Bændablaðið - 15.11.2018, Side 29

Bændablaðið - 15.11.2018, Side 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2018 29 Hringhella 12, 221 Hafnarfjörður · Sími 565 1489 · isror@isror.is · www.isror.is Hjá Ísrör færðu einangruð hitaveiturör frá LOGSTOR – Stálrör – Stálfittings og samsetningar – Pexrör – Pexfittings og samsetningar – PexElextra sveiganlegri plaströr – Pexfittings og samsetningar Og svo allt annað sem þarf til hitaveitulagna Nýtt hjá ÍSRÖR Bjóðum nú kaldavatnslagnir PE-100 og PE-80 ásamt tilheyrandi fittings Bjóðum einnig snjóbræðslurör PP og PE Líklega besta verðið Öll verð eru í íslenskum krónum með vsk. og birtast með fyrirvara um innsláttar- og prentvillur. Tilboð gilda á meðan að birgðir endast. gildir frá 15.10.-15.12.2018 Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is SKOÐIÐ FLEIRI VORTILBOÐ FRÁ HOLZMANN Á HEIMASÍÐU IÐNVÉLA: WWW.IDNVELAR.IS WP20H WP30PLUSWP20H WP30PLUS verkstæðispressur WP20H & WP30PLUS WP20H WP30PLUS slag 190 mm 160 mm þrýstingur 20 t 30 t vinnusvæði 0-988 mm 166-1126 mm stærð 850x1800 mm 780x750x1838 mm þyngd 93 / 120 kg 170 / 206 kg 55.600,- 131.100,- rafmagnshjól EKR20M 32.600,- rafhlöðu borvél AKS45IND 23.500,- tifsög DKS21PRO 20.467,- rennibekkur tré D300F 55.000,- rennibekkur og rennijárnasett TILBOÐ H AU S T 3 fasa - 1500/2200 W 20 m kapall 18 V - 2 lithium-ion rafhlöður LÍF&STARF Opnað fyrir skil á haustskýrslum – Hestamenn hvattir til að sinna skráningarskyldu Matvælastofnun hvetur umráðamenn hrossa í þéttbýli sérstaklega til skila á haustskýrslum. Mynd / HKr. Matvælastofnun vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar á haustskýrslur í Bústofni (www. bustofn.is) og bendir á að nú hafi verið ráðist í umbætur á skráningarferlinu til að auðvelda umráðamönnum hrossa í þéttbýli skráninguna. Undanfarin ár hefur borið á því að slíkar skráningar hafi skort sem þó er skylt að sinna. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að í samræmi við reglur (lög um búfjárhald nr. 38/2013) skulu umráðamenn búfjár skila árlega inn haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir. Vantaðu upp á skil á undanförnum árum „Undanfarin ár hefur vantað upp á að umráðamenn hrossa í þéttbýli hafi skilað haustskýrslu lögum samkvæmt. Til að auðvelda u m r á ð a m ö n n u m / e i g e n d u m hrossa í þéttbýli að ganga frá haustskýrslu hefur Matvælastofnun ráðist í umtalsverðar umbætur á skráningarferlinu. Umráðamenn/ eigendur hrossa geta í ár sótt upplýsingar úr WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins (www.worldfengur.com), og byggja upplýsingarnar á fjölda hrossa í umráð viðkomandi. Jafnframt er vakin athygli á að umráðamenn hrossa sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu geta nú skilað haustskýrslu í heimarétt WorldFengs. Nánari leiðbeiningar um skil á haustskýrslum er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar og í heimarétt WorldFengs. Allir félagar í hestamannafélögum Landssambands hestamannafélaga og félögum Félags hrossabænda um allt land eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng. Þeir sem hafa ekki þann aðgang geta hins vegar skráð sig inn í WorldFeng með sérstökum hjarðbókaraðgangi, sem var opnaður í vikunni. Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Nánari upplýsingar veitir Matvælastofnun (dýraeftirlitsmenn og búnaðarstofa),“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar /smh VÍS hyggst loka útibúi í Húnaþingi vestra – Sveitarstjóra falið að segja upp tryggingum Sveitarstjórn Húnaþings vestra fól sveitarstjóra á dögunum að segja upp samningi sveitarfélagsins við VÍS fyrir 1. júlí 2019 og leita tilboða í tryggingar hjá þeim tryggingarfélögum sem treysta sér til að þjónusta samfélagið með viðunandi hætti. Lokun útibús Vís á Hvammstanga var rædd á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra nýverið og þar tekið heils hugar undir bókun byggðaráðs og gerir sveitarstjórn hana að sinni. Þar er harðlega mótmælt boðaðri lokun útibús VÍS í Húnaþingi vestra. „Aðgerðir sem þessar bitna verulega á íbúum landsbyggðarinnar sem þurfa sífellt að sækja þjónustu um lengri veg. Með lokun útibúsins er engin þjónusta frá Vís aðgengileg á atvinnusvæði íbúa Húnaþings vestra,“ segir í bókuninni. Fram kemur einnig að ljósleiðaravæðingu landsins hafi meðal annars verið ætlað að gera fólki kleift að stunda vinnu sína hvar á landi sem er. Þrátt fyrir þá miklu tæknibyltingu virðist gæta þess misskilnings hjá stjórnendum stórfyrirtækja að hennar helsta hlutverk sé að safna sem flestu starfsfólki undir sama þak og þá helst á dýrasta stað í höfuðborg landsins, frekar en að gera fólki alls staðar að af landinu kleift að sinna viðkomandi störfum. „Erfitt er að sjá að þessi þróun sé viðskiptavinum í vil, enda hefur hvergi komið fram að þessi þróun verði til að lækka iðgjöld þeirra,“ segir í bókun sveitarstjórnar Húnaþins vestra sem jafnframt hvetur stjórn VÍS til að endurskoða ákvörðun sína með það að markmiði að viðhalda góðri þjónustu við landsbyggðirnar. /MÞÞ Ný einangrunarstöð fyrir hunda og ketti E i n a n g r u n a r s t ö ð i n Mósel í Holtum í Rang- ár þingi ytra er ný ein- angrunarstöð sem var nýlega opnuð fyrir hunda og ketti. Eigendur stöðvarinnar eru þau Ingvar Guðmunds- son og Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir. Í stöðinni er pláss fyrir sextán hunda í einu og einn kött. Hver hundur hefur sitt herbergi með aðgangi að útiaðstöðu. Kötturinn hefur svítu undir sig en stefnt er að því að hægt verði að taka þrjá ketti inn í stöðina í einu. „Viðtökurnar hafa verið frábærar, við og eigendur dýranna sem koma hingað erum í skýjunum, hér er aðstaða til fyrirmyndar og frábært að sjá hvað dýrunum líður vel hjá okkur,“ segir Jóhanna. Hver hundur þarf að vera í einangrun á stöðinni í 28 daga. /MHH Ingvar og Jóhanna við hliðið á nýju einangrunarstöðinni sem þau hafa opnað. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.