Bændablaðið - 15.11.2018, Síða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2018 31
Talsvert hefur borið á sveppasmiti
í byggökrum í ár. Svo víða reyndar
að fregnir eru af svepp í öllum
landshlutum og meira að segja eru
fréttir af sveppasmiti í byggökrum
í nýrækt.
Helsta sveppategundin sem herjar
á bygg hér á landi er augnflekkur
(Rhynchosporium commune).
Augnflekkur lifir í leifum
byggplantna í jarðvegi og smitar
því nýja akra árið eftir og getur
þannig ræktast upp í byggökrum
þar sem ekki eru stunduð sáðskipti.
Bændur hafa eðlilega spurt sig hvort
sveppurinn hafi borist með sáðvöru
erlendis frá, á því verða að teljast
hverfandi líkur. Innfluttar sáðvörur
eru vottaðar og ef smit hefur fundist
þá er fræið bæsað með sveppavörn
áður en það er flutt til landsins.
Rannsókn á íslenskum afbrigðum
af augnflekk sýndu að það er
lítill skyldleiki á milli íslenskra
og evrópskra augnflekksafbrigða
(Stéfansson et al. 2012).
Blautt tíðarfar eykur líkur á
smiti í plöntum og úrhellis rigning
hjálpar honum að dreifast um
akurinn, sumarið í ár hefur því
verið mjög hagstætt fyrir sveppi.
Prófanir hérlendis hafa sýnt
fram að augnflekkur getur valdið
töluverðu uppskerutapi allt að 24%
(Hermannsson og Sverrisson, 2003).
Til að forðast að smit byggist upp er
mælt með að nota sáðskipti og rækta
þá ekki bygg meira en tvö ár í röð
í sama akri. Annar valmöguleiki er
að úða varnarefnum gegn sveppnum,
það telst þó ekki sem varanleg lausn
því hún getur leitt til aukinnar
notkunar sveppvarnarefna. Önnur
lausn á vandanum er að kynbæta ný
yrki með mótstöðu gegn augnflekk
og er sú vinna þegar hafin hjá
Landbúnaðarháskóla Íslands með
samnorrænu verkefni sem ber heitið
„Public-Private Partnership in Pre-
Breeding – Combining Knowledge
from Field and Laboratory for
Pre-Breeding in Barley“. Sumarið
2018 var lögð út tilraun með 125
byggplöntum og voru þær svo allar
smitaðar af sérstökum íslenskum
stofni af augnflekk. Plönturnar
voru síðan metnar með tilliti til
hversu móttækilegar þær voru
sveppasmitinu. Frumniðurstöður
tilraunarinnar benda til þess að
arfgerðirnir hafa mismikla mótstöðu
gagnvart sveppnum, og hafa þær
bestu góða mótstöðu. Erfðaefni
plantnanna er svo greint til að
finna megi gen sem veita mótstöðu
gagnvart augnflekk, þær upplýsingar
er hægt að nota í kynbætur nýrra
yrkja, sem og til að greina hvort
yrki sem þegar eru á markaði hafi
mótstöðugen gegn sveppnum.
Verkefnið er styrkt af
Norrænu ráðherranefndinni og
Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
Höfundar:
Hrannar Smári Hilmarsson
Magnus Göransson
Heimildir
Jónatan Hermannsson og Halldór
Sverrisson, 2003. Augnblettur í
byggi á Íslandi. Ráðunautafundur
2003, 180–182.
Tryggvi S. Stefansson, Marjo
Serenius og Jon Hallsteinn Hallsson,
2012. The genetic diversity of
Icelandic populations of two barley
leaf pathogens, Rhynchosporium
commune and Pyrenophora
teres. European Journal of Plant
Pathology 134:167–180.
„Matvælaframleiðsla verður
eitt af stóru viðfangsefnum
stjórnmálanna á þessari öld,“
sagði Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra á Matvæladegi
Matvæla- og næringarfræðafélags
Íslands (MNÍ) nýverið. Og
leggja þyrfti sérstaka áherslu
á að uppfræða börn um
matvælaframleiðslu og kynna
fyrir þeim hvaðan matvæli koma
og hvernig framleiðsluferli væri
háttað, auk þess sem móta þyrfti
framtíðarsýn matvælalandsins
Íslands:
„Þarna þurfum við að vinna þvert
á ráðuneyti og stofnanir og setja
okkur stefnu þannig að við byggjum
hér upp matvælaframleiðslu,
tryggjum matvæla- og fæðuöryggi,
drögum úr matarsóun, berjumst gegn
loftslagsbreytingum, eflum lýðheilsu
og aukum nýsköpun og þróun á sviði
matvælaframleiðslu,“ sagði Katrín.
Ég get tekið heilshugar undir
þetta hjá forsætisráðherra og þá er
að vinna að því að svo verði. Eitt
fyrsta verk forsætisráðherra í þeim
efnum er að taka ýmsa samráðherra
sína og þingmenn á skólabekk
fyrir þessa framtíðarsýn og ekki
síst landbúnaðarráðherrann sjálfan
sem lýsti því í grein í MBL nýverið
að ekkert annað væri framundan
en að leggjast flatur fyrir kröfum
ESB um óheftan innflutning á
hráu ófrosnu kjöti og tollfrjálsum
innflutningi matvara. Og í samræmi
við stefnu lagði hann niður sérstaka
skrifstofu landbúnaðar og matvæla
í ráðuneytinu, en færði reyndar
leifarnar undir Brüssel-skrifstofuna.
Fékk ráðherrann ómælt lof frá forvera
sínum á ráðherrastól þegar þeirri
ráðstöfun var mótmælt á Alþingi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er
einlæg í baráttunni fyrir inngöngu
í ESB og leist vel á þessa ráðstöfun
fyrrum flokksbróður síns.
Nú þarf forsætisráðherra
að taka stefnuna
Á hinn bóginn heyrum við
hástemmdar yfirlýsingar ríkis-
stjórnar innar um baráttu
gegn loftslagsbreytingum og
skuldbindingum Íslands í þeim
efnum og þá ekki hvað síst horft til
landbúnaðar- og matvælaframleiðslu.
„En þar stendur hnífurinn
í kúnni. Við leysum ekki
loftslagsskuldbindingar Íslendinga
né heldur fullnægjum stefnunni um
sjálfbæra þróun með því að hætta
hér matvælaframleiðslu og flytja allt
inn þó svo kolefnisbókhaldið okkar
vænkist tímabundið á blaðinu.
Herðum frekar löggjöfina
íslenskri framleiðslu í hag
Formaður Framsóknarflokksins,
Sigurður Ingi Jóhannsson,
fyrrverandi landbúnaðarráðherra,
sparar ekki stóru orðin í ágætri grein
sem birtist í Morgunblaðinu:
„Á Íslandi höfum við verið svo
lánsöm að búa við þær aðstæður að
íslenskar landbúnaðarafurðir eru
með því heilnæmasta sem finnst
í heiminum. Búfjársjúkdómar eru
sjaldgæfir vegna legu landsins og
vegna þess hvernig bændur hafa
staðið að búskap sínum. Við erum
því í einstakri og eftirsóknarverðri
stöðu þegar kemur að því að kaupa
í matinn. Við getum valið íslenskt
og verið örugg um það að sú vara
er með því öruggasta og besta sem
fyrirfinnst í matvöruverslunum
í heiminum. ... Kannski ættum
við í ljósi rannsókna að herða
frekar löggjöfina þegar kemur að
innflutningi á matvælum heldur en
að gefa eftir.“ Nú er hann í ríkisstjórn
og getur fylgt málum eftir.
„Við stjórnmálamenn að eiga“
Segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi
formaður Framsóknar flokksins og
ráðherra, sem lætur ekki sitt eftir
liggja í ágætri grein í Bændablaðinu:
„Við eigum að efla okkar varnir og
varðstöðu vegna þess að engin þjóð
býr við jafn góð og heilnæm matvæli
eða jafn gott heilbrigðisástand
búfjárstofna og jarðvegurinn
ómengaður af eiturefnum.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Miðflokksins, gagnrýnir
„aumingjaskap“ ríkisstjórnarinnar,
hún hafi „ svikið íslenskan landbúnað
og matvælaframleiðslu og bætti við í
þeim efnum að aðeins tíu ár væru liðin
frá því að landbúnaðurinn bjargaði
landinu frá gjaldþroti“. Hreinleikinn
er dýrmæt auðlind „Ræfildómur að
reyna ekki að halda landinu hreinu“
sagði Margrét Guðnadóttir, okkar
einn færasti veirusérfræðingur:
„Það er alvarlegt mál ef hér
koma upp nýir dýrasjúkdómar eða
ólæknandi mannasjúkdómar. Ég
treysti ekki þeim mönnum sem vilja
flytja inn hrátt, ófrosið kjöt til að
verja okkur fyrir þeim.“
Frá orði til athafna
„Mikið asskoti komst ég vel að orði“
sagði kall einn þegar hann hafði
látið móðan mása um eigið ágæti
og allt það sem hann ætlaði að gera.
Lagðist svo á koddann og ekki orð
um það meir.
Forsætisráðherrann Katrín
Jakobsdóttir þarf að taka á sig rögg
og láta gjörðir fylgja orðum. Til þess
hefur hún alla burði.
Við verðum að standa á
fullveldisrétti þjóðarinnar og hafna
valdi og kröfum ESB um innflutning
á hráum kjötvörum.
Segja upp tollasamningum sem
gerður var í fullkominni eftirgjöf
við ESB og semja algjörlega upp
á nýtt í samræmi við þá stefnu
sem forsætisráðherra hefur boðað.
Í minni ráðherratíð var þessari
tollaeftirgjöf og hömlulausa
innflutningi landbúnaðarvara
hafnað.
Sjálfstætt landbúnaðar- og
matvælaráðuneyti
Stofna þarf sjálfstætt landbúnaðar-
og matvælaráðuneyti og
hrinda í framkvæmd stefnu og
aðgerðaráætlun í að efla hér enn
fjölbreyttari landbúnað og heilnæma
matvælaframleiðslu, tryggja
hér fæðuöryggi, berjast gegn
loftslagsbreytingum á sönnum
íslenskum forsendum. Þar eru
mikil sóknarfæri og enn þá þarf
líka pólitískur grunnur að vera
kjölfestan. Sá grunnur virðist fyrir
hendi ef menn standa við orð sín.
Jón Bjarnason
fyrrverandi sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra
LESENDABÁS
Orðum fylgi athafnir
S é r þ e k k i n g s p a r a r t í m a
• Greining og ráðgjöf vegna mála varðandi fasteignir, eignarhald þeirra, stærð og afmörkun lóða og jarða.
• Stofnun nýrra fasteigna og samruni þeirra. Aðstoð við skráningu á óskiptu landi.
• Aðstoð við þinglýsingu skjala og samskipti vegna þeirra.
• Aðstoð vegna mála varðandi fasteignaskatt, fasteignamat og brunabótamat þ.m.t. kærur til yfirfasteignamatsnefndar.
• Gerð eignaskiptayfirlýsinga bæði fyrir fjöleignarhús og land og gerð skráningartaflna.
• Aðstoð og ráðgjöf vegna jarða s.s. landskipta, stærðarskráningar, hlunninda, veiðiréttar, umferðarréttar og annarra kvaða.
• Stjórnsýslukærur og samskipti við aðra opinbera aðila.
• Öll lögfræðileg skjalagerð.
LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF
HVAÐA VERKEFNI ?
S É R S V I Ð D I R E K T U E R F A S T E I G N A R É T T U R
Direkta lögfræðiþjónusta | Bæjarhrauni 22 | 220 Hafnarfirði.
Sími 571 8600 | direkta@direkta.is | www.direkta.is
Jón Bjarnason.
Sveppasmit í byggökrum
Mynd / Magnus Göransson