingu eftir
breytingar er Súlnasalurinn sem
áður var eingöngu í notkun nokkur
kvöld á ári. Eftir breytinguna er hann
orðinn að fjölnota sal bæði fyrir
morgunmat fyrir hótelgesti og sem
samkomusalur á kvöldin.“
Ingibjörg segir að nýi
veitingastaðurinn á fyrstu hæð Hótel
Sögu kallist Mímir og kallist það á
við Mímisbar sem hefur verið færður
aðeins til en er enn á sínum stað.
„Aðalbreytingin á fyrstu hæðinni
er sú að þar er búið að búa til eitt
stórt svæði sem ég tel vera hjartað í
húsinu þannig að fólk sem kemur í
húsið finnur fyrir rýminu, birtunni
og þeirri þjónustu sem er í boði.
Eins og oft vill verða undu
breytingarnar upp á sig en að þeim
loknum er rýmið mun betur nýtt
en samt í anda þess glæsileika sem
Hótel Saga er þekkt fyrir.“ /VH
Fyrsta hæð Hótel Sögu verður gjör-
breytt frá því sem áður var.
Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmdastjóri Bændahallarinnar ehf. og
Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu. Myndir / VH
Framkvæmdir komnar á lokasnúning.