Bændablaðið - 15.11.2018, Síða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201824
ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018
Fyrirtækið Expert kæling ehf.:
Þjónustar bændur, iðnað og verslun
– Með kæli- og frystibúnað, meðal annars fyrir matvæli og mjólkurtanka frá RØ-KA í Danmörku
Fyrirtækið Expert kæling ehf. er
ört vaxandi þjónustufyrirtæki sem
er með snertifleti víða. Fyrirtækið
leggur allt í að veita framúrskarandi
þjónustu og sér meðal annars um
viðhald og viðgerðir allra kæli-
og frystitækja fyrir Coca Cola á
Íslandi, N1, Samkaup og ýmsar
útgerðir hérlendis. En á síðustu
árum hefur fyrirtækið stóraukið
þjónustu sína við bændur.
Starfsmenn fyrirtækisins
kynntu starfsemi þess á sýningunni
Landbúnaður á Íslandi 2018 sem
fram fór í Laugardalshöllinni í síðasta
mánuði.
Expert kæling er m.a. með umboð
fyrir hina margrómuðu RØ-KA
mjólkurkælitanka, sem eru í dag á
fjórða hverjum bæ á Íslandi og hafa
reynst framúrskarandi vel. Danska
fyrirtæki RØ-KA industri A/S, er með
aðsetur í Rødding í Danmörku. Það er
með yfir 50 ára reynslu í framleiðslu
á búnaði sem er ætlaður til að kæla
mjólk. Fyrirtækið framleiðir tanka
í ýmsum stærðum, allt frá 5.000 til
40.000 lítra, bæði sem liggjandi eða
síló tanka. Framleiðslan er seld til
meira en 50 landa.
„Þetta hefur gengið vel og
hópur okkar viðskiptavina hefur
farið ört vaxandi,“ sagði Sigurjón
Guðmundsson, vélfræðingur og einn
af eigendum Expert kælingar, í samtali
við blaðamann Bændablaðsins.
Fyrirtækið er nú með starfsstöðvar
í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri.
Með kælikerfi fyrir mjólk, ýmiss
konar iðnað og verslanir
„Ég er búinn að vera í frysti- og
kæligeiranum síðan 1992 og mínir
samstarfsmenn eru með víðtæka
starfsreynslu, svo innan fyrirtækisins
er mjög öflug þekking og reynsla sem
nýtist okkar viðskiptavinum. Við
leggjum okkur fram við og sýnum
mikinn metnað við að þjónusta
landbúnaðinn. Þetta verður allt að
vera í topplagi, því annars er fljótt
að verða tjón sem er algjörlega ótækt.
Þess vegna bjóðum við bakvaktar- og
neyðarþjónustu fyrir þá viðskiptavini
okkar sem eru með þjónustusamning.
Sú þjónusta hefur sannað sig og
bjargað miklum verðmætum á síðustu
árum.“
Líka að þjónusta
bruggverksmiðjur
Þá segir Sigurjón að umfang örbrugg-
verksmiðja hafi stóraukist á Íslandi.
Þeirri starfsemi fylgi upp setningar,
umsjón og eftirlit með rafmagns- og
kælibúnaði sem Expert kæling hafi
sinnt víða um land.
Kolsýran mikið að koma í stað
Freons og annarra kælimiðla
Hefur tæknin eitthvað breyst
varðandi efnin sem notuð eru sem
kælimiðill?
„Já, tæknin er að gjörbreytast. Hér
áður voru bara fjögur kæliefni sem
notuð voru. Þau voru Ammoniak,
Freon 22, Freon 12 og Freon 502.
Nú eru fjölmargar tegundir af alls
konar blöndum. Kolsýran hefur
verið að koma mjög sterk inn sem
kælimiðill á liðnum misserum.
Kolsýran hefur það fram yfir flest
önnur efni að vera umhverfisvænni
og er að verða mjög algeng í í
íslenskum verslunum. Hún er
hins vegar undir meiri þrýstingi
en önnur hefðbundin kæliefni. Því
þarf allt lagnakerfið og kútar að
vera mun öflugri. Í stað þess að
vera með þrýsting á kælikerfum í
kringum 2 til 3 bör, getur þrýstingur
í kolsýrukerfum náð allt upp í 130
bör,“ segir Sigurjón.
Svona til að gefa fólki hugmynd
um hvað Sigurjón er þarna að
tala um þá getur þrýstingur í
hjólbörðum fólksbíla kannski verið
nálægt 30 pundum (psi) á tommu2,
eða rétt rúmlega 2 bör. Því eru
130 bör nærri 63 sinnum meiri
þrýstingur en í fólksbíladekki, eða
1.885 pund á fertommu.
Lítil hætta á ferðum þó
kolsýrukerfi leki
„Þótt þrýstingurinn sé mikill er
hættan fyrir fólk lítil þótt kerfið
færi að leka. Í það minnsta ef ekki
er um að ræða lokað rými þannig
að það skapist súrefnisskortur. Það
er bara kolsýra sem lekur út og því
ekki hætta á íkveikju. Freon veldur
svo sem ekki heldur íkveikju, því
það er eðlisþungt og ryður súrefni
frá eldi. Við bruna getur Freon
hins vegar klofnað í hættuleg
efnasambönd, sem kolsýra gerir
ekki.“
Framkvæmdastjórinn með löng
tengsl við landbúnaðinn
Sigurður Frímann Emilsson,
rafvirkjameistari og vélstjóri, er
framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Hann stóð líka vaktina á bás Expert
kælingar þegar Bændablaðið átti
þar leið um. Hann er vel kunnugur
bændum og þeirra þörfum, af
áralangri þjónustu í sambandi
við mjólkurtanka, mjaltavélar og
annan búnað en Sigurður starfaði
áður fyrir Mjólkurbú Flóamanna
og Remfló ehf. á Selfossi. Sigurður
er með aðsetur á Selfossi og hafði
hann í nógu að snúast við að
upplýsa bændur og aðra áhugasama
gesti landbúnaðarsýningarinnar um
undur kælitækninnar. /HKr.
Sýningarbás Expert kælingar ehf. á landbúnaðarsýningunni Íslenskur landbúnaður 2018 sem haldin var í október í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Myndir / HKr.
Félagarnir Sigurður Frímann Emilsson framkvæmdastjóri og Sigurjón Guðmundsson stóðu vaktina í bás Expert
kælingar. Þeir höfðu í nógu að snúast við að sinna áhugasömum gestum.
Bjórdælan sem Expert-menn útbjuggu úr gömlum mjólkurbrúsa vakti mikla athygli. Á honum var númerið 0183 en
hann var frá kúabúi á Barðaströndinni. Var gaman að fylgjast með hvað margir gestanna kíktu eftir því hvort þeir
könnuðust við bæjarnúmerið um leið og þeir biðu eftir dýrindis bjór úr dælunni – að sjálfsögðu veittu Expert-menn
bjórinn Bónda, en það er nýr session IPA bjór, sem bruggaður er hjá Viking Brugg á Akureyri.